Helgarpósturinn - 16.10.1986, Síða 18
SJALFRIMER SAMKVÆM
Jóhönnu Sveinsdóttur mynd Jim Smart
„Mér líður bara alveg Ijómandi vel, þakka þér fyrir! Ég hefði heldur
aldrei tekið þessa ákvörðun og þaðan afsíður hrint henni í framkvæmd
ef ég vœri ekki fyllilega sátt við hana.“
Sú sem þetta mœlir er Kristín S. Kvaran alþingismaður aðspurð um líð-
an sína eftir að hafa gengið í Sjálfstœðisflokkinn. En hún var sem kunn-
ugt er kjörin einn fjögurra þingmanna nýstofnaðs Bandalags jafnaðar-
manna vorið '83 sem margt bendir til að sé nú að liðast í sundur sem
stjórnmálaafl. ídesember síðastliðnum sá Kristín sig tilneydda að segja
sig úr þingflokki Bandalagsins einkum af þeim sökum að henni þótti
sem kollegar hennar, þeir Guðmundur Einarsson og Stefán Benedikts-
son, virtu lýðrœðislegar samstarfsreglur að vettugi. Þegar þeir síðan
gengu ásamt Kolbrúnu Jónsdóttur til liðs við Alþýðuflokkinn rétt fyrir
landsþing hans á dögunum ákvað Kristín að láta verða afþví að ganga
í Sjálfstœðisflokkinn sem var fljótur til að bjóða henni sæti í þingflokki
sínum.
HP fékk leyfi til að ónáða Kristínu á skrifstofu hennar á Skólabrúnni
rétt eftir þingsetningu til að rœða nánar þessar pólitísku sviptingar svo
og annað af persónulegri toga.
Kristín hleypir mér inn brosandi, giæsileg og
vel til höfð að vanda, í grárri dragt og hælahá-
um skóm. Þegar hún sækir okkur kaffi tek ég
eftir að hún er í nælonsokkum með saum sem
ég veit af biturri reynslu að klæða einungis
granna fótleggi. Einhverjir kynnu kannski að
ætla að þessi nokkuð svo sviplegu örlög
Bandalags jafnaðarmanna á þingi hafi tekið á
taugar hennar, en svo er að minnsta kosti ekki
að sjá. Það er bjart yfir Kristínu og hvernig
sem ég gjóaget ég ekki séð nein andvöku-
merki á andliti hennar. Kannski er þeirra líka
fremur að leita á andlitum þeirra Stefáns, Kol-
brúnar og Guðmundar ef út í það er farið, því
Kristín sagði sig jú úr þingflokki Bandalagsins
fyrir tæpu ári.
Var aldrei í BJ
„Þá má í raun segja að ég hafi jafnframt sagt
mig úr Bandalaginu. Þingflokkurinn var bara
eina apparatið sem ég gat sagt mig úr,“ segir
Kristín. „Á landsfundinum í desember '85
urðu svo ýmsar skipulagsbreytingar og e.t.v.
hefur fólk getað fengið formlega aðild að því
síðan. En ótrúlegt nokk, þá var ég aldrei í BJ
því það var ekkert til sem hét að vera félagi í
BJ, engin félagaskrá eða slíkt. Ég beið með að
segja mig úr þingflokknum þar til eftir lands-
fundinn til að valda sem minnstu fjaðrafoki. Ég
gekk alls ekki út með látum, sagði ekkert sem
gæti valdið því að Bandalagið biði afhroð, þó
að það þreytti mig vissulega að láta pressuna
hvað eftir annað skilgreina mig eftir sínu póli-
tíska litrófi."
— Það er víst engum blödum um það að
fletta að þú hafir verið býsna einangruö sitj-
andi þingflokkslaus á þingi....
„Já, síðasti vetur var alveg hroðalega erfið-
ur, að vera svona ein á báti. Og ég get virkilega
sagt að sá bátur hafi verið í ólgusjó. Það sem
auðveldar þingstörfin eru jú m.a. reglulegir
fundir þingflokksformanna þar sem ráðið er
ráðum um gang mála í þinginu, til dæmis for-
gangsröð verkefna. En þar sem ég hafði engan
þingflokksformann átti ég engan aðgang að
slíkum upplýsingum og vissi því lítið um hvað
var að gerast fyrirfram. Til dæmis hófust
stundum utandagskrárumræður án þess að ég
hefði hugmynd um að þær stæðu til.
Ég reikna með að landsmenn hafi séð í sjón-
varpinu þingskjalabunka á borðum þing-
manna sem eru þó bara hluti af þeim gögnum
sem þarf að lesa. Innan hvers þingflokks gefa
þeir sem sæti eiga í hinum ýmsu nefndum hin-
um hugmynd um stöðu mála þar, en sé maður
utan þingflokka þarf maður sjálfur að lesa öll
gögn frá grunni til að geta myndað sér skoðun.
I fyrra sat ég þó í nefndum en komandi vetur
hefði áreiðanlega orðið helmingi erfiðari fyrir
mig en sá í fyrra því ég hefði ekki átt mögu-
leika í nefndakosningum. Ég hefði einangrast
enn meir.
Mér finnst að sú reynsla sem ég gekk í gegn-
um í fyrra hafi verið sannkölluð eldskírn.
Vissulega var það eldskírn líka að setjast gjör-
samlega óvanur á þing fyrir þremur árum, en
þó var enn meira í húfi að standa sig í fyrra eft-
ir að maður var orðinn einn á báti. En í vor sat
ég eftir með þá tilfinningu að það hefði tekist.
Mér fannst mér hafa tekist að vera sjálfstæð,
að ég hefði lagt fram ótrúlega mörg mál og
unnið þau vel miðað við aðstæður.
Ég hafði síðan ætlað mér að bíða með það
fram á vor að ganga í Sjálfstæðisflokkinn. En
eftir á að hyggja held ég að ég hafi gert rétt í
þeirri stöðu sem upp kom. Ég er líka alls ekki
viss um að ég hefði komist ein í gegnum þenn-
an vetur.“
Gagnrýnin snertir mig lítið
— Hvaö finnst þér um gagnrýni þess fólks
sem enn er í Bandalaginu þess efnis að kalla
œtti til varamenn fyrst allir þingmenn Banda-
lagsins eru gengnir úr því?
„Þær gagnrýnisraddir snerta mig afskap-
lega lítið. Þær komu ekki fram í fyrra þegar ég
sagði mig úr þingflokknum. Ef til vill hefði ég
íhugað þær þá ef svo hefði verið, en tel ekki að
þær eigi rétt á sér. En þá snerti það greinilega
engan þótt ég gengi úr þingflokknum. Nú er
ég sett undir sama hatt og þeir þingmenn BJ
sem hafa gengið til liðs við Alþýðuflokkinn.
Það finnst mér óréttmætt vegna þess að ég lít
svo á að ég hafi gert upp við BJ í fyrra. Ég hef
heldur aldrei lagt til að BJ verði lagt niður. Og
ég fæ heldur ekki betur séð en allmargir þeirra
sem gáfu Bandalaginu líf í janúar '83 hafi fyrir
löngu yfirgefið það. Allir frambjóðendur í
efstu sætum í kjördæmunum voru t.d. gengnir
formlega úr trúnaðarstörfum Bandalagsins
áður en þingmennirnir yfirgáfu það að lokum.
Ég er alls ekki viss um að fólk hafi gert sér
grein fyrir því. Þess vegna finnst mér að það
fólk sem nú lætur hæst hefði átt að taka við sér
miklu fyrr ef það hefur virkilega svona ofboðs-
legan áhuga á að halda lífi í Bandalaginu."
— Og hver telur þú aö sé meginástœöan fyr-
ir að svona fór?
„Við lögðum upp með mjög góðar hug-
myndir í farteskinu, en svona samtök ganga
ekki af sjálfu sér — eða á þingmönnunum ein-
um saman. Að baki þeim hlýtur að þurfa að
standa töluverð hreyfing fólks til að halda hug-
myndunum gangandi og endurnýja þær. Sjálf-
sagt er fróðlegt að velta fyrir sér hvers vegna
allt þetta fólk hætti störfum og að sjálfsögðu
hef ég mínar skoðanir á því. Ég tel höfuð-
ástæðuna vera þá að þversögn hafi myndast á
milli hugmyndafræði BJ annars vegar og gerða
þingmanna þess hins vegar. Þeir segja eitt
og framkvæma annað. Fólk hefur aldrei séð
aðra talsmenn Bandalagsins en þá Guðmund
og Stefán. Mesta píramídauppbygging sem
hægt er að hugsa sér er að hleypa aldrei nein-
um öðrum að. Valdið hefur virkilega verið á
fárra höndum í BJ þrátt fyrir yfirlýstan vilja um
hið gagnstæða."
Spilling sjálfskipaðra
forystusauða
— Þrátt fyrir að þeir hafi Kvennalistann
starfandi viö hliö sér sem í raun ástundar slík
grasrótarvinnubrögö. . .!
„Já, þar virðist valddreifingin vera stunduð
bæði í orði og á borði," samsinnir Kristín og
heldur svo áfram gagnrýni sinni á fyrrverandi
samstarfsmenn: „Þeir segjast ætla að berjast
gegn spillingu en ástunda hana svo sjáifir.
Hvað er það annað en spilling þegar þeir
reyna að telja sjálfum sér trú um að þeir séu
þeir einu sem séu hæf ir til að gera alla skapaða
hluti? Ennfremur voru þeir hörðustu andstæð-
ingar viðræðna við aðra, en skiptu nú snar-
lega um skoðun þegar þeirra eigin hagsmunir
voru í veði.“
— Og þaö var fyrst og fremst þess vegna sem
þú sagöir þig úr þingflokknum?
„Já, það segir sig sjálft að ekki er hægt að
vinna með fólki sem aldrei hefur samráð og
síst í málum sem einhverju skipta! Smáro
saman komst maður að því hvað maður hafði
verið ótrúlega bláeygur. Eftir að maður fór
svo að spyrna við fótum í stað þess að segja
bara já, versnaði ástandið. Ég held að þetta
nánast einræði og hroki þeirra Stefáns og Guð-
mundar hafi ekki síst valdið því að fólk fældist
frá Bandalaginu. Þeir ætluðust til þess að fólk
fylgdi með eins og strengjabrúður."
— Þér finnst semsé aö fátt hafi veriö gert til
þess aö kanna hverjir stóöu undir regnhlífinni
eöa vildu fara undir hana?
„Já.þaðvar ekkert gert til að byggja þessi
samtök skipulega upp. Eitt sinn gekk ég svo
langt að tala um félagslegan vanþroska hjá
þessum tveimur þingmönnum. Þegar menn
hafa ekki þann eiginleika að geta starfað í fé-
lagi með öðrum er ekki von á góðu. í hrein-
skilni sagt tel ég að ég hafi gert allt sem í mínu
valdi stóð til að koma þessum sjálfskipuðu for-
ystusauðum í skilning um hvað var á seyði,
hvernig þetta væri dæmt til að enda. Á það var
ekki hlustað."
— Hvernig hafa samskiptin við þá tvo veriö
síöan?
„Þau hafa nákvæmlega ekki verið nein,“
segir Kristín hlæjandi. „I fyrravetur sat ég við
hliðina á Guðmundi á þinginu. Við buðum
hvort öðru góðan daginn og búið.“
— En hvers vegna varö Sjálfstœöisflokkur-
inn fyrir valinu?
„Þetta gekk nú ekki þannig fyrir sig að ég
læsi stefnuskrár allra flokkanna og spekúler-
aði í í hvaða flokk ég ætti að ganga," svarar
Kristín og skellir aftur upp úr. „Ég tel mig vera
samkvæma sjálfri mér í þessari ákvörðun.
Þetta átti sér langan aðdraganda. Ég ímynda
mér að þetta hafi gerst þannig að eftir að ég
var orðin laus úr öllum tengslum vfið Bandlag-
ið hafi ég farið að horfa á atburði líðandi
stundar í víðara samhengi. Þegar maður er
ekki á stöðugum fundum með fólki sem talar
út frá ákveðnu mynstri fer maður að spekúlera
í hlutunum sjálfur. Mér varð ljóst að ýmislegt
sem ég hafði talið að væru slæmar ráðstafanir
höfðu bara reynst nokkuð vel eftir allt saman,
t.d. dugað vel í baráttunni við verðbólguna.
Þarna er ég að tala um þær efnahagsráðstafan-
ir sem ég sjálf hafði verið með í að fordæma
ríkisstjórnina fyrir. Þó að maður megi ekki
trúa blint á spá Þjóðhagsstofnunar, þá bendir
hún til þess, reyndar meðal annars vegna hag-
stæðra utanaðkomandi aðstæðna, að stjórnin
nái enn betri árangri en reiknað var með i upp-
hafi.
Eftir að hafa náð þessu í samhengi fannst
mér ekkert fráleitt að ég styddi þann flokk sem
héldi styrkri hendi um efnahgsmálin vegna
þess að bættur þjóðarhagur hlýtur að vera for-
senda fyrir bættum hag almennings. Sé hægt
að halda verðbólgunni í lágmarki skapast að-
stæður til að huga að ýmsum velferðarmálum.
Slíkar efnahagsaðstæður vil ég styðja."
Síminn hefur ekkl stoppað
— Hvaö meö hugmyndagrundvöllinn?
„Ég hef verið sjálfri mér samkvæm þegar
ég segi að mér virðist Sjálfstæðisflokkurinn
líklegastur til að skapa ýmsum hugmyndum
BJ hljómgrunn meðal manna, því margar
þeirra eru þess eðlis að þegar við fórum af stað
með þær upphaflega sökuðu ófáir sjálfstæð-
ismenn okkur um að hafa stolið þeim orðrétt
frá sér, þó það sé auðvitað ekki rétt. Til enn
frekari sönnunar fyrir því að þessar hugmynd-
ir eigi fylgi að fagna innan Sjálfstæðisflokksins
get ég nefnt að eftir að ég kunngjörði þessa
ákvörðun mína hefur ekki stoppað hjá mér
síminn. Þar er m.a. um að ræða fólk sem segist
hafa verið stuðningsmenn BJ en áður verið í
Sjálfstæðisflokknum og jafnvel ekki gengið úr
honum þótt það hafi kosið BJ sem það gerði
m.a. vegna þess að það áleit að þarna væri
komið afl sem gæti hrist upp í málflutningi
Sjálfstæðisflokksins. Því finnst þessu fólki
ákvörðun mín vera í rökréttu samhengi við
það sem það sjálft gerði á sínum tíma. Það
telur að ýmislegt í málflutningi BJ sé farið að
skila árangri, samanber frjálst fiskverð og
vinnustaðasamninga. En talandi um síma get
ég bætt því við að enginn hefur hringt til að
skamma mig eða gagnrýna."
í þessum svifum er barið að dyrum. Það er
ritari þingsins að færa Kristínu plögg úr fjölrit-
un.
„Þó að ég hafi fært mig til er ekki þar
með sagt að ég ætli að segja skilið við þau mál
sem ég hef verið að vinna að,“ segir hún og
blaðar í pappírunum. „Þessa dagana er ég t.d.
að ljúka við að vinna mál sem ég ber töluvert
fyrir brjósti og vona að nái fram að ganga." Og
hún réttir mér nýfjölritað eintak af tillögu til
þingsályktunar sem hún ætlar að leggja fram
á næstunni. Þar er skorað á ríkisstjórnina að
skipa nefnd til að kanna hvort endurgjaldslaus
vinnuþjónusta í þágu samfélagsins geti við
ákveðnar kringumstæður komið í stað afplán-
unar dóma í fangelsi og í annan stað orðið til
að gera skilorðsdóma markvissari, eins og
segir orðrétt.
„Þarna á ég t.d. við menn sem hafa framið
minni háttar auðgunarbrot," útskýrir Kristín,
„að þeim sé gefinn kostur á að vinna þetta af