Helgarpósturinn - 16.10.1986, Side 19

Helgarpósturinn - 16.10.1986, Side 19
Kristín S. Kvaran alþingismaður í HP-viðtali sér í stað þess að stinga þeim inn og eiga á hættu að þeir komi út úr fangelsi aftur sem meira efni í afbrotamenn en þeir áður voru. Þetta hefur verið reynt t.d. á Englandi og flestum hinna Norðurlandanna. í Noregi telja menn sig spara 25 milljónir norskar krónur ár- lega. Lauslega reiknað ættu íslendingar að geta sparað um 30 milljónir á ári. Ég tel að ég geti unnið að þessu máli og ýmsum öðrum innan Sjálfstæðisflokksins ekkert síður en á öðrum vettvangi." Eiginmaðurinn mesta gæfan. . . Og nú er kominn tími til að taka stjórnmálin út af dagskrá og grennslast örlítið fyrir um persónulegar aðstæður Kristínar sem ólst upp í Reykjavík, dóttir þeirra Stefáns Guðmunds- sonar innheimtumanns og Guðrúnar Bene- diktsdóttur verslunarmanns, sem nú eru bæði látin. Hún er fóstra að mennt, hefur veitt ýms- um dagvistarheimilum forstöðu og á að baki framhaldsnám í Noregi. Eftir að hún kom heim kenndi hún um tveggja ára skeið hag- nýta uppeldisfræði við Fósturskólann og sú reynsla, að samþætta hugmyndafræði og hag- nýta reynslu, segir hún að hafi svo sannarlega komið sér vel við þingstörfin. Ég spyr svo hvað hafi mótað hana mest í uppvextinum. „Alveg frá því ég var fjögurra ára gömul og fram yfir fermingu var ég í sveit á sumrin, í Lóni í Hornafirði, hjá móðurfólki mínu, mjög sterkum persónuleikum," svarar Kristín. „Það held ég að hafi mótað mig einna mest. Ég hef ekki langskólanám að baki í bókstaflegum skilningi, en ég held að sjálfsnámið eða heima- menntunin hafi orðið hvað ríkust þegar ég var þarna í sveitinni: þar var tekið á því að maður talaði rétt mál, eignaðist ríkan orðaforða, væri skýrmæltur og svo framvegis. Ég kann þessu fólki miklar þakkir fyrir það.“ Kristín er gift Einari B. Kvaran kerfisfræð- ingi og eiga þau þrjár dætur: tuttugu og tveggja, tólf og tveggja. „Barneignirnar voru nú ekki planaðar svona með tíu ára millibili," segirt Kristín og kímií „Ég vona bara að ég eignist svo ekki eitt í viðbót 48 ára! En þetta hefur verið mjög þægilegt, hvert barn hefur fengið 100 prósent þá athygli sem er nauðsyn- leg í uppvextinum. Ég hef samt fundið að maður hefur linast dálítið með aldrinum í ýmsum prinsípmálum." Kristín segir það hafa gengið stórslysalaust að skipta sér á milli starfs utan heimilis og innan. „En fyrsta árið mitt á þingi fannst mér ég þó fljóta í ryki og drullu. Það var sama hvert ég leit: alls staðar haugar af þvotti og ófrágengnum hlutum. Svo vandist ég þessu smám saman og mátti vita að það væri ekkert Húsmæðraeftirlit á leiðinni til að rannsaka heimilishætti hjá mér!" En eftir að hún mætti aftur til þingstarfa að afloknu barneignafríi hafa þau hjónin verið með au-pair stúlkur sem hún segir að hafi reynst mjög vel. — Og hjónabandid blómstrar? „Já, ég tel það mína mestu gæfu í lífinu að búa með manni sem ég er yfir mig hrifin af ennþá, og að það skuli vera gagnkvæmt. Það hljóta að teljast afskaplega mikil forréttindi því víða virðist vera pottur brotinn i dag. Ég tel alls ekki sýnt að maður verði svo heppinn að þetta haldist og því lofar maður hvern dag.“ — Þú segist vera heppin meö mann. Má ekki allt eins segja ad hann sé heppinn meb þig? „Já, veistu það að ég hef nefnilega alltaf fengið að heyra það í gegnum árin hvað ég væri ofboðslega heppin að eiga svona mann eins og hann. Mér hefur nánast verið núið því um nasir þótt ótrúlegt megi virðast! Fyrir nokkrum árum gerðist ég dálítið þreytt á þessu, og það hljóp í mig dálítil kergja. Þá svar- aði ég því til að fólk gerði sér bara ekki grein fyrir því hversu mikið væri í mig spunnið og það væri vegna minna góðu eiginleika sem hann væri svona í viðmóti við mig. Æ, eigum við nokkuð að láta þetta flakka?" segir hún og grettir sig. „En ég sagði þetta bara vegna þess að ég var orðin heldur leið á þessum athuga- semdum og fólk hrökk til baka vegna þess að það er ekki vant því að maður hrósi sjálfum sér.“ Saumar öll föt sjálf f jakkaboðungnum er Kristín með lítið barmmerki: táknræna sígarettu brotna. Ég spyr hvort hún sé nýhætt að reykja. Hún segist hafa hætt í apríl á síðastliðnu ári. „Þá leist nú ýmsum í þingliðinu síður en svo á blikuna, sögðu að það væri ofurmannlegt að reyna að hætta að reykja undir þinglok í öllu stressinu og vökunum. En ég hugsaði dæmið þannig að ef mér tækist að hætta þegar mest væri að gera hlyti mér að vera borgið. Ég hafði oft reynt að hætta án árangurs, var gjörsamlega forfallin enda búin að reykja í átján ár.“ En í þetta skipti skellti Kristín sér á námskeið á vegum Krabbameinsfélagsins, „enda er það alveg eðlilegt að fara hreinlega í meðferð ef menn ætla að hætta að reykja, rétt eins og menn fara í meðferð til að hætta að drekka. Reykingar eru meira að segja miklu viður- kenndara félagslegt atferli en drykkjan: þú mátt reykja nánast alls staðar nema í bíó og strætó. Aftur á móti mega menn bara drekka við ákveðnar kringumstæður og eru jafnvel illa séðir ef þeir drekka of rnikið." Og enn er ekkert sem bendir til að Kristín springi á limminu og hún hefur ásamt öðrum sem tóku þátt í námskeiðinu og enn standa sig í bindindinu stofnað samtökin Litlu bifhárin sem er aðili að Krabbameinsfélagi íslands. Aðspurð um áhugamál segist Kristín alla tíð hafa lesið mikið en eftir því sem fram líði stundir taki þó saumaskapurinn æ meiri tíma! „Ég sauma alveg rosalega mikið. Mér finnst saumaskapurinn mjög góð afþreying og af- slöppun og svo er afskaplega þægilegt að geta saumað þær flíkur sem maður vill eiga. Ég sauma nánast allt á mig sjálfa og mestallt ú stelpurnar. Það er misjafnt hvað fólk gerir til að slappa af. Pabbi settist til dæmis alltaf við píanóið þegarhann var stressaður - þó að aldrei væri talað um stress á þeim tíma — og spilaði og söng. Ég sest við saumavélina, jafnvel þó að ég hafi bara hálftíma á milli þess sem ég borða kvöldmatinn og horfi á sjónvarpsfréttirnar get ég alveg kúplað mig frá því sem ég var að gera. Mamma saumaði alltaf allt bæði á sig og okkur systurnar og var mjög flínk. Ég þjáðist af minnimáttarkennd, hélt að ég gæti aldrei saumað eins og hún, en svo kom þetta smátt og smátt. Mér finnst mest gaman þegar ég er að móta það sem ég ætla að gera. Ég nota sjaldnast snið, klippi bara út í ioftið. Sauma- skapurinn tekur eiginlega allan þann tíma sem ég hef aukreitis núna.“ Fullkomnunarárátta eða minnimáttarkennd? Þetta þykir mér saga til næsta bæjar: alþing- ismaður sem saumar öll fötin sín sjálfur og það eru greinilega engir Hagkaupssloppar sem Kristín saumar. . . En nú slær dómkirkjuklukk- an til að minna á að tíminn líður engu síður inni á þingmannsskrifstofunni en í þingsalnum og ég legg fyrir Kristínu þá óvinsælu spurn- ingu hvort hún geti lýst sjálfri sér í fáum orð- um, eða hvort hún eigi sér ef til vill einhver einkunnarorð. „Æ, ég veit ekki. ..“ svarar hún. „En ég get svo sem nefnt að við teikninguna af mér í Líknarbelgnum, útskriftarbók Fósturskólans, settu bekkjarsystur mínar eftirfarandi texta: Ég vil, ég get, ég skal. Þetta þótti þeim dæmi- gert fyrir mig: ef ég sagðist vilja gera eitthvað, þá hrinti ég því í framkvæmd. Síðar hafa kenn- arar mínir, samstarfsfólk og samkennarar oft tekið í svipaðan streng og sagt að ég væri hald- in einhverri fullkomnunaráráttu. Sjálfri finnst mér þetta fremur vera minnimáttarkennd, að ég sé alltaf að kljást við eitthvað á leið til full- komnunar. Kannski skortir mig eitthvað upp á það sem mig langar mest til að ná. . — Og sért því stöbugt ab sanna þig fyrir sjálfri þér og öbrum? Það er kannski ekki fjarri lagi. Og þannig held ég að mörgum konum líði. Eg sé til dæmis að þessar konur sem eiga sæti hér á þingi vinna alveg gífurlega mikið og vel, án þess að ég geti nokkuð fullyrt um hvernig þeim !iour.“ — Velurbu þér þá ekki verkefni s^m þú getur litib á sem ögrun? „Ég veit ekki. Mér hefur fremur fundist ég detta inn í svoleiðis. Og þó. Einhverju hlýt ég þó að hafa ráðið um það sjálf. Upphaflega mætti ég til dæmis á fundi hjá BJ meira og minna fyrir tilviljun. En áður en ég vissi af var ég komin á kaf og komin í framboð þótt það hefði aldrei staðið til af minni hálfu. En auðvit- að fer enginn í framboð nema hann samþykki það sjálfur," bætir hún við hlæjandi. — Og hvab tekur svo vib hjá þér þegar kjör- tímabilinu lýkur í vor? „Ég hef ekki ákveðið enn hvaða ráðninga- þjónustu ég tala við,“ svarar Kristín og brosir enn. „En ég fer auðvitað út á hinn almenna vinnumarkað. Hér á Alþingi hef ég öðlast gíf- urlega reynslu og þekkingu sem ég vonast til að geta nýtt mér í starfi hvar svo sem það verð- ur.“

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.