Helgarpósturinn - 16.10.1986, Page 23

Helgarpósturinn - 16.10.1986, Page 23
— Ertu aö segja, ad þú teljir Ás- mund Stefánsson, forseta ASÍ, á leið- inni til Alþýðuflokksins? „Ég segi það kannski ekki, en það er mjög óklókt að flokkurinn nýti sér ekki sitt besta fólk. Hvað sem segja má um Ásmund þá er hann í æðstu stöðu ASI og ákveðið afl í þjóðfélaginu og það væri óðs manns æði ef Alþýðubandalagið nýtti sér hann ekki. Það er tilhneiging í Al- þýðubandalaginu að líta á Ásmund sem eitthvert vandamál. Sömu sögu er að segja af viðhorfum marga Al- þýðubandalagsmanna til Ólafs Ragnars Grímssonar; hann er talinn vandamál. Enginn annar íslending- ur hefur haft jafn náin samskipti við þjóðarleiðtoga um víða veröld og Olafur. Þessir menn eiga báðir að fá viðunandi pláss í flokknum." — Huada pláss? „Ásmundur og Ólafur Ragnar eiga báðir að fara á þing fyrir Al- þýðubandalagið. Það verður að hvetja þessa menn og aðra hæfa menn að gefa kost á sér í forvali." — Kannski að fá fram nýtt fólk í öllum kjördœmum og stokka þing- liðið gjörsamlega upp? „Það eru líkur á ákveðnum hrók- eringum. Kjartan Ólafsson býður sig ekki fram fyrir vestan og nær ör- uggt að Garðar Sigurðsson fer ekki fram í Suðurlandskjördæmi. Einnig eru líkur á að önnur þingsæti losni. Ef hrókeringarnar nægja ekki til þess að koma hæfu fólki á þing, þá verður að bjóða nýtt fólk fram í öllum kjördæmum." FÓLKI EKKI TREYST EN Á AÐSÝNA TRÚNAÐ — Margt af þínu gamla samstarfs- fólki, samherjum og tengdafólki eins og tengdamóðir þín Bjarnfríð- ur Leósdóttir, hefur gengið úr Al- þýðubandalaginu. ' Hvers vegna flýja menn Alþýðubandalagið? „Ég held að fólk finni, að því sé ekki treyst. Fólk er orðið þreytt á að berjast við pólitíska langhlaupara. í flokksátökum gilda ákveðnar, óskráðar reglur. Það eru ákveðin mörk sem ekki má stíga yfir, því þá er flokkurinn í hættu. Deilurnar í Ál- þýðubandalaginu eru komnar langt yfir þessi hættumörk. Samt tel ég ekki að það sé klofningshætta í Al- þýðubandalaginu. Það er miklu heldur að hætta á að það fjari undan flokknum." — Þú nefndir pólitíska langhlaup- ara í Alþýðubandalaginu. Nöfn? „Hvað skal segja...“ — Svavar, Hjörleifur...? „Jú, jú... en ég tel ekki að þessir menn eða aðrir séu óalandi eða óferjandi. Ég hef sjálfur átt mjög gott samstarf við þessa menn og eins þá sem hafa yfirgefið Alþýðu- bandalagið og gagnrýnt það hve mest. Menn verða að gera sér grein fyrir því, að flokkur sem á undir högg að sækja, þarf að hafa starfs- fólk sem finnur að því er treyst í stað þess að það eigi að sýna trúnað við ákveðna menn. Ef þú ætlar að reka flokkshreyfingu á trúnaði við ein- staka menn, er sá trúnaður fljótur að eyðast í hinum og þessum deilum sem alltaf koma upp í flokki. Að lok- um er öll umræða drepin í flokkn- um.“ — Hefur þetta gerst í Alþýðu- bandalaginu? „Já, Alþýðubandalagið hefði bet- ur átt að tryggja sér t.d. ungt, menntað fólk með sérþekkingu á ýmsum sviðum og treysta því fyrir verkum í stað þess að ætlast til skil- yrðislauss trúnaðar við forystu- rnenn." — Hefur Svavar formaður lagt of mikla áherslu á trúnað við sig? „Svavar er að mörgu leyti mikill hæfileikamaður. En hann er sprott- inn úr ákveðnu stjórnmálalegu andrúmslofti sem rekja má aftur í Sósíalistaflokkinn, þar sem réðu nokkrir þungir menn, innsti kjarni sem höfðaði til ákveðins hóps í þjóð- félaginu. Hins vegar var aldrei neinn einn óskoraður foringi í Sósíalistaflokknum eða Alþýðu- bandalaginu; miklu nær er að tala um tvíeyki, þríeyki eða jafnvel fer- eyki. Tvíeykið Lúðvík og Magnús voru ekki alltaf sammála, svo dæmi séu tekin, né neinir elsku vinir. En þeir virtu hvorn annan og þráttuðu upp að ákveðnu marki en stefndu aldrei flokknum í hættu. En þetta hefur breyst, ekki síst með tilkomu fjölmiðla og ágreiningurinn farið úr böndunum. Á árunum 1978—82 myndaðist ákveðið þríeyki í Al- þýðubandalaginu, þeir Svavar, Ólaf- ur Ragnar formaður þingflokksins og Ragnar Arnalds höfðu hina póli- tísku reynslu sem til þurfti. Það var erfitt að slá niður þessa menn. Al- þýðubandalagið gerði hins vegar hrikalega skyssu að fara ekki út úr ríkisstjórninni haustið 1982 og síð- an hefur allt verið meira og minna í vitleysu í flokknum. Þá reyndi mjög á trúnað manna. Ég var ritstjóri Þjóðviljans og skrifaði ekki leiðara í sex mánuði. Það gerði hinn ritstjór- inn Kjartan Ólafsson og veit ég að þau skrif voru honum oft erfið þraut.“ — Hvers vegna hafa þessi tví — þríeyki flokksforystu leyst upp? „Þegar Alþýðubandalagið kom út úr ríkisstjórnarsamstarfinu var út- koman ekki glæsileg. Þá hefði verið nauðsynlegt fyrir Svavar að hafa menn við hliðina á sér. Sambands- net milli einstaklinga í stjórnmála- flokki er eins og hringar í vatni, það skiptir því miklu fyrir formann að hafa tengsl sem víðast við menn sem hafa mikið og breitt sambands- net. Það skiptir formanninn með öðrum orðum miklu að vita hvað er í gangi í svokölluðu Símasambandalagi. Rógurinn getur verið upplýsinga- tæki. Það sem setti Svavar í vanda var að menn studdu ekki við bakið á honum eftir ríkisstjórnarþátttöku flokksins. Og þá upphófst sú barátta sem enn stendur. Én menn hafa ekki efni á að berjast til þrautar í flokk- um. Og flokkslögin sem ég átti reyndar þátt í að móta sem for- maður laga- og skipulagsnefndar, gerðu einmitt ráð fyrir ýmsum hóp- um sem greindi á milli og væru ólík- ir, en stæðu saman undir sömu regn- hlíf.“ FLOKKURINN ÞARF NÝJA FORYSTU — Þarf flokkurinn að endurlífga þríeykin; koma saman Svavari, Ásmundi og Ó/afi Ragnari? „Já, að viðbættum Ragnari Arn- alds. Hins vegar er ekki alveg hægt að tala um fereyki karla. Það verður að hugsa um kvenfólkið líka. Mér kæmi ekki á óvart að Guðrún Helga- dóttir kallaði eftir auknu forystu- hlutverki í þessum sambandi. Það þarf samvirka forystu. Sjálfstæðis- flokkurinn á skilið betri andstæð- inga en hann hefur fengið hingað til. Völdum Sjálfstæðisflokksins er afar haganlega fyrir komið um þess- ar mundir. Það er alltaf fyrir hendi ákveðinn kjósendafjöldi sem aðhyll- ist félagsleg viðhorf. Það verður að nýta þennan kjósendakraft; koma þeim saman. Það skiptir hins vegar engu máli hvort Alþýðuflokkurinn eða Alþýðubandalagið er í stjórn með íhaldinu. Um það snýst ekki baráttan í dag. Heldur að veita íhaldinu mótstöðu og allra helst að A-flokkarnir myndi ríkisstjórn sam- an. Hættan á að þetta takist ekki þótt nægilegur vilji kjósenda sé fyrir hendi, er sú, að formenn þessara flokka, Svavar og Jón Baldvin eru báðir börn kalda stríðsins og ólust upp við tortryggni á flokka hvers annars. Þessum fordómum verður að eyða.“ —- Álit þitt á svonefndri lýðrœðis- hreyfingu í Alþýðubandalaginu? „Þetta er ákveðið nafn á hreyf- ingu sem berst gegn stjórnmennsku í flokknum og verkalýðsforystunni í Alþýðubandalaginu. Þetta eru reyndar ekki nýjar hugmyndir, eins og t.d. þær sem maður stóð sjálfur í; að verja Þjóðviljann gegn ásókn áhrifamanna í flokknum. Sú gamla pólitíska hugsun ríkir því miður ennþá meðal marga forystumanna flokksins að þeir eigi að vera ritstýra blöðum." — Hvernig finnst þér Þjóðviljan- um hafa tekist þetta hlutverk á und- anförnu misserum? „Það vantar dálítið af hinni form- legu réttsýni Kjartans Ólafssonar." — Finnst þér Þjóðviljinn vera sjálfstœður aðili gagnvart flokkn- um? „Það er kannski ljótt af mér að segja það, en þótt formúlur um sjálfstæði blaða séu ágætar, þá skrifa blaðamenn ekki í lausu lofti. Blað verður að standa undir sér fjár- hagslega til að verða sjálfstætt. Og meðan Þjóðviljinn er styrktur af Al- þýðubandalaginu er hann ekki sjálf- stætt blað.“ — En efni blaðsins í dag? „Það hefur alltaf verið sagt að Þjóðviljinn væri betri í gær. Árni Bergmann hefur fengið að heyra það hve mest. En Þjóðviljinn er í dag miklu meira notaður í innanflokks- átökum en áður.“ — Hvernig túlkar þú ákvörðunina að gera Þráinn Bertelsson að rit- stjóra Þjóðviljans? „Þetta er sniðugur leikur hjá Al- þýðubandalaginu. Stuðningsyfirlýs- ing listamannanna við Davíð Odds- son kallaði á einhverja aðgerð hjá vinstri mönnum. Með þessum leik er verið að lýsa því yfir að listamenn hafi ekki snúið baki við flokknum." VAR EKKI RITSTJÓRI HELDUR BLAÐAFULLTRÚI HREYFINGARINNAR — Hvernig leið þér á Þjóðviljan- um? „Mér leið oftast vel. En tíu ár voru nóg. Þá hafði ég gegnt minni her- skyldu. Það sem fór verst með mig var ekki pólitík. Fátækt blaðsins var „Það er óös manns æði af Alþýöubanda- laginu að nýta ekki sitt besta fólk, eins og Ólaf Ragnar Grimsson og Ásmund Stefánsson. Þeir eiga báðir heima á þingi." „Fólk finnur að því er ekki treyst f Alþýöu- bandalaginu. Hins vegar er þvf gert að sýna trúnað við flokksforystuna. Þetta leiðir til þess að fólk gengur úr flokkn- um." miklu verri. Það vantaði peninga til að gera Þjóðviljann að góðu blaði. Og það er ekki endalaust hægt að ganga á varaforða manna og segja þeim að framleiða gott efni án sann- gjarns endurgjalds. Sjálfur skrifaði ég upp í síðu á dag. Þú getur ímynd- að þér hvert inntak slíkra leiðara eða greina varð. Maður kunni fras- ana og var vanur penni. En að baki lá hvorki sannfæring, andi eða nokkur hugsun. En þegar opnu átökin byrjuðu í Alþýðubandalag- inu, leið mér ekki vel. Þá hafði ég ekkert hlutverk lengur sem milli- göngumaður." — Varstu sem ritstjóri Þjóðviljans milligöngumaður í flokknum. Hvaö áttu við? „Ég var farvegur fyrir skoðanir manna í flokknum. Ég var ekki óvinur neins og er það ekki enn. Mér fannst ég vera að gera gagn með því að miðla málum." — Fannstu fyrir ritstýringu flokks- forystunnar? „Mjög sjaldan. Það var ekki snúið upp á hendurnar á manni. Ég var í náinni samvinnu við alla áhrifa- menn í Alþýðubandalaginu og aðra flokksmenn. Ég var miklu frekar blaðafulltrúi hreyfingarinnar heldur en ritstjóri Þjóðviljans. Og fékk gagnrýni fyrir það.“ — Hvernig leið þá blaöamann- inum í þér? „Ég var orðinn mjög brynjaður fyrir gagnrýni. Skrápurinn orðinn harður. Og ég trúði því að ég væri að gera það besta fyrir hreyfing- una.“ — Af hverju tókstu starfiö sem framkvœmdastjóri flokksins? „Það kom skyndilega upp á að Baldur Óskarsson lét af því starfi. Ég var búinn að fá mig fullsaddan af rit- stjórastarfinu; gegndi engu hlutverki á blaðinu lengur. Það var kostur á Össuri Skarphéðinssyni og Óskari Guðmundssyni og engin ástæða að sitja lengur á Þjóðviljanum." — Hvernig finnst þér hið nýja starf? „Það var í sjálfu sér skrýtið starf. Guðmundur J. sagði við mig: „Það er aðeins eitt starf verra en að vera verkalýðsleiðtogi og það er að vera framkvæmdastjóri stjórnmála- flokks." Menn voru aðallega að dansa hver í kringum annan. Þetta var pólitískur hringdans. Það var ekkert sérstaklega gott að vinna við slíkar aðstæður.“ — Af hverju gerðist þú ritstjóri Nordisk Kontakt? „Mig langaði til að fara út og átti þess kost að fá pólitískan stuðning hér heima úr öllum flokkum í starf- ið. Það var mikið atriði fyrir mig að komast utan og hugsa.“ — Um hvað vildirðu hugsa? „Ég var búinn að vera miðju- maður í Alþýðubandalaginu, milli- göngumaður og sálargæslumaður og þar af leiðandi hafði ég glatað öll- um pólitískum skoðunum. Ég var hættur að gera greinarmun á skoð- unum annarra og minna eigin. Það var orðin spurning um eiginn sálar- heill að komast í burtu. Það er lúxus að geta horft á íslenska pólitík frá Svíþjóð og andað að sér fersku lofti og fundið nýja strauma. Ég lít svo á að ég sé engum háður í pólitík í dag. Auðvitað hugsar maður mikið um stöðu Alþýðubandalagsins og lítur á flokksmenn sem vini sína.“ GENG HUGSANLEGA ÚR ALÞÝÐUBANDALAGINU — Ertu með þessu að segja að þú sért ekki lengur Alþýðubandalags- maður? „Formlega hef ég ekki sagt mig úr Aiþýðubandalaginu. En sú ákvörð- un fer mikið eftir því hvernig veður skipast í lofti á næstunni. Forysta Alþýðubandalagsins verður að sýna það í verki að þessi flokkur haldist sem bandalag og starfi innan þess ramma. Ef það er ekki hægt, og fólki er ýtt í burtu vegna þess að það er óþægt og óþægilegt, þá sný ég mér að einhverju öðru." — Feröu aftur til Framsóknar? „Það er aldrei að vita. Ég ligg und- ir feldi í Svíþjóð, fylgist með og hugsa. Ráðningartími minn er fjög- ur ár, svo ég kem ekki til íslands á næstunni. Eg er enn að bíða eftir stjórnmálaleiðtogum sem vilja veita Sjálfstæðisflokknum mótspyrnu. Og ég er sannarlega til í að taka þátt í að mynda slíka fylkingu. Draumur- inn er tveggja flokka stjórn: Alþýðu- bandalagsins og Alþýðuflokksins." — Hvaö með þína framtíð, þinn frama? „Den tid, den sorg, eins og dansk- urinn segir. Ég er í pólitísku fríi og er að hlaða batteríin. En það er gaman að spekúlera. Stjórnmálamaður þarf að vera sambland af diplómat og manndrápara. Það vantar dráps- eðlið í mig. Ég hef ekki grimmdina í pólitíkusinn." — En diplómatinn í t.d. utanríkis- þjónustuna og sendiherrann? „Núverandi starf mitt er eiginlega meira skylt diplómatinu en blaða- mennsku." — Hvernig viltu að sagan um þig verði skrifuð? „Ég vil gjarnan að það verði sagt að ég hafi komið að gagni við að sameina andstæðinga íhaldsins til pólitískra verka. Og fengi þau eftir- mæli að vera talinn lipur blaða- maður," segir Einar Karl Haralds- son, fyrrum ritstjóri Þjóðviljans og framkvæmdastjóri Alþýðubanda- lagsins. HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.