Helgarpósturinn - 16.10.1986, Síða 28
Fer allt í taugarnar á þér u.þ.b. einu sinni í mánuði? Ertu stressuð? Ertu í
sambúð? Áttu erfitt með að koma upp rennilásnum á pilsinu þínu rétt fyrir
blœðingar? Færðu þunglyndisköst með reglulegu millibili? Lestu þá áfram!
Fyrir um þaö bil tveimur árum
birti Helgarpósturinn ítarlega grein
um „fyrirtíöabrjálœöi"; kvilla sem
hrjáir 70—90% kvenna í hverjum
mánuöi. Nýveriö rak síöan á fjörur
okkar lœknatímarit þar sem banda-
rískur lœknir, Carol Havens, gerir
grein fyrir því hvaö konur geta gert
til þess aö auövelda sér þetta tíma-
bil mánaöarins — án þess aö punda
í sig pillum. Útdráttur úr ráölegging-
um lœknisins fer hérá eftir. Vonandi
gagnast þœr þeim tugþúsundum
kvenna hér á landi, sem umturnast
á sál og/eöa líkama tólf sinnum á
ári.
Fyrirtíðakvillar af ýmsu tagi gera
fjölda kvenna lífið leitt, þó auðvitað
sé það í mismiklum mæii. Þetta er
þó vandi, sem snertir fleiri en þær
konur sem í hlut eiga. Allt að 90%
kvenfóiks finna fyrir einhverjum
óþægindum í nokkra daga áður en
tíðir hefjast. Nær 40% þeirra eru
það illa haidin, að venjubundið lífs-
mynstur þeirra fer úr skorðum og
5% kvenna verða ófær um að
stunda vinnu vegna fyrirtíðakvilla.
Það er þannig ljóst að í heiminum
tapast miiljónir vinnudaga á ári
hverju af þessum sökum.
Hér er um að ræða ýmiss konar
kvilla, bæði andlega og líkamlega.
Þeir algengustu eru eftirfarandi:
Höfuðverkur, bóiga og eymsli í
brjóstum, útblásið kviðarhol,
vökvasöfnun í líkamanum, þreyta,
þunglyndi, streita, önuglyndi og
aukin matarlyst — sérstaklega löng-
un í sætindi. Einnig fá margar konur
liðaverki og sumar þjást líka af flök-
urjeika.
Vanlíðan sem þessi hiýtur að or-
saka töluverða erfiðleika, bæði fyrir
viðkomandi einstakling og þjóðfé-
lagið í heild. Það gefur augaleið,
enda hefur þetta verið sannað í er-
lendum rannsóknum. Könnun í
Holloway-fangelsinu í Bretlandi
ieiddi t.d. í ljós að 93% kvenfang-
anna höfðu gerst brotlegar við lögin
á tímabilinu rétt fyrir blæðingar.
Aðrar breskar kannanir hafa þar að
auki sýnt fram á, að yfir helmingur
slysa í heimahúsum gerist á þessum
tíma. Konur eru þá einnig líklegri en
ella til að lenda í árekstrum, eða
reyna sjálfsvíg.
Eins og sjá má af þessari upptaln-
ingu, er það ekkert grín að vera
fórnarlamb fyrirtíðakvilla og eiga
von á þessum ófögnuði mánaðar-
lega í þrjá til fjóra áratugi. Það eru
þó ekki allar konur jafnlíklegar til
að þjást af framantöídum kvillum,
aukast líkurnar t.d. með aldrinum.
Flestar konur fara ekki að finna fyrir
fyrirtíðakvillum fyrr en um eða eftir
þrítugt. Konur sem eiga við streitu
að etja, konur sem hreyfa sig óeðli-
lega lítið og konur, sem búa með
karlmönnum, eru einnig líkiegri
tii að þjást af einhvers konar kvillum
fyrir tíðir en afslappaðar og ein-
hleypar konur í góðri þjálfun.
Hvernig á þá kona í sambúð í okk-
ar streitumikla þjóðfélagi að bregð-
ast við þessum vanda? Carol
Havens, sem í mörg ár hefur rann-
sakað tíðakvilla, segir besta ráðið
fyrir langflestar konur vera einfald-
lega að breyta mataræði sínu og
hreyfa sig meira.
Best er að borða sex léttar máltíð-
28 HELGARPÖSTURINN
það vissulega góð áhrif á viðkom-
andi einstaklinga að vera fullvissað-
ar um að þær séu ekki búnar að
missa vitið, fyrir utan þann létti sem
fylgir því að tjá sig um þessa vanlíð-
an og hætta að byrgja hana inni.
Einn ljósan blett má að lokum
finna í svartnætti fyrirtíðabrjáiæðis-
ins, þrátt fyrir allt. Það er sú stað-
reynd, að konur sem hvað verst eru
haldnar af hinum ýmsu kvillum,
hafa flestar svo til verkjalausar
blæðingar. Að sama skapi eru kon-
ur, sem finna einhver ósköp til við
tíðir, flestar algjörlega lausar við
fyrirtíðakvillana ógurlegu. Ekki
hefur þó fundist nein skynsamleg
skýring á þessu og því miður er regl-
an ekki undantekningariaus.
Þá er bara að sieppa þungu mál-
tíðunum og saltinu og láta innrita
sig í eróbikk. Gangi ykkur vel!
Allt að 90% kvenna vita af eigin raun að það er enginn leikur að þjást af tíðakvillum.
ir á dag. Þær eiga helst að innihalda
sem mest af flóknum kolvetnisam-
böndum og prótíni, en sem minnst
af auðleysanlegum sykri. Þar að
auki ættu konurnar að takmarka
mjög saltneyslu sína og ekki er ráð-
legt að sulla mikið í vínföngum á
verstu dögunum. Að endingu leggur
læknirinn til að konur, sem þjást af
fyrirtíðakvillum, stundi eróbikk-
leikfimi a.m.k. þrisvar i viku. Ranm
sóknir hafa sýnt fram á að slík hreyf-
ing dregur verulega úr þunglyndi,
fyrir utan að vinna á móti vökva-
söfnun í likamanum.
Þær konur, sem fylgja þessum
hollráðum en fá samt sem áður litla
bót meina sinna, eiga þó enn
nokkra möguleika á bata án þess að
leita á náðir lyfjatöku. Þar er efst á
blaði vítamínið Bg, en dr. Havens
segir að nauðsynlegt sé að taka það
í stórum skömmtum ef von á að
vera um árangur. Það er hins vegar
mikilvægt að fara varlega af stað og
auka skammtinn smám saman. Slík-
ar aðgerðir á auðvitað ekki að fara
út í nema í samráði við lækni, en
rannsóknir í Bandaríkjunum sýna
fram á að yfir 60% kvenna geta
haldið fyrirtíðakvillum í skefjum
með því að taka Bg-vítamín reglu-
lega allan ársins hring. Þá vitið þið
það, stelpur! En farið að öllu með
gát, því ofneysla á þessu vítamíni
getur haft í för með sér höfuðverk,
flökurleika og svima. Og þá er verr
farið en heima setið, eða hvað?
Þær konur, sem eru sérlega aum-
ar í brjóstum fyrir blæðingar, geta
einnig reynt að taka inn E-vítamín.
Það reynist afskaplega vel gegn
þeim kvilla, en þar að auki getur
minnkuð kaffineysla haft góð áhrif.
Því miður!
Lyf ætti ekki að nota nema í mjög
slæmum tilvikum, en helst eru það
lyf sem draga úr vökvasöfnun, sem
að gagni koma. Þau geta konur
fengið hjá heimilislæknum sínum.
Getnaðarvarnapillur hafa þar að
auki komið mörgum konum að góð-
um notum gegn fyrirtíðakvillum.
Bandarískar rannsóknir sýna fram á
að um þriðjungur kvenna fær tölu-
verða bót við að taka svokallaðar p-
pillur, en það er kaldhæðnislegt að
um þriðjungi kvenna versnar hins
vegar til muna við notkun getnaðar-
varnalyfja. Það er vandlifað í þessu
sem öðru.
Það hefur komið fram í erlendum
könnunum að fáum konum líður
betur af fyrirtíðakvillum þó þær
gangi til sálfræðings, ef aðrar að-
gerðir koma ekki líka til. Þó hefur
leftir Jónínu Leósdótturi