Helgarpósturinn - 16.10.1986, Side 29

Helgarpósturinn - 16.10.1986, Side 29
s ^^^slagurinn um þriðja sætið a lista sjálfstæðismanna á Norður- land eystra harðnar eftir því sem nálgast prófkjörsdag. í fyrstu var tal- ið, að slagurinn stæði fyrst og fremst á milli Stefáns Sigtryggssonar og Tómasar Inga Olrich. Nú hefur Vigfús á Laxamýri reynt að vekja athygli á sér með því að auglýsa tals- vert í Morgunbiaðinu.auk þess sem hann hefur gefið út bækling með lit- myndum af sér með fjölskyldunni, búfénaðinum og við laxveiði. Þá hefur Vigfús „stolið" hrárri hug- mynd Stefáns Sigtryggssonar um lausn á vanda landbúnaðarins. Til- laga Stefáns felst í stofnun eins kon- ar úreldingarsjóðs bænda, sem gerði illa stöddum bændum kleift að bregða búi með sæmd. Nú mun Vig- fús aka um sveitir og kynna þessa tillögu sem sína hugmynd. Halldór Blöndal þingmaður í fyrsta sæti hefur ekki viljað gefa upp opinber- lega hvern hann styður, en Björn Dagbjartsson í öðru sæti hefur gef- ið ótvírætt í skyn sterkan stuðning við Stefán. Þá mun það einnig hjálpa Stefáni að margir telja brýna nauðsyn á því að fá ungan mann í þriðja sætið, en Tómas Ingi og Vig- fús eru báðir orðnir „old boys". . . ÍlEnda þótt formannsstaðan í utanríkismálanefnd Alþingis þyki að sama skapi virðuleg og hún er eftirsótt, hefur ríkissjónvarpið sjaldan séð ástæðu til að fá þann mann, sem stöðunni gegnir hverju sinni, í umræðuþætti^ um erlend málefni og samskipti Islands út á við. Þetta á reyndar líka við um rík- ishljóðvarpið, og er þetta þeim mun furðulegra sem það er ljósara að formaður utanríkismálanefndar er einmitt sá maður sem liggur á hvað mestum upplýsingum í þess- um málaflokki á hverjum tíma. Nú bregður hinsvegar svo við að ekki líður svo vika að sjónvarpið leiti ekki álits formanns utanríkismála- nefndar. Hann kemur fram í hverj- um umræðuþættinum af öðrum sem fjalla um heimspólitíkina. Hann, Eyjólfur Konráð Jónsson, er reyndar í hörku prófkjörsslag sjálfstæðismanna í Reykjavík um þessar mundir, þótt það sé náttúr- lega önnur saga og komi þessu máli örugglega ekkert við. . . A iM Ulþingi var sett 1 siðustu viku og éitt af því sem sextíumenn- ingarnir fengu í upphafi þess var pilla frá fyrirtækinu Heilsa hf. í orðsins fyllstu merkingu, því Heilsa, sem er innflutningsfyrirtæki Heilsuhússins við Skólavörðu- stíg, útbjó þriggja mánaða skammt handa hverjum þingmanni af heilsu- lyfinu gericomplex, sem þeir verða svo sjálfsagt að maula eitt- hvað fram eftir vetri. Með þessari gjöf voru Heilsuhússmenn náttúr- lega jafnframt að vekja þingmenn- ina til umhugsunar á lögum um inn- flutning á allskyns heilsuefnum, sem innflytjendur í þeim geira telja vera orðin úrelt fyrir margt löngu... TEÍugatitringurinn vegna próf- kjörs sjálfstæðismanna í Reykjavík ágerist með hverjum deginum og að því er sumir segja; með hverjum klukkutímanum sem nær dregur helgi. Nú munu t.d. Albertsmenn vera æfir út í þá Vilhjálm Egilsson og Geir.Haarde sem þeir væna um að hafi staðið fyrir lista sem sendur var inn á öll elliheimili borgarinnar, en þar var kynnt „heppileg" niður- staða kjörsins: Birgir ísleifur í fyrsta, Friðrik Sophusson í öðru, því þriðja Ragnhildur Helgadóttir og fjórða og fimmta Geir Haarde og Vilhjálmur Egilsson. Þessi elliheim- ilissending fannst Albertsmönnum skiljanlega ósniðug og eru þeir nú að hugsa mótleik eftir því sem okk- ur er sagt. Annars eru prófkjörspæl- arar á einu máli um það að gengi Alberts Guðmundssonar í prófkjör- inu muni mikið til ráðast af því hvernig framboðsfundurinn sem hann heldur á Hótel Sögu í kvöld, fimmtudagskvöld, muni takast og vísa þessir menn þá sérstaklega til frammistöðu Alberts sjálfs á fundin- um og þó aðallega mætingarinnar á hann. Hún gefi vísbendinguna. . . |U| ■ MÍ ýtt nafn hefur bæst í hóp þeirra umsjónarmanna sem verða með sjónvarpsþáttinn sem tekur við af „A líðandi stundu" á miðviku- dagskvöldum í vetur. Það er Jón Hákon Magnússon sem var upp- lýsingasjeff á meðan á leiðtogafund- inum stóð. . . sem Pegar efnt er til veislti bjúðast ötal mögnleikar. Átthagasalarinn hentar við öil hugsanleg tilefni. Sölustjóri veitingadeildar t st'nia 29900 veitir upplýsingar, tekttr pantanir og léttir af þér öllutn áhyggjum, hvort sem þœr varóa þjónustuna, matseöilinn, skemmtikrafta eða annan undirbúning. r-— )%X r.ii ni . w ( . Y K 'í/. /jB L - ym 1», •<' P? ■ W , Tf Ví, KL f m m 'A ’ H W -r- M| H H / ÆUL MÉL' wPI ni »=. 11 Æ 1 1 Þú boigar alltaf sama gjaldið, hvort sem þú ert einn eða með fleirum í bílnum! Hreyfill bvður sætaferðir til Keflavíkur Ef þú ert á leið til útlanda er þægilegt að fara fyrsta spölinn í Heyfilsbil. Hringdu i okkur með góðum fyrirvara og greindu frá áætluðum flugtíma. Við vekjum þig með hressilegri símhringingu, óskir þú þess. UREVFIU. 68 55 22 HELGARPÓSTURINN 29

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.