Helgarpósturinn - 16.10.1986, Síða 34
*
Ast og útlegð, nýtt verk eftir Matthías Viðar Sæmundsson, bókmenntafræðing:
✓
„Asthneigðin kúgast
aldrei til fulls“
„Ég rakst aðeins á eitt verk frá þessum tíma um hamingjurikt hjónaband. Aftur á móti
fannst sumum höfundunum hjónabandið helviskt ástand, band og fjötur sem æli af
sér siðferðilegan óþrifnað, spillingu og hræsni," segir Matthías Viðar Sæmundsson um
rannsókn sína á íslenskum skáldsögum á tímabilinu 1850—1920.
Matthías Viðar Sæmundsson,
lektor í bókmermtum við Háskóla
íslands, hefur nýverið sent frá sér
þrjú hundruð síðna rit, sem hann
nefnir Ást og útlegd, form og hug-
myndafræði í íslenskri sagna-
gerð 1850—1920. Þetta er 44. heft-
ið í ritröðinni Studia Islandica sem
Bókmenntafrœðistofnun Háskóla
íslands og Bókaútgáfa Menningar-
sjóðs gefa út.
íslensk skáldsagnagerð var ein-
mitt í mótun á því tímabili sem hér
um rœðir og því ekki nema eölilegt
að í mörgum sagnanna vanti mikið
á listrœna meðvitund og veruleik
enda afþreyingarmiðið ríkjandi.
Matthías getur þess í formála að
þessi skáldsagnagerð sé eigi að síð-
ur til muna merkilegri en ráða megi
af bókmenntasögum. Höfundar
eins og Jón Thoroddsen, Jón
Mýrdal, Torfhildur Hólm, Páll
Sigurðsson og síðar Þorgils gjall-
andi, Guðmundur Friðjónsson,
Jón Trausti og Einar H. Kvaran
hafi verið brautryðjendur: í stað
þess að skrifa sögur sínar í vindinn
skráðu þeir þœr á bók og tóku með
því upp þráð gömlu meistaranna.
I formálanum getur Matthías þess
jafnframt að í Ijós komi undarleg
einhœfni þegar verk þessara frum-
herja séu lesin saman, nœrri geti að
bók vaxi af bók og sömu hugmyndir
sœki á einn höfund af öðrum. Og
um markmið farast Matthíasi svo
orö: „Hér á eftir verður Ijósi beint að
ástarhugsjóninni, þróun hennar,
myndbreytingum og loks hnignun í
byrjun nýrrar aldar. Könnuninni er
og œtlað að sýna þá hugarfarsbylt-
ingu sem varð á tímabilinu
1850—1920, þróunina til nútíma í
hugmyndum manna um líf og
samfélag."
Ast og útlegð er að sínu leyti
brautryðjendverk um brautryðj-
endaverk, ítarlegasta heildarrann-
sókn sem hefur verið gerð til þessa
á skáldsögum þessa tiltekna tíma-
bils. HP tók Matthías Viðar tali til að
forvitnast nánar um þetta rit og
spurði hann fyrst hvað honum hafi
þótt mest áhugavekjandi við þær
bókmenntir sem hér um ræðir.
„Það sem mér finnst kannski at-
hygli verðast við þessar bókmenntir
er uppreisnargildi þeirra," segir
Matthías. ,,í þeim er mjög gjarnan
lýst persónum sem stefna ieik, hlátri
og ást gegn regluföstu og þvingandi
umhverfi, persónum sem leggja allt
í sölurnar fyrir draum og frelsi og
hamingju, persónum sem fara leið-
ina á enda þótt það þýði oft félags-
lega útskúfun og jafnvel dauða. Að
þessu leyti hafa þær algilda skírskot-
un sem snertir okkur. Sumt virðist
ekki breytast í mannlífinu."
Pá segir Matthías að hafa beri
hugfast við hvaða aðstæður þessar
bókmenntir urðu til. Gamla sveita-
samfélagið einkenndist af mikilli
bælingu og formfestu sem byggði á
hugmyndafræði sem setti neikvætt
teikn við alt það sem var af erótísk-
um og líkamlegum toga. Kirkjan
hafði mjög sterk tök á hugsanalífi og
hátterni fólks, og fordæmdi frjálst
kynlíf og sjálfstætt viljalíf. Þannig
þjónaði makaval til dæmis félags-
legum tilgangi, var stéttbundið þó
menn byggju þröngt og í nábýli.
34 HELGARPÓSTURINN
Siðakerfið þvingandi og formfast.
— Hvenœr fer síðan að bera á
breytingum í frjálsræðisátt?
„Þetta ástand breytist upp úr
1880. Þá varð klofningur innan
kirkjunnar, frjálslyndir klerkar
komu til sögu, og þjóðfélagslega
gagnrýnar bókmenntir urðu til. Það
átti sér stað viss uppreisn eða vakn-
ing sem náði yfir andlega og sið-
ferðilega lífið í heild sinni. Menn
drógu í efa það sem áður hafði verið
haft fyrir satt og gamla hugmynda-
fræðin missti tangarhaldið. Um og
eftir aldamótin nær þessi hreyfing
síðan hámarki með myndun þétt-
býlis og menntaðrar borgarastéttar.
Þá má segja að nútíminn verði til
hér á landi. í bókinni reyni ég að
rekja þessa þróun og hvernig hún
speglaðist í bókmenntunum."
— Þannig að höfuðandstœðan er
á milli hins erótíska og félagslega?
„Já, það er meginviðfangsefni
þessara bókmennta. Stærsti hluti
þeirra fjallar um baráttu elskenda
við mótsnúið umhverfi, brall af því
tagi. Ástin er þráhyggja þeirra og
regla sem tengir eitt verk öllum hin-
um. Af hverju? Einhver sagði að
saga án ástar sé eins og saltlaus
grautur; hér er um eilíft viðfangs-
efni að ræða.
En ástæðan er vafalaust sú að í
gamla þjóðfélaginu var þrengt mjög
að einstaklingnum. Hann átti að
þvinga hvatir sínar, virða ómannleg
siðboð og lúta félagslegu ofríki,
strita í sveita síns andlitis; mennska
hans fékk m.ö.o. ekki að njóta sín.
Nú er ásthneigðin líklega öflugasta
tjáning þessarar mennsku og hún
kúgast aldrei til fulls — fái hún ekki
útrás í daglegu lífi leitar hún út í
fantasíu eða skáldskap. Kannski
þetta sé skýringin á ástleitni þessara
bókmennta."
— Og útlegðin?
„Ást og uppreisn eru nálega eitt í
þessum bókmenntum. Menn velja
þar einatt á milli tveggja kosta: að
lemja náttúru sína með lurk og
hlýða kúgandi siðaboðum eða að
fyígja illa séðum tilfinningum sín-
um. Kynferðisleg eða tilfinningaleg
útrás kallar hins vegar oft á ofsóknir
og útlegð því að samfélagið Iíður
ekki frávik, sér í þeim lögleysu, synd
og jafnvel dýrslega svívirðu. Hin
brotlegu eru aðskilin, þeim útskúfað
og jafnvel tortímt. Þetta er sérstak-
lega glöggt í sögum þeirra Gests
Pálssonar, Þorgils gjallanda og Jóns
Trausta. Fjalla Eyvindur eftir Jó-
hann Sigurjónsson er líka frægt
dæmi."
— Hverjar eru helstu hugmyndir
um ástina sem fram koma í þessum
verkum?
„Þær eru misjafnar. Rómantískir
höfundar töldu að hún væri sigur-
sæll undrakraftur sem leiddi til frels-
is og dýpstu fullnægingar í þessu lífi.
Hjá þeim sigrar ástin að jafnaði, ósk
og veruleiki verða eitt. Þetta tengist
því að íslensk rómantík bjó alla tíð
yfir andkristilegri uppreisnar-
hneigð, dulinni og næsta ómeðvit-
aðri. Rómantísk skáld álitu t.d. mörg
hver að lífslögmálið væri erótískt en
ekki guðföðurlegt, kvenkynjað en
ekki karllegt; að ást og líf væru eitt.
í verkum þeirra fengu kæfðar og of-
sóttar tilfinningar mál. Raunar má
segja að tvær heimsmyndir hafi lif-
að hlið við hlið á þessum tíma; önn-
ur opinber: sú lútherska, hin ópin-
ber: sú rómantíska. Það skýrir
kannski langlundargeð íslendinga,
af hverju þeir liðu lúthersku
grimmdina svo lengi. Þeir áttu sér
athvarf í skáldskapnum. Þar komu
raunveruleg lífsviðhorf þeirra
frarn."
— Hvað meö masókismann og
valdabaráttu kynjanna?
„Jú, þeir höfundar voru til sem
byggðu allt á kristnum gildum. Hjá
þeim var ástin framar öðru andleg
tilfinning, langt hafin yfir holdlegar
langanir. Persónur þeirra eru yfir-
leitt masókistar sem njóta þess að
líða illa, ástarhugtakið loftkastala-
kennt og sálfræðin hugsýkisleg.
Enn aðrir lögðu ást og kynlíf að
jöfnu, töldu að sameining karls og
konu væri óhugsandi án ofbeldis og
fælist í sífelldri valdabaráttu.
En sé á heildina litið einkennist
sagnagerðin fram yfir seinustu alda-
mót af jákvæðri erótík: menn trúðu
því að hamingjuríkt samræmi væri
mögulegt í samskiptum fólks. Við-
horfin breytast hins vegar með nýrri
öld eins og sjá má hjá Gunnari
Gunnarssyni og Jóhanni Sigurjóns-
syni. Þeir komast báðir að þeirri nið-
urstöðu að maðurinn væri alltaf
einn þegar á reyndi, að ástin væri
fremur ímyndun en veruleiki, svikul
og takmörkuð. Þessi breyting spegl-
ar að mínu mati þau hvörf sem þá
áttu sér stað, bæði í hugmyndalífi og
þjóðfélagi landsmanna. Einstakling-
urinn upplifði sig á nýjan hátt.“
— Semsé: hjónband og hamingja
haldast yfirleitt ekki í hendur í þess-
um sögum?
„Nei, ég rakst raunar á aðeins eitt
verk frá þessum tíma um hamingju-
ríkt hjónaband. Það er örstutt smá-
saga eftir Guðmund Friðjónsson.
Aftur á móti fannst sumum höfund-
unum hjónabandið helvískt ástand,
band og fjötur sem æli af sér sið-
ferðilegan óþrifnað, spillingu og
hræsni. Sá sem lengst gekk, Þorgils
gjallandi, líkti hjónavígslunni m.a.s.
við krabbamein sem eitraði út frá
sér. Hann taldi að naer væri að gera
hjónasamning til u.þ.b. þriggja ára
og sjá svo hvernig gengi.
Hjónabandið var semsé ein af
þeim stofnunum samfélagsins sem
gagnrýnir höfundar réðust á. Aðrir
höfundar lýsa því lítt, viðfangsefni
þeirra er baslið, leiðin hlykkjótta og
torfarna í hjónabandið," segir Matth-
ías Viðar Sæmundsson.
-JS
*
BRATT líður að því að fyrsta
verkefni Nemendaleikhússins á
þessu leikári verði frumsýnt í Lind-
arbœ. Það heitir Leikslok í Smyrnu
eftir ítalska átjándualdarhöfundinn
Carlo Goldoni. Verkið er farsi í upp-
runalegri útgáfu en fékk síðar alvar-
legri meðhöndlun í þýskri leikgerð
Horst Laube sem Nemendaleikhús-
ið styðst núna við. Það fjallar í sem
skemmstu máli um krypplingsgreif-
ann Laska sem dáir óperur en hefur
aftur á móti ímugust á flytjendum
þeirra. Það er Kristín Jóhannsdóttir
leikstjóri sem ætlar að hafa þetta til-
búið fyrir okkur um aðra helgi,
ásamt oktettinum á fjórða ári LÍ.
SYNINGU Valgerðar Hauks-
dóttur sem átti að hefjast í þessari
viku í Gallerí Borg hefur verið frest-
að til loka mánaðarins, en í millitíð-
inni verður boðið upp á ferska
haustblöndu verka eftir ýmsa lista-
menn í Reykjavík og nágrannasveit-
arfélögum, svo sem Laugnesinginn
Magnús Kjartansson. Að öðru leyti
hinir og þessir með glænýja grafík,
olíuverk og annað gott.
ENDURMINNINGABÆK-
UR hafa verið mjög vinsælar á síð-
ustu árum. Af viðfangsefnum voru
karlar um og eftir sjötugt algengast-
ir framan af, en á allra síðustu miss-
erum hafa skrif um kvenfólkið auk-
ist. Forlagið gefur t.d. út viðtals-
bækur við tvær merkiskonur á
þessu hausti, annarsvegar bók
Jónínu Michaelsdóttur um Þuríði
Pálsdóttur söngkonu og hinsvegar
bókin / sannleika sagt, lífssögu
Bjarnfríðar Leósdóttur, sem Elísa-
bet Þorgeirsdóttir hefur skráð. Eftir
því sem HP best veit er ekkert verið
að skafa af hlutunum í bókunum.
Bjarnfríður segir m.a. tæpitungu-
laust frá sölumennsku hugsjóna í
verkalýðshreyfingu með þeim hætti
að margur á eftir að roðna, en í
minningum Þuríðar eru t.d. dregnar
upp eftirminnilegar myndir af henn-
ar nánustu, foreldrunum Púli l'sólfs-
syni og Kristínu Norðmann, að
ógleymdum mörgum öðrum þjóð-
frægum persónum sem hafa orðið
henni samferða á ævintýralegri lífs-
leið.