Helgarpósturinn - 16.10.1986, Page 35
„Margir álíta að Ijóð-
skáld séu skemmtileg
tegund af fíflum og
því fara sumir með
Ijóðin s(n eins og
mannsmorð," segir
Heimir Már sem var
að senda frá sér slna
þriðju Ijóðabók.
Myndbrot Heimis Más:
Málóöir böölar
eda skáld
Orð, orð
orð til einskis sögð
áðursögð
betur sögð.
Haltu kjafti Söngfugl
söngur þinn hefur verið sunginn
betur um aldir
til einskis um aldir.
Þetta ljóð er að finna í nýútkom-
inni bók Heimis Más, Myndbrot, og
ber heitið Þegar örninn talar á
þrösturinn að þegja. Bókaforlagið
AX á Kópaskeri gefur út. Heimir
Már, sem er tuttugu og fjögurra ára
gamall, stundar nám í stjórnmála-
fræðum við HÍ og hefur áður sent
frá sér tvær ljóðabækur, Dropi í
hafið 1980 og Sólin sest og sólin
kemur upp ’81.
Ljóðið hér að ofan kallast á við
Sigfús Daðason enda segir Heimir
Már að hann sé sitt uppáhaldsskáld,
ásamt þeim Snorra Hjartarsyni og
Stefáni Herði Grímssyni.
„Þeir eru allir mjög hljóðlátir,”
segir hann, „maður hefur á tilfinn-
ingunni að það hafi bókstaflega
þurft að ræna frá þeim Ijóðunum til
birtingar. En sannir eru þeir. Stefán
Hörður hefur t.d. vald á einhverjum
galdri sem smýgur innst inn í mann
og skilur mann eftir gapandi, enda-
laust spyrjandi."
Að mati Heimis Más er margt af
því sem gefið er út í nafni skáldskap-
ar nú á dögum æði misjafnt að gæð-
um. í framangreindu Ijóði er hann
einmitt að vísa til þeirra „skálda"
sem vilja böðlast áfram málóðir án
þess að líta yfir farinn skáldskapar-
veg, og láta eins og heimurinn hafi
byrjað með þeim sjálfum. Sjálfur
segist hann hafa ort á að giska
600—1000 ljóð og yfirleitt velkst í
vafa um hvort nokkurt þeirra ætti
erindi á bók.
„Það eru nefnilega til tvær teg-
undir af skáldum: þeir sem þurfa að
vera skáld og ég var að hnýta í, og
þeir sem þurfa að skrifa. Ég tel mig
tilheyra síðari hópnum. Þar við bæt-
ist, að margir álíta að ljóðskáld séu
skemmtileg tegund af fíflum og því
fara sumir með Ijóðin sín eins og
mannsmorð.”
Heimir Már segir að mörg ljóða
sinna séu dálítið pólitísk, en önnur
stemmningar með það klassíska
viðfangsefni að reyna að lesa mann-
legar tilfinningar. „Höfuðspurning-
in er hvort einstaklingurinn getur
gefið nægilega mikið af innsta
kjarna persónuleika síns til að geta
náð sáttum við sjálfan sig,“ segir
hann, „hvort hann getur komið
trúnaðarmáli sínu á framfæri. Það
er bara svo erfitt: maðurinn er alltaf
einn.“
Aðspurður um hvort hann telji að
góð aðsókn að ljóðakvöldum Besta
vinar Ijóðsins og fleiri aðila undan-
farið ár merki að ljóðaáhugi fari í
raun vaxandi, segist hann hafa sínar
efasemdir um það eins og fleiri:
„Fólki finnst gaman að koma saman
og drekka rauðvín og hlusta á ljóð,
en það streitist enn við að kaupa
ljóðabækur. Auk þess eru bókaút-
gefendur jafntregir til að gefa út
ljóðabækur og áður. Það er eins og
þeir séu að fylla upp í kvóta fyrir
siðasakir og þeir fylgja ljóðabókum
ekki úr hlaði af sömu reisn og öðr-
um bókum."
En Heimir Má er staffírugur þrátt
fyrir þessa erfiðu tilvistarskilyrði og
segist ætla að halda áfram að skrifa.
„Það er nauðsynlegt meðan ég er á
annað borð með „fulde fem" og
hugsa. Ljóð eru líka ögrun: þau eiga
að vera í knöppu formi og jafnframt
að geta sýnt málið í sinni fegurstu
rnynd," segir hann.
-JS
ÞAÐ er fáheyrt að upplag ís-
lenskrar skáldsögu sé prentað í tíu
þúsund eintökum í einu lagi og sjálf-
sagt einsdæmi ef það á við um
þriðju útgáfu hennar. Þetta afrekaði
Mál og menning fyrir skemmstu,
með nýrri kiljuútgáfu af skáldsögu
Einars Kárasonar, Þar sem djöfla-
eyjan rís. Þessi bók kom fyrst út
haustið 1983 og hlaut þá góðar við-
tökur. í fyrra var hún endurútgefin
sem kilja og er sú útgáfa uppseld
fyrir alllöngu.
Þriðja útgáfan, þau tíu þúsund
eintök sem við sjáum höfundinn
standa fyrir framan, hér að ofan,
þegar verið var að skipa bókunum
upp í Sundahöfn, er hálfpartinn
ætluð Uglunni — íslenska kilju-
klúbbnum, þar sem hún verður
aukabók með þriðja pakka klúbbs-
ins. Afgangur
upplagsins er ætlaður skólum og til
sölu á almennum markaði. Sögu-
svið Djöflaeyjunnar er Reykjavík
sjötta áratugarins, með „Thule-
kampinn" og skrautlega íbúa í mið-
depli. Bókin er 224 síður að stærð
og prentuð í Danmörku.
Stella ( orlofi. islenska kvikmyndin
frumsýnd á laugardag.
Purpuraliturinn
(The colour purple)
★★★
Manneskjulegurog hrífandi Spielberg kl.
5 og 9.
Kynlífsgamanmál á Jónsmessunótt
(A Midsummer night's sex comedy)
★★★
Ógleymanlegur Allen, án íslensks texta
að vlsu, kl. 9 og 11 fimmtud. og föstud.
Týndir í orrustu
(Missing in action)
★
Chuck Norris Rambo bang kl. 5, 7, 9 og
11.
■MhA
I svaka klemmu
(Ruthless people)
★★
Sjúklegur ærslaleikur kl. 5, 7, 9 og 11.
Mona Lisa
★★★
Hörku drama, leikur og taka kl. 5, 7, 9 og
11.
Eftir miðnætti
(After hours)
★★★
Fágað grín Scorsese kl. 5, 7, 9 og 11.
Poltergeist 2: Hin hliðin
★★★
Vænn framhaldshrollur kl. 5, 7, 9 og 11
fyrir 16 ára og eldri.
A fullri ferð f L.A.
(To live and die in LA)
★★★
Grimmd, blóð og spenna kl. 7, 9 og 11
fyrir 16 ára og eldri.
Lögregluskólinn III
(Run for Cover)
★★
Ágætis ærsl af framhaldi að vera kl. 5.
BÍÓHÚSIÐ
Off Beat
Gamanópera frá Disney-firmanu kl. 5, 7,
9 og 11.
íAjaskolabio
Stundvísi
(Clockwise)
★★
Guðdómlegur Cleese, sjá LP-umfjöllun.
- Kl. 5, 7 og 9.
LAUGARÁS
B I O
Spilað til sigurs
Tilvistarspursmál táninga kl. 5,7,9 og 11.
Jörð (Afrfku
(Out of Africa)
★★
Streep með dönskum hreim. Rennilegur
Redford kl. 5 og 9.
Lepparnir
(Critters)
★★
Skophrollfurðugeimópera kl. 5,7,9 og 11
fyrir 14 ára og eldri.
iESNBOGIINN
BMX meistararnir
★
Hjólandi vitleysa, en smá smart engu að
slður kl. 3 og 5.
Hanna og systur hennar
★★★
Lífsglaður, næmur og sætur Allen kl. 3,5,
7, 9 og 11.
Mér finnst nú lang líklegast að við félaga mína þegar mér finnst
ég slappi bara af í heimahúsum eft- ég þurfa á góðri hreyfingu að
ir allt það sem gekk á um síðustu halda. Svo les ég ugglaust eitt-
helgi. Nei, ég geri ekki mikið af því hvað, hef alltaf haft mikla ánægju
að skokka utandyra, einna helst að af góðum bókmenntum.
ég grípi í spaða og spili borðtennis
HVAÐ ÆTLARÐU AÐ
GERA UM HELGINA?
Þorsteinn Geirsson,
ráðuneytisstjóri í
dómsmálaráðuneytinu
Þeir bestu
(Top Gun)
★★★
Stríð (strípur/stjörnur) og fjör kl. 3, 5, 7, 9
og 11.15.
Hálendingurinn
★★★
Magnaður tryllir, spes spenna kl. 3, 5, 7,
9 og 11 fyrir 16 ára og eldri.
Fjallaborgin
(Far Ravillions)
★★
Lítil stórmynd, ást og örvinglan kl. 3.10,
5.10, 7.10, 9.10 og 11.10 fyrir eldri en 12
ára.
MYND
VIKUNNAR
Fram að laugardegi getum við ekki
annað en mælt eindregið með nýjasta
kúnstverki Allens, Hanna and her
Sisters, en þar sýnir hann á sér einkar
Ijúfa hlið. Þetta er sterk og trúverðug fjöl-
skyldusaga sem hrlfur. Á laugardag er
svo Stella í orlofi frumsýnd, (slensk
gamanmynd, sem við trúum að engan
svfki.
Musteri óttans
★★
Ævintýraleg ung Holmes spenna kl. 3.15,
5.15, 7.15, 9.15 og 11.15.
Algjört klúður
(A Fine Mess)
★★
Ágætt klúður a la Edwards kl. 7, 9 og 11.
Engill
(Angel)
★★
Athyglisvert skitsótilfelli, öðruvísi plott kl.
9 og 11 — 16 ára og eldri.
Karate-meistarinn
(The Karate Kid II)
★★
Svoldið sérhæfð afþreying, en Ijúf haga-
haga kl. 5 og 7.
7
n m m
Innrásin frá Mars
(Invaders from Mars)
Ævintýraleg spennumynd fyrir eldri en
10 ára kl. 5, 7, 9 og 11.
★ ★ ★ ★ framúrskarandi
★ ★ ★ mjög góð
★ ★ miðlungs
★ þolanleg
O mjög vond
HELGARPÓSTURINN 35