Helgarpósturinn - 16.10.1986, Page 36

Helgarpósturinn - 16.10.1986, Page 36
ÞÓRA EINARSDÓTTIR ÆTLAR AÐ REISA HOLDSVEIKRASPÍTALA Á IND- LANDI UPP Á EIGIN SPÝTUR HJALPARSTOFNUN í MANNSMYND Þóra Einarsdóttir: „Hjálpin þarf fyrst og fremt að fela í sér viðreisn — að vera hjálp til sjálfshjálpar. ölmusa á aðeins rétt á sér I neyðartilvikum". Ferill Þóru Einarsdóttur er einstœdur. Hún var um árabil prófastsfrú í Sudursveit, en hélt ung til Kaupmannahafnar, þar sem hún nam þeirrar tíma félagsrádgjöf. Heim komin kaus hún ad helga sig málefnum drykkju- manna og fanga. Margir kannast vid hana sem „Þóru í Vernd", en hún var aöalstofn- andi félagasamtakanna Vernd og formadur í 22 ár. Á sjötugsaldri — á þeim aldri þegar flest fólk sest í helgan stein — fór Þóra til Indlands og lagði stund á heimspeki og trú- frœði í guðspekiskólanum í Madras. Þetta fjarlœga land hefur náð tökum á henni og hún hefur síðan farið þangað alls fjórum sinnum. Þar, eins og hér, hefur hún fórnað sér í þágu hinna bágstöddu og unnið þrot- laust starf. Það væri ærið verkefni að tíunda feril Þóru nánar og engin tilviljun að nú sé verið að taka upp þætti fyrir útvarpið um ævistarf hennar. Um þessar mundir er Þóra að safna peningum — markmiðið er að reisa heimili fyrir 179 holdsveik börn í S-Indlandi. Þóra er hjálparstofnun í mannsmynd. Það er fróð- legt að kynnast lífsviðhorfum hennar og sér- staklega viðhorfum til þróunarmála, nú þeg- ar þau mál eru í brennidepli. Á MÓTI SNÍKJUM „Já, ég er að safna fyrir þessi börn, en samt er ég á móti sníkjum. Vildi helst sjálf geta lagt það fram sem til þarf. Eða að al- menningur legði fram aðstoð eftir að hafa kynnt sér málefnið. Sníkjur frá öllum hugs- anlegum aðilum eru orðnar ansi stór skattur á þjóðinni. Staðreyndin er sú, að oft eru það þeir sem minnst hafa sem taka sinn síðasta eyri og leggja í svonefnda „góðgerðastarf- serni”. Brauð handa hungruðum heimi er slagorð sem fáir standast. í hugum annarra er slíkt framlag nokkurs konar samvisku- skattur, án þess að honum fylgi samúð eða hugarhlýja, sem slíku framlagi þarf að fylgja. Hvað þá heldur áhugi á að viðkom- andi verkefni feli í sér þá hjálp sem raun- verulega kemur að notum." Sjálf hefur Þóra losað sig við flest allt sem hún taldi sig í raun ekki þurfa á að halda. „Ég var farin að meta allt í mannslífum og geri það enn.“ í Indlandi er hún orðin þekkt fyrir störf sín, en þó hefur hún aldrei sótt um styrk hér á landi — fyrr en nú að hún hefur sótt um 2000 dollara styrk til að reisa og byggja upp áðurnefnt heimili fyrir holds- veik börn. Hún bíður svars, en sú spurning hlýtur að vakna hvort hægt sé að gera eitt- hvað að ráði fyrir siíka upphæð — ígildi 80 þúsund króna. „í Indlandi — þó sérstaklega S-Indlandi — eru ekki gerðar miklar kröfur. Ég er ekki viss um að teikningar að byggingum fyrir heimilislaus börn eða einstaklinga hlytu náð fyrir augum hinna viðurkenndu hjálparaðila á Vesturlöndum. Peningaleg aðstoð til upp- byggingar heimilis þar þyrfti ekki að vera mikil. Einn af þeim mörgu aðilum sem hafa skrifað mér og beðið mig um aðstoð segir: „Ef við hefðum 2000 dollara gætum við byggt hús fyrir nokkur hundruð börn.“ Það sem fyrst og fremst þarf að láta í té er að- stoð við skipulagningu, þátttaka í kostnaði við kennslu og alls sem til heimilis og upp- eldis þarf. Þetta kostar líka peninga." Þóra vonast til þess að komast til Indlands nú um áramótin og þá með þetta fé. Og það er fleira þar austur frá sem bíður Þóru — meðal annars tvö íslandsvinafélög sem Þóra hefur stofnað. Ekki má heldur gleyma því að Þóra var um árabil formaður Indlandsvina- félagsins hér á landi og virkaði í raun á þessum tíma sem eins konar ræðismaður Indlands hér á landi. Þóra bíður svars um styrkinn — en á meðan bíða holdsveiku börnin. Hver er að- búnaður þeirra í dag? ENGIN VON UM LÍF EÐA FRAMTÍÐ „Holdsveik börn eiga í raun hvergi heima. Þau er að finna á víðavangi og víðast er á þau litið eins og hættulega smitbera. Fólk forðast að nálgast þau og þau eiga enga von um líf eða framtíð. Vegna starfs míns í þágu þessara barna kynntist ég belgíska trú- boðinu í Kodaikanal, en starf þess er virt og dáð í Indlandi. Það rekur nunnuklaustur í Kodaikanal, St. John’s Convent. Ég kynntist þarna systur Agnes Lögghe, sem bæði er prestur og læknir að mennt og urðum við miklar vinkonur. Vegna þeirrar vináttu tók hún að sér fjölda þessara barna, sum þeirra líka til uppeldis, gegn 200 dollara gjaldi á ári. íslendingar bera kostnaðinn að nokkru. En nú hefur systir Agnes tekið að sér annað verkefni, hún er forstöðukona St. Joseph’s sjúkrahússins í Dindique á Pullanyhæðum og er jafnframt í stjórn samtaka þar sem berjast fyrir lífi og framtíð holdsveikra barna á þeim slóðum. Fyrir beiðni hennar reyni ég nú að leggja lóð á vogarskálarnar með aðstoð við uppbyggingu heimilis fyrir fyrrgreind börn. Systir Agnes hefur beðið mig um að koma og ég hef hugsað mér að verða við beiðni hennar og fara um ára- mótin — að því tilskildu að mér takist að eignast peninga sem ég tel nauðsyn á að hafa í höndunum til þessa verkefnis." Það hefur haft sín áhrif á Þóru að dveljast þarna úti og deila kjörum með fólkinu. En ekki síður hefur Þóra orðið fyrir áhrifum af starfi Móður Teresu, sem hún hefur kynnst persónulega. „Ég kynntist fyrst Móður Teresu og hennar starfi í Madras og ég vann um tíma á barnaheimili hennar í borginni. Þetta var alit mjög frumstætt þarna og allt yfirfullt af munaðarlausum börnum, sem lögreglan hafði hirt af götunum eða höfðu verið lögð nýfædd á tröppur litlu kapellunnar við hliðina á skúrunum sem notaðir voru sem heimili. Þá var þarna lítill skúr sem notaður var sem skrifstofa og bækistöð Móður Teresu þegar hún dvaldist í Madras. Hún hvatti mig til að byrja á eigin spýtur t.d. í Suður-Indlandi, þar sem lífsnauðsynlega vantar reynt fólk til skipulagningar. Vegna hitans í Madras varð ég að flýja borgina og fyrir hreina tilviljun hitti ég fyrir smábæinn Kodaikana! í Pullanyhæðum, sem er um 1000 fet yfir sjávarmáli. Ég komst þar einnig fyrir tilviljun í samband við reglubræður St. Benedikts sem höfðu víðtækt mannúðarstarf með höndum og þeir fólu mér sjálfstætt verkefni — af mörgu var að taka. Ég fylgdi Móður Teresu nokkra daga frá stað til staðar í eftirlitsferð hennar í Madras og nágrenni. Það var mér ógleymanleg reynsla. Hún lætur einskis ófreistað til að verða þeim fátækustu af þeim fátæku að Iiði. Sjálf gerir hún engar kröfur og dvelst þar sem hennar er þörf hverju sinni." Þá átti Þóra því láni að fagna að kynnast annarri ekki síður frægri konu — Indiru Gandhi. Lýsing Þóru á þessum nú látna kvenskörungi og fyrrum forsætisráðherra Indlands er full aðdáunar: „Það fór eins og eldur um sinu þegar það fréttist í litla fjallaþorpinu sem ég dvaldist í að ég væri boðin í eftirmiðdagste til for- sætisráðherrans Indiru Gandhi. Ég hafði dvalist í 3 mánuði í búðum Tíbeta í Hima- laya ásamt nokkrum Englendingum við hjálparstörf, kennslu og skipulagningu. Það kom skeyti frá konsúl okkar í Delhi um heimboðið. Margir komu til mín og báðu mig um að minnast sín í samtali mínu við Indiru. Að koma til Indiru Gandhi var eins og að koma til náins ættingja. Forsætisráð- herrann spurði mig mikið um starf mitt fyrir Tíbeta, en sjálf er hún ættuð úr Kashmir og hafði mikinn áhuga á öllu sem snerti fjalla- héruðin. Við töluðum lengi saman, drukkum te og höfðum það huggulegt. Hún spurði um Island og var mjög leið yfir því að hafa ekki getað heimsótt landið í Norðurlanda- reisu sinni nokkrum árum fyrr. „Það hlýtur að vera yndislegt að búa í svona kyrrlátu landi þar sem fólk býr saman í sátt og sam- lyndi," sagði hún. Ég sagði henni frá Hvera- gerði, litla þorpinu sem ég byggi í, frá fólkinu, þögninni og heita pottinum í garðinum mínum. „Mig langar að heim- sækja þig í Hveragerði. Ég verð ekki erfiður gestur," sagði hún. Ég reyndi að útskýra fyrir henni þá vankanta sem væru á því að veita henni það öryggi sem þyrfti þegar þjóðhöfðingjar ættu í hlut, en hún sagðist bara vera gömul kona sem þyrfti ekkert öryggi eða gæslu þegar hún kæmi til systur sinnar í heimsókn. Ég ætlaði að segja henni að koma með mér daginn eftir, en örlögin tóku í taumana, það var bankað á hurðina og ritarinn kom inn. Svipur hennar breyttist og augu hennar lýstu vonbrigðum — ég skynjaði að þetta var þreytt kona og áhyggjufull. Hún stóð á fætur, þessi eftirmið- dagur var á enda — fyrir framan dyrnar beið hópur prúðbúinna diplómata með orður og skraut. Það yrði of langt mál að segja frá öllu því sem okkur fór á milli, við ræddum meðal annars um bókmenntir beggja þjóða og skyldleika þeirra, um aukin samskipti þjóðanna og margt fleira. Hún var afar þakklát fyrir sýndan áhuga á málefnum lands síns, einlæg og elskuleg i framkomu. Aðeins viku eftir heimkomu mína frétti ég lát hennar.” HJÁLPARSTOFNANIR SETJA SIG Á STALL Þróunarhjálp hefur mikið verið til um- ræðu að undanförnu. Hvernig telur Þóra Einarsdóttir að slík aðstoð eigi að vera til að koma að sem mestu gagni? „Hjálpin þarf fyrst og fremst að fela í sér viðreisn — að vera hjálp til sjálfshjálpar. Ölmusa á aðeins rétt á sér í neyðartilvikum. Enginn hefur leyfi til að skerða sjálfs- virðingu þess sem hjálparinnar nýtur. í Ind- landi er siðgæðisvitundin sterk og vekur undrun og aðdáun þeirra sem til þekkja. Fátækt og skipulagsleysi er ekki um að kenna vanþroska né ómennsku, heldur fremur utanaðkomandi áhrifum eins og yfir- ráðum erlends stórveldis í aldaraðir sem hefur dregið úr sjálfsbjargarviðleitni lands- manna. Ólík trúarbrögð og innanlandserjur hafa illu heilli dregið mörg ríkin í ríkjasam- bandinu í dilka. Mjög er líklegt að hliðstæðu megi finna víða annars staðar þar sem neyðarástand ríkir. Ég held að finna mætti betri lausn á „þróunarvandamálinu" ef betri og nánari þekking á orsök þess væri fyrir hendi. Enginn getur þó neitað sveltandi fólki um lífsbjörg. Við sem leggjum fram hjálp verðum að horfast í augu við þá staðreynd að það verður langt að bíða þess að við- unandi breyting verði á. Það verður að leggja aðaláhersluna á uppbyggingu, að virkja manninn sjálfan til að taka þátt í þróuninni. Það má ekki draga úr vilja mannsins sjálfs, en ölmusuhjálpinni fylgir sú hætta. Sjálf leitast ég alltaf við að setja mig í spor þiggjandans, bókstaflega að lifa hans lífi. Hef meðal annars setið á gatnamótum í ryki og sólarhita og selt smávarning í búningi innfæddra, reynt að tileinka mér tungu þeirra og siði. Því miður brennur við að raddir heyrast og háðsglósur fjúka um hinar fínu hjálparstofnanir, sem að vísu er hægt að hafa gott af, en eru sjaldan vin- sælar. Þær setja sig á stall og berast of mikið á, heyrist gjarnan. Meðan þetta álit er á hjálparstofnunum er vart við því að búast að þær hafi aðgang að undirrót vandans. Auðvitað er þetta einstaklingsbundið og langt frá því að vera allra hegðun. Ég harnií þá umfjöllun sem Hjálparstofnun kirkjunnar hefur orðið fyrir. Ég hef enga hugmynd um aðstæður þar, um laun starfsmanna í utan- landsferðum og kostnað vegna fréttamanna. En ég neita að trúa að fjármunir þeirra sem gefa í „brauð handa hungruðum heimi" séu af kristnum mönnum í nafni kirkju landsins notaðir til ævintýramennsku eða tildurs," sagði Þóra. Þóra vildi að lokum koma á framfæri að lndlandsvinafélagið hefði stofnað hlaupa- reikning í Austurbæjarútibúi Búnaðar- bankans í nafni Indversku barnahjálparinnai og væri öll aðstoð vel þegin. Reiknings- númerið er 5126, en gjaldkeri er Ármann Jóhannsson í Jasmin. Þessum upplýsingum er komið áfram til lesenda blaðsins en við óskum Þóru alls hins besta í starfi sínu. leftir Friðrik Þór Guðmundsson mynd Jim Smart 36 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.