Helgarpósturinn - 16.10.1986, Page 39
FRÉTTAPÓSTUR
Umdeildur árangur leiötogafundarins í Reykjavík
Viðræðum Ronalds Reagan, forseta Bandaríkjanna, og
Mikhails Gorbachevs, leiðtoga Sovétríkjanna, í Höfða lauk
um klukkan sjö á sunnudagskvöld, aó afloknum aukafundi
þeirra, án þess að samkomulag tækist um afvopnunarmál og
engin ákvörðun var tekin um annan fund þeirra. Verulega
miðað í samkomulagsátt um stórfellda fækkun langdrægra
eldflauga og meðaldrægra flauga í Evrópu og Asíu, en skerið
sem samkomulag steytti á var ágreiningur um geimvarna-
áætlun Bandaríkjastjórnar. Á blaðamannafundi sem Gorba-
chev hélt síðar um kvöldið í Háskólabíói sagði hann aö með
þessu vildu Bandaríkjamenn ná hernaðaryfirburðum og það
væri samsteypa herforingja og iðnjöfra sem þar réðu ferðinni
en ekki forsetinn. Reagan forseti og talsmenn Hvíta hússins
halda því hins vegar fram að viðræðurnar í Reykjavík hafi ver-
ið árangursríkustu afvopnunarviðræður sögunnar. Skoðanir
á árangri viðræðna fulltrúa stórveldanna hafa og verið mjög
skiptar víða um heim, en þó munu flestir hafa orðið fyrir
nokkrum vonbrigóum.
Mikil ánægja meó frammistöðu íslendinga
Þáttur íslendinga í undirbúningi og framkvæmd fundar
leiðtoga stórveldanna hefur tekist mjög vel að mati erlendra
fréttamanna sem hingaó komu. Þeir voru t.d. mjög ánægðir
með þá vinnuaðstöðu og þjónustu sem þeim var veitt í Mela-
og Hagaskóla. Tækifærió var m.a. notað til að kynna þeim ís-
lenskar vörur og þjónustu. ísland fékk gífurlega umfjöllun í
erlendum fjölmiðlum vegna leiðtogafundarins og er hún met-
in á um 20 milljarða íslenskra króna eóa sem samsvarar hálf-
um fjárlögum Alþingis fyrir næsta ár.
Ýmsar uppákomur í tengslum vió leiótogafundinn
Fulltrúar ýmissa samtaka komu hingaó til lands í tengslum
við leiðtogafundinn til að notfæra sér fréttamannaskarann vió
að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Þar má nefna fulltrúa
ýmissa friðarsamtaka, Greenpeace-menn og baráttusamtök
sovéskra gyðinga. Á laugardagskvöld stóðu ýmis friðarsam-
tök fyrir friðarfundi á Lækjartorgi og þá hélt bandaríska
söngkonan og friðarsinninn Joan Baez sérstaka tónleika í
Gamla bíói.
Gert ráö fyrir gífurlegum fjárlagahalla
Alþingi Islendinga var sett sl. föstudag og frumvarp til fjár-
laga lagt fram á mánudag. Það gerir ráð fyrir að 1.583 milljóna
króna rekstrarhalli verði á ríkissjóði á næsta ári.
Steingrímur fer fram á Reykjanesi
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra tilkynnti á
kjördæmisþingi framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi í
Hafnarfirði á þriójudagskvöld aó hann hefði ákveðið að gefa
kost á sér til framboðs í kjördæminu ef flokksmenn óskuðu
þess. Steingrímur hefur verið þingmaður Framsóknarflokks-
ins á Vestfjörðum í 15 ár og í framboði þar síðan 1968. Sagði
Steingrímur á fundinum að hann yröi að láta persónulegar til-
finningar víkja fyrir skyldum sínum sem formaður flokksins.
Byrjunarörðugleikar hjá Stöó 2
Stöö 2 hóf sjónvarpsútsendingar sl. fimmtudag. Skömmu
fyrir útsendingu kom upp bilun á tækjaútbúnaði sem olli því
að ekki reyndist unnt að hefja fréttaútsendingar fyrr en á
mánudag. Stöð 2 mun ekki senda út fréttir um helgar til að
byrja með.
Minnkandi fylgi Framsóknar
Framsóknarflokkurinn fær slæma útreið í skoðanakönnun
frá Hagvangi sem opinberuð var á Stöó 2 á þriðjudag og hefur
samkvæmt nióurstöðum hennar tapað þriðjungi fylgist síns í
síðustu kosningum. Fylgi flokkanna var sem hér segir: Al-
þýðuflokkur 16,5%, Framsóknarflokkur 13,6% BJ 1,8%, Al-
þýðubandalag 16,7% og Kvennalisti 6,9%.
Kristín Kvaran fellir konur út úr nefndum
Innganga Kristínar Kvaran, fyrrum þingmanns BJ, í þing-
flokk Sjálfstæðisflokksins á dögunum hefur valdið mikilli
röskun í nefndaskipan frá því sem var í fyrra, einkum í þá
veru að Kvennalisti missir aöild að 5 nefndum. Alþýðubanda-
lag og Alþýðuflokkur létu Kvennalista eftir sitt sætið hvor í
allsherjarnefnd Sameinaðs þings og í landbúnaðarnefnd
neðri deildar við nefndarkjör á alþingi á þriðjudag. Kvenna-
listinn hélt nefndarsætum sínum í efri deild og í fjárveitinga-
nefnd sem er 9 manna nefnd, en missti aðild að 5 nefndum
öðrum, þar á meðal utanríkismálanefnd.
Fréttamolar
• í umræðum um fjárhagsáætlun á Alþingi á þriðjudag kom
fram að ríkisstjórnin telur aó svigrúm til kauphækkana á
næsta ári sé aðeins 2% sem í 4—5% verðbólguspá þýðir
minna en ekki neitt. Því er greinilega óáran framundan í
launamálum þrátt fyrir góðæri og auknar þjóðartekjur.
• Röskur fimmtugur þeirra sem mælast með eyóniveiruna í
blóði hérlendis, eða sex alls, eru eiturlyfjaneytendur sem
sprauta sig. Alls eru nú 29 íslendingar með veiruna og af
þeim eru fjórir meó eyðni á hástigi.
• Stefán Baldursson hefur ákveðið aó hætta störfum sem leik-
hússtjóri Leikfélags Reykjavíkur haustið '87. Staðan hefur
þegar verið auglýst og þrír sóttu urn hana, þau Þórhildur Þor-
leifsdóttir, Hallmar Sigurðsson og Árni Ibsen.
• Samkvæmt fjárlögum munu fjárveitingar til Kvikmynda-
sjóðs rúmlega þrefaldast, en ráðgert er aó verja til hans 55
milljónum á næsta ári, þar af 8 milljónum króna til kaupa á
hentugu húsnæði fyrir Kvikmyndasjóð og Kvikmyndasafn.
• Guðrún Helgadóttir og þrír aðrir þingmenn hafa lagt til að
börnum verð tryggður sérstakur málsvari í embættismanna-
kerfinu meö því að stofnaó verói embætti umboósmanns
barna í dómsmálaráðuneytinu.
Verktakastarfsemi
—Húsbyggingar
Sæmundargötu 3—5. Borgartúni 1—3
LÍTTU INN
Gerum gömul hús sem ný.
Framleiðum á verkstæði.
Útihurðir innihurðir og ýmiskonar innréttingar.
Verðtilboð ef óskað er.
Vönduð vinna.
Þrjátíu ára reynsla.
BYGGINGAFÉLAGIÐ
Slll
SÍMI (95)5211, 5841 OG 5090 - 550 SAUÐÁRKRÓKI
Beckers Búðin
ÁRMÚLA 8-108 REYKJAVÍK
S 685710 - 6857J1
NAFNNR.: 9345-2267
sandspartl
er sparnaður
DALASPACK „S“:
Alhliða sprautuspartl, 25 kg sekkir
DALASPACK „SFU:
Sama og „S“, nema fínni kornastærð, og
hefur hvltara yfirborð ákomið. 25 kg
sekkir.
DALASPACK „SW“:
Mjög gott sprautuspartl fyrir votherbergi
(baöherbergi, þvottahús o.þ.h.) Vatns-
helt. 25 kg sekkir.
DALASPACK „H“:
Handspartl til viðgeröa á steinveggjum
innanhúss, jafnt á stóra sem litla fleti.
20kg.fötur.
DALASPACK „F“:
Fínkornað handspartl til viðgerða og
spörtlunar á samskeytum á spónaplötum
o.þ.h. 20, 7'h kg fötur + 750 m. túpur.
DALASPACK „W“:
Vatnshett handspartl i votherbergi
(þvottahús, bað o.þ.h.) 20,7'h og 1 kg
fötur.
DALASPACK „A“:
Akrylspartlmálning til handspörtlunar á
Ath. Allt tilbúið spartl.
Höfum einnig samskeytaborða, handáburð, sandpappír, slípiáhöld,
tape o.fl. til spörtlunar.
Bjóðum einnig uppá spartlsprauturtil leigu eða sö!u.
hurðumo.__________________
Rr* kg fötur,
750 ml, 200 ml túpur.
DALASPACK „P“:
Tilbúin hraunmálning sem inniheldur
marmarasand og tilbúna málningu. Þarf
ekki að mála á eftir. Borið á með spaöa
eða rúllu. 18, og 7 'h kg fötur.
DALASPACK „X“:
Léttspartl til viðgerða á stein. Þolir þykkt
allt aö 3 sm, án þess að innfalla og
springa eins og venjulegt sandspartl. 10,
4 og 0,6 itr. fötur.
DALASPACK „X-FIN“:
Sama og „X“, nema minni kornastaarð
og þolir að vera boríö á grynnri misfellur.
10,4 og 0,6 Itr. fötur.
DALASPACK „XW“:
Sama og „X" en líka vatnshett og hægt
að nota til sprunguviðgerða utanhúss. 4
og 0,6 Itr. fötur.
DALASPACK „G“:
Grunnspartl til sprautunar og hefur sömu
eiginleika og „X“. 18 kg sekkir.
Einnig hin heimsfræga
Beckers-málning
Dala
HELGARPÖSTURINN 39