Helgarpósturinn - 16.10.1986, Page 40

Helgarpósturinn - 16.10.1986, Page 40
A Vestfjörðum er rikjandi mikil heift í garð Steingríms Her- mannssonar vegna þeirrar ákvörðunar að bjóða sig fram í Reykjaneskjördæmi og ekki á Vest- fjörðum, eins og hann hafði heitið Vestfirðingum. Þetta kemur m.a. fram í því, að Magnús Reynir Guð- mundsson, varaþingmaður Steingríms, tekur ekki sæti forsæt- isráðherra n.k. mánudag eins og til stóð, en þá fer Steingrímur til Kína í þrjár vikur. Telja kunnugir innan Framsóknarflokksins að „Grímur verkstjóri“, eins og erlendu blaða- mennirnir kölluðu Steingrímsson á dögunum, eigi eftir að bíta úr nál- inni með ákvörðun sína um fram- boð á Reykjanesi. .. TTtringurinn fyrir væntanlegt prófkjör Alþýðubandalagsins í Reykjavík er farinn að gera vart við sig. Reiknað er með að Ólafur Ragnar Grímsson lendi í einvíginu í höfuðborginni ásamt Guðrúnu Helgadóttur við Svavar Gestsson og Asmund Stefánsson. Meðal Al- þýðubandalagsmanna er þeirri sögu dreift að Ólafur Ragnar hyggi á framboð í öðrum kjördæmum og er þá oftast nefnt Reykjaneskjördæmi, — en þetta er lalinn söguburður til að veikja þingmannsefnið í höfuð- borginni þarsem stærsti slagurinn verður. . . ^Hitlir kærleikar eru með kon- unum sem slást í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins um helgina. Ragnhild- ur Helgadóttir þykir alveg örugg í eitthvert efstu sæta framboðslistans, en mikil áhöld eru um hvaða konur nái næstmestum árangri. Flestir nefna til sögunnar Maríu E. Ingva- dóttur, en á síðustu dögum hefur fylgi Bessíar Jóhannsdóttur farið vaxandi. Pá er sagt að Sólveig Pét- ursdóttir sem fékk fljúgandi start — og hefur síðan dalað nokkuð — sé á lokasprettinum að sækja í sig veðrið. Færri nefna nú Esther Guð- mundsdóttur til sögunnar en áður. Annars segja sjálfstæðismenn að ómögulegt sé að segja til um gengi hvers og eins frambjóðanda, Jjví í fyrsta lagi séu viðhorf stöðugt að breytast og meginþorri kjósenda ákveði sig ekki endanlega um sæti 5 til 12 fyrr en á kjörstað. En milli stuðningsmanna kvennanna fara kaldar kveðjur þessa dagana og stuðningsmenn einnar ásaka áhangendur hinna um að draga úr möguleikum kvenna ... Wm angaveltur manna í veit- ingabransanum snúast nú m.a. um það hverjum Geir Zoega leigi út veitingaaðstöðuna í Naustinu, en sem kunnugt er komst Ómar Halls- son í þrot með rekstur staðarins fyr- ir nokkrum vikum. Geir Zoéga á húsnæðið ásamt fjölskyldu sinni, en hann er sem kunnugt er jafnframt eigandi Tryggingar hf. að miklum hluta sem hann og stýrir. Heyrst hef- ur að Pétur Sveinbjarnarson hjá gamla Aski sé eitthvað að hugsa sér til hreyfings í þessum efnum og jafn- vel sjálfur Kristinn Finnbogason, þó menn telji hins vegar líklegra að hann vilji fyrst treysta grunninn undir rekstri Tímans, þar sem hann gegnir nú framkvæmdastjóra- stöðu. . . Rk| ■ úverandi framkvæmda- stjóri BYGGUNG, Guðmundur Karlsson, þarf á fundi með félög- um í Byggung í kvöld að svara fyrir margt sem gert var áður en hann réðst til starfa hjá fyrirtækinu. Hann tók ekki við framkvæmdastjóra- stöðunni af Þorvaldi Mawby fyrr en um síðustu áramót en áður hafði Guðmundur verið framkvæmda- stjóri NT. Hann tók við þeirri niður- stöðu af Siguröi Skagfjörð eftir að rekstur NT var ailur kominn í kalda kol. Guðmundur ætti því að vera orðinn reyndur í að fást við erfið- leika og vafalaust þarf hann á þeirri reynslu að halda er hann þarf að kljást við 129 bálreiða íbúðakaup- endur er telja sig illa svikna af stjórn félagsins. . . ■ prófkjör sjálfstæðismanna á Vestfjörðum var sérstakt fyrir margra hluta sakir. 360 manns tóku þátt í prófkjörinu á ísafirði, 220 í Bolunjgarvík og aöeins 60 á Patreks- firði. I heild tóku 1170 manns þátt í prófkjöri flokksins á Vestfjörðum. Matthías Bjarnason, sem hreppti fyrsta sæti, fékk aðeins 470 atkvæði í þetta sæti. Þorvaldur Garðar Kristjánsson fékk 318 atkvæði í fyrsta sæti og Einar Kristinn fékk 160 atkvæði í fyrsta sætið. Matthías fékk því aðeins rúm 40% í fyrsta sætið, en ekki yfir 50% eins og haldið hefur verið fram. Mesta at- hygli vakti það hins vegar í þessu prófkjöri, að Guðmundur Ingólfs- son sem lengi hefur verið atkvæða- mikill í röðum sjálfstæðismanna vestra skuli ekki hafa fengið nema 230 atkvæði — alls, Guðjón Krist- jánsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambands íslands, fékk álíka mörg atkvæði. Báðir voru þessir menn stuðningsmenn Sigur- laugar Bjarnadóttur við síðustu Alþingiskosningar. Báðir hafa rekist illa í flokki miðstýringarmanna Sjálfstæðisflokks á Vestfjörðum og gjalda þess nú að hafa látið ófrið- lega í „sjálfstæðisléni" Matthíasar Bjarnasonar... Prófkjör Fstæðisflol<l< Þegar menntun, reynsla og þekking á þjóðmálum fara sam þá er auðvelt að velja A 40 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.