Helgarpósturinn - 28.05.1987, Page 35

Helgarpósturinn - 28.05.1987, Page 35
FRÉTTAPÓSTUR Jarðhræringar Sterkasti jarðskjálfti sem orðið hefur á Suðurlandi frá því árið 1912 varð skömmu fyrir hádegi á mánudag. Mældist hann 5,8 stig á Richter og átti upptök sín skammt undan Heklu. Jarðskjálftinn fannst greinilega um allt Suðurland, og léku hús í Rangárvallasýslu á reiðiskjálfi. Skjálftans varð einnig vart á Reykjanesi, á höfuðborgarsvæðinu og allt vest- ur á Rif. Ekki varð tjón á húsum. Jarðskjálftinn á mánudag er sterkasti skjálfti sem mælst hefur frá árinu 1976. Jarð- hræringar þessar munu ekki endilega benda til goss í Heklu en ástæða er þó talin til að Almannavarnir verði í viðbragðs- stöðu. Skjálfti fannst á þriðjudagskvöldið í Krýsuvík og mældist hann 2,0 stig og um sexleytið í gærmorgun mældist 2,5 stiga skjálfti við Vatnafjöll. Burðarþoli ábótavant Úttekt á burðarþoli ýmissa stórbygginga í Reykjavík leiddi í ljós að burðarþoli fjölda nýbygginga er stórlega ábótavant. Ýmsir aðilar sem fest hafa kaup á nýlegu atvinnuhúsnæði óttast mjög að verðgildi fasteignanna falli í verði meðan ekki er ljóst hvort þær standast kröfur um burðarþol. Meðal til- lagna sem embætti borgarverkfræðings lagði fyrir borgar- stjórn um úrbætur á meðferð byggingarmála er tillaga þess efnis að burðarþolshönnuðir leggi undantekningarlaust fram allar teikningar með húsum sínum, óháður aðili gefi umsögn um burðarþol og hönnun allra stærri bygginga og að allar teikningar sem lagðar eru fyrir byggingarnefnd verði með áritun burðarþolshönnuðar um að hann treysti sér til að hanná burðarþol í þá byggingu sem nefndin f jallar um hverju sinni. Verkfræðinganefnd sem kannaði burðarþol nokkurra bygginga komst að þeirri niðurstöðu að ekkert þeirra húsa sem könnuð voru stóðst að öllu leyti settar kröfur um burð- arþol. Athuguð voru tíu hús á Reykjavíkursvæðinu sem öll eru nýleg, annaðhvort verslunar- og skrifstofuhús eða skólahús. í flestum tilfellum vantaði burðarþolsteikningar og útreikninga. í sumum tilfellum var ljóst af teikningum að húsin væru það léleg að þau stæðu vart undir sjálfum sér, hvað þá heldur jarðskjálfta. í kjölfar burðarþolsskýrslunn- ar hefur komið í ljós að trúnaðarbrestur hefur orðið milli ákveðinna starfsmanna hjá embætti byggingarfulltrúa Reykjavíkur. Á borgarráðsfundi í fyrradag var samþykkt tillaga sjálfstæðismanna um fjóra óháða aðila sem taki út allar stórbyggingar í borginni. Ákveðið var að fresta tillög- nm stjórnarandstöðunnar um að embætti byggingarfull- trúa borgarinnar verði endurskoðað. Fréttapunktar: • Hvalkjötið sem kyrrsett var í fríhöfninni í Hamborg er á leið til íslands, þaðan sem það verður sent til Japans. Ríkis- stjórn íslands hefur ákveðið að mótmæla meðferð þessa máls af hálfu vestur-þýskra yfirvalda. • Ófremdarástand ríkir víða varðandi brunavarnir á sum- ardvalarheimilum barna. Ekki verður mælt með leyfi til rekstrar staða sem ekki uppfylla sett skilyrði. Af tuttugu umsóknum sem borist hafa Barnaverndarráði íslands um rekstur sumardvalarstaða hefur aðeins ein verið afgreidd. • Eyðnismituð kona var fyrir skömmu sett í stofufangelsi og er íbúðar hennar gætt af lögreglumönnum. Heilbrigðis- ráðherra gaf á sínum tima heimild til að farsóttarlögunum yrði beitt í tilvikum eyðnisjúklinga. • í síðustu viku var gerð tilraun til að smygla stóðhesti úr landi. Það voru tveir menn sem stóðu að stóðhestssmyglinu og greiddu þeir farmgjöldin með innistæðulausri ávísun. Þeir félgar fluttu alls út 20 hross og hefur hópurinn verið kyrrsettur í Belgíu. • Tveir fulltrúar í verðlagsráði sjávarútvegsins eru andvígir hugmyndinni um frjálst fiskverð og er því talið að fiskverð verði ekki gefið frjálst um mánaðamótin eins og spáð hafði verið. Það er einkum fulltrúi SÍS sem setur sig á móti frjálsu fiskverði. • Hannes Hlífar Stefánsson, 14 ára, varð heimsmeistari unglinga 16 ára og yngri á heimsmeistaramótinu í skák sem haldið var í Innsbruck í Austurríki. • Ómar Ragnarsson og fjórir farþegar hans sluppu nær ómeiddir eftir að Ómar nauðlenti flugvél sinni á Reykja- hlíðarafrétti á sunnudaginn. Vélin er mikið skemmd. 0 Breskir sjómenn rösuðu út á íslandi I síðustu viku og hót- uðu meðal annars starfsmönnum veitingastaðarins Gauks á Stöng lífláti með stórri eldhússveðju. í áflogum sem fylgdu brotnuðu glös og diskar auk þess sem starfsfólk hlaut minniháttar áverka. • Sverrir Hermannsson menntamálaráherra setti í síðustu viku Ólaf Guðmundsson, skólastjóra á Egilsstöðum, fræðslustjóra Norðurlands eystra til eins árs. Tveir aðrir umsækjendur voru um stöðuna,-Sturla Kristjánsson og Guðmundur Ingi Leifsson. Fræðsluráð kjördæmisins hafði sent frá sér meðmæli með Sturlu Kristjánssyni. Starfsfólk fræðsluskrifstofu Norðurlandsumdæmis eystra samþykkti á fundi sínum í fyrradag að skora á Ólaf Guðmundsson að draga sig til baka. • Hópur islenskukennara á höfuðborgarsvæðinu hélt fund á föstudaginn i siðustu viku um samræmda prófið í is- lensku, sem þeir telja að hafi verið of þungt. Kennarar vilja að prófið verði endurmetið og kröfurnar miðaðar við þroska þess nemendahóps sem verið er að fjalla um, þ.e. grunn- skólabarna, en ekki að þær séu eins og á framhaldsskóla- stigi eða ofar. Fall í íslenskuprófinu í sumum skólum var 30—50%. Spurning um eyðni? SÍMI 91-622280 Á LANDSPÍTALANUM |P GEGN EYÐNI BÍLALEIGAN Langholtsvegi 109 (í Fóstbræðraheimilinu) Sækjum og sendum Greiöslukorta þjónusta Sími 688177 Sumarpeysur Iðunnar eru framleiddar úr ítölsku bómullargarni. Hér sjáið þið sýnishorn af dömu- og herrapeysum, en mikið úrval er af sumarpeysum á dömur, herra og börn í verslun okkar á Nesinu. Einnig eru seldar í verslun okkar: Dömubuxur frá Gardeur í V -Þýskalandi. Dömublússur og skyrtur frá Oscar of Sveden og Kellermann í Svíþjóð. Komið sjáið og sannfærist. > f _L_ PRJÓNAST0FAN Uduntu, v/Nesveg, Seltjarnamesi. HELGARPÓSTURtNN 35

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.