Helgarpósturinn - 23.07.1987, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 23.07.1987, Blaðsíða 4
ISLAND DÝRASTA LAND í HEIMI? eftir Jónínu Leósdóttur mynd Loftur Atli HP BERSAMAN VERÐLAGÁMJÓLKURAFURÐUM OG EGGJUM Á ÍSLANDI OG HJÁ FJÓRUM NÁ- GRANNAÞJÓÐUM Dýrtídin er ávallt vinsœlt um- rœöuefni hér á landi. Slíkum sam- tölum fylgja oft miklar stunur og formœlingar, fyrir utan ótrúlegustu dœmisögur af rommverdi á Mall- orka, kostnadi vid kaupleigutbúdir í Svíþjód, ostainnkaupum á Bret- landseyjum, o.s.frv. Sídan er klykkt út með því, að það geti bara hvergi verið jafndýrt að lifa og á Islandi. En hvað skyldi vera til í þeirri fullyrð- ingu? Helgarpósturinn muná nœstu mánuðum birta greinar um verð- lags- og neytendamál undir heitinu „Island, dýrasta land í heimi?" en þar verður m.a. leitast við að kanna verð á ýmsum nauðsynjum — allt frá húsnœði niður í saumnálar. Við hefjum greinaflokkinn með saman- burði á verði eggja og nokkurra mjólkurafuröa og augljóst er að ís- lendingar eiga þar metið, eins og svo víða annars staðar. Könnun okkar á verði eggja og ýmissa mjólkurafurða var fram- kvæmd á ofur einfaldan hátt. Hringt var í fjóra Islendinga, sem búsettir eru erlendis, og þeir beðnir um að skjótast út í búð og líta á verðmiða á nokkrum vörutegundum. Á með- an hinir hjálplegu landar voru í leið- angrinum, hringdi blaðamaður síð- an í verslun í Reykjavík og fékk upp- lýsingar um verð sömu tegunda. Niðurstöðutölurnar má sjá á töflu hér á síðunni. Tölurnar frá Bretlandi eru fengn- ar í verslun í Kantaraborg, sœnsku tölurnar eru frá Uppsölum, belgísku tölurnar frá úthverfi í Briissel og töl- urnar frá Spáni eru fengnar í versl- un, sem staðsett er í miðju hótel- hverfi á Mallorka. Síðastnefndu upplýsingarnar eru því alls ekki dæmigerðar fyrir venjulega, spænska búð og er efalítið hægt að gera mun hagstæðari innkaup fjarri glaumi ferðaiðnaðarins. Þó svo tölurnar tali vissulega sínu máli, án mikilla málalenginga og skýringa, er nauðsynlegt að gera lauslega grein fyrir nokkrum atrið- um varðandi framkvæmd könnun- arinnar: Aðstoðarmenn okkar gættu þess að fara hvorki til „kaupmannsins á horninu" né í stærstu tegund vöru- markaða, heldur velja miðlungs- stóra verslun. Verð á einum lítra af jógárt er alls staðar reiknað út frá verði minnstu einingar, hinni dæmi- gerðu morgunverðarjógúrt fyrir eina manneskju. Þar sem víðast hvar erlendis er hægt að fá brie-ost keyptan eftir vikt, en hér á landi er hann nær eingöngu seldur í 250g pökkum, er verð ostanna miðað við slíkar umbúðir. Tekið skal fram, að brie-osturinn, sem miðað er við í töl- unum frá Spáni, var þangað kominn frá frændum vorum í Danaveldi. Okkar dýri ostur var hins vegar ekki kominn lengra að en úr Dölunum. Eggin sköpuðu einnig ákveðið vandamál og greinilegt að það er ekki sama egg og egg... Ánnars staðar en á íslandi hafa neytendur þannig heilmikið val i eggjakaup- um. í fyrsta lagi eru sum egg brún, önnur hvít. Sum eru litil, önnur miðlungsstór og enn önnur mjög stór. Eitt verð er á eggjum, sem ísland Bretland Belgía Spánn Svíþjóð ísinn olli hjálparkokkum HP 1 I. rjómi 265 138 134 169 225 nokkrum vanda, þar sem erlendis 1 I. léttmjólk 43 28 23 26 38 var til „venjulegur" ís og rjómabætt- 1 I. mjólk 43 28 26 25 41 ur ís, sem auðvitað var dýrari. Verð- 1 I. undanrenna 29 26 15 ið, sem gefið er upp á töflunni, á við 1 I. súrmjólk 50 31 33 rjómaísinn. Á Spáni fannst hins veg- 1 1. hrein jógúrt 126 68 37 62 44 ar ekki þessi dæmigerði hvíti van- 1 I. jarðab. jógúrt 137 73 76 82 86 illuís og á verðið í þeim dálki því við 1 kg. egg 148 91 77 81 115 ívið íburðarmeiri tegund. Og það er 1 kg. camenbert 859 256 297 616 699 greinilegt, að Spánverjar kunna að 1 kg brie 780 236 195 628 730 smyrja vel á verðið, þegar um er að 1 I. vanilluís 127 79 99 813 120 ræða eftirsótta vöru! Þetta er meira en sexfalt hærra verð en á gamla, góða Emmess ísnum hér á klakan- verpt var fyrir minna en fimm dög- um, annað á 5—14 daga gömlum eggjum og ódýrust eru síðan enn eldri egg. Ekki nóg með það, heldur er líka verðmunur á eggjum eftir félagslegum aðstæðum hænanna, sem verpa þeim. Þ.e.a.s. hvort þær njóta ferðafrelsis eða ekki. Og það þarf varla að taka fram, að egg úr „frjálsum" hænum eru töluvert dýr- ari en afurðir fiðurfénaðar, sem aldrei lítur dagsins ljós í lifanda lífi. Sármjólk fékkst hvorki á Spáni eða Bretlandi, en Belgar hafa hins vegar á boðstólum vörutegund, sem heimildarmaður blaðsins sagði líkj- ast íslenskri súrmjólk. Kallast þetta „mögur jógúrt". LANGÓDÝRAST í BELGÍU BETRA VERÐ í HÓTEL- HVERFI Á MALLORKA EN í REYKJAVÍK, NEMA ÞEGAR ÍS VAR ANNARS VEGAR EINUNGIS SVÍÞJÓÐ SLAG- AÐI UPP í OKKUR FÉLAGS- LEGAR AÐSTÆÐUR FIÐUR- FÉNAÐAR SPILA INN í EGGJAVERÐ 4 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.