Helgarpósturinn - 23.07.1987, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 23.07.1987, Blaðsíða 24
DAGBÓKIN HENNAR DÚLLU Kæra dagbók. Sumar konur veröa víst alveg vit- lausar í ákveðnar matartegundir, þegar þær eru óléttar. Mamma mín þarf náttúrulega að vera öðruvísi en allar aðrar kellingar. Hún þjáist af sjúklegri löngun í bíó! Mér fyndist pabbi nú ekkert of góður til að fara með henni, því þetta er eiginlega svolítið honum að kenna. Hann á a.m.k. sinn þátt í því hvernig hún er orðin, en það er mér gjörsamlega óviðkomandi. Samt vildi mamma endilega draga mig með sér í bíó. Neðrivörin á henni fór hreinlega að skjálfa, þegar ég sagð- ist ekki nenna með henni. Pá dró pabbi mig út í horn og sagðist tilbú- inn að borga mér fyrir að fara, ef ég segði engum frá. Ég meina það!!! Ætli ég sé ekki fyrsta manneskjan, sem fær kaup fyrir að fara með móður sinni í bíó? Það er hins vegar öruggt mál, að ég hætti þessu þegar fer að sjá á henni, því það er nógu óþægilegt eins og er. Krakkar á mín- um aldri stara alveg úr sér augun og halda ábyggilega að ég sé annað hvort ógeðsleg rola eða þroskaheft. Hún mamma mín er sko ekkert venjuleg. Síðustu þrjá daga höfum við t.d. farið á fjórar myndir, hvorki meira né minna... Ein var svona ekta kellingamynd, sem hét ,,Her- bergi með útsýni", og var nákvæm- lega eins og nafnið gaf til kynna. Það skeði sko akkúrat ekkert. En aðalleikkonan var rosa sérstök — t.d. bara hárið á henni, maður. Það þykkasta, sem ég héf séð á ævi minni. Næst fórum við á mynd, sem hét „Morguninn eftir". Hún var nú sæmilega spennandi, þó hún væri um fyllibyttu, sem mér fannst alveg ógeðsleg. Manneskjan fékk sér meira að segja brennivín, þegar hún vaknaði á morgnana! En svo hitti hún æðislega almennilegan ná- unga, sem var rosa góður við hana, þó hún ætti það ekkert skilið. Ég hugsa að hún hafi ætlað að hætta að drekka... Hinar tvær bíómyndirnar voru eiginlega ekki mjög heppilegar til að fara á með mömmu sinni, en hún heimtaði þetta. Það var nefnilega ferlega mikið af rúmsenum í þeim og það veit enginn, sem ekki hefur reynt það, hvernig er að sitja við hliðina á mömmu sinni og sjá svo- leiðis. Hryllings-bömmer, maður minn... (Þegar ég var lítil og Stebba systir var að tala um „rúmsenur", heimtaði ég alltaf að fara á mynd- irnar. Ég hélt að allir fengju fullt af rúsínuml Það er búið að stríða mér hundrað sinnum á þessu og ég roðna enn.) Ég var svolítið hissa á mömmu að fara með mig, því önnur myndin hét „Blátt flauel” og hin „Bláa Betty“ og ég hef hingað til ekki verið hvött til að fara á bláar myndir. Nú get ég eiginlega ekki skrifað meira í bili, því við mútter erum að fara heim til ömmu að skoða brúð- ardragtina hennar. (Ég vissi raunar ekki að til væru sérstakar brúðar- dragtir, en hún amma segist hafa fundið eina.) Við eigum líka að hjálpa henni að velja brúðkaupsferð upp úr bæklingum. Mér finnst þetta álíka öfugsnúið og bíóferðirnar með mömmu. Er ekki nær að kallinn, sem hún ætlar að giftast, sé í þessu með henni? Pabbi segir að hann sé ,,gufa“, svo það er kannski ekki von að hann geri mikið gagn. (Mamma segir — þegar pabbi heyrir ekki — að það hefði hvort sem er bara ,,gufa“ eða vitleysingur látið sér detta í hug að verja síðustu dýrmætu áeviárunum með ömmu á Éinimelnum.) Bless, bless. Dúlla. PS Fann ekkert símanúmer fyrir skiptinema í skránni, svo ég veit ekki enn hvort ég kemst af landi brott áður en fer að sjá á mömmu. En ég meika það örugglega ekki fyr- ir brúðkaupið. Djöfuls! Ef þau leyfa sér að setja mynd í Moggann, segi ég mig úr þjóðkirkjunni eða eitt- hvað... 24 HELGARPÓSTURINN AÐ BÆGJA FRÁ SÉR LÍFSLEIÐANUM HVAÐ GERIR HRESSA FÓLKIÐ ÞEGAR TILVERAN VERÐUR GRÁ? Þad eru ekki allir dagar eins. Um þaö geta örugglega allir veriö sam- múla. Fólk á sína góöu og slœmu daga og fátt finnst þeim skapgóöu erfiöara en aö umgangast,, fýlupok- ana" sem eru alltaf meö þaö á hreinu huernig hlutirnir eiga eöa eiga ekkiaö vera. Þeirsem skipta oft skapi eru ekki manna þœgilegastir sem sambýlismenn eöa samstarfs- menn. Hver þekkir ekki hrokagikk- inn sem mœtir í vinnuna eins og all- ar heimsins áhyggjur hvíli á heröum hans, hefur allt á hornum sér og snýr át úr öllu sem sagt er viö hann? Svoleiöis fólki tekst oftar en ekki aö gera fallegu sólardagana gráa og ömurlega. Lífsieiði er nokkuð sem sumir þekkja ekki. Þeir mæta erfiðleikum með bros á vör og myndi aldrei detta í hug annað en finna eitthvað jákvætt við rigninguna meðan hinir fúlu tuða og fjasa yfir þessu bölvaða landi þar sem aldrei skín sól. Skap- góða fólkið bregður sér gjarnan í gönguferðir á slíkum dögum og full- yrðir að fátt sé eins hollt fyrir húð- ina og sálina en að vafra um og leyfa regninu að lemja á andlitið. „Fúll á móti“ er ekki aldeilis sammála þessu. Rigning er fyrirbæri sem ætti ekki að vera til því maður verður svo lífsleiður í þannig veðri, segir hann. Ef sólin skín næsta dag þá er það heldur ekki gott. „Maður er hvort sem er alltaf inni að vinna," segja hinir fúllyndu, enda tekst sjaldan að gera þeim nokkuð til hæfis og veðurguðirnir eru þar ekki undanskildir. Lífsleiði er reyndar ekki það sama og þunglyndi, en um það síðar- nefnda hefur verið skrifaður fjöldi bóka þar sem er að finna ýmsar ráð- leggingar til þeirra sem eiga við þunglyndi að stríða. Að vísu segja þeir hinir sömu að slíkar ráðlegg- ingar komi að engu gagni þegar þeir séu í lægðinni sinni, það sé ekk- ert eins fjarri fólki á slíkum stundum en að „hugsa um eitthvað skemmti- KLASSÍSK TÓNLIST BJARGAR OFT Valgerður Matthíasdóttir, dagskrárgerðarmaður, Stöð 2 „Það gerist ekki oft að mér leiðist lífið og það gerist ekki frekar á einum árstíma en öðrum. En þegar það gerist hlusta ég á yndislega, klassíska tón- list. Þá gengur leiðinn fljótt yfir — að minnsta kosti oftast." REYNI AÐ HORFA EKKI Á DÖKKU HLIÐAR LÍFSINS Gunnlaugur Helgason, dagskrárgerðarmaður á Stjörnunni „Satt að segja er það mjög sjaldgæft að mér leiðist lífið, enda er lífið svo stutt að mér finnst ekki taka því að horfa á dökkar hliðar þess. En ef ég kemst ekki hjá því, þá hlusta ég á tónlist til að hressa mig við. Það fer alveg eftir því hvernig leiði grípur mig hvernig tónlist ég hlusta á, ýmist róleg og falleg lög eða hressandi tónlist. Mér hefur fundist þessi leið gefast vel." legt“, „fara i góða gönguferð", „tala um eitthvað jákvætt" og þar fram eftir götunum. Þá sé betra að vera í sinni fýlu. Svo eru þeir sem af og til fara í „lægð". Þeir eiga fremur erfitt með að sætta sig við það og reyna allt hvað þeir geta til að ná sér upp úr volæðinu á sem skemmstum tíma. Sumir eru svo heppnir að eiga píanó sem þeir geta fengið útrás fyrir lífs- leiðann á með því að leika nokkur lög og stíga pedalana í botn, aðrir eyða drjúgum hluta mánaðarlaun- anna með því að hlaupa niður í bæ og kaupa sér ný föt og enn aðrir hringja í ofboði í hárgreiðslumeist- arann og biðja um nýjan hárlit eins fljótt og auðið er. Slík breyting er þó ekki alltaf til góðs, einkum og sér í lagi ekki ef fólk fær ekki tíma á hár- greiðslustofu og ákveður að lita á sér hárið upp á eigin spýtur. Þá er oft enginn tími til að vanda valið á litn- um og útkoman verður oft þannig að lægðin verður bara ennþá dýpri fyrir bragðið! Þeir sem eru þekktir fyrir að vera hressir eiga kannski einna erfiðast með að sýna á sér „hina hliðiná'. Hvað ætli yrði til dæmis sagt ef Gunnlaugur Helgason á Stjörnunni mætti í fýlu í vinnuna — í beina út- sendingu? Það kæmi eflaust flatt upp á marga, ekki rétt? Eða ef Brósa hárgreiðslumeistara væri falið það hlutverk að breyta háralit á mann- eskju sem væri í sömu lægðinni og hann væri í sjálfur á þeirri stundu? Hver yrði útkoman þar? HP hringdi til nokkurra aðila sem þekktir eru fyrir hressileika hvað sem gengur á í lífinu og spurði þá hvort þeir væru í rauninni alltaf svona hressir og ef ekki, hvað þeir gerðu þegar lífsleiðinn segir til sín. Auk ofangreindra herramanna var rætt við tvær konur, þær Kristjönu Geirsdóttur, fyrrverandi veitinga- stjóra í Broadway og Valgerði Matthíasdóttur dagskrárgerðar- mann á Stöð 2. LEGGST í GRASIÐ OG TALA VIÐ GUÐ Sigurður G. Benónýsson, Brósi, hárgreiðslumeistari „Þegar lífsleiðinn segir til sín finnst mér langbest að fara eitthvað þar sem er gras og mikið af trjám — helst út úr bænum — leggjast í grasið og tala við Guð. Hann gefur mér oftast einhver ráð og þau reynast mér alltaf vel. Ég hef aldrei farið eins oft út úr bænum og upp á síðkastið — enda er þetta allt að lagast!" GOTT AÐ KÚRA OG KELA Kristjana Geirsdóttir, „bara húsrnóðir" í augnablikinu (!) „Yfirleitt finnst mér svo gaman að lifa að lífsleiði er nánast óþekkt fyrir- brigði hjá mér. Það kemur þó fyrir einstaka sinnum að mér þykir ósköp notalegt að leggjast upp í rúm með góða bók og dreifa huganum. Það gerist helst í janúar eða byrjun febrúar því sá tími finnst mér dimmur og drunga- legur. „ísfólkið" hefur gefist ágætlega þegar ég vil gleyma stað og stund. Einstaka sinnum er hressandi að setja góða spólu í myndbandstækið en auðvitað er besta ráðið að kúra og kela á svona stundum!" leftir Önnu Kristine Magnúsdóttur

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.