Helgarpósturinn - 23.07.1987, Blaðsíða 21
LISTAPOSTURINN
Jarno Peltonen
ásamt nokkrum
sýningargripum.
Fjörutíu norrænir
verölaunahafar
á norrænni hönnunarsýningu á
Kjarvalsstöðum
A laugardaginrt nk. opnar á
Kjarualsstödum norrœn hönnunar-
sýning. Sýningin er byggd upp á
uerkum þeirra hönnuða sem hlotid
hafa hin rómudu Lunning-uerdlaun,
sem veitt voru um tuttugu ára skeid
fyrir athyglisverdar nýjungar í list-
hönnun á Noröurlöndunum. HPleit
inn á Kjarvalsstödum þegar verid
var ad setja sýninguna upp og
spjallaði við Jarno Peltonen, for-
stjóra finnska listiðnaðarsafnsins og
framkvœmdastjóra sýningarinnar.
„Lunning-verðlaunin voru fyrst
veitt 1951,“ sagi Jarno, ,,og voru eft-
ir það veitt næstu tuttugu árin. Það
voru ungir hönnuðir sem fengu
verðlaunin og þeim var ætlað að
styrkja þá til ferðalaga um allan
heim, svo þeir gætu losnað undan
hvunndeginum, komist í nýtt og
framandi umhverfi og kynnt sér
menningu og listir annarra þjóða og
ólíkra. Slíkt er mjög nauðsynlegt öll-
um þjóðum og sérstaklega lista-
mönnunum, þeir fá nýjar og öðru-
visi hugmyndir sem þeir síðan nýta
sér þegar heim er komið. Boðskap-
ur sýningarinnar er þess vegna sá,
að gefa fólki kost á að kynnast og
virða aðra menningu en það á að
venjast. Á þessari sýningu er
skandinavísk hönnun frá 6. áratugn-
um til nútímans og þessi hönnun
hefur verið afar mikilvæg og þá
ekki síður verðlaunin sem hafa gert
mönnum kleift að leita nýrra leiða.
Það er mjög mikilvægt að samfélag-
ið virði góða, praktíska hluti og ég
vonast til þess að sýningin beri þessu
sjónarmiði gott vitni," sagði Jarno
Hann vildi einnig láta þess getið að
verið væri að huga að því að taka
upp sambærileg verðlaun á nýjan
leik, á vegum Norðurlandaráðs eða
jafnvel einkaaðila, fyrir því væri
áhugi á Norðurlöndunum.
Lunning-verðlaunin voru fyrst
veitt á 70. afmælisdegi Frederik
Lunnings, en Lunning þessi var for-
stöðumaður í verslun Georgs
Jensens, hins þekkta danska silfur-
smiðs, sem sett hafði verið upp í
New York. Lunning tókst með mik-
illi atorkusemi og krafti að gera verk
Georgs Jensens þekkt í Bandaríkj-
unum og hann er því talinn vera
brautryðjandi í því að flytja
norræna hönnun til annarra menn-
ingarsvæða. Þetta var á þriðja ára-
tugnum en það var ekki fyrr en eftir
stríðið, þegar þessi sama verslun var
gerð að eins konar miðstöð fyrir
skandinavíska hönnun, að hún fékk
þetta alþjóðaheiti, „Scandinavian
Design", sem nú í seinni tíð er þekkt
um allan heim og stendur fyrir gæði
og frumleika.
í gegnum tíðina hafa margir af
frægustu listhönnuðum hins
norræna menningarsvæðis fengið
verðlaunin og má þar nefna t.d.
Finnann Alvar Aalto. Á sýningunni
eru verk þessara verðlaunahafa og
kennir þar margra grasa, allt frá
húsgögnum til glerskála og vefnað-
ar. Sýningin verður opnuð nú á
laugardaginn, eins og fyrr segir, kl.
14 og mun Davíð Oddsson borgar-
stjóri opna hana en síðan flytur
Jarno Peltonen ávarp.
ALMENNA bókafélagið gefur
út á haustmánuðum bókina The
Handmaid’s Tale eftir kanadísku
skáldkonuna Margaret Atwood.
Margaret þessi er þekktur höfundur
í sínu heimalandi og hefur áður
skrifað 5 skáldsögur og auk þess
ljóð sem og bókmenntagagnrýni.
Sagan gerist einhvers staðar í nám-
unda við næstu aldamót í Banda-
ríkjunum og segir frá því þjóðfélagi
sem þar er við lýði. Trúarofstækis-
menn hafa tekið landið yfir, komið
forseta og þingi fyrir kattarnef og
tekið upp stífa stéttskiptingu. Eftir
því sem sagan segir mun Atwood
hafa þótt þessi hugmynd sín að
bókarefni svo geggjuð að hún lagði
hana til hliðar en þegar hún sá í dag-
blöðum, m.a., að margir þeir hlutir
sem henni höfðu þótt geggjaðir,
voru farnir að gerast í samfélaginu,
tók hún til við bókina að nýju og
mun allt sem í bókinni gerist eiga
sér hliðstæðu í mannkynssögunni,
þrátt fyrir að ýmislegt komi lesend-
um ankannalega fyrir sjónir. Sagan
er einhvers konar dagbók eða upp-
rifjun konu og hlutverk hennar i
samfélaginu er að ala foringjahjón-
um barn, enda herjar ófrjósemi á
samfélagið og konur sem alið geta
börn ekki á hverju strái.
FYRSTA verkefni Leikfélags
Akureyrar á væntanlegu starfsári
verður í tengslum við 125 ára af-
mæli bæjarins. Þar munu þeir leik-
félagsmenn bregða á ieik og sýna í
tali og tónum ýmsa þætti úr bæjar-
lífinu í gegnum árin. Höfundur
verksins er Óttar Einarsson (Kristj-
ánssonar frá Hermundarfelli) en
leikstjóri verður Eyvindur Erlends-
son en hann er norðanmönnum af
góðu kunnur, hefur enda starfað
nyrðra oftar og var þar í eina tíð
leikhússtjóri.
UTGAFA nýs kvikmyndatímarits
mun vera í burðarliðnum og hefur
það hlotið nafnið Sjónmál. Ritstjór-
arnir verða þeir Gunnar Hersveinn
og Jón Egill Bergþórsson, báðir
vanir tjölmiðlamenn. Gunnar hefur
skrifað í ýmis tímarit um nokkurn
tíma og Jón Egill unnið hjá sjón-
varpinu. Einnig eru þeir félagar
ljóðskáld, Gunnar Hersveinn nýbú-
inn að gefa út ljóðabók og ein slík
væntanleg frá Jóni innan tíðar. Það
er útgáfufélagið Staka hf. sem
stendur að útgáfunni en helsti hlut-
hafi félagsins er hið öfluga Svart á
hvítu.
ANING heitir sýning sem Lista-
safn ASÍ hefur staðið fyrir á undan-
förnum vikum. Sýningunni átti að
ljúka þann 19. þessa mánaðar en
hefur verið framlengd til hins 26.
Sýnendur eru alls ellefu talsins og
koma úr ýmsum greinum myndlist-
arinnar og eru verk þeirra um
margt ólík en mynda saman spenn-
andi heild. Listamennirnir sem sýna
eru: Ása Ólafsdóttir, Gestur Þor-
grímsson, Guðný Magnúsdóttir,
Guðrún Gunnarsdóttir, Halla Har-
aldsdóttir, Jens Guðjónsson, Ófeig-
ur Björnsson, Sigrún Einarsdóttir,
Sigrún Guðjónsdóttir (Rúna), Sigrún
Guðmundsdóttir og Sören Larsen.
Sýningin er opin virka daga frá kl.
16—20 og um helgar frá 14—22 og
lýkur eins og fyrr segir þann 26. júlí.
HELGARPÖSTURINN 21
KK
MYNDLIST
eftir Guðberg Bergsson
Svart ský gekk yfir Kjarvalsstaði
Svo segir í fornum bókum, ætt-
uðum frá Indlandi, að allur jarðar-
gróður eigi uppruna að rekja til
skýjanna. Eftir því sem skýin eru
dekkri og uggvænlegri býr í þeim
meira frjómagn, þ.e.a.s. — regn. Á
leið þeirra sem leita að nýjum
fögrum löndum eru alltaf svört
ský liðins boðskapar. Regnið úr
skýi merkir gróður og er lífsboð-
skapur.
Þess vegna er hættulaust, og
jafnvel góðs viti, ef mörg og kol-
svört ský eru á leið mannsins.
Gróður vex þannig yfir leiðina.
Hún verður troðin á ný. Og þá er
kominn splunkunýr stígur, þótt
undir honum séu allir stígar frá
fornöld — fram á okkar dag.
Mannshuganum er farið líkt og
boðskaparskýinu. Best er fyrir
hann að vera talsvert hátt uppi.
Þetta er ekki bara gott fyrir höf-
uðið, það er alveg eins gott fyrir
lappirnar að vera uppi í skýjunum.
Þannig komast menn í lokin miklu
betur niður á jörðina en ef þeir
hefðu alltaf verið á henni, með
alla skanka og höfuðið líka.
í sjálfu sér er það ósköp gott að
geta verið með flotta stæla í list-
um, svona stöku sinnum, kunna
öll bellibrögð tækninnar og setja
saman verk með „blandaðri
tækni". I ritlistinni hefur þetta
gengið yfir, það að setja saman
„blandaða texta“. Og nú sýnist
mér að í málaralistinni séu mynd-
verkin sem unnin eru „með bland-
aðri tækni" að týna tölunni. Ný-
móðins skýin hafa hreytt úr sér, og
núna eru þau orðin talsvert rosk-
in, gróðurinn undan þeim hefur
náð næstum fullu „safastigi" og lit-
urinn hefur tekið ákvörðun um að
vera hvorki akademískur, im-
pressioniskur, expressioniskur
eða súrreal, hvað þá í anda popp-
listarinnar — um hann leikur
hvorki úti- né inniloft — heldur er
hann iðnmagnaður. En það er
óljóst stig, þegar starf hugar og
handar er magnað í bland við
tækniiðjuna.
En það skaðaði ekki að vera
með örlítinn boðskap, í bland við
liti og form. Boðskaparskýin ís-
lensku eru því miður oft fremur í
ætt við blikur í lofti en þrumuský.
Blikur eru ósköp laglegar, en þær
eru ekki ógnvekjandi. Blikurnar
hér eiga vætu sína að rekja til er-
lendra þrumuskýja, sem hafa hellt
úr fötum sínum úti í hinum stóra
heimi. Veðravítin eru í náttúrunni
hjá okkur, en ekki í huganum. Það
er þess vegna gleðilegt til þess að
hugsa og sjá, að Svarta skýið, sem
er að svífa út úr vestursal Kjarvals-
staða, skuli vera hlaðið ennþá
ósögðum boðskap, og bjóða
möguleika á nýju tungutaki lita og
forma, þótt það hafi hreytt úr sér
yfir okkur í áratug.
Skýið er ekki komið í vestursal-
inn til að horfa á sólarlagið, sem
bíður og hlýtur að koma við lok
hvers dags, heldur gleður það aug-
að, án þess að senda frá sér síðasta
glampann og síga svo í hafið:
menningarsöguna, til þess að ný
boðskaparský geti risið upp í him-
ininn, svört og ógnþrungin.
Eins og málum er háttað í sam-
félagi okkar, fagnar víst ungt fólk,
fremur en reyndir menn, því að
ský skuli hafa öðlast það mikinn
þroska, og að það skuli vera orðið
það virðulegt í lit, formi og „regn-
magni", að það er húsum hæft, er
ekki úti í kuldanum. Það eru orðn-
ir svo margir, einkum af ungu kyn-
slóðinni, sem vilja hafa örlítið
skýjað inni hjá sér: mátuleg ský á
veggjunum. Enda blessa nýju ský-
in dálítið heimilið, eins og Drott-
inn gerði forðum yfir fossinum og
litla torfbænum. Þó ber að geta
þess að Svarta skýið er ekki komið
frá ættarmóti sem haldið var við
fossinn. Það er ekki uppgufun úr
bæjarlæknum. Og þess vegna
stefna skýin í vestursal Kjarvals-
staða ekki enn inn í stofurnar.
Það er kostur þeirra, að hvert
um sig er með sínu sniði, sínu lagi,
eins og stendur við suma sálma í
sálmabókinni. En þau eru öll kom-
in af svipuðu veðurkorti.
Full ástæða er til að fylgjast með
ferðum skýjanna. Þau gætu átt
það til að taka upp á skemmtileg-
um ósköpum, jafnvel eftir að
halda mætti að þau hefðu verið
tamin og veðurfræðingar list-
anna hafa slegið því föstu, að úr-
koman úr þeim sé ekki mælanleg.
Eitt ský er komið ofan úr Hima-
læjafjöllum, og regnið úr því er í
laginu eins og regnbogi úr köngur-
ló. Og þarna rignir hröfnum og
fuglum, myndir með „litadropa"
sveiflast í hvirfilvind á vestur-
veggnum, ást rignir úr manni í
konu, hjá stiga til að klifra upp í
himininn. Og svo eru þarna vax-
dropar, arnarsúgur, fiskar að bíta i
sporð sér, sæstjörnuform og ann-
að.
Og þess vegna er gott að fá
Svarta skýið í menningarþurrki
sumarsins. Komdu aftur, hvenær
sem er, og farðu kringum landið
og inn í hvern fjörð og helltu úr
fötum á hvert uppþornað gras sem
verður á vegi þínum.