Helgarpósturinn - 23.07.1987, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 23.07.1987, Blaðsíða 14
1 HVERNIG S1 Flestir eru svolítið veikir fyrir stjörnuspánni sinni í dagblöðunum og stelast til að kíkja á hana af og til. Lýsingar á eiginleikum stjörnumerkj- anna vekja líka forvitni margra og eftirspurn eftir persónulegum stjörnu- kortum er víst sífellt að aukast. Uti í löndum eru þessi fræði víða meira metin en á íslandi og þar hafa stórfyrirtæki jafnvel rithandarsérfræðinga og stjörnuspámenn í sinni þjónustu, til aðstoðar starfsmannastjóra við mannaráðningar. Ekki höfum við þó heyrt um neinn hérlendan vinnu- veitanda, sem tekið hefur þessa „tækni“ í notkun, enda gamalgróin hefð fyrir því að láta fremur kunningsskap en stjörnurnar ráða ferðinni í þeim efnum. En hvað skyldu stjörnurnar segja um okkur sem vinnukraft, EF til þeirra væri leitað? HRÚTURINN Forstjóri, sem ræður Hrút til starfa, getur verið að stíga mikið gæfuspor. Hann getur hins vegar líka verið að skapa hræðilegt vandamál. Það fer allt eftir því í hvaða farveg á að beina þessari afvegaleiddu eldflaug. Hinn hversdagslegi 9 til 5 farvegur er ekki sá rétti, þó svo Hrúturinn standi sig með prýði fyrstu vikurnar til þess að vinna hylli yfirmanna sinna. Það líður hins vegar ekki á löngu þar til hann fyllist eirðarleysi, fer að mæta seinna á morgnana og vera lengur í mat. Ef það spillir ekki andanum á vinnustaðn- um, er best að leyfa Hrútnum að hafa sveigj- anlegan vinnutíma. Hann kemur kannski ekki í vinnuna fyrr en um ellefuleytið á morgnana og tekur tvo tíma í mat, en hann hættir líka síð- astur allra. Þess vegna kannast skúringakonan betur við Hrútinn en konan á morgunvaktinni á skiptiborðinu. Hrúturinn er þar að auki manna líklegastur til að taka við tilkynningu um aukaverkefni án þess að kveinka sér. Hrúturinn nýtur sín best ef hann fær að vinna sjálfstætt. Þó svo hann sé óskipulagður og ónákvæmur, er Hrútnum meinilla við að skila verkefni, sem hann veit að hann hefði getað betrumbætt. Starfskraftur í Hrútsmerk- inu þykist þar að auki vita nákvæmlega hvern- ig best væri að hagræða vinnu allra í fyrirtæk- inu og hann á afskaplega erf itt með að taka við fyrirskipunum frá öðrum en þeim, sem hann ber virðingu fyrir. Peningar eru aldrei aðal hvatinn á bakvið vinnu Hrútsins, þó hann krefjist auðvitað þeirra launa, sem hann telur sig verðskulda. Hann þarf oft að fá fyrirfram af kaupinu sínu, vegna þess að Hrútar lifa venjulega um efni fram. Hins vegar hverfur hann ekki á braut, þótt illa gangi í fyrirtækinu og launin séu greidd seint og illa. Hrúta er að finna í öllum mögulegum og ómögulegum starfsgreinum. Þeir njóta sín alls staðar, svo fremi að þeim sé ekki sniðinn of þröngur stakkur. NAUTIÐ Manneskja í Nautsmerkinu ætti aldrei að koma nálægt sölumennsku. í því hlutverki er hún algjörlega vonlaus og Naut, sem fær öll sín laun sem prósentur af sölu, er óhamingjusam- asta vera á jörðinni. Nautið vinnur hægt og rólega, ákveðið í að ná árangri — helst fullkomnun. Því meiri ábyrgð, sem fylgir starfinu, þeim mun betur stendur Nautið sig. Það stefnir að því að gera veg fyrirtækisins sem mestan, en lætur vel- gengni ekki stíga sér til höfuðs. Áreiðanlegri, traustari og heiðarlegri starfskraft er ekki hægt að fá. Starfskraftur í Nautsmerkinu mótmælir sjaldan fyrirskipunum yfirboðara sinna, en það er ekki þar með sagt að auðvelt sé að troða á honum. Og þegar upp er staðið, kemur í ljós að Nautið gerði það sem því sýndist rétt- ast í stöðunni. Nautið hefur líka ótrúlega bið- lund, sem nýtist oft vel, en þegar því þykir nóg komið er eins gott að vara sig. Því fylgir nefni- lega enginn smáhvellur, þegar þolinmæði Nautsins þrýtur. Slíkar uppákomur vara þó stutt og allt fellur í ljúfa löð á eftir. Ef Nautið gengur út og skellir á eftir sér, kemur það hins vegar alveg örugg- lega ekki auðmjúkt aftur. Það er farið . . . end- anlega. Forstjóranum er alveg óhætt að hringja í Nautið, þegar það er í fríi, ef neyðarástand skapast á skrifstofunni. Því finnst sjálfsagt að koma til hjálpar. Það er þó vænlegast að of- nota þennan möguleika ekki. Nautinu hæfir best að vinna í tengslum við náttúruna, hversu langsótt sem þau virðast, eða þar sem það fær að tjá sig á einhvern hátt. Traustur fjárhagsgrundvöllur er hins vegar einnig nauðsynlegt skilyrði. TVÍBURINN Starfsmaður í Tvíburamerkinu talar, hreyfir sig og hugsar hratt. Hann er ungur í anda, eirð- arlaus, frumlegur, óþolinmóður og óútreikn- anlegur. Það er mikill fengur í Tvíburanum sem starfskrafti, en enginn vinnustaður ætti þó að vera eingöngu mannaður fólki úr þessu merki. Tvíburar bregðast snarlega við í neyðartil- vikum og eru búnir að bjarga málunum á með- an annað fólk er enn að taka tilhlaup. Þeir njóta sín hins vegar alls ekki í viðjum vanans, heldur vinna best þegar þeir hafa ákveðið frelsi. Sölumennska hentar þeim afar vel, enda geta þeir prangað hverju sem er inn á hvern sem er. Tvíburanum líður oftast illa bakvið skrifborð. Fólk í þessu merki verður stundum svolítið viðutan í vinnunni, þegar mikið er um að vera í íþróttaheiminum. Það gæti líka átt það til að skrópa í vinnunni til þess að komast á fótbolta- leik. Tvíburinn er einstaklega hress og gerir mik- ið af því að segja skrítlur og kjaftasögur, sam- starfsmönnum sínum til nokkurrar ánægju. Hann er að öllum líkindum með færustu vélrit- urum, en nýtur sín þó ekki síður í samskiptum við viðskiptamenn, sem hann vefur um fingur sér. Svo getur Tvíburinn líka auðveldlega gert tvennt í einu. Þegar starfsmaður í Tvíburamerkinu ræðir launamál við forstjóra fyrirtækisins, er þeim síðarnefnda mikil vorkunn. Niðurstaðan gæti auðveldlega orðið sú, að Tvíburinn semdi um tvöföld forstjóralaun. KRABBINN Öllum forstjórum finnst gott að njóta starfs- krafta Krabbans, því hann kemur ekki í vinn- una til þess að fá þakkir eða vegna þess að hann sé skotinn í gjaldkeranum. Krabbinn vinnur af afar einfaldri ástæðu: Vegna öryggis- ins. Launaseðill Krabbans verður að vera teygj- anlegur, því hann þarf að stækka með tíman- 14 BELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.