Helgarpósturinn - 23.07.1987, Page 12

Helgarpósturinn - 23.07.1987, Page 12
TOLVUSKRANING ISLENDINGA - STJÓRNMÁLASAMTÖK MEGA TAKA ÚRTÖK ÚR ÞJÓÐ- SKRÁ EN EKKI EINKAFYRIR- TÆKI. — LÍN SELUR STJÓRNMÁLA- FLOKKUM LISTA YFIR LÁNS- HAFENDUR. - ENGINN MUNUR Á AÐ SEUA JÓN BALDVIN, STEIN- GRÍM OG ÞORSTEIN EÐA SÁPU. — TÖLVUNEFND LEYFIR VAN- SKILASKRÁ EN EKKI PÓST- SENDINGARLISTA. Flestir hafa tekið eftir óvæntum pósti í póstkassanum hjá sér, í auknum mæli undanfarin ár. Happdrættismiðar hafa löngum verið sendir til hálfrar þjóðarinnar en auk þess hefur færst í vöxt að senda til einstaklinga alls kyns tilboð og auglýsingar frá fyrirtækjum. Athugull viðtak- andi tekur stundum eftir því að viðkomandi bréf er greinilega ekki sent til allra, heldur til ákveðins hóps, til dæmis eru auglýsingar um handavinnu sendar á eigin- konuna en kosningaáróður til ungu kjósendanna. En hvernig fara menn að því að afla heimilisfanga kvenna yfir 25 ára aldri til að senda auglýsingu? Hvernig fá stjórnmálamenn upplýsingar um alla námsmenn til að senda út kosningabréf? Af hverju fá allir happdrættismið- ana? eftir Salvöru Nordal í þjóðskránni eru allir íslendingar skráðir ásamt fæðingardegi, lög- heimili og trúfélagi. Þjóðskráin er skráð inn á tölvu og í sífelldri endur- skoðun. Þjóðskráin er til sölu hjá Hagstofunni en mjög strangar regl- ur gilda um notkun hennar, það má ekki keyra hana saman með öðrum skrám, ekki má heidur fá úrtak úr skránni svo sem eins og hóp kvenna frá 25—40 ára án sérstaks leyfis frá tölvunefnd. Eftir þjóðskránni má heldur ekki senda út auglýsingar eða áróðursbæklinga en þar eru þó stjórnmálasamtökin undanskilin. Einnig hafa líknarfélög sem senda út happdrættismiða fengið að nota þjóðskrána í því skyni. Aðrir auglýs- endur verða að leita annarra leiða til að finna út sérstakan markhóp. Eitt fyrirtæki, Markadsþjónustan sf. eða Strax, hefur sérhæft sig í því að safna saman alls kyns skrám og listum til að senda út eftir auglýsing- ar eða hvers kyns önnur skilaboð sem fyrirtæki vilja koma til við- skiptavina. Með þessu er komið á beinu sambandi til viðskiptamanna, en beint samband er þýðing á enska heitinu „direct mail“. „Við höfum ekki fengið leyfi tölvunefndar til að nota þjóðskrána til þess að senda eftir og því höfum við safnað saman öllum listum um áhugamannafélög, stéttarfélög, íþróttafélög, félagaskrár og svo skrám um fyrirtæki," sagði Birna Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Strax. „A þennan hátt höfum við búið til okkar eigin skrár og við reynum að hafa á skránum upplýs- ingar um starf, aldur, heimili og síma og berum svo okkar skrár sam- an við þjóðskrána. Við höfum orðið nokkuð góðar skrár en þurftum að nota mun seinlegri aðferðir en ef við hefðum fengið leyfi frá tölvu- nefnd um aðgang að þjóðskránni." „ÞRÖNGSÝNI HJÁ TÖLVUNEFND" Ef eitthvert fyrirtœki óskar eftir því ad senda konum 25—40 ára prjónatilboð, eda einhverja vöru til karla 25 og eldri, gœtud þið þá náð til meiri hluta þessara aldurshópa? „Já, við gætum það. Auðvitað eru okkar skrár ekki fullkomnar, og alls ekki eins fullkomnar og t.d. í Banda- ríkjunum þar sem hægt er að fá lista yfir allar verðandi mæður eða barnafjölskyldur og allt sem nöfn- um tjáir að nefna. Okkar fyrirtæki er í alþjóðasamtökum í Bandaríkj- unum og Evrópu, enda er þessi við- skiptamáti löngu viðurkenndur erlendis. Mér finnst það mikil þröngsýni hjá tölvunefnd að veita okkur ekki leyfi" heidur Birna áfram. „Við höf- um hins vegar haft mjög gott sam- starf við Hallgrím Snorrason, hag- stofustjóra. Það er ekkert ólöglegt við það sem við gerum. Ef fólk vill ekki vera á listum hjá okkur þá gef- um við því að sjálfsögðu kost á að láta strika sig út. Pósturinn frá okkur er skemmtilegur og við höfum feng- ið mjög jákvæð viðbrögð, sérstak- lega utan af landi. Ef við byðum ekki upp á þessa þjónustu væri hægðarleikur að fá skrár og úrtök úr skrám um íslendinga frá Dan- mörku. Við vitum um danskt fyrir- tæki, Multipost, sem hefur fengið alls kyns skrár og lista í gegnum danska sendiráðið og slegið þær inn á tölvur, þannig að þó svo að við mættum ekki veita þessa þjónustu væri hægt að kaupa hana frá Kaup- mannahöfn." Tölvunefnd hefur sem sé ekki veitt Strax leyfi til þess að nota þjóð- skrána til að fá úr henni úrtök, en hins vegar hafa stjórnmálaflokkar fengið slík leyfi. Og um þetta segir Birna: „Þó svo að við höfum fengið neitun um að nota þjóðskrána geta stjórnmálaflokkarnir fengið þau úr- tök sem þeir vilja, en hver er munur- inn á að selja Þorstein, Steingrím og Jón Baldvin eða sápu?“ spyr Birna. Hjá ritara tölvunefndar, Jóni Thors, fengust þær upplýsingar að þetta væri stefna sem mörkuð hefði verið milli tölvunefndar og Hagstofunnar, að þjóðskráin skyldi ekki notuð í viðskiptaskyni en að stjórnmála- flokkar fengju undanþágu frá þess- ari reglu til að selja sjálfa sig. LÍN SELUR LISTA En stjórnmálasamtök geta víðar gengið að upplýsingum. Lánasjóður íslenskra námsmanna hefur um árabil veitt stjórnmálaflokkum lista yfir lánshafendur til að senda út kosningaáróður eftir. Samkvæmt upplýsingum frá Lánasjóðnum seldu þeir skrá yfir lánshafendur sjóðsins og límmiðasett á „kostnað- arverði" eða á 2500 krónur. Á list- um sjóðsins er gefið upp nafn og heimilisfang auk þess að veita aug- ljósar upplýsingar um hverjir fá lán. Að minnsta kosti einn frambjóðandi fyrir síðustu alþingiskosningar nýtti sér þessa þjónustu, Finnur Ingólfs- son, Framsóknarflokki. Eftir því sem HP hefur komist næst hefur námsmönnum ekki verið boðið að láta strika sig út af listum sem Lána- sjóðurinn selur. Framkvæmdastjóri LÍN sagði einnig í samtali við HP að það væri mjög erfitt fyrir sjóðinn að verða við slíkum óskum. Grundvallaratriðið þegar rætt er um þessar skrár er það að vernda einstaklinginn. Forsenda þess að ekki allir mega fá úrtök úr þjóð- skránni án leyfis tölvunefndar er sú að verið er að vernda einstaklinginn fyrir hvers konar ágangi. „Ég er mjög hlynnt því að einstaklingurinn sé verndaður," sagði Birna. „Við hjá Strax höfum engan áhuga á upplýs- ingum um tekjur manna heldur not- um einungis upplýsingar sem er að finna í öllum opinberum skrám og fólk gefur upp. Tölvunefnd eyði- leggur hins vegar meira en hana grunar með því að leyfa útgáfu van- skilaskrárinnar. I henni hafa verið beinlínis rangar upplýsingar, en þegar skráin er komin út er skaðinn skeður. Þar af leiðandi erum við bú- in að gera almenning hræddan við tölvurnar. Það á frekar að banna slíkar skrár heldur en að banna okk- ur að senda út saklaus bréf eftir þjóðskránni." En verndun einstaklingsins er grundvallaratriðið. Til þess að vernda hann segir í lögunum um kerfisbundna skráningu: „Nú telur maður eða fyrirsvarsmaður félags, fyrirtækis eða stofnunar að nafn hans eða félags o.s.frv. sé fært á skrá, sem notuð er til útsendingar dreifibréfa, tilkynninga, auglýsinga eða áróðurs, og getur hann þá óskað þess, að nafnið sé afmáð af við- komandi skrá, og er þá skylt að verða við því.“ Það hvílir því sú skylda á þeim sem halda skrár að gefa viðkomandi aðilum kost á að láta strika nöfn sín út. Bæði Hag- stofan og Strax veita þessa þjónustu en aðilar eins og LÍN gera það varla ef marka má svör framkvæmda- stjórans. „Það vantar útfærslu á lög- unum hvernig eigi að tilkynna mönnum að þeir séu á þessum skrám,“ sagði Jón Thors hjá tölvu- nefnd. Um það hvort breyta þyrfti lögunum í kjölfar fyrirtækja eins og Strax sagði hann: „Viðbúið er að það þurfi að setja strangari reglur um þessa lista, þannig ekki sé hægt að safna svona skrám og vernda borgarana fyrir svona pappírsflóði.“ Augljóslega þarf því að endurskoða lögin um kerfisbundna skráningu með tilliti til þeirra nýju fyrirtækja sem sérhæfa sig í „direct mail“. „Við myndum vilja fá betri lög um þessa hluti," sagði Birna, „og fyndist mér eðlilegt að þau væru samsvarandi lögunum á hinum Norðurlöndun- um.“ Hvort lögin verði gerð rýmri en nú er leiðir tíminn í ljós, en þá þarf einnig að spyrja sig hvort vernda eigi frekar borgarana gagn- vart auglýsingum fyrirtækja eða kosningaáróðri. 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.