Helgarpósturinn - 23.07.1987, Síða 17

Helgarpósturinn - 23.07.1987, Síða 17
spillt og helvíti. Djöfullinn gæti ekki fundið sér betri vél til að breiða út verk sín en kristni 19. a!darinnar.“ Svona var talað um kristnar kirkjur hjá mormónum. Þær væru viðurstyggð og allar þeirra trúarjátningar væru viðurstyggð í augum Guðs og þær hefðu engan rétt til að boða fagn- aðarerindið. Biblían átti að vera ranglega þýdd og það var ekki hægt að nálgast Guð með henni einni, heldur yrðum við að hafa lifandi spámann til að segja okkur hvað við ættum að gera. Okk- ar máltæki var: „Þegar spámaðurinn hefur tal- að, þá þurfum við ekki að hugsa lengur." Okkur var sagt að lesa Biblíuna en við máttum aðeins lesa hana í ljósi annarra rita frá mormón- um. Alveg eins og Vottar Jehóva og aðrir villu- trúarflokkar gera, þeir lesa Varðturninn ásamt Biblíunni, hún nægir ekki ein.“ GUÐ SKIPTI UM SKOÐUN Á SVERTINGJUM! „í augum mormóna var Guð einu sinni mennskur maður sem vann sig upp í Guðsríkið. Hann var einu sinni maður á annarri reiki- stjörnu sem giftist mörgum konum, því Brigham Young sagði að það gæti enginn orðið Guð nema sá sem lifði í fjölkvæni. Síðan dó þessi Guð og var upprisinn og vann sig upp í Guðsríkið, fékk umdæmi yfir þessum heimi sem við búum í og konur hans urðu líka upphafnar og hann eignaðist andabörn með þeim. Með fyrstu konu sinni átti hann til dæmis Jesú og Satan, því mormónar segja að þeir séu andabræður. Þeir sem fæddust í hvítum líkama voru miklu verð- ugri en þeir sem fæddust í svörtum líkama, þeim var útskúfað. Það er mikið litið niður á þelþökkt fólk þótt ég myndi ekki segja að það sé kyn- þáttahatur ríkjandi hjá mormónum. En auðvit- að skipti Guð um skoðun á litarhætti fólks, líkt og hann gerði með Coca Cola. Það var árið 1978 þegar farið var að ganga á eftir mormónakirkj- unni vegna mannréttinda og spámaður kirkj- unnar fékk skyndilega opinberun þegar málin stóðu sem hæst. Honum var sagt að nú væri bú- ið að taka bölvunina af negrunum og nú gætu svertingjar fengið prestdæmi mormóna, þeir mættu koma í leynimusterin eins og hinir og reyna að verða guðir. En" — bætir Ágústa við og brosir — „við skildum ekkert í því hvers vegna blessuð börnin fæddust þá ennþá svört!“ MEGINATRIÐI KRISTNINNAR RÖKKUÐ NIÐUR — En hvad er þaö sem fer fram í leynimuster- unum? „Þetta er nokkurs konar frímúrararegia," seg- ir Ágústa. „Joseph Smith var sjálfur frímúrari, tók þar 33. gráðu og sagðist ætla að hefja þetta allt miklu hærra en frímúrararnir. Hann sagði að athöfnin í musterunum væri bráðnauðsynleg til að veita okkur inngöngu í æðsta himnaríki til að við gætum orðið guðir. Þar voru okkur kennd leynihandtök og hin og þessi leyni-inngangsorð og mikið hvíslað. Svo lærðum við þulur sem við áttum að fara með og það var kyrjað eins og Pey- ley-eil, pey-ley-eil — sem enginn vissi hvað þýddi og veit enginn enn. Við gengum með grænar svuntur og í furðulegum búningum sem við fengum í musterunum og máttum bara hvísla þar inni. Þar var gert grín að prestum og öllu því sem kristið fólk telur heilagast. Meginatriði kristninnar voru rökkuð niður.“ — Hvaö bjóda þeir í staðinn? „Þeir bjóða réttlætisverk innan mormóna- kirkjunnar og þessar athafnir, fólki til sáluhjálp- ar og upphefðar svo það geti orðið guð. Annars er það sem kallað er „The New Age Movement" að ryðja sér æ meira til rúms í heiminum í dag. Það virðist vera sami boðskapurinn þar á ferð alls staðar og kemur í gegnum miðla, gúrúa og villutrúarfólk: Að maðurinn sjálfur sé guð. Það er einmitt það sem Biblían segir að Satan hafi verið kastað úr himnaríki fyrir, að upphefja sjáif- an sig. Þetta held ég að sé þetta mikla fráfall sem er talað um í Biblíunni að eigi að koma á síðustu dögum. Þetta er farið að kenna í mörgum stór- fyrirtækjum Bandaríkjanna. Rótin að þessu öllu er hindúismi." NÝTT NAFN í EILÍFRI GIFTINGU Hún segir hina „eilífu giftingu" hafa meðal annars falist í því að hver og einn fékk nýtt nafn: „Aðeins maðurinn minn átti að geta kallað mig upp eftir að ég var látin með mínu nýja nafni, sem var Esther. Ég mátti aðeins hvísla því nafni að honum einu sinni við athöfn og aldrei nefna það oftar. En Dan minn blessaður er svo gleym- inn að ég var alltaf dauðhrædd um að hann gleymdi því og gæti þess vegna ekki kallað mig upp þegar þar að kæmi. Ég reyndi mitt ýtrasta til að minna hann á það án þess þó að nefna nafnið, því það þorði ég auðvitað ekki að gera. Ég spurði hann stundum hvort hann myndi eftir nafninu en hann svaraði neitandi og þá þóttist ég taka sundtök. Það átti að minna hann á sund- konuna frægu Esther Williams!!!" KVIKMYND SEM SÝNIR SANNLEIKANN Það voru veikindi Ágústu sem opnuðu augu hennar fyrir nokkrum árum: „Ég hafði verið einangruð frá mormónum í nokkurn tíma vegna veikinda minna og var að lesa Biblíuna í róleg- heitum. Þá sá ég þar ýmislegt sem stangaðist á við þær kenningar sem mormónar boðuðu. Það er skemmst frá því að segja að ég fór aldrei oftar til þeirra og við hjónin tilkynntum að við ætluð- um að hætta í söfnuðinum. Þeir reyndu auðvitað allt til að fá okkur til að iðrast og koma til baka og héldu réttarhöld, líkt og þeir gera alltaf þegar einhver snýr frá þeim. Það eru réttarhöld þar sem aðeins þeirra menn tala, þeir sem snúast gegn þeim fá ekkert að tala. Nú eru samtökin „Ex Mormons for Jesus Christ" orðin öflug sam- tök í Bandaríkjunum og við komum fram í sjón- varpi og útvarpi auk þess sem við dreifum bækl- ingum. Ég hef orðið vör við vaxandi áhuga hér á landi til að fræðast um þessi mál og eftir að við- töl birtust við mig í Nýju Lífi og Aftureldingu fyr- ir rúmum tveimur árum hef ég fengið margar upphringingar frá íslandi, frá fólki sem vill kom- ast út úr mormónakirkjunni. Við í Ex Mormons höfum gert kvikmynd sem heitir „The Temple of the Godmakers" og sýnir hvað er í raun og veru að gerast inni í leynimusterunum. Þessa mynd tók ég með mér til íslands og mun sýna hana í Fíladelfíu innan skamms. Ég vona að sem flestir komi að sjá hana og hlusta á fyrirlestur um mormónatrúna því það er sannarlega þörf á að benda fólki á hvers konar villutrú þetta er. Við höfum séð alltof marga harmleiki gerast hjá þeim sem vilja losna." ALLT MÉR AÐ KENNA! Við snúum okkur nú frá trúmálum og beinum athyglinni að fjölskyldunni. Ágústa á tvo bræð- ur, Sigurð og Kristján Guðmundssyni, sem báðir eru þekktir listamenn og ég spyr hana hvort hún hafi ekkert af listinni í sér: „Nei, ég hef aðeins fengist við að teikna fyrir sjálfa mig en myndi aldrei reyna að leggja slíkt fyrir mig og fara að keppa við bræður mína. Enda er ég ákaflega stolt af þeim og dettur ekki í hug að reyna að ná þeim á þeirra sviði. Hins vegar eru tvær dætra minna mjög listrænar og hafa fengið gullmedal- íur í skólum sínum fyrir list svo þær hafa kannski fengið þetta úr ættinni!" Hún segist sakna þess að búa svo fjarri fjöl- skyldu sinni: „Foreldrar mínir og Kristján bróðir minn búa hér og Sigurður í Hollandi. Við systk- inin höfum ekki hist öll saman síðan 1976 og það er orðið svo langt síðan að öll fjölskyldan var sameinuð að ég man ekki lengur hvenær það var. Við höldum mjög góðu sambandi og hringjum mikið hvert til annars." Hún segist hafa ákaflega lítinn áhuga á stjórn- málum hvort heldur er hér heima eða í Banda- ríkjunum „en það er alveg yndislegt hvað marg- ir halda að ég sé á kafi í málefnum Reagans. Þeg- ar ég kem hingað heim eða til Hollands er mér umsvifalaust varpað inn í umræður um stjórn- mál og það er allt mér að kenna sem Reagan gerir. Enda verð ég að viðurkenna að mér hefur sjaldan létt eins mikið og þegar Viet Nam stríð- inu lauk — því það var auðvitað líka allt mér að kenna!“ Aftur á móti fær hún fleira framan í sig þessa dagana en stríð og stjórnmál. Morðhótanir eru orðnar daglegt brauð á heimili Ágústu og Daniels, því mormónakirkjan lætur ekki við það sitja að fólk hafi svarið þess eið í leynimusterum að það sé réttdræpt segi það sig úr kirkjunni. Símhringingar og hótunarbréf streyma til þeirra sem vinna gegn útbreiðslu mormónisma „og ég hef meira að segja fengið bréf frá sjötugri konu!“ segir Ágústa. „Hins vegar verður það að segjast eins og er að mormónar láta í raun og veru verða af hótunum sínum oft á tíðum. Ed Decker sem skrifaði bókina „The Godmakers" vinnur gegn mormónum og honum var boðið til Skot- lands í vor að kynna starfsemi okkar. í veislu sem haldin var fyrir hann kom til hans þjónn og bauð honum kókglas. Ed drakk kókið — og hefur enn ekki náð fullri heilsu. Kókið var blandað arseniki. Þannig að ég vil ítreka það að það er ekkert gamanmál að komast úr villutrúarsöfn- uði eins og mormónakirkjunni."

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.