Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 23.07.1987, Qupperneq 36

Helgarpósturinn - 23.07.1987, Qupperneq 36
mönnum heldur erfiðlega að sitja á sárshöfði. Það mun vera ljóst að blaðið er rekið með miklum halla, auglýsingatekjur eru litlar og kaup- endum fækkar. Ný útgáfustjórn var skipuð í vor og var þá sæst á að eng- inn leiðtogi hinna stríðandi fylkinga innan Alþýðubandalagsins tæki þar sæti, heldur á stjórnin fyrst og fremst að vera fagleg. Og nú leitar stjórnin leiða til að tryggja áfram- haldandi útkomu. Einn möguleik- inn sem hefur verið ræddur er að gefa út Þjóðviljann sem eins konar pólitískt fréttabréf, 8—12 síður á dag, sumsé ívið stærra en Alþýðu- blaðið. Þá, segir sagan, væri hægt að fækka starfsmönnum blaðsins um helming. Mörgum þykir þetta hins vegar óvænn kostur, ekki síst í ljósi þess að Þjóðviljinn er nú eitt dagblaðanna í stjórnarandstöðu. Er talið víst að margir dyggustu blaða- mennirnir og ritstjórarnir Þráinn Bertelsson og Ossur Skarphéð- insson myndu ekki sætta sig við slíkan niðurskurð og hætta. Þeir vilja breyta og bæta, en torséö þykir hvaðan fjármagn ætti aö koma til slíks. . . A mii Þjoðviljanum fer líka fram kjarabarátta milli blaðamanna og stjórnar þessa dagana. Meðal- blaðamaður á Þjóðvilja þykir heldur lágur í launum og hefur staðið til að leiðrétta það, ekki síst eftir að prent- arar og setjarar við blaðið fengu umtalsverðar launabætur fyrir nokkru. I vikunni hafði hins vegar allt siglt í strand milli blaðamanna og viðsemjenda þeirra, Guðrúnar Guðmundsdóttur framkvæmda- Góða helgi! Pú átt þad skilid íSrVlZZAHl SII) Grensásvegi 10, 108 R. S:39933 stjóra og Hrafns Magnússonar stjórnarmanns. Þykir Guðrún eink- um hörð í horn að taka, en hún er eiginkona Asmundar Stefánsson- ar forseta ASÍ. Þó mun blaðamönn- um hafa ofboðið þegar upp komu hugmyndir um að laun þeirra yrðu á einhvern hátt tengd auglýsinga- tekjum blaðsins og blaðamenn legðu þá sitt af mörkum til að afla auglýsingatekna, til dæmis með já- kvæðum viðtölum við iðjuhölda og stórkaupmenn. Blaðamenn tóku dræmt í þetta, enda kannski ekki alveg í samræmi við stefnu ,,mál- gagns verkalýðshreyfingar, þjóð- frelsis og sósíalisma". En blaðamenn Þjóðviljans eru sumsé langþreyttir á þrefinu og hyggjast fara í aðgerðir ef ekki um semst. Samkvæmt heimild- um HP gætu farið að sjást merki þeirra á síðum blaðsins seinnipart- inn í þessari viku eða hinni næstu. . . Litið hefur heyrst um hugsan- lega aðstoðarráðherra Jóns Bald- vins Hannibalssonar, fjármála- ráðherra, og Jóns Sigurðssonar, dómsmála-, viðskipta- og kirkju- málaráðherra. Tveir menn hafa verið nefndir sem hugsanlegir að- stoöarmenn Jóns Baldvins. Þeir eru Björn Björnsson, hagfræðingur ASI, og nafni hans Björn Frið- finnsson, mikill áhrifamaður í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Báð- ir þykja mjög hæfir menn hvor á sínu sviði, en óvíst er talið að núver- andi vinnuveitendur vilji missa þá yfir í fjármálaráðuneytið. . . FRAMDRIFSBELL Á UNDRAVERDI Lada Samara hefur alla kosti til að bera sem íslenskar aöstœður krefjast af fólksbíl, í utanbœjar- sem innanbœjar akstri. Það er ekki aö ástœðulausu sem Lada Samara er metsölubíll, því veröiö er hreint undur og ekki spilla góö greiöslukjö'_______________ Lada Samara 5 gíra Lada Samara 4 gíra Meðan birgðir endast. kr. 265.000.- kr. 249.000.- Opiö alla daga frá kl. 9—18 og laugardaga frá 10-16. VERIÐ VELKOMIN BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR Suðurlandsbraut 14 107 Reykjavík, sími 38600 10 línur 31000 íslendingar eiga nú 6 milljarða króna á /íjj GULLBÓK og METBÓK VABÚNAÐARBANKI ÍSLANDS traustur banki 36 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.