Helgarpósturinn - 23.07.1987, Blaðsíða 30

Helgarpósturinn - 23.07.1987, Blaðsíða 30
MAL OG MENNING Um kurteisi (2) í síðasta þætti ræddi ég nokkuð um orðið kurteisi og komst að þeirri niðurstöðu, að orðið hefði borizt úr miðensku inn í norsku og þaðan í íslenzku. En hér er aðeins um að ræða þátt úr miklu stærra máli. Orð, sem tákna kurteisi og kurteislega titla, eru þáttur í áhrifum riddaramenningar og hirðsiða. Vera má, að þessi áhrif hafi tekið að berast hingað norður eftir á 12. öld. Upphaf áhrif- anna eru frá Frakklandi, en leiðirnar þaðan tii Norðurlanda virðast einkum hafa verið tvær. Orðið kurteisi virðist komið frá Frakk- landi um England til Noregs og þaðan til ís- lands. Hin leiðin lá frá Frakklandi um Þýzka- land til Norðurlanda. Ahrifin á íslenzku eru. sennilega í fæstum tilvikum bein. Það verður þó aldrei fullyrt til hlítar. íslenzka og norska voru svo líkar að orðaforða um þessar mund- ir, að erfitt er að ákveða, hvað er norskt og hvað er íslenzkt. Einnig er í mörgum tilvik- um erfitt að staðhæfa, hvert veitimálið, þ.e. málið, sem orð er fengið úr, hefir verið. Hér er ekki tóm til að ræða, hverjar aðferðir er hægt að nota til þess að komast sem næst sanni um þetta efni. Árið 1217 varð Hákon Hákonarson kon- ungur í Noregi. Með valdatöku hans eflast riddaraleg áhrif við norsku hirðina, en við hana höfðu íslenzkir höfðingjar mikinn sam- gang, enda virðast íslendingar hafa gengið um eins og gráir kettir við hirðir erlendra konunga allt frá landnámsöld, ef treysta má íslenzkum fornritum. Frá norsku hirðinni er sennilegt, að orð, sem tákna kurteisi og kurt- eislega sidi, hafi komið inn í íslenzku. Áhrifin frá hirðinni hafa borizt munnlega, en mörg riddaraorð hafa komið hingað með svo kölluðum riddarasögum. Um uppruna þeirra er ýmislegt á huldu. Bókmenntafræð- ingar telja, að flest handrit þeirra séu íslenzk. Allt um það er öruggt, að margar riddarasög- ur voru þýddar í Noregi, m.a. fyrir tilstuðlan Hákonar gamla, úr frönsku eða anglónor- mönsku (anglófrönsku). En frá sjónarmiði ís- lenzks orðaforða skiptir ekki miklu máli, hvort bækurnar voru þýddar í Noregi eða á íslandi. Aðalatriðið frá þessum sjónarhóli séð er, að handritin eru íslenzk, en í því felst, að bækurnar hafa verið lesnar á íslandi. Orð úr þeim hafa þannig festst í íslenzkum orða- forða. Ýmis rit, t.d. sagnfræðirit, voru þýdd á Islandi, og með þeim hafa borizt erlend áhrif. Á sama hátt og sagt var, að áhrifin frá norsku hirðinni hafi verið munnleg, hafa áhrifin frá þýðingunum verið bókleg. Á sama veg og kurteisi barst hingað vestari leiðina, þ.e. um England, komu orðin hae- uerskur og hœuerska austari leiðina, þ.e. frá Þýzkalandi. Orðin hœuerskur og kurteis eru samræð. Þegar talað er um samræð orð eða samheiti er ekki átt við, að merking orðanna sé nákvæmlega hin sama, heldur að merk- ing þeirra sé svo skyld, að þau séu umskipt- anleg í sumum — helzt sem flestum tilvikum. Ef til vill gefst færi á að skýra þetta hugtak (samrœdur) nánar í síðari þáttum. Ekki get ég fullyrt, hvenær orðin hoe- uerska, hœuerskur og hceuersklegur hafa komizt inn í íslenzku. En allt bendir til, að þetta séu hirðleg orð. Þau eru örugglega kunnug í íslenzku á 13. öld. og hafa að öllum líkindum borizt hingað um svipað leyti og orðið kurteis, en ekki verður fullyrt nánara um þetta efni. Ég geri ráð fyrir, að orðið hce- uerskur hafi borizt hingað frá norsku hirð- inni fremur en með þýddurn bókum. En í raun skiptir þetta litlu máli. Þótt orðið hœ- uerskur sé miklu íslenzkulegra í útliti en kurt- eis, er það ekki norrænt að uppruna. Ber tvennt til þessa íslenzka svipmóts: orðið er af germönskum stofni og hefir auk þess verið aðlagað íslenzku málkerfi, eins og rakið mun verða. Hœuerskur er tökuorð úr miðlágþýzku höuesch, en það orð samsvarar nútímaþýzku höfisch (og raunar einnig hiibsch „lagleg- ur“). Þýzka orðið er myndað af Hof, sem merkir „hirð" og er sama orð og hof í ís- lenzku, en það orð var haft um blóthús ása- trúarmanna. Miðlágþýzka orðið höuesch merkti þannig í rauninni „hirðlegur“. Það er tökuþýðing úr fornfrönsku cortois, sem á var minnzt í síðasta þætti. Þetta er í samræmi við það, sem áður var sagt, að upphaf áhrifanna væru á Frakklandi, þótt Þjóðverjar hafi að- lagað þau sínu máli. En eðlilegt er að skýra, hvers vegna höuesch verður hceuerskur í ís- lenzku. Ef orðið hœuerskur er tekið inn í ís- lenzku á 12. öld eða snemma á 13. öld, er eðlilegt, að lágþýzkt ö verði œ í íslenzku, því að í sumum tilvikum er œ í nútímamáli orðið til úr fornu ö-hljóði. Það yrði ofiöng saga að rekja þetta mál hér. Sumir orðsifjafræðingar gera þó ráð fyrir, að þýzka orðið hafi verið sett í sambandi við sögnina hœfa og nafn- orðið hcefi, sem notað var um það, sem var sæmandi einhverjum sbr. fékk sér nú konu þá, er honum þótti uid sitt hæfi. Enn fremur er til orðið hœfilátr, sbr. uer þú hœfilátr ok eigi mikillátr. Hœfilátr er þannig ekki ósvip- aðrar merkingar og hœuerskur. En það er ekki aðeins stofnsérhljóðið, sem skýra þarf, heldur einnig endingin - (u)erskur. Endingin -eskur er sjaldgæf, kemur þó fyrir í tökuorð- um eins og þýdeskr. Hins vegar var endingin -uerskur allalgeng, sbr. t.d. orð eins og gaul- uerskur, huinuerskur, uíkuerskur o.s.frv. Að- lögun orðsins til íslenzku er þannig fólgin í því, að breytt er um endingu til samræmis við algeng norræn orð. Og auk þess kemur til mála, að alþýðuskýring hafi haft áhrif á orðið, ef menn hafa sett það í samband við sögnina að hœfa. Vel má það vera, þótt það hafi ef til vill ekki haft áhrif á hljóðafar orðs- ins. Og áfram verður haldið með kurteisisorð í næsta þætti. Athugasemd. í þætti mínum í Helgarpóstin- um 9. júlí var afskræmilega farið með tilvitn- un í Hávamál. Rétt er tilvitnunin á þessa leið: At hyggjandi sinni skylit madr hrœsinn uera. HH HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA UM HELGINA? ELÍN ÞÓRHALLSDÓTTIR NEMI í SKÓSMÍÐI ,,Eg er ad fara í sumarfrí og œtla að byrja á þuí aö fara til Ólafsuíkur og uera þar í nokkra daga. Ég uon- ast til þess að geta skoöað mig eitt- huað um á Snæfellsnesi en þaö fer auðuitaö eftir þuí huort ég hef ein- huern tíma til þess. Á laugardaginn fer ég suo heim til Húsauíkur þar sem ég œtla að heimsœkja kunn- ingja mína. Suo ef það uerður ball fer ég auðuitað þangað." STJÖRNUSPÁ HELGINA 24.-26. JÚLÍ nrwwiTKi.imk Föstudagurinn verður rólegur og þægilegur og ekki ólíklegt aö þú hafir heppnina meö þér á einhvern hátt. Fjölskyldan verður líka einstaklega hjálpsöm. Laugardagurinn byrjar kannski illa og þú kannt aö þurfa aö breyta áætlunum þínum. Ekki lofa ein- hverju, sem þú getur ekki efnt, og reyndu aö sinna skyldum þínum. Sunnudagurinn getur orðið ágætur, ef þú krefst ekki of mikillar athygli. M»if Þú treystir þér ekki lengur til að samþykkja þær takmarkanir, sem fylgja ákveðnu sambandi, þó á því séu bæöi góöar og slæmar hliðar. Þú getur heldur ekki leitt hjá þér þær þreytingar, sem eru aö veröa í einka- eöa heimilislífi. Nú er óþarfi að fela tilfinning- arnar eða hæfileikana og tími til kominn aö taka end- anlega áköröun svo aöstæöur þínar batni. Fjármálin lita aöeins betur út, en faröu samt varlega enn um sinn. TVÍBURARNIR (22/5-21/6] Láttu þig hafa það þó auraráðin veröi lítil á næst- unni, ef framþúöarlausn á atvinnumálum er í sjón- máli og þú hefur búiö þig vel undir aö fá viðurkenn- ingu í starfi. Deilur síöustu vikna hafa farið illa meö þig á tilfinningasviðinu, en þú verður aö fá aukið sjálfstraust, því mest spennandi tímabil ársins er aö ganga í garö. Taktu á vandamálum, sem tengjast vinnunni og brátt verður þú í fararbroddi. Föstudagurinn veróur frábær fyrir Krabba, sem njóta þess aö deila tilfinningalegri reynslu meö öör- um. Þetta er líka ágætur dagur til að hressa upp á út- litið, t.d. meö því aö kaupa ný föt eða fara í klippingu. Ástvinir kunna líka að meta slík tilþrif. Þaö er ekki víst að Krabbatöfrarnir skili þeim árangri, sem þú væntir á laugardag. Ástandiö skánar þó þegar líður á dag- inn. LJÓNIÐ (21/7-23/8) Nú verður þú að sýna öörum fram á það hver ræö- ur og hvað þú getur verið ákveðinn og sjálfstæður. Þér mun ganga vel meö þau verkefni, sem þú tekst á viö. Þetta er gott tíma bil í líf i þínu, sem enginn getur eyðilagt fyrir þér. Nýveriö kom svolítið í Ijós, sem olli því að þú breyttir um skoðun eða áætlun. Nú veistu, að þetta varnaði því að þú lentir í aðstöðu, sem hefði verið erfið fyrir tilfinningalífið. I.. Il llllll lllll—■ Þú kærir þig eflaust ekki um að heyra minnst meira á fjármál. Þetta er hins vegar rétti tíminn til að sýna þeim, sem hafa komið illa fram á þeim vettvangi, fram á að þú lætur ekki þjóða þér slíkt. Þér finnst kannski erfitt að vera háður öðrum, en breyting á því gæti haft miklar breytingar á lífsstíl í för með sér. Reyndu að slaka á og eyddu ekki tímanum í að rök- ræða við fólk, sem þér tekst örugglega ekki að sann- færa. VOGIN (24/9-22/10] Föstudagurinn getur veitt þér margháttaða gleði og hann er tilvalinn til verslunarferða. Þú gætir orðið fyrir vonbrigðum í tengslum við vinnu á laugardag, vegna skorts á stuðningi frá ástvini þínum. Vinir þínir gætu reynst fullsjálfstæðir og tannhvassir á sunnu- dag, svo þú þarft á mikilli kænsku að halda til að halda sæmilegu samkomulagi. SPORÐDREKINN (23/10-22/11 Það er heppilegra fyrir þig að kaupa eitthvað en selja á föstudag og þú hlýtur mikla uppörvun, sem styrkir þá trú að þú sért á réttri braut. Ákveðinn aðili gæti brugðist þér á laugardag og þú ættir ekki að gera neinar breytingar, sem snerta atvinnu þína. Trassaðu ekki að hugsa um heilsuna. Þú getur komið miklu í verk á sunnudag, ef þú kærir þig um. BOGMAÐURINN (23/11-21/12 Þú getur sáralítið gert til þess að ná sáttum við fólk, sem er enn of ringlað eða reitt til að mæta þér á jafnréttisgrundvelli. Það er þó a.m.k. huggun hve björt og örugg nánasta framtíð er, miðað við það sem á undan er gengið Vertu ekki með neina „stæla", því það á fleira eftir að koma í Ijós, sem breytir stöðunni í einkalífi þinu og framtíðaráætlun- um varðandi atvinnu. STEINGEITIN (22/12-21/1 Farðu afar varlega á föstudag, þegar rómantik eða hjónabandið er annars vegar. Ástvinir eru sérlega viðkvæmir og það gerir illt verra, ef þeim finnst þeir vanræktir. Fjölskyldumál geta síðan staðið rómantík- inni fyrir þrifum á laugardag og ekki er ótrúlegt að hætta verði við fyrirhuguð stefnumót. Sunnudagur- inn er vel til þess fallinn að rey na að sjá hlutina úr f jar- lægö. VATNSBERINN (22/1-19/2 Næsta mánuðinn mun þér finnast þú vanræktur, eða misskilinn. Undir niðri veistu þó að brátt verður þú að endurmeta margt i lífi þínu. Mundu bara, að þó slíta verði ákveðin bönd koma önnur varanlegri í staðinn. Þetta er á allan hátt góður tími til að leita meiri fullnægju og viðurkenningar á nýjum slóðum. Ákveðinn aðili er ósammála breytingum og sér ekki kostina við þær. Þess vegna verður þú að fara var- lega. FISKARNIR (20/2-20/3 Þú hefursýnt öðrum hve þolinmóðurog skilnings- ríkur þú getur verið, en nú er timi til kominn að fólk finni að þú haggast ekki nema ákveðnir hlutir verði tryggðir. Lífið er ósköp rólegt þessa dagana og þú ættir að nýta tímann til að leggja á ráðin með fram- tíðina. Þú þarft brátt á öllum styrk þinum að halda, vegna óvæntra breytinga i starfinu. Óhamingjusöm persóna þarf á stuðningi þínum og uppörvun að halda. 30 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.