Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 23.07.1987, Qupperneq 35

Helgarpósturinn - 23.07.1987, Qupperneq 35
FRÉTTAPÖSTUR Hvalamálið Viðræðunefnd undir stjórn Halldórs Ásgrímssonar sjáv- arútvegsráðherra, hefur að undanförnu verið í Bandaríkj- unum til viðræðna við þarlend stjórnvöld um hvalveiðar ís- lendinga í visindaskyni. Samkvæmt samþykkt Alþjóða hvalveiðiráðsins eru hvalveiðar íslendinga miður æskilegar og hefur ráðið ályktað gegn þeim. Náttúruverndarsamtök i Bandaríkjunum hafa hótað áróðri gegn íslenskum fiskaf- urðum og samkvæmt þarlendum lögum er forsetanum heimilt að mæla með viðskiptaþvingunum. Það hefur komið í ljós í þessum viðræðum að andstaðan gegn íslendingum í bandaríska þinginu er alls ekki einróma og er staðan sú inn- an bandariska stjórnkerfisins að utanríkisráðuneytið reyn- ir hvað það getur til að hafa áhrif á sjónarmið viðskiptaráðu- neytisins, sem hefur lagt til harðar aðgerðir gegn okkur. Viðræðurnar hafa verið tviþættar, annars vegar pólitiskar og hins vegar vísindalegar og er það mat manna að vísinda- menn þjóðanna verði að ráða ráðum sinum áður en pólitik- usarnir geta tekið ákvarðanir um þá hlið mála sem að þeim snýr. Þess má geta að hvalveiðar liggja niðri hér heima með- an á viðræðunum stendur. Norðmenn hafa sagt að þrátt fyr- ir að gegn þeim sé rekið áróðursstríð þá hafi innflutningur þeirra til Bandaríkjanna aukist að undanförnu en þeir veiða hvali i ágóðaskyni og skjóta þrisvar sinnum fleiri dýr en við. Af þessu má ráða að staða mála er óljós og jafnvel þó íslensk- um stjórnvöldum hafi að undanförnu borist um 80.000 mótmælakort frá almenningi vestra er ekki vist að það hafi nein áhrif. Hafskipsmáliö Stærsta gjaldþrotamál í sögu íslenska lýðveldisins þegar Hafskip fór á hausinn, hefur nú tekið nýja stefnu. Sakadóm- ur kvað upp þann úrskurð að Hallvarður Einvarðsson, rik- issaksóknari, væri vanhæfur til að gefa út ákæru í málinu og er því frávisunarkrafa sakborninga, forráðamanna Haf- skips, tekin gild. Málinu var vísað frá á þeim forsendum að bróðir Hallvarðs, Jóhann Einvarðsson, núverandi alþingis- maður, hafi setið í bankaráði Útvegsbankans og vegna þess- ara tengsla sé Hallvarður ekki hæfur til að gefa út ákæru i málinu. Sem kunnugt er var frávísunarkrafa bankastjóra Útvegsbankans einnig tekin gild á sömu forsendum, en þeir höfðu verið ákærðir fyrir stórfellda vanrækslu í starfi. Á sama tíma gaf Hallvarður ekki út ákæru á hendur banka- stjórninni. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar. Lengi hafði verið um það rætt að skipa yrði sérstakan saksóknara í mál- inu en Jón Helgason, þáverandi dómsmálaráðherra, vildi ekki gera það fyrr en að fenginni niðurstöðu dómsvaldsins um hæfni Hallvarðs. Að auki hefur það gerst í þessu máli að Þórður Hilmarsson, fyrrverandi fjármálastjóri Hafskips, hefur farið fram á það við stjórnvöld að sér verði greiddar skaðabætur úr rikissjóði vegna handtöku og gæsluvarð- halds að ósekju. Þórður var hnepptur í gæsluvarðhald ásamt öðrum forráðamönnum fyrirtækisins en ekki var gefin út ákæra á hendur honum. Skák íslendingar eignuðust sinn þriðja heimsmeistara í skák á þriðjudag. Héðinn Steingrímsson, 12 ára, varð þá óopinber heimsmeistari í flokki barna yngri en tólf ára. Hann sigraði á móti sem haldið var í Puerto Ríco, afar sannfærandi, hlaut níu og hálfan vinning af tíu mögulegum. Allt útlit er einnig fyrir að við eignumst Norðurlandameistara i landsliðs- flokki eða meistaraflokki, því fyrir síðustu umferð mótsins voru þeir Helgi Ólafsson og Margeir Pétursson efstir og jafnir. Jóhann Hjartarson teflir nú á millisvæðamóti í Júgóslavíu og gengur vel, hann hefur tvo og hálfan vinning eftir fjórar umferðir, hefur gert þrjú jafntefli og unnið eina skák, en mótið er mjög sterkt. Þeir Hannes Hlífar Stefánsson og Þröstur Þórhallsson tefla á heimsmeistaramóti skákmanna undir tvítugu og er Hannes þar i krafti þess að hann varð heimsmeistari sveina á dögunum. Hann er yngsti keppand- inn á mótinu. Þeir félagar hafa tvo vinninga að loknum þremur umferðum, hafa tvivegis borið hærri hlut en einu sinni orðið að lúta í lægra haldi. Préttapunktar • Salmonella herjar enn á landsmenn. Síöast fannst hún í kjúklingum en nú er það svínakjötið. Nokkur fjöldi fólks sem saman var komið á ættarmóti sýktist. Fundist hafa samskonar sýklar í svínakjöti frá Sláturfélagi Suðurlands og er verið að reyna að rekja hvaðan það kjöt hefur komið. A.m.k. eitt svínabú hefur fundist, þar sem skepnurnar reyndust hafa sýkilinn í sér. • Smekklausir vanvitar voru á ferð í Aðalstræti aðfaranótt föstudagsins. Þar er unnið að uppgreftri á fornminjum og höfðu m.a. komið í Ijós 200 ára gamlar hleðslur, sem nýlokið var við að grafa upp og hreinsa þegar fúlmennin tóku sig til og ruddu hleöslunum um koll, rifu upp mælingarhæla og gengu í raun berserksgang með eyðileggingu að leiðarljósi. • Upp hefur komið mikil umræða um gróðureyðingu nú á síðustu dögum og vikum og hefur m.a. komið i ljós að hér á landi eyðast að meðaltali um 3 þús. hektarar gróins lands á ári. • Eftir tiu umferðir á SL-mótinu svokallaða, hét áður ein- faldlega 1. deild, hefur KR tekið forystu, hefur hagstæðara markahlutfall en Valur, en liðin hafa hvort um sig 19 stig. Þórsarar frá Akureyri koma næstir með 18. Víðir og PH sitja saman á botninum, hafa hlotið 7 stig. Vésteinn Hafsteinsson setti nýverið nýtt glæsilegt íslandsmet í kringlukasti, kast- aði kringlunni rúma 67 metra og er afrek hans það sjöunda besta í heiminum í ár. • Norska popphljómsveitin A-ha hélt tvenna hljómleika hér á landi um síðustu helgi. Að auki var sveitin viðstödd frumsýningu myndarinnar The Living Daylights, nýjustu Bond-myndarinnar, en þeir norsku spilastrákar sömdu samnefnt titillag myndarinnar. • Jóhanna Sigurðardóttir, nýskipaður félagsmálaráðherra, hefur lýst yfir að hún ætli ekki að nota sér bílafriðindi þau sem henni bjóðast í nýju starfi. BILALEIGAN OS Langholtsvegi 109 (í Fóstbræöraheimilinu) Sækjum og sendum Greiöslukorta þjónusta Sími 688177 MYNDBAND SUMARSINS NAFN íöSARINNAR Hver, í guðs nafni, kemst upp með morð? F. MURRAY SEAN CONNERY ABRAHAM ur texti L Dreifinc HÁSKÓLABÍÓ SIMI 611212 Sjónvarpsvernd 8 mánuðir HELGARPÖSTURINN 35

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.