Helgarpósturinn - 23.07.1987, Blaðsíða 15
eftir Jónínu Leósdóttur teikning Jón Óskar
Hrúturirm þarfnast sveigjanlegs vinnutíma
... Tvíburanum hentar sölumennska best,
en Nautid œtti ekki aö koma nálœgt slíku
... Krabbinn er fœddur til ad stjórna ...
Ljóniö sœkist eftir titlum ... Meyjan hikar
ekki viö aö gagnrýna forstjórann ... Vogin
sinnir verkalýösfélaginu ... Sporödrekinn
tekur starfiö alvarlega ... Bogmaöurinn er
skemmtilegur samstarfsmaöur...
Steingeitin er vinnusöm, en Vatnsberinn
samviskusamur ... Fiskarnir þarfnast hróss ...
rARFSKRAFTUR ERTU?
um. Uppskeran verður nefnilega að vera í takt
við það, sem sáð er, og vinnuframlag persónu
í Krabbamerkinu eykst stöðugt ár frá ári. Ef
þetta er ekki metið að verðleikum, neyðist
Krabbinn til að gera nokkuð, sem er algjörlega
andstætt hans innsta eðli — að segja upp.
Krabbinn er fæddur til að stjórna og vera í
fararbroddi, þó svo hann fari auðvitað eftir fyr-
irmælum yfirboðaranna. Hann stefnir hins
vegar hátt, án þess að mikið beri á því. Ástæð-
an fyrir framagirni Krabbans er ekki valda-
fíkn, heldur peningar. Hann er að tryggja
öryggi sitt.
Starfskraftur í þessu stjörnumerki þarfnast
líka ástúðar og yfirmaður hans ætti að klappa
honum á öxlina eða hrósa honum af og til. Þó
er nauðsynlegt að fara varlega, ef starfsmað-
urinn og yfirmaðurinn eru ekki samkynja.
Það er lítið gaman að vinna með persónu í
Krabbamerkinu, sem er að skilja. Þá leggst
neikvæður hjúpur yfir alla nærstadda og getur
ástandið varað í langan tíma. Þegar allt leikur
í lyndi eru Krabbar hins vegar hinir iðnustu
starfsmenn og þeir taka starf sitt mjög alvar-
lega.
Krabbanum hentar vel að vinna við hvers
kyns viðskipti, hönnun, listir, kennslu, stjórn-
mál og ýmislegt annað.
LJÓNIÐ
Það er nær ómögulegt að láta sem maður
sjái ekki starfsmann í Ljónsmerkinu. Hann
þröngvar fólki til að viðurkenna hæfileika
sína, t.d. með því að mala og hjúfra sig upp að
yfirboðaranum, eða hreinlega með því að
segja nærstöddum sjálfur hve stórkostlegur
hann er. Það er því viturlegt að gefa Ljóninu
gaum og hrósa því óspart. Konungur dýranna
krefst þess að vera metinn að verðleikum og
það er auðvelt að temja hann, ef maður skilur
eðlið.
Þessi starfskraftur kann vel að meta titla og
kýs fremur stöðuhækkun en fleiri seðla í
launaumslagið. Hann er líka vel fallinn til for-
ystu og nýtur sín best sem einhvers konar leið-
togi á vinnustað. Ef þessir hæfileikar hans eru
ekki nýttir í starfi, bætir Ljónið sér það upp
með því að gefa samstarfsfólki sínu ýmis góð
ráð og heilræði. Mörg Ljón gefast á endanum
upp á að starfa fyrir aðra og hefja sjálfstæðan
atvinnurekstur.
Ljónið hefur mikla ábyrgðarkennd, en hún
kemur oft ekki í ljós fyrr en upp úr miðjum
aldri. Á yngri árum nýtur þessi einstaklingur
hins vegar hins ljúfa lífs á nokkuð öfgafullan
hátt. Ungu Ljónin njóta sín best, ef þau eru í
tengslum við viðskiptavini og geta látið ljós
sitt skína. Síðar á starfsævinni kemur þó sá
tími, að Ljóninu hentar betur meiri virðingar-
og stjórnunarstaða.
Ljón er í essinu sínu í stjórnmálum, al-
mannatengslum, kennslu, ráðgjöf eða sölu-
mennsku eða leiklist. Sem sagt, þar sem það
getur leiðbeint öðrum eða verið á einhvern
hátt í sviðsljósinu.
Það er snjallt að ráða Ljón í þjónustu sína,
því það hressir upp á andrúmsloftið, er trygg-
lynt, hugmyndaríkt og ræður við mikið vinnu-
álag. En það verður að næra Ljónin á hrósi,
titlum, launahækkunum og frelsi.
MEYJAN
Það er enginn yfirmaður svikinn af því að
hafa Meyju sér til dðstoðar, en best er að
hækka hana ekki of fljótt í tign innan fyrirtæk-
isins. Þetta er ekki starfskraftur, sem þarf að yf-
irborga, en Meyjan fylgist vel með launaskrið-
inu og hikar ekki við að skipta um vinnu ef
hún fær verulega lélegt kaup. Fólk í þessu
merki leggur sig fram án þess að ætlast til að
því verði hampað fyrir vikið, en það ætlast
vissulega til að fá laun í samræmi við vinnu-
framlagið. Meyjan er nefnilega dauðhrædd um
að verða einhvern tímann fjárhagslega háð
öðru fólki og þess vegna eru peningar henni
mikilvægir.
Starfskraftur í Meyjarmerkinu gefur smá-
atriðum mikinn gaum og það getur komið illa
við suma vinnufélaga. Meyjan hikar heldur
ekki við að gagnrýna forstjórann, ef honum
verða á smávægileg mistök. Hún tekur stöður
og titla ekkert hátíðlega, en fullkomnun er
henni allt.
Hvers kyns greiningarvinna eða yfirumsjón
og eftirlit á vel við Meyjuna. Hún kemur fyrst
allra auga á veiku hlekkina og það, sem kippa
þarf í lag. Leti er líka nokkuð, sem fólk í þessu
merki þekkir ekki. Hvað þá að kasta hendinni
til einhvers. Það þarf þess vegna ekki að hafa
mikið eftirlit með störfum Meyjanna. Þær
vinna hratt, þó það sé ekki áberandi, því ná-
kvæmnin villir fólki oft sýn.
Meyjan nýtur sín best í útgáfustarfsemi, mat-
vælaiðnaði, vísindastörfum, þjónustufyrir-
tækjum, bókhaldi, eða störfum sem tengjast
læknis- eða lyfjafræði. Það er ekki viturlegt að
fela Meyjunni sölustörf. Hún er of hreinskilin
og feimin til að stunda fjálglegar lýsingar á
þeirri vöru eða þjónustu, sem hún á að vekja
áhuga kaupandans á.
VOGIN
Umhverfið á vinnustað og vinnufélagarnir
skipta Vogina miklu máli og geta gert gæfu-
muninn varðandi það hvernig hún nýtist sem
starfskraftur. Vogin á hreinlega erfitt með að
einbeita sér, ef það er eitthvað í kringum hana,
sem hún kann ekki við — hvort sem það er lit-
urinn á teppinu eða kækur sendilsins.
Fólk í Vogarmerkinu hefur áhuga á verka-
lýðsbaráttu og berst gjarnan fyrir jöfnum rétti
og launum í stéttarfélagi sínu. Það er því t.d.
oft í stöðu trúnaðarmanns á vinnustað, enda
er þetta fólk í essinu sínu þar sem stilla þarf til
friðar og miðla málum. Hins vegar versnar í
því, þegar eitthvað amar að hjá Voginni sjálfri.
Það getur verið erfitt að átta sig á hvað henni
þóknast og hvað ekki. Vogin á það nefnilega til
að elska í dag það sem hún hataði í gær.
Persónur í þessu stjörnumerki vilja gjarnan
hafa kveikt á útvarpi á meðan þær vinna. Það
er eins gott fyrir yfirmenn að öskra aldrei á
Vogina og hún gerir kröfu til þess að fyrirmæli,
sem hún fær, séu rökrétt og skynsamleg. Vogin
vill stjórna og hún er fullfær um það.
Stundum getur starfsmaður í Vogarmerkinu
átt erfitt með að gera upp hug sinn og honum
er gjörsamlega ómögulegt að taka ákvörðun
„hér og nú“. Eftir mikla umhugsun er hins
vegar afar líklegt, að hann komist að hárréttri
niðurstöðu. En það tekur tíma . ..
Vogin ætti t.d. að starfa við eftirfarandi: lög-
fræði, heimspeki, heilbrigðisstörf, skemmt-
anaiðnað, stjórnmál, útgáfustarfsemi, garð-
yrkju eða innanhúsarkitektúr.
SPORÐDREKINN
Sporðdrekinn flíkar ekki einkalífi sínu á
vinnustað og sýnir lítil viðbrögð við hrósi og
skömmum. Hann vinnur í einangrun og er
sjálfum sér nógur. Honum myndi þar að auki
aldrei koma til hugar að kenna öðrum um sín
eigin mistök.
Fólk í þessu merki veit nákvæmlega hvað
það vill og hvernig best er að ná því takmarki.
Það er þess fullvisst, að þetta takist og þess
vegna er það ekkert að flýta sér. Streð og
streita eru ekki til í dæminu.
Flestir yfirmenn kunna vel að meta speki
Sporðdrekans. Hann veit hvað velgengnin
kostar og er tilbúinn að leggja ýmislegt á sig,
án þess að kvarta. Sporðdrekinn sýnir líka fyr-
irtækinu eða stofnuninni, sem hann vinnur
hjá, fullkominn trúnað og hann tekur starf sitt
alvarlega. Það er meira en hægt er að segja
um marga aðra.
Yfirmenn Sporðdreka ættu ekki að forvitn-
ast um einkahagi þeirra. Þessu fólki er treyst-
andi til að vinna vel og það gerir ekkert veður
út af því að vera á vinnustað lengur en átta
tíma á dag, ef þörf krefur. Það vill hins vegar
halda starfinu og persónulegri hlutum aðskild-
um.
Sporðdrekar hafa ánægju af að leysa ráðgát-
ur og hafa þörf fyrir að auka við þekkingu sína
á hverjum einasta degi. Þá er oft að finna í
störfum leyniiögregiumanna, vísindamanna,
sálfræðinga, fréttamanna, skurðlækna og
jafnvel útfararstjóra.
Ef Sporðdrekanum ofbýður eitthvað í vinn-
unni, fer hann. Og hann kemur ekki aftur.
Hann er nefnilega, þrátt fyrir allt, fyrst og
fremst trúr sjálfum sér.
BOGMAÐURINN
Starfsmaður í Bogmanninum hefur lítinn
áhuga á mögulegum stöðuhækkunum í fram-
tíðinni og launaflokknum, sem hann fær greitt
eftir að lokinni 5 eða 10 ára vinnu. Bogmaður-
inn vill vita hvað hann fær í launaumslagið sitt
í dag, því Guð má vita hvað verður eftir nokk-
ur ár.
Það er gaman að vinna á sama stað og Bog-
maður. Hann hvolfir kannski skjalaskápnum
einstaka sinnum og hellir kaffi yfir tugi bréfa,
en hvaða máli skiptir svolítill klaufaskapur
þegar persónan er alltaf hress og kát og tilbúin
að hjálpa öllum í kringum sig? Þetta er já-
kvæður einstaklingur, áhugasamur og bjart-
sýnn — svona eins og flestir eru þegar þeir
koma fyrst á nýjan vinnustað. Munurinn er
bara sá, að Bogmaðurinn breytist ekkert.
Þetta er hans eðli.
Bogmanninum hættir stundum til að vera
kærulaus, en hann getur líka verið stórsnjall.
Það er lítið um milliveg. Þetta er persóna, sem
gerir hræðileg mistök einn daginn en krafta-
verk þann næsta.
Forvitni fólks í þessu merki er mikil og hún
pirrar stundum yfirboðara þess. Bogmaðurinn
vill nefnilega fá nákvæma lýsingu á því af
hverju hann á að framkvæma eitthvað, til að
sannfærast um að fyrirskipunin sé skynsam-
leg. Þetta er vera, sem ekki roðnar upp í hárs-
rætur, þegar henni er hrósað. Hún elskar lof.
STEINGEITIN
Starfskraftur í Steingeitinni er vinnusamur,
en svolítið lokaður persónuleiki. Hann kemur
snemma og fer seint, blýantarnir hans eru allt-
af vel yddaðir, samstarfsmennirnir kalla hann
aldrei gælunafni og yfirmaðurinn kallar á
hann, þegar vanda ber að höndum. Það er
nefnilega hægt að hlaða endalaust verkefnum
á Steingeitina.
Manneskja í þessu stjörnumerki er íhalds-
söm í klæðaburði og hefur afar rólegt og yfir-
vegað fas. Hún skilur skjalatöskuna sína aldrei
eftir í strætó eða gleymir nestinu sínu heima.
Nestinu? Já, Steingeitin er of hagsýn til að
eyða peningunum í máltíðir á veitingahúsum
borgarinnar.
Steingeitin veit hvert hún ætlar að komast
og hvernig hún ætlar að fara að því. Hún er
alveg örugglega á uppleið, þó það sé ef til vill
ekki augljóst í fljótu bragði.
Dæmigerður starfskraftur í Steingeitinni er
svo samviskusamur að það er næstum ókost-
ur. Hann verður gjörsamlega miður sín, ef
hann gerir mistök, og er lítið fyrir að skipta um
starf. Steingeitin fellur ekki fyrir titlum, en
völd eru nokkuð, sem hún sækist eftir.
Fólk í þessu merki vinnur gjarnan við
bankastörf, kennslu, bókhald, rannsóknir,
tannlækningar, verkfræði eða stjórnmál. Þó
kemur einnig annað til greina, svo sem hótel-
störf, mannfræði og listaverkasala.
VATNSBERINN
Það getur verið bæði spennandi og erfitt að
vinna með manneskju í Vatnsberanum. Ekki
svo að skilja, að það gangi svo mikið á fyrir
þeim. Fremur hið gagnstæða. Margir Vatns-
berar eru einmitt yfirvegaðir, kuldalegir og
lokaðir persónuleikar. Vandinn er hins vegar
sá, að þetta fólk er oft mörgum árum á undan
sinni samtíð.
Yfirmaður Vatnsberans gerði margt vitlaus-
ara en setjast og rabba við hann svo sem einu
sinni í viku. Það gæti orðið afskaplega ábata-
samt.
Vatnsberar njóta sín á ýmsum sviðum. Marg-
ir eru ljósmyndarar, tónsmiðir, dansarar,
söngvarar, rithöfundar, fimleikamenn, landa-
fræðingar eða vinna við fjölmiðla. Þetta fólk
er ekki tilfinningasamt. Það er vísindalega
þenkjandi. Samt eru Vatnsberar miklir mann-
þekkjarar og hafa gífurlegan áhuga á fólkinu
í kringum sig.
Vatnsberinn er samviskusamur og næmur
fyrir viðbrögðum samstarfsmanna sinna.
Minnið gæti verið betra, en skynsemi og rök-
hyggja bæta það upp. Fólk í þessu merki er oft
svolítið undarlega klætt, en það er kurteist,
viðfelldið og trygglynt. Og það á ótrúlega
marga vini.
Launin skipta Vatnsberann ekki meginmáli
í lífinu. Þess vegna er hann ekki sífellt að biðja
um launahækkun. Hann veit hins vegar ná-
kvæmlega hvers virði hann er fyrirtækinu og
það er ekki viturlegt að borga Vatnsberanum
illa.
FISKARNIR
Hæfni Fiskanna fer eftir því hvers lags tjörn
vinnustaðurinn er. Ef þeir eru á rangri hillu í
iífinu, gengur allt á afturfótunum og þeir
skipta sífellt um vinnu. Best gengur þeim, þeg-
ar skilningur Fiskanna á mannlegri þjáningu
nýtist í vinnunni og ímyndunaraflinu er sleppt
lausu. Annars verður fólk í þessu merki latt og
áhugalaust.
Þetta er hins vegar hinn dýrmætasti starfs-
kraftur, þegar hann er á stað sem hentar hon-
um. Þá er einstaklingur í Fiskamerkinu gjör-
samlega ómissandi og skarar fram úr í sínu
fagi. Samstarfsmennirnir eiga þó oft erfitt með
að skilja hann.
Fiskarnir vinna oft í leikhúsum, á söfnum,
við hönnun eða skriftir. Það á líka vel við þá
að vera innan um börn og blóm, og margir
Fiskar starfa á auglýsinga- eða hárgreiðslustof-
um. Þeir, sem leggja fyrir sig kennslu, eru elsk-
aðir af nemendum sínum og þeir, sem vinna á
veitingastöðum, eru vinsælir meðal viðskipta-
vinanna. Fiskar eru einnig í essinu sínu í heil-
brigðisstörfum.
Einstaka Fiskur er gagnrýninn og smá-
munasamur, en oftast eru þeir ekki nægilega
kraftmiklir einstaklingar til þess að vera til
mikilla vandræða. Þeir þurfa á hrósi að halda,
en það verður að koma frá hjartanu, því Fisk-
arnir sjá í gegnum allt fals. Fólk í þessu merki
verður óskaplega niðurlútt, ef það er skamm-
að. Því sárnar iliilega við allt slíkt og grætur
innra með sér, þó það segi ef til vill brandara
til að breiða yfir sárindin.
Fiskarnir taka varla eftir því hvað þeir hafa
í laun, en þeir koma gjarnan til yfirmannsins
með tóma vasa og bros á vör daginn áður en
borga á út — alveg staurblankir. Þeim hættir
hins vegar til að muna ekki eftir að endur-
greiða lánið. Fiskunum finnst að peninga eigi
aldrei að skorta og sú speki á alveg jafnt við,
þegar einhver biður þá um lán.
Fólk í þessu merki segir oftar upp en það er
rekið og stöðuhækkanir freista þess ekki. Fisk-
arnir sækjast ekki eftir ábyrgð.
HELGARPÓSTURINN 15