Helgarpósturinn - 23.07.1987, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 23.07.1987, Blaðsíða 16
eftir Önnu Kristine Magnúsdóttur mynd Loftur Atli Ágústa Guðmundsdóttir var kjörin Fegurðar- drottning Islands árið 1956. Frá þeim tíma hefur margt á daga hennar drifio. Hún tók mormónatrú — en vinnur nú gegn útbreiðslu mormónisma. Ágústa er komin heim til Islands með kvikmyndina sem segir sann- leikann um mormónakirkjuna. Hún talar opinskátt í HP viðtalinu í dag. FIMM BORN í FJÓRUM RÍKJUM „Hvað er þetta! Þú ert bara stelpa!" sagði Jón Nikulásson fæðingarlæknir sem var mœttur á heimili í Sogamýrinni fyrir 31 ári til aö taka á móti fyrsta harni Ágústu Guðmundsdóttur. Hann horföi á hana um stund og bœtti viö: „Þú átt ekki aö vera hér og eiga barn, þá átt heldur aö vera suöur í Tívólí í feguröarsamkeppni." Þá var veriö aö kjósa Guölaugu Guömundsdóttur sem fulltrúa íslands í Miss Universe keppnina á Langasandi. Þremur mán- uöum síöar var Ágústa mœtt í Tívolíiö þar sem hún var kjörin Ungfrú Island 1956. ÓVILJANDI YFIRLIÐ „Þú ætlar þó ekki að láta konu sem er að kom- ast á sextugsaldurinn rifja þetta upp," segir Ágústa skellihlæjandi. „Þetta kom reyndar til vegna þess að foreldrar mínir, Áslaug Sigurðar- dóttir og Guðmundur Árnason, létu skrá mig í keppnina án minnar vitundar. Ég hef sjálfsagt bara verið svona hlýðin! Á þessum tíma var ég gift og með þriggja mánaða gamalt barn á brjósti, enda var það leyfilegt hér á landi á þess- um árum. Hins vegar mátti enginn frétta af þessu í Miss World keppninni í London, þangað sem ég var send fyrir Islands hönd og það var ætlast til að ég færi með það eins og manns- morð að ég ætti barn. En ég var nú ekki aldeilis á því, gekk um með myndir af syninum manna á milli og sagði hverjum sem heyra vildi að þetta væri sonur minn. Eiginmaður minn þáverandi var með í ferðinni og undir lokin nennti ég ekki þessum látalátum og sagði hikstalaust að ég væri bæði gift og orðin móðir! Skemmtilegasta upprifjunin mín frá þessari keppni er þegar mér tókst að leiðrétta lávarð í kvöldverðarboði sem haldið var fyrir keppendur. Hann var að upplýsa okkur um eitt og annað viðvíkjandi Bretlandi og sagði að enska þingið væri það elsta í heimi. Ég var nú ekki aldeilis á því og sagði upp yfir alla að þetta væri nú ekki rétt, íslenska þingið væri það elsta, stofnað 930. — Þetta var næstum það eina sem ég vissi úr íslandssögunni og mátti til með að brillera á því," bætir hún við og hlær. — En þú lentir í heimspressunni, ekki rétt? „Jú, og það var sko alveg óvart! Ég var á Ijós- myndarafundi klukkan sjö að morgni og sat uppi á flygli, heldur framlág, enda hefur morgunninn aldrei verið minn tími. Þá var kallað í mig úr öll- um áttum og ég ætlaði að renna mér glæsilega niður af flyglinum, en tókst ekki betur til en svo að ég fékk algjöra brauðfætur og féll í yfirlið. Ljósmyndararnir þutu auðvitað til mín og dag- inn eftir mátti lesa í blöðum um víða veröld að „Miss Iceland" hefði fallið í yfirlið! En — þetta var ekki með ráðum gert eins og sumir hér hafa strítt mér á“ segir hún brosandi. „Ég hef aldrei verið fyrir Jeikaraskap. Hins vegar fékk ég mörg viðtöl við mig í bresku blöðunum eins og „Woman’s Own“ og fleirum vegna þess að ég var með stúlkunni frá Suður Afríku í her- bergi og við vorum kallaðar „Hot and Cold" og það fannst blaðamönaum nokkuð spennandi. Er ekki komið nóg með þessa fegurðarsam- keppni annars?!" Snemma ársins 1957 flutti Ágústa með manni sínum til Bandaríkjanna þar sem hún hefur ver- ið búsett síðan. Þau skildu og Ágústa hefur nú í 28 ár verið gift Daniei Harting. Hún á með hon- um fjögur börn, Lance, Sherry, Kim og Heather, en áður átti hún soninn Earl. „Já, ég eignaðist fimm börn í fjórum ríkjum Bandaríkjanna og eitt barnið fæddist á íslandi," segir hún. Barna- börnin eru þrjú og „sem betur fer búa fjögur af mínum börnum í sama ríki og ég. Annars sæi ég lítið af þeim.“ „MÁ ÉG RÆÐA VIÐ YÐUR UNDIR FJÖGUR AUGU?" Þess má geta hér i framhjáhlaupi að Ágústa steig sín fyrstu og einu spor á kvikmyndabraut- inni árið 1954 þegar hún lék bóndakonuna í Gili- trutt. Hún segist ekki hafa séð frumsýningu myndarinnar hér á landi, enda hafi hún verið svo lengi í vinnslu að hún hafi verið flutt til Bandaríkjanna þegar að því kom: „Ég sá því „Gilitrutt" bara á litlu sýningartjaldi í sal sam- komuhúss í Bandaríkjunum," segir hún. Hún segir tildrög þess að hún lék í kvikmyndinni hafa verið þau að maður hafi stöðvað sig niðri á Lækjartorgi, tekið ofan hatt sinn og spurt hvort þau gætu ekki talað saman undir fjögur augu: „Og við vorum niðri á Lækjartorgi," segir hún. „Maðurinn með hattinn" var Valgarð Runólfs- son, sem lék bóndann í Gilitrutt og hann átti greinilega auðvelt með að sannfæra Ágústu um að taka að sér hlutverkið. MORMONATRU ER VILLUTRÚ 1 Bandaríkjunum kynntist Ágústa mormóna- trú. Hún segir það í rauninni ekki undarlegt því hún hafi ekki þekkt kristna trú að neinu ráði á æskuárunum, verið fermd eins og önnur börn, en ekkert lesið sér til um trúmál: „Þegar maður býr erlendis fer ekki hjá því að maður verður einmana og haldinn heimþrá," segir hún. „Ég tók því fegins hendi á móti mormónunum sem heimsóttu mig og horfðu á mig með sínum stóru, sakleysislegu augum og töldu mér trú um að mormónatrú væri eina rétta trúin. Ég lifði og hrærðist í þessu í fimmtán ár og var mjög virk í mormónakirkjunni síðustu átta árin. En sem betur fer opnuðust augu mín,“ segir hún en und- anfarin ár hefur Ágústa barist hart gegn mormónum og starfar með „Ex Mormons for Jesus Christ", samtökum sem berjast gegn út- breiðslu mormónismans. Um það segir hún: „Ég er oft spurð að því hvað ég sé að fetta fingur út í hverju fólk trúir. Það er mjög eðlileg spurning — frá fólki sem ekki trúir á neitt. Því finnst óeðli- legt að maður sé að fetta fingur út í annarra trú- arbrögð. En þetta hjá mér er auðvitað gert út frá kristilegu sjónarmiði vegna þess að fyrst og fremst boðar Kristur okkur að fetta fingur út í trúarbrögð, hann boðar okkur að boða kristna trú. Það er staðreynd úr Biblíunni. Þegar hins vegar fólk kemur og boðar trú, sem er ekki kristni, eins og mormónar gera, þá ber manni skylda sem kristinni manneskju að vara fólk við og vera til staðar þegar fólk vill komast út úr villutrúnni. Það er ekkert grín að lenda í villu- trúarflokki vegna þess að þar fremur fólk sjálfs- morð í hrönnum, verður geðveikt og á óskap- lega bágt árum saman. Þetta fólk býr í ótta í mörg ár áður en það finnur leið út úr þessu, það hefur engan til að tala við og þess vegna eru samtökin nauðsynleg. Það er hringt til mín nærri því daglega og í mörg ár hef ég fengið bréf daglega frá fólki sem er að leita sér hjálpar. Meira að segja mormónatrúboðar hafa stolist til mín til að fá ýmis rit sem skráð hafa verið gegn mormónisma. Mormónatrúin er ein útbreidd- asta trúin í heiminum í dag og hún breiðist ört út.“ MORMÓNAKIRKJAN VELTIR 5 MILLJÖNUM DOLLARA Á DAG — Huers vegna breidist hún svona ört út? „Mormónar eiga billjónafyrirtæki og þeir hafa fjárráð til að auglýsa sig, enda greiða með- limir kirkjunnar 10% af eignum sínum til henn- ar. Við greiddum nálægt 20% vegna þess að það var alltaf verið að láta mann greiða aukalega. Mormónakirkjan er ríkasta stofnun Bandaríkj- anna vestan Mississippifljóts, hún veltir 5 millj- ónum dollara á dag, og það er fyrir utan gjafirn- ar sem fólk gefur henni... Að auki hafa þeir trú- boðahóp á sínum snærum sem samanstendur af 30.000 manns og það er full vinna fyrir þetta fólk að ganga hús úr húsi og boða mormóna- trú. Þetta fólk þykist vera að boða kristni. Svo þegar fólk er orðið mormónar þá fer maður að komast að undarlegum hlutum sem eiga ekkert skylt við kristni." UNDIRFÖT MEÐ GALDRATAKNUM „Þá ferðu til dæmis að komast að því að þú þarft að ganga í undarlegum nærfötum með galdratáknum á brjósti, nafla og hné og þessi nærföt þarftu að bera næst þér innan klæða allt þitt líf. Þú verður líka að trúa því að það sé einn guð fyrir þessa veröld en svo séu aðrir guðir fyr- ir aðrar veraldir og að þú getir sjálf orðið guð. Þeirra guð er kvæntur og hann lifir í fjölkvæni... Fyrst þegar ég heyrði af þessu fannst mér þetta vera kristin trú. Þeir sýndu mér hluta af Biblíunni og spurðu meðal annars hvers vegna ég héldi að það væru svo margar kristnar kirkj- ur til. Hvort þær gætu allar verið frá Guði úr því þær kenndu svona mismunandi kenningar. Meðan maður áttar sig ekki trúir maður þeim, en þegar ég komst út úr villutrúnni og kynnti mér kristnar kirkjur komst ég að því að þær byggja allar á sama grunni. Þær kenna það sama varðandi Guð, Jesú Krist og frelsun. Ef þær kenna ekki þær kenningar eru þær taldar vera villutrú. Ef fólk frelsast fyrir eitthvað annað en náð Guðs vegna blóðs Jesú Krists á krossinum, þá ertu ekki lengur kristin. Og þá er alveg sama hvað það fólk notar oft nafn Jesú Krists, það gæti allt eins kallað hann Jón Jónsson bakara í Austurstræti. Moonistarnir kalla Kóreumanninn séra Moon Krist og segja að hann sé Kristur endurfæddur. En Biblían talar líka um að það komi falsspámenn, og það er það sem við bend- um á. Joseph Smith, forsprakki mormónismans spáði 54 fölskum spádómum sem við höfum á skýrslu, en Biblían bendir á að sé aðeins einn falskur spádómur, þá þurfi maður ekki að óttast þann mann, því hann sé ekki spámaður Guðs. Þannig að Joseph Smith er búinn að spá sig út í horn blessaður, hann kemst ekki út úr því vegna þess að hann tímasetti atburðina." ÆTLA AÐ YFIRTAKA BANDARÍKIN Ágústa segir að mormónakirkjan hafi verið stofnsett árið 1830: „Síðan hefur hún margfald- ast og nú tvöfaldast hún á hverjum tíu árum. Það eru núna um sex milljónir mormóna í heiminum og eftir tíu ár ættu þeir að vera orðnir 12—20 milljónir ef þeim gengur eins vel að ná fólki til sín og þeim hefur tekist á undanförnum árum. Þetta fer því hratt vaxandi. Það liggur fyrir þeim að eigin sögn að taka að sér stjórn Bandaríkj- anna og þeir ota sínum mönnum mikið að í stjórnmálum. Þeir þykjast vera hægrisinnaðir og berjast fyrir lýðveldi, en það sem vakir fyrir þeim í raun og veru er að spádómur Josephs Smiths rætist um að stjórnarskrá Bandaríkjanna muni hanga á bláþræði og verða bjargað af prestsdæmi mormóna. Mormónaspámaðurinn myndi þá yfirtaka Bandaríkin og „postularnir tólf", mormónapostularnir, myndu stjórna Bandaríkjunum og síðar heiminum. Þetta er það sem þeir eru að vinna að. Mormónar eru mikið í CIA og FBI og þar er í rauninni óeðlilega há tala af mormónum." HLUTABREF í COCA-COLA Þótt Ágústa berjist nú gegn mormónum segist hún hafa lifað sig algjörlega inn í þeirra „trú“ í tæp fimmtán ár: „Ég var auðvitað í leynimust- erunum þeirra, sór þess eið að það mætti skera mig á háls ef ég óhlýðnaðist þessum boðorðum þeirra, gifti mig í eilífa giftingu og þar fram eftir götunum. Ég drakk ekki einu sinni Coca Cola, þótt það mætti eftir að Guð skipti um skoðun. Mormónatrúin bannaði nefnilega neyslu Coca Cola drykkja, en þegar mormónar keyptu hluta- bréf í Coca Cola fyrirtækinu skipti Guð um skoð- un og boðaði að nú mætti fólk ráða hvort það drykki kók! Hann bannaði þó ennþá að við drykkjum kaffi, en ef mormónar hefðu keypt hlutabréf í O. Johnson og Kaaber, efa ég ekki að Guð hefði líka skipt um skoðun í þeim efnum. Það var nú ekki í fyrsta skipti sem Guð skipti um skpðun, enda er þetta ekki eilífur Guð hjá þeim. Ég var að útskýra þetta fyrir pabba mínum áðan og þá sagði hann: „Nú já, svo Guð er svona nokkurs konar hreppstjóri hérna í þeirra aug- um! Þetta er bara hreppstjóravald hjá honum.“ Þetta fannst mér gott hjá þeim gamla! Nú, en ég hélt að þetta væri hin eina sanna kirkja í heim- inum. Okkar forsprakkar töluðu líka mikið á móti öðrum kirkjum eins og John Taylor sem var þriðji forseti mormónakirkjunnar sem sagði: „Við tölum um kristni. Hún er tóm vitleysa. Hún er ein klingjandi bjalla og hringiða og er eins

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.