Helgarpósturinn - 23.07.1987, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 23.07.1987, Blaðsíða 9
SUÐURLANDSSLYSIÐ VELTIR ENN UPP SPURNINGUM VARÐANDI ÖRYGGISMÁL SJÖMANNA Annað sem komið hefur í ljós í kjölfar Suðurlandsslyssins er van- máttur opinberra aðila til að fyigjast með öryggi í þessari atvinnugrein. Þannig hafði Nesskip, útgerð Suður- landsins, ekki sent þau gögn til Sigl- ingamálastofnunar, sem fyrirtæk- inu er skylt að senda samkvæmt lögum. I Helgarpóstinum fyrir þremur vikum var greint frá því að útgerðin hefði ekki lagt fram nýja stöðug- leikaútreikninga vegna nýrra djúp- ristumælinga og vegna breytinga er hún hafði látið gera á lest skipsins. Fleiri breytingar voru gerðar á skip- inu, án þess að gögn um það fyrir- finnist hjá Siglingamálastofnun. Settar voru í skipið bógskrúfur og vatnsþétt þil í stýriklefann, hvoru tveggja vegna breytinga sem gerðar voru til að auka burðargetu skips- ins. HAGSMUNAÁREKSTUR í RANNSÓKNINNI? Eftir að grein Helgarpóstsins birt- ist lét Rannsóknarnefnd sjóslysa framkvæma rannsókn á þili í lest- inni sem fjallað var um í greininni. Niðurstöður þeirrar rannsóknar liggja enn ekki fyrir. En samkvæmt lögum er skylt að tilkynna allar breytingar á íslensk- um skipum til Siglingamálastofnun- ar. Engar þessara breytinga komu þó til meðferðar hjá stofnuninni. Það er einnig athyglisvert að stofn- unin gaf út hleðslumerkjaskírteini án þess að fyrir lægju nýir stöðug- leikaútreikningar. ,,Við viljum fá eitt eintak af teikn- ingum af öllum breytingum sem gerðar eru á íslenskum skipum," sagði Magnús Jóhannesson sigl- ingamálastjóri í samtali við Helgar- póstinn. „Þær breytingar sem gerð- EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS TILKYNNTI EKKI UM FJÖGUR TILFELLI ÞAR SEM SKEMMDIR URÐU Á SÍLDARTUNNUM UM BORÐ í SKIPUM FÉLAGSINS. YFIRMENN Á KAUPSKIPUM SEMJA UM MINNA ÖRYGGI VIÐ LESTUN SKIPA. SJÓMÖNN- UM FÆKKAR UM BORÐ Á SAMA TÍMA OG KRÖFUR UM LESTUNARHRAÐA AUKAST. ÞILIÐ í LESTINNI RANNSAK- AÐ FREKAR EFTIR GREIN HELGARPÓSTS- ar voru á Suðurlandinu voru undir eftirliti Det Norske Veritas, sem var flokkunarfélag skipsins. Við erum nú búnir að gera þá kröfu til flokk- unarfélaganna að þau sendi okkur þessar teikningar." Þó Det Norske Veritas hafi verið flokkunarfélag Suðurlandsins tók skipatæknifræðingur frá félaginu þátt í störfum Rannsóknarnefndar sjóslysa. Hans hlutverk var að reikna stöðugleika skipsins og halla- prófa systurskip þess, Urriðafoss. Flokkunarfélög bera ábyrgð jafnt sem útgerð og skipstjórnarmenn. Hagsmunaárekstursem þessi hlýtur að vera óþarfur í rannsókn á jafn alvarlegu slysi. „Það eru engir hagsmunaárekstr- ar á milli Det Norske Veritas og okkar," sagði Haraldur Blöndal, for- svarsmaður sjóslysanefndar, er Helgarpósturinn bar þetta undir hann. „Verkfræðingurinn þeirra var fenginn til að reikna út hallaprófið. Siðan bað ég hann að yfirfara þá reikninga sem við vorum búnir að gera. Hann gaf tiltekið álit á þeim. En hann tók engar ákvarðanir. Hann lagði bara fram þessa útreikn- inga.” INS UM MÁLIÐ. SKIPATÆKNIFRÆÐ- INGUR FLOKKUNARFÉLAGSINS VANN AÐ RANNSÓKN Á SLYSINU. SKIP- STJÓRI SIGLDI GÖTÓTTU SKIPI TIL ÍS- LANDS OG HÉLT RÉTTINDUNUM. GÖTÓTTU SKIPI SIGLT TIL ÍSLANDS Sjálf skýrsla Rannsóknarnefndar sjóslysa er einnig athyglisverð. Eins og fram kom í Helgarpóstinum fyrir þremur vikum er þar lítið fjallað um breytingar er gerðar voru á lest skipsins. Þar er ekki getið um skort á gögnum um skipiö hjá Siglinga- málastofnun. Af henni má heldur ekki ráða að rannsókn hafi farið fram á þeim breytingum er gerðar hafa verið á skipinu frá því það kom til landsins. Ekki er heldur fjallað um viðgerðir er fram fóru á botni skipsins í Fœreyjum áður en það sigldi til íslands og var lestað fyrir sína hinstu ferð. Þá er ekki getið um atvik er átti sér stað í höfninni í Grindavík, er skipið rakst á bryggj- una. Af ofangreindu má sjá að ekki er tekið nægilega hart á þessu máli. Suðurlandið var stórt og gott sjó- skip. Það er alvarlegt mál að það skuli farast. Orsakir þess eru til þess að læra af. Lög og reglur um sigling- ar eru lítið annað en uppsöfnuð reynsla og því er nauðsynlegt að kanna slys sem þetta ofan í kjölinn. Þetta leiðir líka hugann að við- brögðum yfirvalda í kjölfar sjóslysa. Þó mesta ábyrgðin hvíli á herðum skipstjórnarmanna er fátítt að þeir séu sviptir réttindum er sannast á þá mistök. Þannig er til nýlegt dæmi um skipstjóra er sigldi kaupskipi sínu með gati á botninum frá Dan- mörku til Islands. Skipið hafði tekið niðri á Eyrarsundi, en var siglt til hafnar í Danmörku og síðan heim til Islands áður en skemmdir voru kannaðar. Ef ekki reynir á þessa ábyrgð skipstjórnarmanna mun hún fljótlega verða að dauðum laga- bókstaf. Suðurlandsslysið gefur tilefni til að fleiri atriðum varðandi öryggis- mál sjómanna sé velt upp. Enn sem komið er virðist þó sem eini lær- dómurinn sem dreginn hefur verið af þessu hörmulega slysi sé að flot- gallar verði keyptir í öll íslensk kaupskip. En öryggismál sjómanna snúast að mestu um aðra þætti. Framhaldsrannsókn Siglinga- málastofnunar og frekari upplýs- ingasöfnun Rannsóknarnefndar sjó- slysa benda þó til að einhverjir þætt- ir í öryggismálunum verði teknir til endurskoðunar. Stéttarfélög sjó- manna hafa hins vegar sýnt þessu máli fálæti hingað til. SUÐURLÁND HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.