Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 23.07.1987, Qupperneq 8

Helgarpósturinn - 23.07.1987, Qupperneq 8
eftir Gunnar Smára Egilsson mynd Snorri Snorrason Pegar öryggismál sjómanna eru til umfjöllunar ein- skoröast umræöan yfirleitt viö björgunarbáta og flotbún- inga. I Helgarpóstinum fyrir þremur vikum var fjallað um Suöurlandsslysiö og skýrslu Rannsóknarnefndar sjó- slysa. Þar kom fram aö orsakir slyssins mœtti rekja til verklags er tíökast hefur viö lestun allra skipa er flutt hafa síldartunnur á undanförnum árum. Það kom fram í grein Helgarpósts- ins að nokkur siys höfðu orðið við flutninga á síldartunnum fyrir þann tíma að Suðurlandið fórst. I fimm til- fellum höfðu síldartunnur brotnað í lestum íslenskra skipa. Ekkert þess- ara slysa hafði þó verið tilkynnt og því engin sjópróf farið fram vegna þeirra. Upplýsingar um þessi slys komu ekki fram fyrr en Rannsókn- arnefnd sjóslysa óskaði eftir upplýs- ingum um síldarflutninga frá skipa- útgerðunum. Þegar þær upplýsing- ar voru lagðar saman við hið hörmulega slys, komst nefndin að því að orsakir slyssins lægju í farm- inum; tunnunum sjálfum og lestun þeirra. „EKKI í FRÁSÖGUR FÆRANDI" Fjögur af þessum fimm tilfellum höfðu átt sér stað um borð í skipum Eimskipafélags íslands. Helgarpóst- urinn leitaði til Viggó Maack, for- stöðumanns skiparekstrardeildar Eimskips og spurði hann hvers vegna þessi slys eða óhöpp hefðu ekki verið tilkynnt. „Það er mjög sjaldan að skip komi í höfn án þess að eitthvað bili ein- hvers staðar," svaraði Viggó. „Við fáum alltaf fullt af svona skýrslum við hverja einustu komu skips. Það er ekki í frásögur færandi þó að það brotni nokkrar síldartunnur." Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarnefnd sjóslysa varð fyrsta slysið í síldarflutningum árið 1982 er um 45 tunnur voru brotnar í Laxfossi er hann landaði í Murm- ansk. Síðar brotnuðu um 50 tunnur í Lagarfossi, 40 tunnur í Hvassafell- inu, um 25 tunnur aftur í Lagarfossi og loks 30 tunnur í Urriðafossi er hann færði sig milli hafna í Reykja- vík. „Það veit náttúrulega enginn hvað gerðist í lestinni á Suðurland- inu,“ sagði Viggó Maack, er hann var spurður hvort þessar upplýsing- ar hefðu ekki getað komið að gagni fyrr. „Við erum hér með tjónadeild sem safnar öllum tjónum saman. Þetta köllum við ekki slys. Þetta köllum við tjón.“ Þegar Helgarpósturinn leitaði til Haraldar Blöndal, forsvarsmanns Rannsóknarnefndar sjóslysa, sagði hann að útgerðum skipa væri í sjálfu sér ekki skylt að tilkynna slys eins og hér um ræðir. Skipafélögin hefðu flokkað þau sem minni háttar slys og í slíkum tilfclium væru ekki alltaf haldin sjópróf. REGLUR UM SÍLDAR- FLUTNINGA VERÐA SETTAR „Setjum svo að við hefðum haft öll þessi gögn í höndunum og ein- hver hefði rekið augun í samhengið þarna á milli, þá hefði það hugsan- lega orðið til þess að menn hefðu sett einhverjar svipaðar reglur um síldarflutninga og nú gilda um korn- flutninga. Vandamálið er hins vegar að átta sig á því þegar slysin verða að hægt sé að draga ályktanir af þeim. Það er hins vegar alveg klárt mál að þetta sýnir manni það að betur verður að fylgjast með smáu slysun- um. Við munum fá slysaskrárnar hjá Tryggingastofnun og ef við höfum ekki séð neitt um slysin þá munum við hugsanlega láta rannsaka þau. Við ætlum líka að fá að skoða skýrsl- ur um slys hjá tryggingafélögunum og hugsanlega láta skoða betur til- tekna flokka af slysum sem við telj- um ástæðu til þess að láta fara í saumana á. Við ætlum að tala við tjónamennina hjá vátryggingafélög- unum. Það eru menn sem eru með hendina á púlsinum. Það þýðir ekki að sitja upp í varðturni og bíða eftir því að menn meldi þetta,“ sagði Haraldur Blöndal. Sl. mánudag hélt Magnús Jóhann- esson, siglingamálastjóri, sinn fyrsta fund með fulltrúum sjómanna og útgerðar, þar sem niðurstöður sjó- slysanefndar voru ræddar. Stefnt er að því að einhverjar ákvarðanir verði teknar um hvernig staðið verði að reglugerð um síldarflutn- inga áður en þeir hefjast að nýju næsta haust. Ef af slíku verður, er um að ræða raunhæfar aðgerðir til að auka öryggi sjófarenda. Þrátt fyrir að niðurstöður Rann- sóknarnefndar sjóslysa liggi fyrir mun Siglingamálastofnun kanna þetta mál á eigin spýtur. „Við höfum unnið að ákveðinni upplýsingaöflun í þessu máli,“ sagði Magnús Jóhannesson siglingamála- stjóri í samtali við Helgarpóstinn. „Sjálfsagt eru ekki öll kurl komin til grafar enn. Við erum að fara af stað með vinnu sem sjálfsagt mun leiða eitthvað af sér innan ekki allt of langs tíma.“ FÆRRI MENN OG MEIRI HRAÐI Meðal þess lærdóms sem sjómenn vilja draga af þessu slysi eru spurn- ingar um fjölda skipverja. A undan- förnum árum hefur áhafnarmeðlim- um á kaupskipum fækkað. Til við- bótar við þá fækkun sem orðið hef- ur á skipverjum kaupskipa á undan- förnum árum, hafði útgerð Suður- landsins fengið undanþágu frá Sjó- mannafélagi Reykjavíkur vegna fjölda háseta um borð. Sömuleiðis hafði mönnunarnefnd veitt útgerð- inni undanþágu vegna yfirmann- anna. Yfirmenn á kaupskipum hafa einnig samið um það í frjálsum kjarasamningum að einungis einn yfirmaður skuli vera um borð er skipið er í heimahöfn. Hans hlut- verk er þá að fylgjast með viðgerð- um, jafnframt því að stjórna lestun skipsins. A ferð Suðurlandsins eftir strör.d- inni, þar sem það var lestað, unnu ekki nema fjórir skipverjar með hafnarverkamönnum við útskipun- ina. Auk skipverja var um borð maður frá Síldarútvegsnefnd, sem í sjóprófum taldi sig gegna hlutverki lestarstjóra. Jafnhliða færri áhafnarmeðlim- um á síðustu árum hefur sú breyting orðið við útskipun að hver útflytj- andi greiðir hafnarkostnað vegna komu skipa í sína höfn. Áður deild- ist heildar hafnarkostnaðurinn á alla útflytjendur eftir því magni sem þeir áttu í skipinu. Eftir samtölum Helgarpóstsins við sjómenn að dæma, hefur þetta leitt til þess að aukin áhersla hefur verið lögð á hraða við útskipun. Þegar ferð Suðurlandsins eftir ströndinni er skoðuð, kemur í Ijós að unnið var jafnt nótt sem dag við lest- un skipsins. Þannig kom Suðurland- ið til dæmis klukkan hálf fimm um nótt til Breiðdalsvíkur og var farið aftur klukkan hálf ellefu um morg- uninn. Að sögn sjómannanna er fá- títt að hægt sé að útvega nægan fjölda hafnarverkamanna til að vinna á þessum tíma sólarhringsins, svo fyllsta öryggis sé gætt. OPINBERIR AÐILAR VANMÁTTUGIR Suðurlandinu var heimilt að sigla á þrenns konar djúpristumælingum; 660, 748 og 1000 tonna. Lágmarks- fjöldi háseta var þó aðeins miðaður við eina þessara mælinga — þá lægstu. Auk þess hafði útgerðin fengið undanþágu frá því að fylla upp í þessar lágmarkskröfur. Þannig hefur margt gerst samtím- is á undanförnum árum. Skipverjum hefur verið fækkað, kröfur um meiri hraða í útskipun aukist og útskipun- in sjálf hefur lagst æ meir á herðar skipverja. Þegar Helgarpósturinn spurði Harald Blöndal, forsvarsmann sjó- slysanefndar, hvort kannað hefði verið hversu margir hefðu unnið að löndun skipsins sagði hann svo ekki hafa verið. „Þú getur þess vegna verið einn við að fylla skip, en þú ert bara leng- ur að því," sagði Haraldur. „Lestun skipsins er alltaf á ábyrgð yfirmann- anna. Staðreyndin er sú að það hafa verið tekin hér upp vinnubrögð, ekki bara á þessu skipi heldur öllum skipum íslenska flotans, sem við telj- um að geti verið hættuleg. Við teljum einnig að skipunum sé siglt of hratt." 8 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.