Helgarpósturinn - 23.07.1987, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 23.07.1987, Blaðsíða 31
eftir Egil Helgason og Garðar Sverrisson myndir Jim Smart o.fl. Heimsblað á norðurhjaranum eða málpípa flokks og peninga í forystugrein dagana sem ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar var í burðarliðnum tyfti Morgunblaðið einn væntanlegra ráðherra Sjálf- stæðisflokksins og þann þingmann flokksins sem lengst hefur setið á Alþingi. Matthíasi Á. Mathiesen var legið á hálsi fyrir að velja „yl- volgan ráðherrastólinn" fremur en að hliðra til fyrir „nýrri manni“. Þetta endurómar ummæli Styrmis Gunnarssonar, annars af aðalrit- stjórum Morgunblaðsins, úr viðtali frá því í fyrravor: „Hinir eldri í núverandi forystuliði hafa fengið sitt tækifæri. Það er tími til kominn að nýir menn fái að sýna hvað í þeim býr, hvort sem þeir eru yngri eða eldri." Ritstjórar Morgunblaðsins eru að sönnu einhverjir valdamestu menn á íslandi. En hvaða vald talar? Er þetta vald sem getur ráðið örlögum ríkisstjórna — eða jafnvel myndað ríkisstjórnir, einsog stundum er haft á orði? Matthías Johannessen; átti þátt í að útrýma skít- Styrmir Gunnarsson; Morgunblaðið blómstrar. kasti og ofstæki. Um svipað leyti birti félagsvís- indadeild Háskólans könnun á við- horfi hérlendra fréttamanna til fjöl- miðla. Það kom í ljós að af blöðun- um telur fagfólk Morgunblaðið besta almenna fréttamiðilinn. Það þarf engum að koma á óvart, því hvert tölublað af Mogga spannar með ólíkindum breitt svið. Hinsveg- ar var nokkuð annað upp á teningn- um þegar spurt var um hlutleysi fjöl- miðla gagnvart flokkapólitík. Á einkunnaskalanum 1-10 fékk Morg- unblaðið aðeins 3,4, á eftir Ijósvaka- miðlunum, Helgarpósti og DV. Þetta er almennt talinn nokkur álits- hnekkir fyrir ritstjórnarstefnu blaðsins, sem hin síðari ár hefur gengið út á fullkominn aðskilnað frétta annars vegar og pólitískra skrifa hins vegar. Morgunblaðið. Mogginn. Það er ekki laust við að votti fyrir stolti þegar við íslendingar segjum út- lendingum að hér við ysta haf eig- um við stærsta og voldugasta dag- blað í heimi — miðað við höfðatölu, náttúrlega. Andstæðingarnir, eink- um pólitísku smáblöðin þrjú, þreyt- ast ekki á að bölsótast út í Morgun- blaðið, þótt stundum örli á ótta- blandinni virðingu. Það er iðulega rætt um sameiningu Alþýðublaðs, Þjóðvilja og Tíma og þá er höfuð- ástæðan alltaf ein; til að vega upp á móti ægivaldi Morgunblaðsins og einokun þess á skoðanamyndun í landinu. Því er haldið fram að Mogginn sé áhrifameiri fjölmiðill en útvarp og sjónvarp. Og út frá einu er alltaf gengið sem vísu; að áhrif og völd Morgunblaðsins séu einstök í hinum vestræna heimi, það þurfi að leita allt til Sovétríkjanna og Prövdu til að finna hliðstæðu hvað varðar dreifingu, lesningu og áhrif miðað við höfðatölu. Það er líka látið í veðri vaka að Mogginn hafi hlut- fallslega meiri útbreiðslu á íslandi en samanlögð Springer-pressan í Vestur-Þýskalandi. Morgunblaðið blómstrar Gamalreyndur fjölmiðlamaður hlær kaldhæðnislega þegar hann er spurður að því hvort hann sjái ein- hver teikn þess að veldi Morgun- blaðsins sljákki á komandi árum. Líklega er hlátur hans jafngott svar og hvað annað. í könnun sem gerð var yfir árið 1985 kom í Ijós að Morgunblaðið seldist að meðaltali í rúmlega 45 þúsund eintökum á dag. Það var 2,7 prósent aukning frá því árið áður. Nú í sumar gerði Félags- vísindastofnun könnun á lestri dag- blaða. Þar varð uppvíst að af þeim sem svöruðu sáu 59 prósent Morg- unblaðið daglega. Til samanburðar má geta þess að aðeins 13 prósent sáu Þjóðviljann daglega. í könnun sem gerð var á auglýs- ingamarkaði í fyrra kom í ljós að hlutur Morgunblaðsins í augíýsing- um í dagblöðum hafði aukist á kostnað annarra blaða, úr 45 pró- sentum í 51 prósent. Dagblöðunum voru þarna reiknuð um 55 prósent af heildarauglýsingatekjum eða 1.058 milljónir frá október 1985 til september 1986. Hið sama kemur á daginn þegar litið er á veltu Árvakurs, útgáfufé- lags Morgunblaðsins. Árið 1979 var veltan, framreiknuð til núgengis, 389 milljónir. Árið 1985 var hún 680 milljónir. Það þýðir tæplega 74 pró- sent veltuaukning á tímabilinu. Enda hefur Mogga vaxið fiskur um hrygg í samræmi við það. Öll vinnsla blaðsins er orðin eins nú- tímaleg og hugsast getur. Mogginn var fyrstur íslenskra blaða til að tölvuvæðast. Fyrsti áfangi nýs Morg- unblaðshúss er risinn og annar er í undirbúningi. Blaðið hefur mjög fullkomna prentvél sem sagt er að taki vart að setja í gang fyrir minna en 30 þúsund eintök. Og allt í lit nú- orðið. Víðförull blaðamaður segir: „Svona fullkomna litprentun á dag- blaði sérðu hvergi í heiminum.*' Það var því ekkert ofmælt þegar Styrmir Gunnarsson sagði í viðtali í fyrra: „Morgunblaðið blómstrar." Hvort sem mönnum líkar betur eða verr er varla annað hægt en að taka undir þau orð. í hendurnará kaupmönnum Er Mogginn blað fjármagnseig- enda, kapítalista og stórkaup- manna? Fræg er sagan af Vilhjálmi Finsen, öðrum stofnanda Morgunblaðsins, sem efnamenn og stórauglýsendur hálfpartinn neyddu til að selja blað- ið. í ævisögu sinni sagði Viihjálmur: „Og þannig komst hjartans barn mitt í hendur á kaupmönnum í Reykjavík." Þetta var fyrir mörgum áratugum síðan. En það hlutafélag sem þá tók yfir Morgunblaðið blífur enn — Árvak- ur. „Ég hef oft látið það út úr mér að hér ríki sama ættasamfélag og á Sturlungaöld," segir einn viðmæl- enda HP. „Þetta ættasamfélag er voldugast hjá stórfyrirtækjunum. Og þannig er Mogginn ættamál- gagn líka.“ Framkvæmdastjóri Morgunblaðs- ins er nú Haraldur Sveinsson, sonur Sveins í Völundi, sem var einn af eigendum blaðsins. Haraldur hefur verið að smáauka eignarhlut sinn í blaðinu, en bróðir hans, Leifur, á einnig sæti í stjórn. Stjórnarformað- ur er nú Hallgrímur Geirsson lög- fræðingur, sonur Geirs Hallgríms- sonar, sem var stjórnarformaður um árabil, meðal annars í ráðherra- tíð sinni. Faðir Geirs Hallgrímur Benediktsson, var einnig stjórnar- formaður um hríð. Þar eru bein tengsl við heildverslun H. Ben, Skeljung, Ræsi og ýmis fleiri stórfyr- irtæki. I stjórninni á sæti Bergur G. Gíslason, sonur Garðars Gíslasonar stórkaupmanns, sem einnig sat í stjórn Árvakurs. Ennfremur: Ólafur Ó. Johnson, forstjóri O. Johnson & Kaaber, sem einnig er þar arftaki föður síns. Bjarni Benediktsson átti hlutabréf í Mogga, þannig að Eng- eyjarættin svokölluð hefur líka komið þar við sögu. Thorsarar hafa líka átt hlut í Ár- vakri, sérstaklega vegna mægða þeirrar ættar við fjölskyldu Valtýs Stefánssonar, sem var ritstjóri blaðs- ins um langt árabil. Þannig sat Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Granda, til dæmis í stjórninni, en hann er kvæntur dóttur Björns Thors blaðamanns, sem líka situr í stjórn Árvakurs. Blóðblöndun í Árvakri Af þessari ófullkomnu upptaln- ingu má sjá að þræðir, leynilegir og ekki svo leynilegir, liggja víða frá Árvakri og yfir í önnur stórfyrir- tæki, stjórnir og ráð. Enda var það haft að orði þegar Gunnar Thorodd- sen myndaði stjórn sína 1980 að hann ætti í höggi við „Flugleiða/ Eimskips/Árvakursveldið." En þótt ekki sé laust við að stór- fyrirtæki á borð við Flugleiðir, Eim- skip, Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna og Sölusamband fiskframleið- enda eigi býsna greiðan aðgang inn á síður Morgunblaðsins með sín mál, vill einn viðmælenda HP und- irstrika ritstjórnarlegt sjálfstæði þess. Bjarni Benediktsson var til dæmis felldur í varaformannskjöri í stjórn Árvakurs vegna þess að hann var þá ritstjóri blaðsins. Bjarni mun ekki hafa verið mjög sæll yfir þeirri niðurstöðu, en það hefur síðan verið afdráttarlaus regla á Mogga að rit- stjórarnir eigi ekki sæti í stjórn út- gáfufélagsins. „Árvakur ræður ritstjórana, en á blaðinu er vald þeirrra algjört. Stjórnin hefur náttúrlega líka vald til að reka ritstjóra, en til þess hefur ekki komið og kemur varla," segir viðmælandi HP. Og bætir svo við: „Hér á tíma var orðin dálítið einkennileg blóð- blöndun í Árvakri. í raðir stórra hluthafa voru jafnvel komnir vinstri menn og pólitískir andstæðingar Morgunblaðsins. Ég held að þeirri þróun hafi nú verið snúið við. Nátt- úrlega er þetta hlutafélag sem er í Sjálfstæðisflokknum." Heimsbladid „Morgunblaðinu er tamt að líta á sig sem heimsblað," segir blaðamað- ur í samtali við HP. „Þeim finnst þeir vera að kvaka á við heimspressuna. Tökum bara forsíðuna, heimavöll Björns Bjarnasonar aðstoðarrit- stjóra. Það er alveg makalaust að hún skuli alltaf vera lögð undir er- lendar fréttir, sem þeir velja af sér- stakri kostgæfni. Það eru ekki marg- ar íslenskar fréttir sem ná þeim hæðum að komast á forsíðu Mogg- ans — úrslit í kosningum, miklir sjó- skaðar, eldgos og náttúruhamfarir." „Þetta er náttúrlega auðveld rit- stjórn,“ segir ritstjóri einn. „Forsíð- an gerist hreinlega úti í löndum. Þeir þurfa ekki að raða fréttum al- mennt eftir gildi þeirra á forsíðu. Og kannski er þetta ekki síst tíma- skekkja nú þegar dynja á manni er- lendar fréttir í öðrum fjölmiðlum frá morgni til miðnættis." Að HP vitandi hefur ekki verið gerð könnun á því hvar menn hefja lestur Morgunblaðsins þegar því er tjaldað yfir morgunkaffinu. Við- mælendur okkar ýmsir töldu víst að langflestir byrjuðu á baksíðunni. Ritstjórar skella í góm Heilir hestburðir af Morgunblaði eru bornir út til lesenda á morgni hverjum. í kílóatali vegur Mogginn sennilega þyngra en öll hin dag- blöðin samanlagt. Þegar auglýs- ingamarkaður er fjörlegur og engin gúrkutíð er ekki óalgengt að blaðið sé meira en 100 síður að stærð. Hvernig er þá öllum þessum kílóum og blaðsíðum ritstýrt? „Það er oft hálfgert moð, að því manni virðist," segir gamall Mogga- lesandj. „Blaðið er svo hrikalega stórt, þeir fá svo hrikalega mikið inn á degi hverjum. Stundum finnst manni það vera eina skipulagið — að taka allt inn.“ Og þannig er það oft hálfgerður glundroði hvernig efni ægir saman í Morgunblaðinu; ferðasögum úr mis- framandlegum deildum jarðar, minninga- og afmælisgreinum, inn- sendum greinum með misgeðfelldu kvabbi, menningarkrítík, þýddum greinum um kvikmyndir og popp, fréttatilkynningum og fallegum lit- myndum. Mogganum tekst að inn- byrða þetta allt og það verður að HELGARPÓSTURINN 31

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.