Helgarpósturinn - 23.07.1987, Blaðsíða 34

Helgarpósturinn - 23.07.1987, Blaðsíða 34
DAGSKRÁRMEÐMÆLI Föstudagur 24. júli kl. 22.40 Perry Mason og nafntogaöa nunnan (The Case of the Notorious Nun). Þetta er ný bandarísk sakamála- mynd og í aðalhlutverkum eru Ray- mond Burr og Barbara Hale. Myndin segir frá ungum presti sem fer aö rannsaka fjármál biskupsstóls og hefur hann unga nunnu sér til að- stoðar. Brátt fara hagsmunaaðilar á kreik og reyna að hindra rannsóknina og voveiflegir atburðir taka að ger- ast. Þá er enginn annar en Perry Mason kallaður á vettvang og tekur hann málin í sínar hendur. Laugardagur 25. júlí kl. 20.40 Vaxtarverkir Dadda (The Growing Pains of Adrian Mole). Hér er Daddi eða einsog hann raunverulega heitir Adrian Mole, mættur aftur á svæðið. Daddi er kominn á mjög viðkvæman aldur, það er gelgjuskeiðið. Lýsa þættirnir öllum þeim vandamálum sem því fylgja. Laugardagur 25. júli kl. 21.25 Fyrri bíómynd kvöldsins er banda- rísk frá árinu 1956 og ber nafnið Svanurinn (The Swan). Myndin ger- ist í Ungverjalandi um síðustu alda- mót og segir frá ungri stúlku af göf- ugum ættum sem er i þann mund að fara að giftast krónprinsinum. Með aðalhlutverk fara þau Grace Kelly og Alec Guinnes. Síðari bíómyndin hefst kl. 23.15 og er hún ítölsk. Myndin ber nafnið Guðsþjónustunni er lokið og fjallar um ungan prest sem kemur heim eftir langa fjarveru og hafa þá hlutirnir breyst mikið til hins verra. Hann reynir að koma lagi á hlutina en verður lítt ágengt. Á laugardaginn verður byrjað að sýna hjá Ríkissjónvarp- inu nýja þáttaröð um Dadda, öðru nafni Adrian Mole, og ber hún nafnið „Vaxtarverkir Dadda". Á þessari mynd er Daddi í faðmi fjölsky Idunnar og er glatt á hjalla hjá þeim. Áföstudagskvöldið er á dagskrá myndin Leitarmaðurinn og fjallar hún um mann sem leitar uppi fanga sem eru á skilorði og hafa horfið. Þetta er aðalhetjan Stan Rivkin að störfum og að sjálfsögðu er hann vel vopnum búinn. Föstudagur 24. júlí kl. 23.35 Leitarmaðurinn (Rivkin, the Hunter). Bandarísk mynd um mann sem vinnur við það að leita að glæpa- mönnum sem fengið hafa skilorðs- bundinn dóm og síðan látið sig hverfa. Hann á fatlaðan son og er sterkt samband á milli feðganna og þegar syninum er ógnað tekur leitar- maðurinn til sinna ráða. Myndin er víst sannsöguleg og í aðalhlutverk- um eru Ron Leibman, Harry Morgan og Glen Scarpelli. Laugardagur 24. júlí kl. 21.15 Churchill (The Wilderness Years). Þetta er ný þáttaröð sem stöðin ætl- ar að fara að sýna og er hún í átta hlutum. Þættirnirfjalla um líf ogstarf Sir Winston Churchills og er sérstak- lega fjallað um árin 1929-'39 þegar Churchill var einn af fáum sem barð- ist gegn uppgangi nasismans og virtist framtíð hans í stjórnmálum ekki vera mjög björt. Á eftir þættin- um eru á dagskrá einar þrjár bíó- myndir. Sú fyrsta fjallar um líf Earnie Kovacs. Mynd númer tvö gerist í New York og segir frá viðburðaríku lífi ungs pars í borginni og síðasta myndin er gerð eftir sögu John Steinbecks og fjallar um miðaldra mann sem finnst lífið vera að renna sér úr greipum. 0 Sunnudagur 26. júlí kl. 13.30 „Eg máta sögur eins og föt". Þetta er STODTVO Fimmtudagur 23. júlí kl. 22.20 Fálkamærin (Ladyhawk). Þetta er ævintýramynd sem gerist á miðöld- um og fjallar um ungan vasaþjóf sem hittir elskendur sem eru undir þeim álögum að á daginn er hún haukur en á nóttinni breytist hann í úlf. Eini tíminn sem þau hafa til þess að hittast er í þann mund er sólin sest eða kemur upp. Með aðalhlut- verk fara Matthew Broderick, Rutger Hauer og Michelle Pfeiffer. FRÁ HIROSIMA TIL HÖFÐA Á sunnudagskvöldið klukkan 23.10 verður á dagskrá Rásar eitt þáttur sem ber nafnið „Frá Hiro- sima til Höfða" og eru umsjónar- menn þáttarins tveir, þeir Jón Ólafur Isberg og Grétar Erlings- son. Þeir höfðu eftirfarandi um þáttinn að segja: „Þetta eru þættir úr samtímasögunni og alls verða þeir átta talsins. Það er ætlunin að skipta þættinum niður í 5—6 atriði og spila tónlist tengda efninu þess á milli. Við byrjum árið 1945 og má segja að fyrsti þátturinn fjalli bara um það ár. Aðdragandi heimsstyrjaldarinnar verður rak- inn og lýst hvernig heimurinn leit út í stríðslok og hvaða nýju að- stæður höfðu skapast." þáttur um svissneska rithöfundinn Max Frisch en eftir hann liggja leikrit eins og „Andorra" og „Biedermann og brennuvargarnir". Umsjónarmað- ur þessa þáttar er Ástráður Eysteins- son. Sunnudagur 26. júlí kl. 23.10 Á sunnudagskvöldið er á dagskrá þátturinn frá Hírósíma til Höfða og er þetta fyrsti þáttur. Þetta eru þættir úr samtímasögunni eins og nafnið bendir til og eru það þeir Grétar Erlingsson og Jón Ólafur (sberg sem sjá um þáttinn. áir Alla virka daga vikunnar er á dagskrá Rásarinnar Morgunþáttur og er hann í umsjá Kristínar Bjargar Þor- steinsdóttur og Skúla Helgasonar. Þetta er alveg tilvalinn þáttur til þess að nudda stírurnar úr augunum við. Á hverjum laugardegi er Laugar- dagsrásin á dagskrá og er hún í um- sjón Sigurðar Þórs Salvarssonar og Þorbjargar Þórisdóttur að þessu sinni. Létt blanda sem gott er að hlusta á. ^ iBYL GJANl Næturdagskrá Bylgjunnar er tilvalið að hlusta á þegar maður er andvaka eða þá ef maður er í vinnunni á nótt- inni og eru það ýmist Bjarni Ólafur Guðmundsson eða Ólafur Már Björnsson sem halda vöku fyrir sér og öðrum. Klukkan 16.00 á sunnu- daginn er á dagskrá þáttur Ragn- heiðar H. Þorsteinsdóttur þar sem hún leikur óskalög hlustenda, af- mæliskveðjur eru lesnar og upp- skriftir eru gefnar af ýmsu góðgæti. Siðdegisþátturinn á Stjörnunni hefst klukkan 16.00 alla daga vikunnar og er í umsjón Bjarna Dags Jónssonar. Hann spilar létta tónlist úr öllum átt- um, talar við hlustendur og leggur fyrir þá getraunir milli fimm og sex, þegar allir eru á leiðinni heim til sín frá vinnu. ÚTVARP Af uinsœldum SJÓlívARP Gengin í barndóm Það er undarlegt með vinsældir. Ég hef aldrei almennilega skilið hvernig þær skap- ast, sérstaklega ekki í seinni tíð. Samt eru núorðið til sérstakir vinsældalistar sem eru mælikvarði á þessar vinsældir sem hver og einn á sér. Steingrímur er t.d. vinsælastur stjórnmálamanna og ætti þess vegna með réttu að vera forsætisráðherra. En þannig gerist þetta ekki í stjórnmálum og þess vegna er Steingrímur ekki lengur forsætis- ráðherra, heldur bara utanríkisráðherra og fólkið verður að sætta sig við að í hvert skipti sem rætt er við forsætisráðherrann í fjölmiðlunum þá kemur Steingrímur bara alls ekki til dyranna eins og hann er klædd- ur heldur bara einhver allt annar maður sem segir bara eitthvað allt annað en Stein- grímur var vanur að gera. Svona er þetta ekki í poppinu. Þar velur fólkið sjálft sinn vinsældalista og eftir hon- um er farið og ekkert múður eða baktjalda- makk með það. Þú hringir bara inn á ein- hverja stöðina og segir hvaða lag þér þyki mest í spunnið þennan daginn og hinn og svo segir umsjónarmaðurinn allt í lagi og lagið þitt er á listanum. Þegar lagið þitt er komið inn á listann geturðu líka verið viss um að þú þarft ekki að hringja aftur og biðja um lagið því þá er búið að spila það svo oft að það hringir örugglega einhver annar. Það er annars undarlegt með vinsældirn- ar. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvað gerðist ef tekið væri brot út úr verki eftir t.d. Bach og það spilað aftur og aftur og svo einu sinni enn, hvort það gæti ekki náð vin- sældum. Eða hvað myndi verða um vin- sældalistana ef það væri bannað að spila lög af þeim, nema bara þegar verið væri að kynna hvaða lög væru yfirleitt á þeim. Kannski mætti bara lesa upp nöfnin, það þyrfti ekki að spila lögin. Kannski þau lög sem á listunum væru myndu þá alls ekki halda áfram að vera vinsæl. Stundum hall- ast ég nefnilega að því að útvarpsstöðvum sé það nokk í sjálfsvald sett hvað verður vinsælt og mikið spilað og mikið keypt, sem er auðvitað annar handleggur og kemur þeim ekkert við. Svona fyrir utan þetta þykja mér vin- sældalistar ágætir og Popplag í G fínt, ég syng það stundum í bílnum... Þrátt fyrir það að ég eigi nú að teljast til fullorðinna verð ég að viðurkenna að ég hef alltaf lúmskt gaman af barnaefni sjón- varpsstöðvanna og ef ég get reyni ég að horfa á einhvern hluta þess. Ég vil þó taka það fram svo að það valdi nú ekki neinum misskilningi að ég er ekki mikill aðdáandi He-Man eða „Hetjur himingeimsins" eins og þátturinn heitir á ástkæra, ylhýra... Það er einn þáttur sem mér finnst standa nokk- uð upp úr og líkast til telst hann til ungl- ingaefnis og er það þátturinn „Unglingarn- ir í hverfinu". Fyrir nokkru sýndi Sjónvarp- ið þætti sem hétu „Krakkarnir í hverfinu" og fjallaði hann um hóp af krökkum í venjulegu millistéttarhverfi einhvers stað- ar í Kanada og daglegt líf þeirra. Þegar sá þáttur var á dagskrá sat ég límd við sjón- varpstækið og fylgdist með af mikilli at- hygli. En krakkar eldast sem annað fólk og nú eru þessir sömu krakkar orðnir ungling- ar og komnir í gaggó og ég fylgist með af engu minni áhuga. Þessir þættir fjalla um daglega lífið og allt sem því fylgir. Þetta hljómar kannski ekki spennandi, allavega ekki eins og þátt- urinn „Krakkar lögregluforingjans" sem fjallar um hóp krakka sem hjálpa lögregl- unni við að leysa glæpamál og yfirleitt eru þau á undan henni að finna lausnina. í raun er þátturinn um unglingana bæði fyndinn og „vekur mann til umhugsunar" eins og það heitir svo fallega. Það er að vísu alltaf „happy end" á þessum þáttum en það kem- ur ekki að sök, allavega ekki að mínu mati. Þessi þáttur er eina barnaefnið sem ég horfi reglulega á en oft sé ég brot af hinu og þessu sem verið er að bjóða krökkunum upp á og er það misgott svona eins og ger- ist og gengur. Ég er alltaf hrifin af teikni- myndum og þá aðallega þeim frá Walt Disney en vil síður horfa á þær tékknesku sem lengi voru og eru ef til vill enn sýndar í Ríkissjónvarpinu. Mér finnst þær heldur slappar oft á tíðum. Ég fjalla ekki um barnaefnið án þess að hæla „sjónvarpsstöðinni með skoðanirn- ar“ örlítið. Þeir hafa nefnilega komist að því að börn læra ekki að lesa fyrr en við fimm eða sex ára aldurinn hér á íslandi og hafa því tekið upp á þeim sið að setja ís- lenskt tal inn á teiknimyndirnar þannig að krakkagreyin geti fylgst með því sem er að gerast. Ríkissjónvarpið hefur gert þetta að einhverju marki einnig en það er því miður ekki allt barnaefni sem er komið með ís- lenskt tal og vonandi að svo verði bráðum. Ég stend í þeirri trú að allt efni sem ætlað er börnum yngri en átta ára ætti að vera með íslensku tali því þó að krakkarnir kunni að lesa geta þeir ekki lesið eins hratt og til þarf til þess að halda í við textann. Og ef svo vill til að þeim tekst að lesa allan textann áður en hann hverfur aftur ná þau ekki að fylgjast með því sem er að gerast á skerminum. 34 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.