Helgarpósturinn - 23.07.1987, Blaðsíða 11
við skulum gera ráð fyrir, hlýtur
þeirri sömu ritstjórn að vera ljúft að
birta upplýsingar, sem eru mun ná-
kvæmari og réttari en þær sem
blaðið hefur þegar birt. Vænti ég
þess að staðsetning og uppsetning
greinar þessarar verði því með lík-
um hætti.
Svona í lokin vil ég greina frá mín-
um eigin launum vegna stefnuvotta-
starfsins það sem af er þessu ári, til
að styðja þá útreikninga sem að of-
an eru raktir. Fram til fyrsta júlí hef
ég birt 3.488 stefnur við annan
mann. Það gerir í birtingarlaun
krónur 418.560, eða 69.760 krónur
að meðaltali á mánuði.
Með betri tíð og bættum kjörum
margra þeirra Reykvíkinga sem ég
hef þurft að heimsækja á undan-
förnum mánuðum, og ef til vill auk-
inni gætni, skulum við vona að orra-
hríð stefnubirtinga síðustu missera
fari að linna. Þá þarf heldur enginn
vansæll blaðamaður að sjá ofsjón-
um yfir launum sendilsins.
Virðingarfyllst
Sigurður Pétursson
stefnuvottur í Reykjavík
Athugasemd
blaðamanns
Hvaða þraut er það fyrir stefnu-
votta í Reykjavík að upplýsa ,,van-
sælan (rannsóknar)blaðamann“ um
fjölda stefnubirtinga á síðasta ári?
Þær upplýsingar ættu að liggja
fyrir í skattaframtölum þessa fólks
vegna tekna af þessum störfum á
síðasta ári. Ef ekki þar, þá i einhverri
bókhaldsmynd á skrifstofu stefnu-
votta, er Borgardómur Reykjavíkur
leggur þeim til.
Sigurður Pétursson leikur þann
leik í ofangreindum athugasemdum
að blanda einni réttmætri athuga-
semd við upplýsingar sem komu
fram í umræddri grein, sjálfsagt
í þeirri vissu að enginn lesenda
muni efni hennar í smáatriðum.
Þessum lesendum skal bent á að í
greininni kom fram, að stefnuvottar
í öðrum sveitarfélögum stefna til
Borgardóms Reykjavíkur. Réttmæta
athugasemdin varðar tilvitnun Sig-
urðar í lög um meðferð einkamála í
héraði. í ljósi hennar eru mismun-
andi stefnuvottagjöld í einstökum
lögsagnarumdæmum enn óskiljan-
legri.
Reikningskúnstir Sigurðar eru í
raun ekki merkilegri en blaða-
manns Helgarpóstsins. Vegna
skorts á gögnum neyðist hann á
sama hátt til þess að áætla fjölda
stefnubirtinga. Þó að í raun beri lítið
á milli blaðamanns óg Sigurðar í
þessu efni, væri ekki úr vegi að Borg-
ardómur sæi sér fært að komast að
og upplýsa hið rétta.
Varðandi að núverandi stefnu-
vottagjaldi var beitt á tölur um
fjölda þingfestra mála frá því í fyrra,
má benda á að skattaálögur stefnu-
vottanna fyrir árið 19,85 voru á
sama hátt reiknaðar til núgildandi
verðlags.
Varðandi tvítöku stefnuvottagjalda
var stuðst við ummæli lögmanna er
innheimt hafa þessi gjöld hjá skuld-
urum.
Upplýsingar Sigurðar um óheyri-
legan bifreiða- og rekstrarkostnað
kringum stefnuvottana fimm hlýtur
að vekja athygli, einkum þeirra er
greiða þeim laun. Þeir hljóta að
biðja um að póstþjónustan sé frekar
notuð til þess að stefna þeim til
dóms, en að peningum þeirra sé
brennt í vélum leigubifreiða.
Það er kannski meginatriðið —
ásamt fleiru sem fram kom í marg-
nefndri grein og Sigurður sér ekki
ástæðu til að gera athugasemdir við.
Vangaveltur hans um þau atriði er
hann minnist á eru síðan góðra
gjalda verðar.
Með þökk fyrir bréfið
Gunnar Smári Egilsson,
blaðamaður á Helgarpósti.
VIÐ HOFUM OPIÐ ALLA DAGA
FRÁKL. 11.30 - 23.30
~ZL
TJTX
s
Þórsgata ™
: cr~i|
Freyjugat^-v ~
, O)
S
Sendum
heim
BRAGAGÖTU 38A
SI'MI 14248
Hjá okkur færðu allt í matinn
Glæsilegt kjöt- og fiskborð
Tilboðsverð á eggjum og
Rómarpizzum
OPIÐ ALLA DAGA
Mánudaga til fimmtudaga kl. 9—19
Föstudaga kl. 9—20
Laugardaga kl. 9—16
Sunnudaga kl. 10—14
KAPPKOSTUM AÐ VEITA GÓÐA ÞJÓNUSTU.
REYNIÐ VIÐSKIPTIN, VERIÐ VELKOMIN.
NÝI
GARÐÚR
Simi 71290 Leirubakka 36
HELGARPÓSTURINN 11