Helgarpósturinn - 23.07.1987, Síða 22

Helgarpósturinn - 23.07.1987, Síða 22
Klarinett og píanó sundur og Guðni og Gauti á leið í tónleikaferð um Sovétríkin Guðni Franzson klarinettleikari og Þorsteinn Gauti Sigurðsson pí- anóleikari, leggja á sunnudaginn kemur land undir fót og halda til Sovétríkjanna á vegum MÍR. Þar munu þeir félagar spila fyrir heima- menn og er meiningin að kynna þeim nýja íslenska tónlist. HP hitti ferðalangana á Café Hressó, eld- snemma á þriðjudagsmorgni og bað þá greina sér frá þessu ferðalagi og tónlistinni sem þeir œtla að flytja. Guðni: „Það er eiginlega verst hvað við vitum lítið um þetta, línan er ekki alveg komin að austan, við vitum hvert við eigum að fara en ekki hvar við eigum að spila né heldur hvað oft. Kannski væri best að salta viðtalið þangað til við kom- um til baka.“ — En þið vitið þó hvað þið œtlið að spila? Þorsteinn Gauti: ,,Já, við verðum með verk eftir ung tónskáld, t.d. Hauk Tómasson, Kjartan Ólafsson, Hilmar Þórðarson og Atla Ingólfs- son, Guðni verður sóló í því. Svo verðum við líka með verk eftir Gunnar Reyni, ég verð sóló þar og svo eftir Jón Nordal og Þorkel Sigur- björnsson. Já, og svo verk eftir Guðna." Guðni: ,,Það er nú bara svona lítið og sætt, huggulegaheita- músík. Annars erum við með mikið af grófri músík, hún er stundum dá- lítið fruntaleg." — Þið, þessi Ijúfmenni? Guðni: „Við höfum lært að fela grófu hliðina útávið — hún er inná- við." Þorsteinn Gauti: „Verkin eftir eldri mennina, það er sívilíseraðri rnúsík.” — Hvert liggur svo leið? Guðni: „Við byrjum í Leníngrad og svo förum við til Úkraníu, þar verða fslandsdagar á vegum MÍR, þar sem kynnt verður myndlist og Ijósmyndir og fleira. Þar verða svona meira offisíal konsertar hjá okkur. Svo förum við til Kiev og Odessa, Tallin og svo til Yalta þar sem verður höfð eitthvað lengri við- dvöl. Svo ætlum við í sólbað og koma kaffibrúnir til Moskvu þar sem við endum." Þorsteinn Gauti: „Það er rétt að taka það fram að við verðum ekki einir á þessum konsertum. Það verður í ferðinni karlaoktett og svo fer Elín Sigurvinsdóttir söngkona einnig með okkur. Þetta verður blandað prógramm, við erum með þunga stöffið á prógramminu. Annars erum við með fullt af litlum stykkjum sem við getum bætt inní prógrammið eftir hendinni — af því við vitum ekki hvernig aðstæður verða á hverjum stað.“ — Vitið þið eitthvað um nýja rússneska tónlist? Guðni: „Það er sáralítið og ein- mitt þess vegna verður spennandi að upplifa viðtökurnar og við von- umst hálfpartinn eftir að hitta fólk sem er aktíft í þessu og kynnast því.“ Þorsteinn Gauti: „Eg held að þeir hafi tekið smákipp á undanförnum árum, þeir fá meira af vestrænum straumum, annars veit ég það ekki, það heyrist svo lítið af rússneskri tónlist hér.“ — Fá íslendingar að heyra eitt- hvað af prógramminu? Guðni: „Megnið af músíkinni saman kemur á plötu næsta vetur, eða á leysidisk. Tónverkamiðstöð gefur út og hann verður liður í seríunni sem hún hefur verið að gefa út með ís- lenskri samtímatónlist." Eins og áður er getið er ferð þessi á vegum MÍR og fara alls um 100 manns í ferðina, sem er eins konar menningarferð til Sovétríkjanna. MÍR gengst m.a. fyrir íslandsdögum sem standa yfir í 7—10 daga í Úkraínu. Þar verða sýndar teikn- ingar, grafík og vatnslitamyndir eftir Ragnar Lár, ljósmyndir úr þjóð- og atvinnulífi og af íslensku landslagi sem Mats Wibe Lund hefur tekið auk margs annars til kynningar á landi og þjóð. Þetta er í annað skipt- ið sem MÍR gengst fyrir ámóta Is- landsdögum, síðast voru þeir 1983 í Tallín og fleiri borgum. KK TÓNLIST Lutoslawski Ég las um daginn í blöðunum að eitthvað yrði leikið eftir pólska snillinginn Wilhold Lutoslawski á næsta starfsári Sinfóníuhljóm- sveitarinnar. Það er gott til þess að vita að Sinfónían ætlar að bæta fyrir syndir sínar í garð íslenskra áhorfenda og Lutoslawskis, en honum var hafnað hér um árið sem stjórnanda eigin verka, og var borið við að hann krefðist of mikilla launa. Peningum hefur verið varið í annað eins hjá Sin- fóníunni, enda var viðbáran að- eins yfirvarp, hinir óupplýstu og afturhaldssömu ráðamenn kærðu sig ekkert um Lutoslawski hingað. Var hann ekki nútímatónskáld, framúrstefnumaður, Pólverji, kannski gyðingur, guð má vita hvað? En Erling Blöndal Bengts- son flutti hér um árið Sellókonsert Lutoslawskis og það var gaman. Fyrir firnalöngu var flutt hér Greftrunartónlistin (1958) eða Hljómsveitarkonsertinn ef ég man rétt undir stjórn Bohdans Wod- pczkos, sem var skólabróðir Lutoslawskis og vinur. En ég var að rifja upp feril hans um daginn og hlustaði á hljómplötur með 1., 2. og 3. sinfóníunni. Þær spanna feril hans allan sem er ótrúlega magnaður, en Lutoslawski færist í aukana með hverju nýju verki. Hann fæddist í Varsjá árið 1913 og hefur alltaf búið þar. Hann var af þeirri kynslóð sem fór illa út úr heimsstyrjöldinni miklu. Það gerðu raunar allar kynslóðir í Pól- landi. En fy,rsta sinfónían er samin fyrir stríð og kláruð á árunum eftir stríðið. Það er erfitt að flokka verk Lutoslawskis undir neina sérstaka stefnu, til þess er hann of persónu- legur og sjálfstæður. En ýmsir hafa sagt fyrstu sinfóníuna vera ný- klassíska. Þó er hún ekkert í stíl Hindemiths, Stravinskís eða ann- arra sem kenndur voru við þá stefnu. Ræturnar lágu miklu frek- ar hjá Bartók og Debussy að ógleymdum Karol Szymanowski, sem heimurinn er að uppgötva hægt og sígandi. Og ég veit ekki um neinn aftaníossa Bartóks, sem slapp eins vel frá þeim kynnum. Raunar var Lutoslawski að leita fyrir sér, finna sér leið fremur en stíl. Og hann þróaðist hægt og ró- lega. Hann var ekki ýkja afkasta- mikill, en verkin voru þeim mun markvissari. Og það var aldrei nein sensasjón í kring um Luto- slawski, líkt og landa hans Pender- ecki. Með hljómsveitarverkinu Feneyjaleikir (1961) má segja að Lutoslawski hafi slegið í gegn og skapað sér einstakan persónuleg- an stíl og sá stíll hefur verið grund- völlur verka hans síðan, þótt ekki sé um neina stöðnun að ræða. Önnur sinfónían sem fullgerð var árið 1967 er eitt glæsilegasta verk hans. Þar beitir hann tækni hinnar beisluðu tilviljunar á meistaraleg- an hátt. Útlínur eru glöggt mótað- ar, en smáatriði eru mótuð af ófyr- irsjáanlegum tilviljunum: textinn er teygjanlegur og margræður. Og þriðja sinfónían sem samin var á árunum 1973—83 er rökrænt framhald af hinum báðum fyrri. Þar er Lutoslawski að glíma við form á líkan hátt og Beethoven, úthugsuð byggingarlist og kannski mætti nefna Haydn, sem gerist sí- fellt áleitnari við tónskáld sam- tímans. En þessum verkum Luto- slawskis verður ekki lýst í orðum, menn þurfa að hlusta. Ég veit ekki hvort þessi verk Lutoslawskis muni nokkurn tíma heyrast í Ríkis- útvarpinu. Tónlistardeildin er úti að aka og hefur verið að því í mörg ár. Lutoslawski fæddist eftir að Brahms dó, og það þykir ekki gott á þeim bæ. 22 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.