Helgarpósturinn - 23.07.1987, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 23.07.1987, Blaðsíða 32
 segja blaðinu til hróss að síðustu ár- in hefur það verið nokkuð opinn vettvangur fyrir skoðanaskipti. Við og við heyrast kvartanir inn- an úr myrkviði Sjálfstæðisflokksins um að of lítið efni sjáist frá sjálfstæð- ismönnum í blaðinu. Þá skella rit- stjórar Moggans bara í góm, einsog einn viðmælandi HP orðaði það. Eða svo vitnað sé í nokkuð söguleg- an leiðara í Morgunblaðinu frá fyrra ári: ...þetta verk verður stjórn- málamaðurinn að vinna sjálfur. Sá tími er liðinn að aðrir geri það fyrir hann.“ Mogganum er líka í lófa lagið að takast á við ýmis mál sem aðrir geta ekki nógsamlega sinnt. Blaðið kveður látin stórmenni með sérstök- um bravúr og verður ekki skota- skuld að setja saman aukablöð um stórviðburði með örstuttum fyrir- vara. „Þarna finnst mér að við hinir höfum ærna ástæðu til að öfunda Moggann," segir ritstjóri sem ekki hefur úr jafnmiklu að moða. Fréttasíður Morgunblaðsins og fréttaritstjórnin á blaðinu eru svo annar handleggur. Sumir vísir menn telja sig geta beitt eins konar kremlólógíu á það hvernig fréttir raðast upp í Mogga. Þannig var í fé- lagsfræðikennslu í einum mennta- skólanna fyrir nokkrum árum tekin fyrir ákveðin fréttasíða í Morgun- blaðinu og spurt hvort hún gæti á einhvern hátt talist skoðanamynd- andi. Þetta var árið 1979, vinstri stjórn sat við völd og allt í hershönd- um að áliti sjálfstæðismanna. Efst á síðunni trónaði frétt um að hópur íslenskra ungmenna hefði verið handtekinn með umtalsvert magn af eiturlyfjum og vopn í Kaup- mannahöfn. Þar fyrir neðan kom minni frétt: Allt upp I loft í herbúd- um stjórnarinnar. Og þar við hliðina á stærri fyrirsögn og frétt: Órói á vinnumarkaöi — gengid fellur. Þar fyrir neðan kom myndskreyting; stóreflis mynd af veðurbörðu íbúð- arhúsi og gömul kona sem kíkir óttaslegin út um svaladyr. Mynda- textinn: Fólk hœttir sér varla út fyrir hússins dyr. . . Þessi uppröðun dregur náttúrlega svarta mynd af þjóðfélagi í upp- lausn. Við látum samt liggja á milli hluta hvort hér er um ásetning að ræða eða einbera tilviljun. Sópa jafnvel göturnar Gömlum fréttahauki sem HP átti tal við þótti það furðu sæta hversu fáar raunverulegar fréttasíður væru í Morgunblaðinu, sérstaklega þegar litið er til þess hvílíkum mannafla það hefur yfir að ráða. „Sumar af fréttasíðunum virðast eingöngu vera ruslakista fyrir fréttatilkynn- ingar utan úr bæ. Og kannski er ekki hægt aðsetja út á það. Morgun- blaðið virðist telja það eitt hlutverk sitt að þjónusta þjóðfélagið með birtingu á óRklegasta efni," segir hann. Einsog ogáðor varÆagt er forsíða Moggans að ötlu jöfnutögð undir er- lendar fréttir. Síða tvö er fréttasíða. Baksíðan með stórri myrid rúmar þetta 4-5 fréttir. Síða þrjú er frétta- síða, en yfirleitt með stórri auglýs- ingu eða einhverri léttri uppákomu — „grillað í sólinni” eða „á skíðuin í vetrarsól". Síða fjögur er fréttasíða, en núorðið lögð undir stóreflis veð- urkort og iðulega fréttir af látnúm mektarmönnum. Þar að auki telst okkur til að reglulega séu 2-5 frétta- síður í blaðinu, en þær eru oftar en ekki undirlagðar af fréttatiíkýnn- ingum eða álvktunum frá fundum Geir Hallgrímsson; stjórnarfor- maður um árabil, eftir föður sinn, á undan syni sínum. Árni Johnsen; vont að Vest- manneyingar skuli ekki eiga þingmann. aðskiljanlegra samtaka. „Leiðarasíðan er svo kapítuli fyrir sig,“ segir gamall blaðamaður. „Þangað komast þeir helst sem standa Morgunblaðinu nærri hjarta — stórfyrirtæki á borð við Flugleið- ir, LÍÚ, SÍS, SÍF, SH og Hval, Verslun- arráðið, fyrirtæki í sjávarútvegi, kirkjan og svo stöku sinnum flokk- urinn." „Stundum kann þetta að vera moðsuðulegt álitum hjá þeim,“ segir ritstjóri. „En það verður ekki skafið af þeim að þeir hafa þjóðfélagið þarna, þjóðfélagið daginn á undan, hreyfinguna — það er allt í Moggan- um. Þeir sópa jafnvel göturnar." Nafnlaus og andlitslaus her Mogginn hefur yfir miklum her blaðamanna að ráða og þeim hefur fjölgað nokkuð ört síðustu árin. Það er ekki fráleitt að ritstjórar Morgun- blaðsins hafi yfir álíka mörgum blaðamönnum að segja og ritstjórar hinna dagblaðanna samanlagt. Samkvæmt töium frá 1985 er með- alstarfsmannafjöldi Moggans um 240. Stór hluti af þessu fólki má sætta sig við að vera „nafnlaus og andlitsiaus her“, eins og einn við- mælandi HP orðar það. Það er: þeir fá sjaldnast svokölluð „bælæn" eða nöfnin sín yfir greinar og ekki oft stafina sína undir þær, einsog er al- siða á öðrum blöðum. Þau nöfn sem sjást oftast í blaðinu eru nöfn „stjörnublaðamanna" á borð við Agnesi Bragadóttur, Jóhönnu Krist- jónsdóttur, '"GudmaiKl Magnússon, Árna Johnsén og ElÍBttPálmadóttur. menn Morgunblaösins öðlist nafn- frægð er þeim ríkulega bætt upp í launum. Það hefur föngum verið alkunna að Morgunblaðið gerir bet- ur við sína blaðamenn en önnur blöð og alls konar yfirborganir og fríðindi utan við taxta Blaðamanna- félagsins hafa tíðkast þar á bæ um áraraðir. „Mér finnst samt að Mogginn hafi ekki nógu góða blaðamenn. Það er Bjarni Benediktsson; þótti vont að fá ekki að vera bæði varafor- maður stjórnar og ritstjóri. Þorsteinn Pálsson; Morgun- blaðsungi. Gunnar Thoroddsen; í höggi við Albert Guðmundsson; fulltrúi FIugleiða/Eimskips/Árvakurs- hinna nýríku og óhefluðu. veldið? mjög hæft fólk. Ég hef það á tilfinn- ingunni að talenterað fólk blómstri ekkert sérstaklega inni á Mogga og að þeir viti það jafnvel sjálfir," segir blaðamaður. Morgunblaðsungarnir Nú er það ekki lengur svo að blaðamenn Morgunblaðsins séu einlitt lið úr margvíslegum hreyfing- um sjálfstæðismanna. Þar inni situr fólk með ýmiss konar skoðanir — við vitum af virkum krötum og kvennalistakonum. Einn fyrrver- andi blaðamaður á Mogga taldi þó að ennþá ættu ungir sjálfstæðis- menn og aðrir laukar flokksins greiðan aðgang inn á ritstjórnina. „Og þá er ekki alltaf spurt að hæfi- leikum," segir þessi blaðamaður. Það er náttúrlega ákveðinn „prestige" fyrir upprennandi sjálf- stæðismenn að hafa átt viðkomu á Mogga, að hafa fengið Moggastimp- ilinn svokallaðan. Fræg er sú nafn- bót sem Matthías Johannessen rit- stjóri hefur gefið fyrrum blaða- mönnum Morgunblaðsins sem hafa dreifst út um þjóðfélagið — að þeir séu Morgunblaðsungar. Slíkum mönnum virðist vera innprentuð ákveðin hollusta við blaðið — og raunar er sú hollusta sem fyrrum starfsmenn Morgunblaðsins sýna blaðinu einstök — þeir geta búist við ákveðnum stuðningi frá blaðinu nema þeir hlaupi alvarlega út und- an sér og jafnframt við föðurlegu til- tali frá varphænunni ef þeim verða á glappaskot. Frægasti Morgunblaðsunginn er sjálfsagt Þorsteinn Pálsson forsætis- ráðherra, þótt vera hans á blaðinu hafi ekki getað hlíft honum við ým- islegri gagnrýni nú síðustu árin. Annar ungi er Árni Johnsen, sem nýfallinn út af þingi fær þann stuðn- ing frá blaðinu að það sé mjög baga- legt að Vestmanneyingar skuli ekki eiga mann á þingi — og er þar nátt- úrlega fyrst og fremst átt við Árna en ekki einhvern annan Vestmann- eying, sem aldrei hefur unnið á Traustvekjandi stöðugleiki Ritstjórnarlega er Mogginn ákaf- lega íhaldssamt blað. Aðalritstjór- arnir tveir hafa setið farsællega á sínum stólum um árabil: Matthías Johannessen var ráðinn ritstjóri 1959, Styrmir Gunnarsson árið 1972. Aðstoðarritstjórinn, Björn Bjarnason, sonur Bjarna Benedikts- sonar, er beinlínis alinn upp inni á blaðinu. Fulltrúar ritstjóra og frétta- stjórar eru ekki ráðnir vegna þess að þeir séu hugmyndaríkir og dríf- andi menn, heldur eru það gamal- vanir blaðamenn sem hafa helgað Morgunblaðinu mestallan starfsferil sinn. Glannalegar breytingar og ævin- týramennska eru ekki stíll Morgunblaðsins og kannski er það einn styrkur þess hvernig það þró- ast með lesendum sínum. Sá al- menni lesandi tekur í raun varla eft- ir því hvernig blaðið breytist, litun- um og síðunum fjölgar, nýir efnis- þættir bætast við, en í huga lesand- ans er ímynd blaðsins óbreytt. Það er líka traustvekjandi að sumt breyt- ist alls ekki: afmælis- og minningar- greinarnar eru á sínum vísa stað, Lesbókin rær ennþá á sömu mið og áður. Forsvarsmenn Morgunblaðsins eru oft býsna hógværir í afstöðunni til þeirra valda sem margir ætla blaðinu. Þannig segir Styrmir Gunn- arsson til dæmis í viðtalinu sem vitnað er í hér að framan: „Ég held að áhrif Morgunblaðsins séu engin föst stærð heldur séu þau breytileg. Stundum hefur blaðið mikil áhrif á umhverfi sitt og skoðanamyndun í landinu en á öðrum tímum eru þessi áhrif takmörkuð. Allt fer þetta eftir efnum og ástæðum." Þagað í hel Líklega myndi einhver vilja halda því fram að þetta sé orðhengilshátt- ritstjórnargrein í Alþýðublaðinu í fyrra, þegar Hafskipsmálið stóð sem hæst, að „þótt einokunaraðstaða Morgunblaðsins hafi skekkst sé það enn sem fyrr máttugasta dagblað ís- lands og einn áhrifamesti miðill landsins. Þess vegna sýnir Morgun- bladid einna sterkast mátt sinn þeg- ar þad þegir hluti í hel“. Morgunblaðið lá undir þungum ásökunum um að það hefði fallið á því prófi sem Hafskipsmálið var. Hafskipsmálið teygði anga sína inn í innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins. Morgunblaðið hélt hlífiskildi yfir Albert, sem þó var enginn stórvinur blaðsins, hvorki þá né fyrr. Margyfirlýstur vilji ritstjórnar Morgunblaðsins er sá að skilja að fréttir og pólitísk skrif. Þrátt fyrir þennan vilja, sem sjálfsagt er góður, hefur þetta ekki alltaf tekist. Við- mælendur HP voru flestir nokkuð á einu máli um að fréttaflutningur blaðsins af erlendum málefnum og utanríkismálum hefði á sér hægri slagsíðu — og kannski ekki síst þeg- ar hagsmunir Bandaríkjanna eru í veði, einsog í Lýbíu í fyrra og Nicar- agua í ár. „Þú getur heldur ekki búist við því að Mogginn fari af eigin frum- kvæði að taka á málum sem koma sér illa fyrir þá voldugu menn sem tengjast flokknum og blaðinu nán- um böndum," sagði fréttamaður í samtali við HP. „Albert Guðmunds- son var svo annar handleggur, hann var fulltrúi hinna nýríku og óhefl- uðu sem Morgunblaðið hefur enga sérstaka ást á.“ Þjónustustörfin liðin tíö Þótt Morgunblaðið sökkvi öðru hvoru ofan í hið pólitíska fen, einsog einn viðmælandi HP orðar það, þá er Ijóst að blaðið hefur breyst og að það hefur breytt íslenskri blaða- mennsku. Tildæmis heldur sami viðmælandi því fram að með húm- anisma sínum hafi Matthías Johann- essen ritstjóri átt stóran þátt í að út- rýma því skítkasti og ofstæki sem fylgdi pólitískum skrifum hér á landi í og upp úr kalda stríðinu — og ekki síst á Mogga. „Ritstjórarnir eru sér vitandi um vald sitt og gæta þess að misnota það ekki," segir hann. í miðju Hafskipsmálinu var eins og einn höfundur Reykjavíkurbréfs í Morgunblaðinu vaknaði upp með hálfgerðum andfælum og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Morgun- blaðið haföi misst af lest og hvers vegna? Skýringarnar eru kannski á köflum grátbroslegar ef horft er yfir langa sögu Morgunblaðsins, en þær segja í stuttu máli langa sögu þess á hvaða leið Mogginn er þótt enn sé drjúgt í áfangastað: „Forráðamenn fjölmiðlanna hafa líklega ekki gert sér fyllilega grein fyrir því hvert framvinda mála á þeirra vettvangi mundi leiða og þess vegna hafa þeir vafalaust verið misjafnlega undir það búnir að mæta þessum breytingum, þótt þær hlytu að vera jákvæðar fyrir þá. Það er ekki auðvelt fyrir starfsmenn fjöl- miðla sem áður fyrr höfðu vanist því að vera í eins konar þjónustustörf- um fyrir umhverfi sitt, og þá ekki síst stjórnmálamenn og embættis- menn, að skipta allt í einu um hiut- verk, horfa á atburði úr töluverðri fjarlægð og á sjálfstæðari hátt en áður var gert. Með nokkrum rétti má segja að nýjar kynslóðir starfs- manna fjölmiðla ættu auðveldara ineð að ganga inn í þessi nýju hlut-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.