Helgarpósturinn - 23.07.1987, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 23.07.1987, Blaðsíða 29
eftir Áslaugu Ásgeirsdóttur mynd Loftur Atli Gluggað í erfðaskrá Einars Jónssonar Safnið skal ekki auglýst Friður ríki um myndir mínar Þegar Einar Jónsson myndhöggvari lést ánafnaði hann íslenska ríkinu ævistarf sitt og safnahúsið sem er á Skóla- vörðuholtinu í Reykjavík en þar er mestur hluti ævistarfs hans geymdur. En Einar setti ýmis skilyrði fyrir þessari gjöf og hafa þau flest verið haldin allt fram á þennan dag en þó með undantekningum. En hver skyldu þessi skil- yrði vera og hvernig hefur gengið að framfylgja þeim gegnum árin, en nú eru 33 ár síðan Einar dó? Einari var mjög umhugaö að ekki færi fyrir safninu eins og Listasafni íslands, sem árið 1953 þegar erfða- skráin var samin var ekki með neitt húsnæði og voru verk í eigu þess dreifð út um allt. Enda lagði hann ríka áherslu á það í erfðaskránni að aldrei mætti flytja verk burt frá safn- inu eða selja þau þaðan og einnig vildi hann ekki að verkin væru lán- uð á söfn til sýningar með öðrum verkum, hvorki hér innanlands né erlendis. Einar vildi og ekki að verk annarra listamanna væru sýnd á safninu. Var það ósk hans að safnið væri eins konar yfirlitssafn yfir verk hans og fólk gæti komið þangað til þess að njóta þeirra allra á sama staðnum. Eða eins og segir í erfða- skránni: „Það, sem fyrir mér vakir, er, að fullkominn friður fái að ríkja um myndir mínar og ævistarf á komandi tímum, og að þær fái að vera til sýnis í því umhverfi, sem þeim hefir verið búið, og túlka þann sannleika, sem ég tel æðstan, fyrir minni ástkæru þjóð.“ Einnig lagði Einar ríka áherslu á það að niðurröðun höggmyndanna yrði ekki breytt frá því sem hann kom þeim fyrir enda taldi hann að sín niðurröðun væri sú besta og að- eins þannig fengju verkin að njóta sín. AUGLÝSINGAR ILLA SEÐAR Sérstaklega var tekið fram í erfða- skránni að ekki mætti gera afsteyp- ur af verkunum nema fengnir væru til þess færustu sérfræðingar á því sviði og fyllsta aðgæsla væri höfð. Einnig er það tekið fram að ekki megi selja afsteypurnar heldur beri að geyma bæði frummyndina og afsteypuna áfram í safninu. Og þeg- ar afsteypur eru gerðar má ekki færa stærstu og viðamestu myndirn- ar úr stað heldur verður að vinna verkið á safninu. Eitt enn er gert að skilyrði fyrir gjöfinni, að ekki megi auglýsa safn- ið til þess að laða að fólk, jafnvel þó að aðsóknin minnki og rökstyður Einar þessa ákvörðun í endurminn- ingum sínum sem fyrst komu út árið 1944 þar sem helstu atriði erfða- skrárinnar koma fram og eru rök- studd. Að hans áliti eru það sannir listunnendur sem eiga einna helst erindi á söfnin og það þurfi ekki auglýsingar til þess að fá þá þangað. Auglýsingarnar laða að fólk sem ekki hefur sanna ánægju af listinni og slíkt fólk er óþarft að mati Einars þar sem það er aðeins að svala stundarforvitni. VERIÐ ER AÐ BYGGJA GARÐINN UPP En hvernig skyldi nú ganga að framfylgja þessum skilyrðum? Ólaf- ur Kvaran, forstöðumaður Lista- safns Einars Jónssonar, sagði að það væri mikilvægt að taka tillit til þess að þegar Einar samdi erfðaskrána hafi safn hans verið eina safnið á landinu og var honum mjög um- hugað að það héldist sem heild en væri ekki dreift út um allt og verk annarra höfunda sett í stað verka hans. Nú væru hins vegar aðrar að- stæður fyrir hendi. „Önnur verk hafa að vísu aldrei verið sýnd í safn- inu enda er ekki pláss til þess. Við höfum hins vegar hreyft til stytturn- ar og höfum fært bronsverkin sem voru inni á safninu út í garð. Við teljum að þar séum við að halda áfram því verki sem ekkja Einars hóf, en áður en hún dó setti hún upp styttur úti í garði. Það má segja að uppbygging garðsins sé stærsta breytingin og erum við að vinna að því að byggja hann enn frekar upp. Inni eru svo gifsstytturnar og þær stærstu eru alveg óhreyfðar enda geta þær eiginlega hvergi annars staðar verið. Það má segja að að mestu leyti sé safnið óbreytt frá því hvernig Einar skildi við það.“ Safnið hefur látið gera afsteypur af nokkrum styttum og hafa þær verið seldar á almennum markaöi. „Ég vil taka það fram að við höfum ekki farið út í að fjöldaframleiða þessar afsteypur. Þær afsteypur sem við höfum látið gera eru allar tölu- settar og í sömu stærð og frum- myndin. Þær hafa síðan verið seldar á innlendum markaði og er eftir- spurnin mikil og hafa þær selst upp á skömmum tíma. Síðan höfum við notað ágóðann til þess að fjár- magna afsteypur af gifsmyndunum. Gifsið er ekki hið endanlega form höggmyndar heldur er það eirinn og erum við að vinna að því að steypa þær í eir nú.“ EÐLILEG ERFÐASKRÁ Ólafur sagði að aðsóknin að safn- inu væri nokkuð góð og væru það helst ferðamenn sem heimsæktu það og skólakrakkar kæmu þangað á veturna. „Það eina sem við höfum gert til þess að vekja áhuga fólks á safninu er að setja auglýsingar í ferðamannabæklinga og vekja at- hygli ferðamanna á safninu. Ef við gerðum það ekki, gætum við allt eins lokað strax. íað sem hefur aukið aðsóknina arðurinn sem ég minntist á áð. n síðan hann kom til sögunn. 'fur aðsóknin batnað því fólk kemur inn og byrjar að skoða hann en fer síðan og skoð- ar safnið." Að lokum sagði Ólafur um erfða- skrána almennt: „Mér finnst þessi erfðaskrá mjög eðlileg. Hún kveður á um almenna umgengni mikið til og miðast við að verkin verði ekki fyrir neinum skemmdum. Til dæmis er sagt hvernig eigi að rykhreinsa gifsið og einnig er það brýnt fyrir að þegar iðnaðarmenn séu að vinna á safninu beri að fylgjast með því að þeir skemmi ekki verkin af slysni. Einari var annt um ævistarf sitt og reyndi að koma því svo fyrir að það héldist allt á einum stað og ekki væri tekið upp á því að nota safn- húsið undir verk annarra manna og er það mjög eðlilegt." HELGARPÓSTURINN 29

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.