Helgarpósturinn - 08.10.1987, Side 12

Helgarpósturinn - 08.10.1987, Side 12
Dómarar viö hæstarétt: Enginn núverandi dórnara hefur reynslu af störfum við sakadóm. búningi hæstaréttar fram yfir hag skjólstæðinga sinna og því ekki hætt á að stugga við réttinum með þessari kröfu. ERFITT AÐ FÁ ÚRSKURÐ Það hefur þó komið fyrir að lög- menn hafi gert athugasemdir við að dómari sitji í réttinum, sem samið hefur þau lög sem til meðferðar eru. Þannig var gerð athugasemd við að Armann Snœvarr var í dómari í máli er snerti lög er hann hafði sjálf- ur samið. Ármann mun einmitt hafa verið einn afkastamesti lagasmiðurinn af hæstaréttadómurunum. Hann hef- ur samið flest ný lög er snerta sifja- rétt, lögskilnað og fjárslit hjóna og önnur skyld mái. Hann hefur sömu- leiðis margsinnis setið i hæstarétti þegar þessi lög hafa verið til með- ferðar. Slík seta lagasmiðar í hæstarétti veikir að sjálfsögðu trú manna á hann sem úrskurðaraðila um það hvort lög standast fyrir stjórnar- skránni. Hæstiréttur hefur reyndar einnig verið gagnrýndur fyrir það hversu erfitt er að fá úr því skorið hvort lög standast. I Bandaríkjunum er til dæmis hægt að senda hæstarétti fyrirspurn um lögmæti ákveðinna atriða, eða hvort þau standast fyrir stjórnarskránni. Hæstiréttur íslands tekur hins vegar einungis fyrir þau mál sem áfrýjað er til hans. Það er því eina leiðin til þess að fá skorið úr um það hvort lög standast eða ekki. GAGNRÝNIN STENDUR rýni sína á þessa dóma. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að dómurinn taki ekki nægjanlegt tillit til þessara ákvæða. Hann telur með öðrum orðum að rétturinn sé of vilhallur ríkisvaldinu og verndi einstakling- inn ekki fyrir valdbeitingu þess. í bók Jóns Steinars koma fyrir dómar í máli „Frjáls útvarps", sá þáttur „Spegilmálsins" er snerti spurninguna um það hvort ríkissak- sóknara væri heimilt að senda lög- regluna til þess að gera upplag blaðsins upptækt, tvö málanna fjalla um skattheimtu, eitt um eign- arrétt í forsjá sveitarfélaga og einnig er fjallað um sératkvæði um skyldu- aðild að búnaðarfélögum. í öllum þessum málum telur Jón Steinar að hæstiréttur hafi ekki tek- ið nægjanlegt tillit til mannréttinda- ákvæða stjórnarskrárinnar og því borið rétt einstaklingsins gagnvart ríkisvaldinu fyrir borð. EINS OG LIGGJANDI MENN Það verður forvitnilegt að sjá hver viðbrögð hæstaréttar verða við út- komu þessarar bókar. Það er fátítt að starfandi hæstaréttarlögmenn ;• 0 í> 0 0 ó ó f/ I : - v y ■ NÝJA ELDAVÉLIN FRÁ vörumerki hvers heimilis i 50 ár. JL L LÆKJARGÖTU 22 HAFNARFIRÐI SÍMI 50022 gagnrýni réttinn opinberlega og reyndar kemur það sjaldan fyrir að um störf hans sé fjallað á opinberum vettvangi. Þetta er ef tii vill rótin að því hversu lokaður hæstiréttur er. Þó flestir séu sammála því að umgang- ast beri hæstarétt af virðingu, þá munu fáir tilbúnir til þess að mæla þeirri þögn, sem ríkt hefur um störf hans, bót. Reyndar má rekja þessa þögn til þeirrar ákvörðunar hæstaréttar- dómara hérlendis, að ræða ekki málefni réttarins opinberlega. Þær gagnrýnisraddir sem komið hafa upp hafa því fljótlega þagnað, þar sem ekkert svar hefur borist. Einn lögmanna orðaði þetta svo í viðtali við Helgarpóstinn, að það væri eins og að sparka í liggjandi mann að gagnrýna hæstarétt. Hefð- in setti dómarana í þá aðstöðu, að geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér. SEMJA SJÁLFIR LÖGIN Auk þess að vera gagnrýndir fyrir að gæta hagsmuna ríkisvaldsins umfram réttar einstaklingsins hafa dómarar í hæstarétti verið gagn- rýndir fyrir að taka að sér að semja lög fyrir ríkisstjórnir. Lög sem þeir síðar dæma eftir og lenda jafnvel í því að úrskurða hvort standast gagnvart stjórnarskránni. Eitt gleggsta dæmið um þetta er þegar þess var sérstaklega getið í greinargerð með frumvarpi um tímabundna skipan tveggja hæsta- réttardómara vegna anna við rétt- inn að frumvarpið væri samið af hæstarétti. í stjórnarskránni eru ákvæði um skipan dómara við hæstarétt og fannst mörgum lög- mönnum í hæsta máta vafasamt að slík tímabundin skipan stæðist gagnvart þeim. Frumvarpið varð þó að lögum og enginn lögmaður reyndi að ryðja þessum tímabundnu dómurum úr réttinum með skírskotun til stjórn- arskrárinnar. í samtölum við Helg- arpóstinn sögðust lögmenn ekki geta tekið skoðanir sínar á lagatil- Ein undantekning er þó til á þessu, sem sjálfsagt mörgum er í fersku minni. Það var þegar Stein- grímur Hermannsson, þáverandi forsætisráðherra, vitnaði til síma- viðtals við Magnús Thoroddsen, for- seta hæstaréttar, í umræðum á al- þingi um verkfall flugfreyja. I ljósi hefðarinnar fannst mörgum sem forseti hæstaréttar hefði þar hlaupið á sig, enda hefur engin end- urtekning orðið á þessari þjónustu hæstaréttar. Þetta atvik verður ekki eins sér- stakt ef litið er á það út frá þeirri gagnrýni hversu vilhallur hæstirétt- ur er ríkisvaldinu og sem rakin hef- ur verið hér að ofan. Sú gagnrýni hefur verið þrálát, án þess að rétturinn hafi svarað fyrir sig. Hún gefur mynd af dómi sem þjónustar ríkisvaldið með samningu laga, hlífir því í dómum sínum og þiggur af því laun. Þar sem hæsta- réttardómarar taka engan þátt í op- inberri umræðu um réttinn og störf sín er þetta eina myndin sem stend- ur þeim til boða er ekki vilja trúa því að hæstiréttur sé alvitur. yst sem innst..! 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.