Helgarpósturinn - 08.10.1987, Síða 18

Helgarpósturinn - 08.10.1987, Síða 18
EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON MYND JIM SMART Rúrik Haraldsson leikur aöalhlutverkiö í Rómúlusi mikla sem Þjóöleikhúsiö sýnir um þessar mundir. Hann á aö baki 37 ár sem leikari í húsinu. Hann er í HP-viötali. Maður er enginn róbot Lítid búningsherbergi á þriöju hœö Þjóöleikhússins. Á litlum skildi fyrir miöri hurö stendur nafn Rúriks Haraldssonar og ártaliö þegar hann hóf störf viö leikhúsiö, 1951. A ööru skilti nafn fyrrum herbergisfélaga hans, Lárusar Pálssonar heitins. Rúrik situr fyrir innan og lesyfir rulluna fyrirsýn- inguna um kvöldiö. Hann er borgaralega klœddur, gráteinótt jakkaföt, hvít skyrta og bindi. Á heröatré viö hliöina á hinum keisaralega serk hangir svartur frakki, „city-frakki" segir’ann. Hann er býsna keisaralegur, gráhæröur og háriö fariö aö þynnast. Hávax- inn og tígulegur og ber meö sér reynslu leikara í rúmlega 40 ár. Nefiö er stórt, eilítiö bogiö, sannkallaö kónganef. Vel viö hœfi þegar hann stígur á sviöiö og túlkar Rómúlus. Hann kemur mér fyrir sjónir eins og þaö sem Bretar mundu kalla „grand old man“. Þegar hann er kominn í gerviö, Ijósan serk og rautt klœöi yfir axlirnar, lárviöarsveigurinn á höfuöiö, þá er Rúrik Haraldsson horfinn. Eftir stendur Rómúlus, síöasti keisari Rómarveldis. „Um hvað eigum við að tala,“ spyr hann þegar ég kem inn í búningsherbergið, „eru ekki allir búnir að fá leið á okkur þessum leikurum. — Viðtöl við þá í öðru hverju blaði. Les þetta nokk- ur maður? Annars — við gætum kannski talað um þessa kvalavini, kvalavinafélag. Hvað er þetta eiginlega? Hvað er að gerast? Hverjir eru þessir vinir kvala? Það komu menn í sjónvarpið og sögðust vera kvalavinir. Þykir þeim gaman að láta kvelja sig. Maður hefur heyrt um fólk sem hefur gaman af að kvelja aðra, hvað heitir það nú aftur, sadistar er það ekki? Og svo eru þeir sem hafa gaman af að láta kvelja sig, hvað heitir það?“ Masókistar, botnar blaðamaðurinn. „Já, einmitt. Ég var bara að kanna þekkingu blaðamannsins," segir hann svo og það kraumar í honum hláturinn. Heldur svo áfram að tala um kvalavini. „Eru kvalir í Kvalfirði? Kvaiir kvaldir í Kvaifirði? Hvernig er þetta með þetta failega hv-hljóð, er það alveg að hverfa? Geta menn ekki sagt hvalavinafélag og hvalir í Hvalfirði. Ég er alveg gáttaður á þessu." Rúrik fór til náms í Englandi árið 1947. Það eru því 40 ár síðan hann helgaði sig leiklistinni. Hann er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum, sigldi til Reykjavíkur til að fara í Verslunarskóla og leiklistarskóla Lárusar Pálssonar. Á þessum árum var verið að vinna að stofnun Þjóðleik- hússins sem hann segir að hafi sannarlega aukið áhugann. yÞetta er baktería sem maður losnar ekki við.“ I London, í Center School of Drama, dvaldist hann í þrjú ár, borgin sundurtætt eftir sprengjuárásir Þjóðverja og matur allur skammtaður. Hann segist ekki hafa haft mikinn áhuga á að setjast að f Englandi, jafnvel þó hann hafi fengið nokkur tilboð í ieikiistinni. Enn var það Þjóðleikhúsið sem lokkaði. Hann hafði verið að leika hér heima áður en hann fór utan til náms og hann segir frá því þeg- ar hann lék í sænsku leikriti í Iðnó — lék þar stóran myndarlegan stúdent — elskhuga. Eg spyr hann hvernig honum hafi fallid aö leika elskhuga? „Mér líkaði það bara vel, ég hef leikið marga elskhuga í gegnum tíðina — og svo auðvitað sýslumenn, presta, kónga, þylsugerðarmenn og allt upp í betlara og alis konar misyndismenn." Talið snýst að listrænum metnaði í Þjóðleik- húsinu, að hlut ungs fólks þar inni, hvort ungir leikarar og leikstjórar fái tækifæri sem skyldi. „Jú, jú. Margir ungir leikarar og leikstjórar fá og hafa alltaf fengið tækifæri. Sumu fólki finnst það að vísu vera utangátta, fær ekki hlutverk og finnst allt ganga gegn sér. Þetta er ekkert nýtt. Svona hefur þetta verið öldum saman í öllum leikhúsum. Kannski það væri ráð að skipta fólki út þegar það hefur náð fimmtugu. Setja nýja inn í staðinn." Þú uœrir ekki aö leika Rómúlus núna ef svo vœri. „Nei, þarna sérðu. Þetta er erfitt mál að fást við. Reynslan er nefnilega svo mikilvæg. Að geta leitað í reynslubankann þegar svona stór hlutverk eru annars vegar — það er ekki hægt að gera þetta að gagni öðruvísi en að hafa reynslu." ÓHRESS MEÐ GAGNRÝNINA Er þelta erfitt hlutverk? „Já, það er það. Þetta er mikið hlutverk. Mikill texti og löng sýning, næstum þrír tímar." En hefur ekki fengid góda dóma. „Nei, við erum óhress með það. Að vísu þarf ég svo sem ekkert að kvarta. Ég hef fengið góða krítík — og reyndar margir aðrir. En þetta hefur kannski áhrif á aðsóknina, þó það sé fullt núna á fyrstu sýningunum. Reyndar var einn leikari sem kom hingað til starfa úr Iðnó sem sagði að það væri greinilega verið að mismuna leikhús- unum í blaðadómum. Menn virðast frekar vera tilbúnir að gagnrýna Þjóðleikhúsið, oft ilia —■ kannski af því að það er ríkisleikhús." Gœti ekki verid á þessu sú einfalda skýring aö lönó heföi einfaldlega staöiö sig betur á gengn- um árum? „Ja, staðið sig betur. Ég veit það ekki. En miðl- ungssýningu í Iðnó er kannski hælt á hvert reipi og hérna eru svo ágætissýningar sem aftur fá lé- lega dóma. Það er þetta sem er ósanngjarnt. En þessir gagnrýnendur geta leyft sér að segja svo margt, einn sagði t.d. að leikmyndin væri svo klunnaleg! Það er auðvitað rétt, hún er klunna- leg, ekkert orð nær þessu betur. En þá spyr ég á móti: Hvað var klunnalegra en rómverskir salir? Þetta var allt svo stórt og klunnalegt. Svo kemur einhver krítíker og fer að finna að því að leikmyndin sé klunnaleg. Hvað vill maðurinn eiginlega? Einhverjar spírur? Annar sagði að hann hefði mismælt sig, hann Rúrik. Hvað held- ur fólk eiginlega að maður sé. Þetta er þriggja tíma leikrit, maður er enginn róbot. Sem betur fer. Ef enginn mismælti sig í leikhúsi fengi það áreiðanlega sess í heimsmetabók Guinness. Þá væri jafn gott að setja þetta bara allt inn á tölvur. Slík ómerkileg sparðatínsla ber aðeins vott um „getuleysi" viðkomandi gagnrýnanda." GÓÐUR LEIKARI Ertu góöur leikari, Rúrik? „Auðvitað er ég góður. Ég er ekkert feiminn við að segja það að ég veit að ég er góður leikari. Væri ekki að þessu annars." Hefur Þjóöleikhúsiö veriö þér góöur vinnu- staöur, öll þessi ár? „Já, það hefur verið það. Alveg ljómandi. Þetta er góður vinnustaður og hér er ákaflega gott fólk. Ég hef reyndar alltaf haft mikið að gera, kannski of mikið. Ég hef fengið mikið af hlutverkum í gegnum tíðina. Það hefur ekki ver- ið tími fyrir neitt annað. Heldur lítið um tóm- stundir." Hefuröu lent í aö leika hlutverk sem þú hataö- ist viö? „Ég held ekki að það hafi komið fyrir — og þó, jú. Einu sinni var settur upp danskur söngieikur, Táningaást, sem fór voðalega illa með mig. Þetta var poppsöngleikur og ég þurfti að syngja, sem hefur aldrei verið mín sterka hlið. Textinn var talaður eftir ákveðnum ryþma. Þetta var hryllingur og svo var það svo hratt að ef maður missti eitt orð þá var framhaldið glatað. Ég iék meira að segja aðalhlutverkið. Ég held að ég hafi aldrei verið jafn feginn og þegar auglýst var: Síð- asta sýning! Þetta fékk óskaplega mikið á mig. Mér leið illa bæði andlega og líkamlega og ef ég hefði ekki verið jafn sterkur og ég tel mig vera, þá hefði ég bara brotnað. Orðið brjálaður kannski. Þetta var hræðilegur tími." Ertu sterkur karakter? „Ég tel mig vera það, já, svona nokkuð a.m.k. Veikari maður hefði örugglega brotnað undan þessum hryllingi." Nú ertu búinn aö vera meira og minna á sviöi yfir 40 ár, ef námsárin eru meötalin, ertu ekki oröinn íhaldssamur? „Nei, það held ég ekki. Ég hef alltaf gaman af nýjum hugmyndum, sérstaklega í listinni." Þú vœrir kannski tilbúinn til aö fara út í til- raunaleikhús, núna á seinni hluta ferilsins? „Ja, því ekki það. Ég væri alveg til í það ef eitt- hvað bitastætt væri í boði. Ég myndi örugglega hafa gaman af því. Kannski ég stofni bara fram- úrstefnukjallaraleikhús þegar ég hætti hjá Þjóð- leikhúsinu." ÞÁ HÆTTIR MAÐUR BARA Ertu farinn aö hugsa til þess? „Nei, ekki enn. Ekki meðan ég held heilsu. Reyndar er ég kominn á eftirlaun samkvæmt 95 ára reglunni. Komst það fyrir tveimur árum, þegar ég varð sextugur. Svo að ég get hætt. Ég gæti farið að velja mér hlutverk meira en ég hef gert ef ég hætti sem fastráðinn leikari. Reyndar hef ég aldrei farið fram á að leika þetta eða hitt hlutverkið, bara tekið það sem að mér hefur ver- ið rétt. En kannski fer maður að velja meira úr ef maður verður „free lance". Þú ert aö fara yfir textann fyrir kvöldiö. Ertu farinn aö gleyma texta meira en áöur? „Nei, ekki er það nú. Annars er það „prinsipp" hjá mér að fara aldrei á svið án þess að lesa text- ann áður — hvort sem hlutverk er stórt eða smátt. En ég hef gott minni og er heilsuhraustur. Öðru vísi gæti ég ekki gert það sem ég er að gera núna. Ég er eins og enskurinn segir „still going strong"." Kvíöiröu þeim tíma þegar þú getur ekki leikiö lengur? „Ég veit það ekki. Ekki tiltakanlega held ég. Þá hættir maður bara. Það er ekkert við því að gera." Hvaö helduröu aö þú heföir farið að gera ef þú heföir ekki oröiö leikari? „Ég hugsa að ég hefði farið út í iðnaðarrekst- ur. Orðið stór iðnrekandi. Ég hefði haft hæfi- leika í það. Eða efnafræðingur — það hefur alltaf kitlað mig svolítið. Hins vegar hef ég aldrei séð eftir því að gerast leikari, jafnvel þó launin hafi verið lág og vinnutíminn langur. Við hjónin eig- um okkar hús, sem er ágætt, en maður hefur ekki safnað peningum, enda er það ekki tilgang- urinn." Hver er tilgangurinn? „Tilgangurinn, ég veit ekki. Reyndar er ég far- inn að haltast að því að lífið sé bara endalaus skólabekkur og svo fæðumst við aftur og aftur og aftur. Og vonandi betri menn." HÉGÓMIEITUR í MÍNUM BEINUM Nú er Rómúlus keisari aö reyna aö frelsa heiminn, hefur þú haft einhverjar tilhneigingar í þá átt sjálfur? Nei, það hef ég ekki haft. Það hefur ekki kom- ið upp á mitt borð, eins og stjórnmálamennirnir segja. Ég hef aldrei verið neinn áhugamaður um pólitík. Var reyndar hallur undir sósíalismann en eftir uppreisnina í Ungverjalandi 1956 hef ég borið kala til kerfisins þarna fyrir austan." Eruö þið Rómúlus líkir að einhverju ööru leyti? „Líkir? Hann er kannski eins og ég að því leyti að hann er lítið fyrir formlégheit og hégóma. Hégómi og smámunasemi hafa alltaf verið eitur í mínum beinum og hégómaskap hef ég aldrei þolað, hvorki í leikhúsinu, prívatlífi né annars staðar." Þér hefur þá ekki líkaö vel aö vera þekktur? „Einmitt. Þarna hittirðu naglann á höfuðið. Ég hef ekki haft neina andstyggð á því en það hefur ekki höfðað til mín, hef ekki verið upp með mér af því. Frekar fundist það leiðinlegt, sérstaklega fyrr á árum þegar maður hafði svona meira um- leikis." Hafa samt ekki veriö stundir þegar þaö hefur komiö sér vel. Þú hefur fengiö eitthvaö vegna þess aö þú varst ekki bara Jón Jónsson. „Ég held ekki. Ég hef aldrei beðið um meira en aðrir menn. Ég hef sótt mitt kaup í leikhúsið — farið með það heim og borgað minn matar- reikning. Þar með er það búið. Svo hefur maður orðið að fara af stað til þess að reyna að ná sér í eitthvað aukalega til að skrimta." Hvernig hefur þessi mikla vinna fariö saman viö fjölskyldulíf? „Ja, hún fer nú ekki vel við það. Maður er mik- ið að heiman, en konan mín hefur alltaf sýnt mér og minni vinnu mikinn skilning. Hún er mjög listræn kona og hefði sjálfsagt náð langt á sínu sviði í stað þess að helga sig heimili, eigin- manni og börnum. Þú hefur selt röddina nokkuö í auglýsingar. Mörgum finnst leikarar setja ofan þegar þeir gera slíkt, hvaö finnst þér? „Setja ofan hvern fjandann? Eru ekki leikarar í þessu um allan heim. Það er allt í iagi að vera í auglýsingum, ef þaö er bara ekki of mikið. En stöku auglýsing gerir ekkert til. Menn eiga held- ur ekki annarra kosta völ. Þeir þurfa á aukavinn- unni að halda. Reyndar er þetta ekki eina auka- vinnan sem ég hef stundað. Fyrir mörgum árum vorum við Róbert Arnfinnsson með atriði sem við fórum með á skemmtanir. Hann spilaði á harmónikku og ég á mandólín og svo sungum við gamanvísur." Hvernig þótti þér þetta? „Alveg hræðilegt. Bæði var efnið oftast í þynnra lagi og svo var fólk gjammandi fram í og lét illum látum, — með víni sko. Þetta var hræði- legt." Á TROMPET MEÐ BJARNA BÖ Ertu tónlistarmaöur? „Ekki veit ég það nú, en ég var í þessu þegar ég var ungur. Spilaði á trompet og klarinett. Ég var með Bjarna heitnum Bö í hljómsveit."

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.