Helgarpósturinn - 08.10.1987, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 08.10.1987, Blaðsíða 25
Hef aldrei ætlað mér annað en geðjast fólki segir Megas í viðtali við HP um Loftmyndina sína af Reykjavík og fleira Er það Megas? „Jú, sá er maðurinn." Mig langaöi ad tala uid þig um nýju plötuna. „Já — spurðu." Fyrst ein klassísk, er hún í sama dúr og sú síöasta? „Agh — hún er sko að því leytinu í sama dúr að ég er svona í svipuð- um dúr og ég var fyrir ári. Breyting- arnar eru svona jafnmiklar og breyt- ingarnar á mér. Að öðru leyti, það eru svipaðir músíkantar, þeir eru fleiri núna, fleiri hljóðfæri og stílteg- undir. Þessi verður kannski ekki jafn- rokkud? „Fannst þér hún rokkuð í fyrra? Sum lögin a.m.k. „Já, það er alveg sama sveiflan á þessari sko. Úr einhverju svona soft og sentímental upp í rokkað. Það er held ég bara minn persónulegi skali — mitt geðróf." Einmitt — og þú hefur ekki breyst mikid á einu ári? „Nei.... kannski hefur maður breyst ofsalega mikið en þá finna aðrir það betur en ég. Mér finnst ég ekkert hafa breyst, eiginlega ekkert hafa breyst, lítið." Og kannski ekkert frá upphafi? „Jú, í gegnum tíðina hef ég breyst heilmikið en ef maður skoðar bara eitt ár, ég er að segja það sem mér finnst, öðrum finnst kannski þetta vera algerar breytingar. En það kemur í ljós.“ Hverjir eru með þér á plötunni? „Það er minn gamli góði trymbill hann Sigtryggur og það er gítaristi sem ég ekki hef haft með mér á plötu áður, Guðlaugur Óttarsson. Svo er ég með minn gamla góða bassista úr Passíusálmapródjektinu, Harald Þorsteins. Tómas hefur ekkert komið nálœgt þessu? „Nei, Tómas var bissí annars stað- ar svo við vorum með erlendan upptökumann. Síðan kom Þor- steinn Magnússon og spilaði helvíti fallegar línur í nokkur lög og svo er ég með Daða Kolbeinsson á óbó, Þorgeir nokkurn Kjartansson á saxófón og svo er það Eyþór Gunn- arsson á píanó og syntha. Og svo Kalli Sighvats á Hammond..." Þetta er hörkulið. „Þetta er rosalegt lið og ekki allt upptalið. Svo er þarna Reynir á harmónikku og Wilma Young á fiðlu... Og síðan eru söngkonur." Nú, bakraddir? „Það eru ekki bakraddir, það eru algjörar framraddir.” „Hef alltaf verið á höttunum eftir gúddvill." Það er nú ekki venjulegt á þínum plötum, hefur þaö nokkurn tíma gerst nema bara á Náttkjólunum? „Nei — ja, það var náttúrulega á Passíusálmunum, þar voru söng- konur Svo er blástur í munnhörpu líka, Ásbjörn blæs í munnhörpu." Ertu ánœgður með gripinn? „Eg er mjög ánægður með grip- inn, jú, jú. En ég á eftir sjá hana í föt- um sko, það er dálítið merkilegt að manni finnst alltaf skemmtilegt að sjá svona gripi í fötum." Segðu mér annað. Hvernig er það núna, þegar þú ert orðinn svona respektabel hljómlistarmaður og al- menningur bíður í eftirvœntingu eft- ir nýrri plötu, miðaö við það sem áð- ur var þegar þú varst utangarðs- maður. Hver er munurinn? „Eg veit það ekki, ég verð ekki var við neina eftirvæntingu. Ég bara bý í minni íbúð uppi á fjórðu hæð og ég verð ekki var við hvað er að ger- ast niðri á jafnsléttunni. En ég held að fyrir mitt leyti þá viti ég betur hvað er að ske núna heldur en þeg- ar ég var órespektabel hljómlistar- maður og vissi naumast hvað var að gerast." En þú ert orðinn borgaralegri í seinni tíð og borgararnir hrífast af þér sem þeir gerðu kannski ekki áður. „Gera þeir það? Eins og ég segi, hérna á minni fjórðu hæð þá veit ég svo lítið hvað er að gerast, enda kaupi ég ekki dagblöðin. En þú seg- ir að borgararnir hrífist af mér. Mér finnst það mjög ánægjulegt. Ég hef aldrei ætlað mér annað en að geðj- ast fólki, alla mína hundstíð. Ég hef alltaf verið á höttunum eftir gúdd- vill fólks. Og þó að ég sé hérna á fjórðu hæðinni minni þá lifir maður ekki í tómi." En þú hefur nú aðeins mýkst, er það ekki? „Ég hef fitnað. Mýkst — ég meina, skilurðu, það núast af manni kant- arnir, skilurðu, gegnum tíðina og dropinn holar steininn og allt það. Svoleiðis að það er sjálfsagt bara náttúrulögmál ef ég er mýkri, en ég veit ekki, það gægjast alltaf fram ein- hver hvöss horn samt (ég er hrútur skilurðu), og hornin þau mýkjast í sjálfu sér ekki mikið en allt sem get- ur mýkst mýkist." Mér fannst þú sœkja minna aftur í söguna á síðustu plötu en þú gerðir áður, er þaö rétt? „Á plötunni í fyrra var efnið allt svona litlir nútíðarástarsöngvar. Það var ekkert svigrúm fyrir tilvísanir. En platan núna í ár er Reykjavíkur- plata, þannig að hún er full af tilvís- unum." Og ertu enn að snúa út úr Ijóðum þjóðskáldanna? „Nei, ég sný aldrei út úr þeim. Ég sæki mér efnivið í allt sem ég hef að- gang að, sem er sú hefð sem ég er al- inn upp við. Og það er ekkert svo heijagt að það sé ekki hægt að nota það." Heyrðu, við erum líka með viðtal við hann Einar Kára, hann tók ein- hvern tímann við þig viðtal sem vakti athygli, var það ekki, tekið upp í leiðara Moggans. „Nei, það var ekki viðtal, það var krítík og það var einhver léttur anarkismi sem kom fram í þessu, hans anarkismi." Það vœri tæpast amast við þér á þennan hátt í dag. „Það er ekkert amast við mér. Það var aldrei amast við mér í raun og veru, það var amast við Einari í leiðara Morgunblaðsins. Það var ekki verið að amast við mér í raun og veru." Og svo að lokum Megas, hvað heitir platan? „Hún heitir Loftmynd." POPP Þrjár gódar PINK FLOYD A Momentary Lapse of Reason -k~k Það hefur líklega verið flestum ljóst þegar platan The Final Cut kom út árið 1983 að Roger Waters var Pink Floyd. Þannig að þegar hann hóf að senda frá sér sólóplöt- ur gaf það helst til kynna að hljóm- sveitin væri hætt. Það var jú flest- um þetta ljóst en þó eru tveir menn sem neituðu að kyngja þess- ari staðreynd og þeir eru Dave Mason og David Gilmour. Þeir neituðu staðfastlega að Pink Floyd heyrði fortíðinni til og afleiðingin er sú að þeir tvímenningar eru Pink Floyd í dag og frá þeim er komin ný plata sem heitir A Mom- entary Lapse of Reason. En er hægt að reka Pink Floyd án Rogers Waters? Svarið við því er bæði já og nei. Það er hægt án bassaleikarans Rogers Waters, þeir fengu bara til liðs við sig annan og betri, sem er Tony Levin. Það er hægt án útsetjarans Rogers Waters, þvi Gilmour og Mason eru jafn færir á því sviði og það sem meira er, að það er langt síðan gít- arleikarinn David Gilmour hefur blómstrað sem á þessari nýju plötu. Það er hægt að reka Pink Floyd án upptökustjórans Rogers Wat- ers, því það er hægt að kaupa til verksins Bob Ezrin, sem á sínum tíma stjórnaði upptökum á Veggn- um. Er þá nokkuð að? kann einhver að spyrja og svarið er eitt stórt JÁ. Það virðist nefnilega ekki hægt að reka Pink Floyd án lagasmiðsins Rogers Waters. A Momentary Lapse of Reason hefur að minnsta kosti inni að halda fremur bág- bornar lagasmíðar, sem Gilmour hefur barið saman, annaðhvort einn eða í samvinnu við aðra. Fyr- ir vikið verður afurðin lítið annað en fallegar umbúðir með stórgöll- uðu eða í besta falli litlu innihaldi. PET SHOP BOYS Actually kkkk Hvernig eru poppsveitir nútím- ans? Þær eru t.d. dúettar þar sem annar meðlimurinn er söngvari og hinn sér um allan undirleik með því að töfra fram hljóð úr hljóðgervlum, tölvum, trommu- heilum og öðrum undratækjum sem sumum finnst nauðsynleg til framleiðslu tónlistar dagsins í dag. Einhverra hluta vegna hefur tónlist sem framleidd er með þess- um hætti aldrei átt neitt sérstak- lega upp á pallborðið hjá mér. Ein- faldlega vegna þess að oftar en ekki er hún tilfinningasnauð og vélræn. Á þessu er þó um undan- tekningar að ræða og nefni ég því til sönnunar nöfn eins og Yazoo og Soft Cell, sem nú heyra að vísu for- tíðinni til, og Pet Shop Boys, sem skaut upp á stjörnuhimininn árið 1985 með laginu West End Girls. Hvað gerir plötu eins og Actu- ally, sem Pet Shop Boys sendu ný- lega frá sér, jafn áheyrilega og raun ber vitni? Jú, þeir Tennant og Lowe virðast einkar lagnir við að setja saman mjög áheyrilegar lag- línur og ágæta texta. Söngurinn er þýður og áheyrilegur og undirleik- urinn er hvort tveggja í senn vél- rænn en þrátt fyrir það hlýlegur. Þá er hljóðeffektanotkun víða eftir Gunnlaug Sigfússon skemmtileg. Lögin What Have I Done To De- serve This? Og It’s a Sin eru nú þegar flestum kunn en á Actually er einnig að finna 8 önnur lög, sem flest eru vel þess virði að þeim sé gaumur gefinn. THE SMITHS Strangeways, Here We Come kkkk Á síðasta ári gerði hljómsveitin The Smiths risasamning við hljómplötusamsteypuna EMI. Samning upp á milljónir punda sem taka skyldi gildi nú um næstu áramót. Þegar samningur þessi var gerður voru The Smiths orðnir ein vinsælasta hljómsveit Eng- lands og þeir þóttu líklegir til enn frekari afreka. En það er nú svo með vegi velgengninnar að þeir eru órannsakanlegir og enginn veit ævi hljómsveitanna fyrr en öll er. Nú er svo komið að hún Snorra- búð er bara stekkur og The Smiths eru hættir. Rétt áður en Johnny Marr gítar- leikari ákvað að slíta samstarfinu við Morrisey og félaga og leita á önnur mið höfðu The Smiths náð að skera eftirmæli sín í plast sem nú er fáanlegt á hinum almenna plötumarkaði undir nafninu „Strangeways, Here We Come". Hér er um verðug eftirmæli að ræða, sem gefa lítið eftir plötun- um „Meat Is Murder" og „The Queen Is Dead". Þó hefur maður, ef til vill ósjálfrátt, á tilfinningunni að hljómsveitin hafi verið komin yfir sitt fegursta skeið. Heilinn er þó enn í stakasta lagi í formi gítar- leiks og tónsmíða Jphnnys Marr. Hafi Marr verið heilinn var Mor- risey líkaminn, það sem við sjáum og heyrum fyrst, og hann virðist tekinn að hrörna. Sem textasmið- ur hefur hann nú aldrei verið í hópi þeirra líflegustu og jákvæð- ustu en á „Strangeways" hefur svartsýnin tekið öll völd og er það helsti galli þessarar plötu. Söngv- arinn Morrisey er jú alltaf bara Morrissey og á raddböndunum er engin sérstök þreytumerki að heyra. Það voru margir sem elskuðu The Smiths. Sumir hötuðu að elska þá og aðrir elskuðu að hata þessa sérstæðu hljómsveit. Hvaða hópi hver og einn tilheyrir skiptir ekki máli. Dauði The Smiths er þeim flestum harmdauði og slæmt að samstarf þeirra gat ekki orðið lengra. Það sem auðvelt er að hugga sig við er að við höfum þó alltaf „Strangeways" og fleiri skíf- ur til að vekja upp tilfinningar, sem þeir áttu svo auðvelt með að kveikja. Hverjar svo sem þær kunna að hafa verið. PUBLIC IMAGE LIMITED Happy? kkkkk Getur verið að Johnny Lydon sé hamingjusamur? Maðurinn sem kom fram á sjónarsviðið árið 1976 sem Johnny Rotten, söngvari Sex Pistols, einhverrar „viðurstyggi- legustu" hljómsveitar allra tíma. Þá var hann reiður ungur maður, með appelsínugult hár og grænar tennur, sem „hrækti" framan í heiminn. Nú, ellefu árum síðar, er hann enn með appelsínugult hár en hann er búinnn að bursta tenn- urnar. Það síðarnefnda þýðir þó ekki að hann sé nú orðinn venju- legur maður, sáttur við allt og alla. Hann getur ennþá „hrækt" upp í opið geðið á heimsbyggðinni, sem fram kemur á plötunni Happy? sem hann var að senda frá sér ásamt hljómsveit sinni PIL. Já hann getur ennþá sent tóninn því hér fær kirkjan sitt. Ómanneskju- legar borgir fá sinn skammt og eyðni og fóstureyðingar annan, eða ef til vill öll heldur þær athafn- ir manna sem leitt hafa til eyðni og þess að nauðsyn skuli vera á fóst- ureyðingum. Nú, þá er Lydon lítt hrifinn af menntun í nútímaþjóð- félögum, sem hann segir lítið ann- að en innantóman páfagaukslær- dóm, sem sé af hinu illa en ekki því góða. Hvort sem menn eru nú sam- mála Lydon eður ei er þó tilbreyt- ing að heyra stöku sinnum í fólki sem segir meiningu sína umbúða- laust og það gerir Johnny Lydon og hefur alltaf gert. Þó svo að Lydon sé ekki ánægð- ur með heiminn í kringum sig get- ur hann þó verið ánægður með sjálfan sig. Hann starfar nú með góðri hljómsveit, sem í er meðal annarra John McGeoch, einn skemmtilegasti gítarleikari Breta síðasta áratuginn, en hann hefur áður starfað með Magazin, Siou- xie & the Banshees og Armoury Show. Happy? er líka þrælmögnuð skífa sem ekki svíkur gamla PIL- aðdáendur en hún er líka þannig úr garði gerð að margir nýir ættu að bætast í hópinn. Hlustið t.d. á lög eins og Seattle og Hard Times. Já, leggið við hlustir og sannfærist og þið verðið hamingjusöm. Eða hvað? HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.