Helgarpósturinn

Dato
  • forrige månedoktober 1987næste måned
    mationtofr
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Helgarpósturinn - 08.10.1987, Side 32

Helgarpósturinn - 08.10.1987, Side 32
EFTIR FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON MYNDIR JIM SMART FIMMTUGUR KARL MEÐ HÁSKÓLAPRÓF Alþingi íslendinga verdur sett laugardaginn 10. októ- ber. Hinir 63 alþingismenn byrja að venju á því að sitja guðsþjónustu í Dómkirkjunni, sér til blessunar. Við þetta tækifæri munu allir þingmennirnir eiga það sameigin- legt að skarta sínu fegursta og kannski steyptir að því er virðist í sama mót. Hinn dæmigerði þingmaður um þess- ar mundir er fimmtugur karlmaður með háskólapróf, sem fyrir þingmennsku var í röðum æðstu yfirmanna, sérfræðinga og stjórnenda. Slíka einstaklinga er að finna í öllum flokkum, nema hvað karlmennskan er útlæg hjá Kvennalistanum. En í raun hefur samt lítið breyst hvað þetta varðar í gegnum árin. Af hinum 63 þingmönnum hafa 33 eða 52% lokið 14 ára eða lengri skólagöngu, háskólaprófi eða öðru námi á háskólastigi. Hlutfallið er hæst hjá Sjálfstæðisflokknum eða 67% og munar þar mest um lög- fræðingana 9, en hinir eru 3 hag- fræðingar, 3 búfræðingur, einn er með verslunarskólapróf (Matthías Bjarnason), einn er stúdent er hóf háskólanám en hætti (Halldór Blöndal) og einn hefur kvenna- skólapróf (Salóme Þorkelsdóttir). Hlutfall þingmanna með 11—13 ára bók- eða verknám aö baki samsvar- ar nokkurn veginn því hlutfalli sem kom fram meðal Reykvíkinga á kosningaaldri í jafnréttiskönnun fyrir nokkrum árum, en óljóst er hvernig skiptingin er á öllu landinu um þessar mundir. Hlutfall þing- manna með 10 ára eða styttri skóla- göngu er síðan í engu samræmi við hinn mikla fjölda sem enn fyllir þennan flokk í landinu. 4 af 6 þingkonum Kvennalistans hafa háskólapróf, þær Guðrún Agnarsdóttir, Kristin Einarsdóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir og Danfríð- ur Skarphéðinsdóttir, en Kristín Halldórsdóttir er með kennarapróf og Málmfríður Sigurðardóttir er með kvennaskólapróf. 6 af 10 þingmönnum Alþýðu- flokksins hafa háskólapróf. Jóhanna Sigurðardóttir hefur verslunarskóla- próf, Karl Steinar Guðnason kenn- arapróf, Karvel Pálmason er gagn- Kyn þingmanna Listi (fj.) karlar (%) konur (%) V( 6) 0% 100% G( 8) 75% 25% S( 7) 86% 14% D (18) 89% 11% A (10) 90% 10% B (14) 93% 7% Alls (63) 79% 21% Landið 50% 50% fræðingur og Árni Gunnarsson hef- ur miðskólapróf ásamt flugnámi. ÞINGMENN FRAMSÓKNAR SKERA SIG ÚR Allir þingmenn Alþýðubanda- lagsins hafa 11 ára eða lengri skóla- göngu, en hafa að öðru leyti stund- að ólíkar fræðigreinar. Ragnar Arn- alds er lögfræðingur, en Svavar Gestsson hætti laganámi í miðjum klíöum og hélt til Berlínar. Getur enginn þingmaður flokksins í raun talist beinn fulltrúi hins ómenntaða almúga eftir að Guðmundur J. Guð- mundsson hvarf af þingi. Þó er Margrét Frímannsdóttir aðeins með gagnfræðapróf, en hóf nám í öld- ungadeild án þess þó að ljúka því. Guðrún Helgadóttir er stúdent og eins og allir vita er hinn samvinnu- skólagengni Skúli Alexandersson framkvæmdastjóri útgerðarfyrir- tækis. Þingmenn Borgaraflokksins hafa einnig mismunandi skólagöngu að baki. Leiðtoginn Albert Guðmunds- son með samvinnuskólapróf, en sonurinn Ingi Björn Albertsson með verslunarskólapróf. Óli Þ. Guð- bjartsson er með kennarapróf en aðrir hafa háskólapróf utan hvað Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir hefur aðeins lokið barnaskólaprófi. Telja verður Aðalheiði hinn eina sanna fulltrúa hins ómenntaða fjölda, auk þess sem hún hefur um árabil verið virkur verkalýðsforingi í Sókn. Það eru þingmenn Framsóknar- Menntun þingmanna Listar 10 ára eöa 11—13 ára 14 ára og lengra styttra nám bók- og verk- nám á há- nám skólastigi D 1 ( 5%) 5 (28%) 12 (67%) V 1 (17%) 1 (17%) 4 (66%) A 2 (20%) 2 (20%) 6 (60%) S 1 (14%) 2 (29%) 4 (57%) G 1 (12%) 3 (38%) 4 (50%) B 1 ( 7%) 10 (72%) 3 (21%) Alls 7 (11%) 23 (36,5%) 33 (52,5%) Reykjavík '81 46% 37% 17% Skýringar: 10 ára eða styttra nám er barna-, unglinga- og miðskólapróf og stysta nám framyfir skyldu, svo sem gagnfræðapróf, húsmæðrapróf, sjúkraliða- og þroskaþjálfapróf. 11—13 ára bók- eða verknám er t.d. iðnnám, búfræðinám, hjúkrunarnám, fóstrunám, verslunar- eða samvinnuskólapróf, kennaraskólapróf, stúdentspróf og listnám. 14 ára nám eða lengra er háskólapróf almennt en einnig nám á „háskólastigi", svo sem kerfisfræðipróf, kennara/kennaraháskólapróf og fleira. Hinn dœmigeröi þingmaður þjóðarinnar hefur lítið breyst, hann er miðaldra, háskóla- menntaður karlmaður, sem fyrir þingsetu var í hárri stjórnunarstöðu. Lítil breyting virðist œtla að verða í þessum efnum, þótt 21 nýr þingmaður komi nú til skjalanna og þó konum hafi fjölgað talsvert. Beinir fulltrúar hinna lítt menntuðu og ófaglœrðu eru fáir á þingi — sem fyrr. flokksins sem skera sig úr á áber- andi hátt hvað menntunina varðar. Aðeins 3 af 14 þingmönnum flokks- ins (Stefán Valgeirsson er hér með færður til föðurhúsanna) hafa há- skólapróf, verkfræðingarnir Stein- grímur Hermannsson og Guðmund- ur G. Þórarinsson og löggilti endur- skoðandinn Halldór Ásgrímsson. Nýi þingmaðurinn Guðni Ágústson hefur gagnfræðapróf, en aðrir þing- menn flokksins fylla miðflokk menntamanna, gjarnan búfræðing- ar eða samvinnuskólagengnir, en Stefán Guðmundsson er trésmíða- meistari. FJÖLMIÐLAMENN FJÖLMENNA Á ÞING í samræmi við hátt menntunarstig koma þingmenn gjarnan úr röðum æðstu yfirmanna, sérfræðinga og stjórnenda áður en þeir eru kjörnir á þing. Þetta er sérstaklega ein- kennandi fyrir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins og Borgaraflokks- ins. Helstu undantekningarnar eru bændurnir á þingi, 3 sjálfstæðis- menn og 3 framsóknarmenn. Þá skera sig úr Salóme Þorkelsdóttir, sem var húsmóðir, Karvel Pálma- son, sem var íþróttakennari og lög- regluþjónn, og Málmfríður Sigurð- ardóttir, sem var matráðskona. Að öðru leyti eru það fjölmiðlamenn- irnir sem setja svip sinn á þingið, því úr fréttamennskunni á þing hafa komið á einn eða annan hátt þau Jón Baldvin Hannibalsson, Eiður Guðnason, Árni Gunnarsson, Hall- dór Blöndal, Þorsteinn Pálsson, Svavar Gestsson, Steingrímur Sig- fússon og Kristín Halldórsdóttir, sem þó telst hafa verið húsmóðir fyrir þingsetu. Nokkrir þingmenn voru háttsettir sveitarstjórnarmenn fyrir þingsetu. Birgir Isleifur Gunn- arsson var borgarstjóri, Jóhann Ein- varðsson var bæjarstjóri (og aðstoð- í farvegi hinna eldri Þad er fulldjúpt í árinni tekiö ad segja kynslódaskipti eiga sér stad ú Alþingi. Samt er 21 þingmadur nýr á þessu 110. löggjafarþingi Islend- inga, þótt sumir þeirra hafi reyndar sést á þingi fyrr, hafi kannski fallid í millitídinni eda setid sem vara- menn. Við völdum einn þingmann úr hverjum þingflokki til að vera fulltrúi fyrir nýja tíma á Alþingi. Þetta eru Jón Sœmundur Sigurjóns- son, Alþýðuflokki, Valgerður Sverr- isdóttir, Framsóknarflokki, Geir Haarde, Sjálfstæðisflokki, Stein- grímur J. Sigfússon, Alþýðubanda- lagi, Óli Þ. Guðbjartsson, Borgara- flokki, og Danfríður Skarphéðins- dóttir, Kvennalista. Allt eru þetta ný- liðar á þingi, nema hvað Steingrím- ur sat síðasta kjörtímabil. Tæknikrati úr ráðuneyti Nafn: Jón SæmundurSigurjóns- son. Aldur 45 ára. Lögheimili Suðurgata 16, Siglu- firði. Dvalarstaður Miðvangur 127, Hafnarfirði. Heimilishagir Eiginkona Birgit Henriksen háskólanemi, ein dóttir. Menntun Doktor í hagfræði, sveinn í prentiðn. Fyrri störf Aðstoðarkennari við háskólann í Köln, aðstoðarmað- ur í sendiráði íslands í Bonn og frá 1977 hagfræðingur í heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu. Pólitrsk þátttaka: Varaformaður FUJ á Akureyri á menntaskólaár- unum, í flokksstjórn Alþýðu- flokksins frá I977, í framkvæmda- stjórn flokksins frá 1984. Á lista flokksins í Norðurlandskjördæmi vestra frá 1979. Konan frá SÍS Nafn: Valgerður Sverrisdóttir. Aldur: 37 ára. Lögheimili: Lómatjörn, S-Þing- eyjarsýslu. Dvalarstaður: Vallarbraut 6, Sel- tjarnarnesi. Heimilishagir: Eiginmaður Arvid Kro bóndi, 2 dætur. Menntun: Kvennaskólapróf. Fyrri störf: Bóndi, leiðbeinandi við Grenivíkurskóla og ritari. Hef- ur ekki síður verið virk í störfum innan samvinnuhreyfingarinnar, á sæti í stjórnum KEA og SÍS. Pólitísk þátttaka: í framboði fyr- ir Framsóknarflokkinn frá 1974, varaþingmaður 1983. Frá Seðlabanka og SUS Nafn: Geir Hilmar Haarde. Aldur: 36 ára. Lögheimili: Hraunbær 78, Reykjavík. Dvalarstaður: Sami. Heimilishagir: Eiginkona Inga Jóna Þórðardóttir lögfræðingur, 4 börn. Menntun: Hagfræðingur. Fyrri störf: Hagfræðingur al- þjóðadeildar Seðlabankans 1977-1983, aðstoðarmaður fjár- málaráðherra 1983-1987. Pólitisk þátttaka: Formaður Sambands ungra sjálfstæðis- manna 1981-1985, varaþingmað- ur frá 1983. Þjóðlegur herstöðva- andstæðingur Nafn: Steingrímur Jóhann Sig- fússon. Aldur: 32 ára. Lögheimili: Gunnarsstaðir, N-Þingeyjarsýslu. Dvalarstaður: Brekkusel 19, Reykjavik. Heimilishagir: Eiginkona Bergný Marvinsdóttir læknir, 1 sonur. Menntun: Jarðfræðingur. Fyrri störf: Almenn störf til sjáv- ar og sveita, aðallega þó vörubíl- stjóri á sumrin með jarðfræði- störfum og íþróttafrétta- mennska. Pólitísk þátttaka: Virkur her- stöðvaandstæðingur. í framboði fyrir Alþýðubandalagið frá 1978, þar af í fyrsta sæti í Norðurlands- kjördæmi eystra frá 1983. í mið- stjóm flokksins frá 1978, sem og í framkvæmdastjórn hans. 32 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar: 40. tölublað (08.10.1987)
https://timarit.is/issue/53945

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

40. tölublað (08.10.1987)

Handlinger: