Helgarpósturinn - 08.10.1987, Page 38

Helgarpósturinn - 08.10.1987, Page 38
DAGSKRÁRMEÐMÆLI Föstud. 9. okt. 1987. Kl. 20:40 Yoko Ono Lennon — Þá og nú. í myndinni segir Yoko Ono frá upp- vexti sínum og talar hispurslaust um líf sitt meö John Lennon. Skyggnst er í myndasafn þeirra hjóna og sýnd upptaka þar sem John Lennon flytur lag eftir konu sína. Þá er einnig rætt viö fy rrum samstarfsmenn Lennons. Kl. 22:40 Tópas. Bandarísk spennumynd frá árinu 1969 sem leikstýrt eraf Alfred Hitch- cock. Þar segir af frönskum njósnara sem ráöinn er á vegum bandarísku leyniþjónustunnar til aö fá upplýs- ingar um þátttöku Rússa í stjórnmál- um á Kúbu. Laugard. 10. okt. 1987. Þaö sem mesta athygli vekur er tveggja klukkustunda langur þáttur þar sem besta tónlistarmyndbandið áriö 1987 er valið. I þessum þætti koma fram margar frægar popp- stjörnur og hljómsveitir. Sem dæmi má nefna: Bon Jovi, Cyndi Lauper, Aerosmith, Bryan Adams, Crowded House, Run-DMC, The Bangles, Whitesnake og Whitney Houston. Laugardagsbíómynd sjónvarpsins er bandarisk og nefnist Þefararnir. Sunnud. 11. okt. 15:05 Hið Ijúfa líf. Sígild itölsk bíómynd frá árinu 1960. Blaðamaður nokkur umgengst fólk úr yfirstétt Rómaborgar og hefur það mikil áhrif á hann. Hann er ýmist heillaður af lifnaöarháttum þess eöa hefur megnustu óbeit á þeim. 21:25 Eins og þeim einum er lagiö (fyrri þáttur). Viö kynnumst ungum söngvurum sem eru langt komnir i námi, um þaö bil aö Ijúka því og nýbúnir — heima og erlendis. Viö hlustum á þá syngja í sjónvarpssal og skreppum líka í heimsókn til þeirra. Þessir söngvarar eiga þaö sameiginlegt aö hafa sjald- an eöa aldrei komiö fram i sjónvarpi. Gestir í fyrri þættinum eru: Signý Sæmundsdóttir, Guöjón Óskarsson, Jóhanna V. Þórhallsdóttir og Sverrir Guöjónsson. Cyndi Lauper á dagskrá sjónvarpsins laugardaginn 10.10 ásamt öðrum frægum poppstjornum Föstud. 9. okt. 1987. Kl. 16:35 Youngblood. Bandarisk bíómynd meö Rob Lowe i aðalhlutverki. Myndin greinirfrá bar- áttu hans viö aö ná toppnum í einni erfiðustu íþróttagrein sem til er, ís- hokkí. Sú barátta reynir á vináttu- böndin og umfram allt ástina. Kl. 20:25 ANS-ANS. Þátttakendur frá Helgarpóstinum, útvarpinu og Dagblaöinu leiöa sam- an hesta sína í æsispennandi spurn- ingaþætti. Kl. 21:20 Hvalakyn og hvalveiöar. Ný íslensk heimildamynd meö leiknu ívafi sem sýnir nytjar og veiöi hvala allt frá landnámsöld. Kl. 22:15 Víg í sjónmáli. Siöasta James Bond-myndin sem Roger Moore lék í. Mynd sem eng- inn ætti aö láta fram hjá sér fara. Kl. 00:25 39 þrep. Spennumynd frá 1978 eftir meistara Hitchcock. Laugard. 10. okt. 1987. Kl. 14:50 Hlébaröinn. Sagan greinir frá öldnum prinsi sem áttar sig á aö veldi aðalsins er á hverfanda hveli og nýtt þjóðfélagsafl aö taka viö. Kl. 00:10 Lögregluþjónn númer 373. Spennumynd í sérflokki. Lögreglan í Beverly Hills. Axel Foley (Eddie Murphy) er sér- lega fær leynilögreglumaður frá Detroit, sem fylgir slóö morðingja vinar síns til Beverly Hills. En áöur en hann nær til morðingjans kemst Söngleikir i New Næsta sunnudag hefst þátta- röðin „Söngleikir í New York“ á rás tvö í umsjón Árna Blandon. Þættirnir eru níu talsins og verð- ur þeim útvarpað milli klukkan þrjú og fjögur annan hvern sunnudag. Fyrsti þátturinn er yfirlitsþáttur, þar sem rakin er staða söngleikjanna í dag á Broadway og Off-Broadway. Leikin eru lagasýnishorn úr söngleikjunum sem kynntir verða í þáttaröðinni svo og nokkrum söngleikjum sem þeg- ar hafa verið kynntir í hljóðvarp- York á rás 2 inu og ganga enn á Broadway. M.a. eru leikin lög úr söngleikn- um „Dreamgirls", sem var end- ursýndur á Broadway í nokkrar vikur sl. sumar. Það var Michael Bennett, einn virtasti leikstjóri og dansahönnuður á Broadway á þesum áratug, sem færði þenn- an söngleik á svið upphaflega árið 1981. Michael Bennett varð frægur fyrir sýningu sína á „Chorus Line“, sem er sá söng- eða dansleikur sem hefur geng- ið lengst samfellt á Broadway og er enn i fullu fjöri. Árni Blandon sér um þáttinn „Söngleikir í New York", sem er á dagskrá rásar 2 annan hvern sunnudag. hann á spor alþjóölegs eiturlyfja- hrings. Stórkostleg mynd þar sem spenna og grín fara saman. Sunnud. 11. okt. 1987. Kl. 23:30 Herréttur. Sannsöguleg mynd sem gerist á árunum eftir fyrri heimsstyrjöldina. © Á rás 1 hefjast þrír nýir þættir. Sá fyrsti er á dagskrá á laugardags- morgnum og nefnist Vikulok. Um- sjónarmaöur er Einar Kristjánsson. Þátturinn er nokkurs konar dagskrár- kynningarþátturþarsem helgardag- skráin er kynnt en einnig eru tekin viötöl viö fólk sem tengist atburðum liðandi viku. „Spáð'í mig" er annar nýr þáttur sem hefur göngu sína á laugardag. í þættinum veröur fjallaö um hinar grátbroslegu hliöar skemmtanalífs- ins og samdrátt kynjanna. Umsjón- armenn þáttarins eru Sólveig Páls- dóttir og Margrét Ákadóttir. Sunnudaginn 11. október hefur göngu sína þátturinn „Örkin". Þetta er þáttur um erlendar bókmenntir í umsjá Ástráös Eysteinssonar. Fluttir veröa pistlar um merk bókmennta- verk sem út hafa komið erlendis á síöustu árum, einstaka höfunda eöa sérstaka bókmenntastrauma, ásamt mörgu fleiru. Um helgina. Létt tónlistarútvarp meö fréttainn- skotum og spjallþáttum þar sem allir finna eitthvaö viö sitt hæfi. Við vilj- um vekja athygli á nýrri þáttaröð á rás 2 sem fjallar um söngleiki. Þætt- irnir eru niu talsins og verður þeim útvarpaö milli klukkan þrjú og fjögur annan hvern sunnudag. ÚTVARP eftir Kristján Kristjánsson Af Strindberg og dœgurmálum Börnin mín bleiku og bláu / í sokkunum ykkar háu / með ennin ykkar lágu / lokiö þið nú augunum og opnið þau ekki aftur fyrr en sólin skín í fyrramálið. Þessa hræði- legu ambögu fann ég í gömlu blaðarifrildi í Landsbókasafninu, þar sem ég var að grauta í gömlum blöðum, sænskum. í ónafngreindu lesendabréfi, sem í einu þessara blaða birtist, var þessi vísa eignuð Strindberg, hinu mikla skáldi Svía. Hinn ónafngreindi skrifari lesendabréfsins sagði í bréfinu að Strindberg þessi hefði sungið eða raulað, hann var víst ekki mjög söngv- inn eftir því sem í lesendabréfinu sagði (og ég hef síðan fengið staðfest í ævisögu skáldsins sem rituð er af hrútleiðinlegum bókmenntafræðingi og á ekki skilið að nafn hans sé nefnt), þessa vísu yfir börnun- um sínum og einhverrar leikkonu sem hann var lengi vel kvæntur. Þetta þótti mér merkilegur fundur, enda veitti vísukornið mér ákveðna innsýn í karakter skáldsins og raunar allt hans líf. Það er afar mikils- vert, enda vísindalega sannað, að það hef- ur ekki nokkur maður áhuga á verkum skálda nútildags, allra síst þeirra sem löngu eru dauðir, heidur eru líf þeirra og hjóna- bönd, sorgir og gleði, einkum þó sorgir, mönnum almennt miklu hugleiknari. Strindberg dvaldi síðan löngum stundum í París. Sat í kaffihúsum með bræðrum sín- um í hinni fögru list og drakk absint. Það gerði hann geðveikan og þá fór hann heim í hótelið sitt og skrifaði ódauðleg snilldar- verk, sem hefðu náttúrulega aldrei orðið snilldarverk, hvað þá ódauðleg, nema af því að maðurinn sem skrifaði þau var geð- veikur og vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Nú eru hins vegar aðrir tímar og löngu búið að banna absintið. Enda hafa engin ódauðleg snilldarverk verið gerð síðan, nema kannski að stofna sjónvarpsstöðvar. I ný- stofnuðu dægurmálaútvarpi RÚV var verið að reyna að hengja einn höfund slíks snilld- arverks um daginn, jafnvel þó hann hefði ekki unnið sér til ófrægðar annað en að fá góða hugmynd og vera maður til að fram- kvæma hana. Það er tæplega synd að eiga peninga og nota þá í eitthvað og það getur því tæpast verið verkefni þeirra sem vinna í RÚV að reyna að hanka menn á því. Jón Ottar getur bara alls ekkert að því gert þó hann eigi eitthvert fé og þó hann hafi skoð- anir og setji þær fram í sínu eigin sjónvarpi. Hvað er þá verið að ráðast á hann, blásak- lausan. Þetta er varla saknæmt, nema sið- ferðislega, en siðferði er absúrd og þess vegna ekki til umræðu. Það væri nær að ráðast á húsmæðurnar í vesturbænum sem eiga enga peninga, en koma samt sínum skoðunum á framfæri og þurfa ekki einu sinni að segja til nafns. Um þetta hefur Jón reyndar haft langt mál og mikið og var það snilldarlega fram sett, jafnvel þó hann drekki ekki absint. Gildir þá einu hvort ein- hver tekur mark á nafnlausum húsmæðr- um. Um það ætti ríkisútvarpið endilega að fjalla miklu ítarlegar hver má hafa skoðan- ir og hver ekki, hvort það sé ekki bara eðli- legt að sjónvarpsstjórar og þeir sem standa fyrir dægurmáladeilum séu ekki þeir einu sem eiga að hafa skoðanir og þá helst hver á öðrum og verkum hver annars. Allur al- menningur gæti þá leitt það hjá sér og lesið Strindberg í staðinn. Af ævisögu hans er mér Ijóst að hann hefði stutt þessa tilhög- un. SJÓNVARP Stöðin sigrar stepp „Ertu búin að innrita mig í stepp og jazz?" Svarið var auðvitað já: „Jazz á þriðjudögum klukkan sex og stepp á mið- vikudagskvöldum klukkan átta." Eftir að myndlykillinn kom á heimilið er orðin spurning hver er húsbóndinn. Bara það að dansskólinn skyldi hafa stepp á miðviku- dagskvöldum kostaði næstum mæðgna- skilnað: „Mamma. Hvernig dettur þér í hug að einhver geti verið í stepptímum klukkan átta á miðvikudagskvöldum. Fylg- istu ekkert með eða hvað??? Lastu ekki vetrardagskrána? Sástu ekki að „Morð- gáta" (Murder She Wrote, það á að nota ís- lensku í íslenskum blöðum!) er að byrja aft- ur á Stöð 2? Heldurðu að ég ætli að missa af þættinum út á steppið?" Nú, þá ferðu bara ekkert í stepp. „Ekkert í stepp? Eftir margra ára nám? Nei, það verður bara að breyta tímanum. Svo kemur „Úr bæ í borg" (Perfect Strangers) líka aftur og þeir eru líka á miðvikudagskvöldum og ég myndi varla ná þeim heldur. Ætlarðu að eyði- leggja allt fyrir manni, ha?“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slettist upp á vinskapinn. Stöð 2 hefur alltaf vinn- inginn. Allt lífið miðast við dagskrána þar. Er furða þótt hvarfli að manni hvernig börn nútímans eiga að læra borðsiði? Nema bara að mæður geri eins og nauð- synlegt virðist vera núna, að borða klukk- an sex, helst fyrr. Ef það er þá ekki einhver mynd sem „verður" að horfa á. Það er ekk- ert uppörvandi fyrir uppalendur í dag að horfa á börnin borða annaðhvort fyrir framan sjónvarpið eða þá að manni er til- kynnt að maturinn verði að vera akkúrat milli sjö og fimm mínútur yfir. Samt hef ég enga tillögu um hvernig á að breyta dag- skránni. . . Mér þætti líka gaman að hitta foreldri sem man hvernig það er að eiga barn sem sefur út um helgar og endurnýjar kraftana fyrir skólavikuna. Vaknað rétt fyrir níu, seinna má það ekki vera svo ekkert á Stöð- inni fari framhjá unga fólkinu. Stundum gleymir litla fólkið að stilla klukkuna, því- líkur unaður. Annars á maður auðvitað ekkert að vera að kvarta því meðari mömmur eru ekki skyldaðar til að vakna líka og horfa á sjónvarpið ætti þetta að vera í lagi. Kannski á maður ekkert að hafa áhyggjur af „svefnleysi" barna, að minnsta kosti ekki meðan þess er ekki krafist að fá að horfa á bíómyndir næturinnar líka. Stundum kemur fyrir að aðrir á heimil- inu setjast hjá litla húsbóndanum og horfa á stóra húsbóndann. Ef sá litli bregður sér frá er óðara skipt yfir á ríkissjónvarpið. Það var gert eftir að „Hunter" og McCall, frænka Bjargvættarinnar, fóru af skjánum á þriðjudagskvöldið. Af því hafði nefnilega frést að þátturinn „A ystu nöf" væri assk...góður. En viti menn. Spólan biluð og þrjár viðgerðartilraunir báru ekki árangur. Hverslags var þetta eiginlega. Svo má fólk bíða í viku. Tæknin lætur ekki að sér hæða. Þess vegna er skrifari ekki dómbær á gæði þessara þátta. Ef einhver skyldi hafa áhuga á að vita það þá sigraði Stöð 2 ekki aðeins móðurina á bænum heldur líka heilan dansskóla. Húsbóndinn á heimilinu er komin í stepp- tíma fullorðinna á þriðjudagskvöldum og er svo heppin að hún nær að sjá „Hunter", Morðgátu og „Úr bæ í borg“. Kallar maður það að fæðast undir heillastjörnu eða er það bara heppni að mamma manns skuli vera vinkona danskennarans manns sem skilur alveg dálætið á ákveðnum sjón- varpsþáttum? 38 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.