24 stundir - 30.04.2008, Blaðsíða 38

24 stundir - 30.04.2008, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 24stundir „Hafa allir Íslendingar farið í magaspeglun? Af hverju var mér haldið utan við þetta grín fram á gamals aldur? … var ekkert mál, ég fékk eitthvert lyf í æð sem verkar eins og nauðgunarlyf, því ég man nákvæmlega ekki neitt frá rannsókninni.“ Elísabet Arnardóttir betabaun.blogspot.com „...að Íslendingar hegði sér eins og þeir séu maníó-depressífir. Fyrir ári trúðum við því að við værum að leggja undir okkur heiminn. Við kynnum eitthvað í viðskiptum sem aðrir föttuðu ekki. Nú er þunglyndið tekið við. Tuð, óánægja og gremja.“ Egill Helgason eyjan.is/silfuregils „[…]Ég get ekki hætt að vera fúll- yndur bloggari! ef ég næ ekki að blogga á hverjum degi fæ ég frá- hvörf sem lýsa sér í miklum svita- köstum og þunglyndi. Ég vil læknast en það er svo erfitt, það eru ekki til neinar töflur til þess að taka við fúllyndablogg- ararsyndróminu.“ Ómar Örn Ólafsson omar.eyjan.is BLOGGARINN Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@24stundir.is „Ég get ekki beðið eftir að gera nýja plötu með þetta nám í fartesk- inu,“ segir Ragnhildur Gísladóttir, söngkona og nú tónsmiður, en hún hefur undanfarin þrjú ár lært tón- smíðar í Listaháskóla Íslands. Ragnhildur hefur áratuga reynslu af tónlist, bæði sem laga- höfundur, söngkona og hljóðfæra- leikari. Hún segir námið hafa opn- að aðrar og nýjar víddir í tónlistinni. „Námið opnaði fyrir mér nýja heima sem áður voru mér lokaðir. Það er tvímælalaust kveikja að einhverju nýju og spennandi auk þess sem það eflir sjálfstraustið hjá verðandi tón- smiðum,“ segir Ragnhildur, alsæl með BA-gráðuna sína. Líka tónmenntarkennari Ragnhildur er einnig menntaður tónmenntarkennari, en hún segir sér ekki hafa hugnast að starfa sem slíkur. „Nei, ég entist mjög stutt í því starfi. Það er mjög strembið og illa launað og átti ekki við mig,“ segir hún og viðurkennir að hafa aldrei lært söng, blaðamanni til mikillar furðu. „Nei, ég hef aldrei lært söng, nema ég fór í einn og einn tíma á einhverju tímabili. Það er nú allt og sumt.“ Þær stöllur Ragnhildur og Lydía Grétarsdóttir, sem útskrifast í ný- miðlum, halda sína útskriftartón- leikana hvor í Iðnó, sunnudaginn 4. maí klukkan 20.00. Lydía segist hafa verið að mestu í raftónlist. „...Ég en var áður í klass- ískri tónlist og lærði á píanó, sem er undirstaða mín í tónlist. Ég kynntist Ragnhildi í náminu og sökum praktískra atriða ákváðum við að halda tónleika saman, þar sem við vorum með svipaðar hug- myndir um húsnæði. Þetta eru þó tvennir tónleikar, ég er með mitt efni og Ragnhildur sitt,“ segir Lydía sem flytur hljóðverk fyrir átta hátalara. „Ég er að vinna með venjuleg og hversdagsleg hljóð sem framkalla má í timburhúsi.“ Ragnhildur Gísladóttir útskrifast úr Listaháskólanum Getur fyrst nú kallað sig tónsmið Eftir margra áratuga reynslu í tónlistarbrans- anum getur Ragga Gísla fyrst nú kallað sig tón- smið. Hún og Lydía Grét- arsdóttir halda útskrift- artónleika í Iðnó. 24stundir/Frikki Tónsmiðir Lydía og Ragnhildur geta nú kallað sig tónsmiði. HEYRST HEFUR … Fjölmiðlamaðurinn Óli Björn Kárason gagnrýnir á vefnum t24.is nýlega frétt 24 stunda um barta Hauks Hólm fréttamanns. Segir hann íslenska fjöl- miðla á villigötum þar sem skemmtanagildi og fréttir af hinum frægu séu í fyrirrúmi. Ekki þarf að taka fram að fréttir í aftasta hluta 24 stunda eiga að vera skemmtilegar, en slíkar fréttir birtust að sjálf- sögðu aldrei í DV í ritstjóratíð Óla Björns... afb … Og talandi um hárprúða fjölmiðlamenn. Egill Helgason þótti vera kominn með of þykkan lubba fyrir upptökur Kiljunnar í vikunni. Ragna Foss- berg, förðunardíva RÚV, tók sig því til og klippti krullur Egils, en á meðan lokkarnir styttust gekk Kolbrún Bergþórsdóttir inn og mótmælti klipp- ingunni harðlega. Sagði hún að lokkar Egils væru vörumerki sem helst ætti að friða. afb Hinn tónelski fyrrverandi bæjarstjóri Bolung- arvíkur, Grímur Atlason, gæti sest í annan bæj- arstjórastól á næstunni, en kollegi hans í Súðavík, Ómar Már Jónsson, er að hætta eftir farsælan feril sem sveitarstjóri. Grímur er ættaður úr Súðavík og því hæg heimatökin. Grímur verður hinsvegar í hlutverki bassaleikara í kvöld, er hann spilar með hljómsveitinni Grjóthrun í Edinborgarhúsinu. tsk „Við erum að fara í romm-, nautakjöts-, vindla- og fótbolta- ferð til Barcelona,“ segir Erpur Ey- vindarson, rappari og sjónvarps- maður. Erpur er meðlimur í klúbbnum Maradona Social Club, sem heldur árshátíð í Barcelona um þessar mundir. 25 trýni eru í klúbbnum að sögn Erps og fjölmargar íslensk- ar goðsagnir. „...Alls konar lið, Matti, sem er kokkur á Vegamót- um. Steindi jr. af X-inu, Dóri DNA, Lúlli úr Rottweiler, Eyjó bróðir og fleiri,“ segir hann. Næsta árshátíð í Napoli Hópurinn verður á Spáni í þrjár vikur og dvelur annars vegar í Barcelona og hins vegar í Andalús- íu. Þá hyggst hóp- urinn fara til borg- arinnar Valencia og horfa á fótboltaleik með Eið Smára og fé- lögum í Barcelona. „Það verður argentískt nautakjöt út í eitt og romm og vindlar,“ segir Erpur sem var augljóslega gríðarlega spenntur fyrir ferðinni, enda annálaður nautnaseggur. „Maradona spilaði nátt- úrulega með Barcelona. Það var fyrsta Evr- ópuliðið sem hann spilaði með. Næsta árshátíð verður hald- in í Napoli.“ atli@24stundir.is Maradona Social Club með árshátíð á Spáni Romm, nautakjöt, vindlar og fótbolti Nautnaseggur Erpur hlakkar til að skola nautakjöti niður með rommi í Barcelona. Maradona Goð strákanna í Maradona Social Club. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 8 6 2 7 4 3 9 1 5 3 4 9 8 5 1 2 6 7 7 5 1 9 2 6 3 4 8 2 7 6 1 3 8 4 5 9 9 1 4 2 6 5 8 7 3 5 8 3 4 7 9 6 2 1 4 9 7 3 1 2 5 8 6 6 2 8 5 9 7 1 3 4 1 3 5 6 8 4 7 9 2 Stendur „lærðu að lesa á sjö dögum“ á þessari bók? 24FÓLK folk@24stundir.is a Ekki lengur, þar sem rotþróin er horfin. Það er spurning hvernig lyktin verður þegar dæmt verður í málinu. Ólafur, er skítalykt af þessu máli? Ólafur Helgi Kjartansson er sýslumaður á Selfossi, en rotþró, svartri að lit, var stolið úr sumarbústaðarlandi í Grímsnesi í vikunni.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.