Morgunblaðið - 09.07.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.07.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLl 1975 Fiskeldi í sjó hafið á Fáskrúðsfirði FISKELDI í sjó cr nú byrjaó á Fáskrúðsfirði og hafa þegar verið sett 3000 laxaseiði f lokaða nót og í haust er hugmyndin að ná í nokkuð magn af fjarðarufsa og rækta hann upp. Mikill hugur er í þeim Fáskrúðsfirðingum sem að þessu standa og gera þeir sér von- ir um að hér geti orðið um mikla framtíðarmöguleika að ræða. Bergur Hallgrímsson, fram- kvæmdastjóri, einn þeirra er að þessu standa, sagði í samtali við Sölu þjóðhátíðar- slátturmar að Ijúka SÖLU á sérunna silfurpen- ingnum sem Seðlabankinn lét slá í tilefni af þjóðhátíð- inni 1974 lýkur hinn 18. júlí næstkomandi. Er sölu á peningnum erlendis lokið fyrir nokkru. Upphafleglegt upplag þessa silfurpenings var ákveðið 50 þús- und, en verði einhverjir peningar óseldir hinn 18. júlí verða þeir væntanlega bræddir og tilkynnt um endanlegt upplag peningsins litlu síðar. Seðlabankinn lét sem kunnugt er slá nokkrar gerðir minnispen- inga — úr gulli, silfri og kopar — í tilefni þjóðhátíðarinnar og eru peningar þessir allir uppseldir utan sérunni silfurpeningurinn sem áður getur. Þess er að vænta, að Seðlabank- inn geri upp sölutekjur af minnis peningasláttu þessari í heild fljót- lega eftir að sölu á sérunna pen- ingnum lýkur og í framhaldi af því muni stjórn Seðlabankans ákveða í samráði við stjórnvöld hvernig ágóða af sölu peninganna verði varið. Morgunblaðið í gær, að fiskeldið hefði byrjað fyrir röskum mánuði með því að 3000 Iaxaseiðum var sleppt í stóra landnót, sem gerð er úr loðnunótarefni. Reyndar hefðu smávegis mistök átt sér stað í fyrstu, og einhver hluti seiðanna drepizt, en nú virtist allt í lagi með þau. Hann sagði, að reiknað væri með að hafa laxinn í eldi í um það bil 20 mánuði, en þá ætti hann að vera búinn að ná 8—10 punda stærð. Um þessar mundir þyrftu þeir ekki að fóðra fiskinn, þar sem mikið væri um seiði í firð- Framhald á bls. 18 Hitaveituáformin við Svartsengi: A.m.k. 160 milljónir kr. ber á milli aðila LJÓST er að mjög mikið ber á milli tilboða Félags landeigenda Járngerðarstaða og Hóps annars vegar og Hitaveitu Suðurnesja hins vegar vegna Svartsengis- landsins og hugsanlegra hita- veituframkvæmda þar. I fréttatilkynningu aðilja kemur fram, að Hitaveita Suður- nesja gerði landeigendum kaup- tilboð í land og landsgæði við Svartsengi samtals að fjárhæð rúmar 50 milljónir króna. í tilboði landeigenda er aftur á móti gert ráð fyrir að sveitarfélögin á Suðurnesjum fái það afl sem þau þurfa miðað við áætlaða heildar- þörf nú á um 53 milljónír króna í formi útborgunargreiðslu í eitt skipti fyrir öll en allt viðbótarafl, t.d. vegna Keflavíkurflugvallar, stóriðju eða stækkunar hjá sveitarfélögunum fái hitaveitan á kr. 4 milljónir hvert megawatt. Aflþörf Keflavfkurflugvallar eins er hins vegar áætluð milli 40 og 45 mw eða samkvæmt framan- greindu samtals að fjárhæð 160—180 milljónir króna. Verð- mats er ekki getið varðandi sjálft landið en hitaveitunni boðin leigutaka á öllu því landi sem hún kann að þarfnast og káup á landi undir mannvirki. Samkvæmt fréttátilkynning- unni náðist samkomulag með Mikill samdráttur í innflutningl: 20% magnminnkun söluskattskyldra vara Greiðsluafkoma ríkissjóðs betri en gert var ráð fyrir — segir fjármálaráðunegtið A FYRSTU fjórum mánuöum árs- ins námu heildartekjur rfkissjóós 12.797 m.kr. og hcildargjöld 15.291 m.kr. Þannig varð tekju- halli rfkissjóðs þessa mánuði 2.494 m.kr., cn á sama tíma f fyrra 626 m.kr. — Þetta kemur fram í júlfhefti „Hagtalna mánaðarins“, sem Scðlabanki tslands gefur út. Þar segir og, að halli á rekstri ríkisbúskaparins hafi verið meiri á sl. ári en verið hefur um langt árabil. Sé gaumur gefinn að þróun gjalda og tekna kemur í Ijós, segir f ríti Seðlabankans, að á tímabil- inu janúar-apríl hafa frávik gjalda frá því sem áætlað hafði verið, numið tæpum 1300 m.kr., eða 9,2% umfram áætlun. „Borið saman við sama tímabil i fyrra höfðu útgjöld vegna almennrar stjórnar og löggæzlu aukizt um 46%, fræðslu-, menningar- og kirkjumála um 40%, tryggingar- mála um 44%, húsnæðis- og félagsmála 108%, uppbóta á út- fluttar landbúnaðarafurðír 77% og vegna niðurgreiðslna 101%, svo dæmi séu nefnd. Þegar þessar hlutfallstölur eru bornar saman verður að hafa í huga, að verðiag almennt hefur hækkað um 50% milli þessara tveggja tímabila." Á þessum fjórum mánuðum urðu heildartekjur ríkissjóðs 546 m.kr. umfram áætlun, eða 4,5%. Munaði þar mestu um tekju- og eignaskatta, auk söluskatts. Hins- vegar urðu tekjur af aðflutnings- gjöldum minni en búizt hafði ver- ið við. Tekjur af söluskatti höfðu aukizt um 99%, tekju og eigna- skatti 13%, rekstri ÁTVR46%, af aðflutningsgjöldum um 1%, en innflutningsgjöld af bifreiðum lækkuðu um 44%. Hvað sölu- skattstekjur áhrærir, þá eru undanskildar tekjur af viðbótar- álögum vegna Viðlagasjóðs og vegna olíuhitunar, en sá hluti söluskatts, sem ríkissjóður hefur beinar tekjur af, hækkaði á um- ræddu tímabili um 6%. „Ef tekið er tillit til þessarar hækkunar auk verðlagshækkunar þá virðist svo sem raunverulegur samdráttur, er nemur allt fimmt- ungi, hafi átt sér stað á sölu sölu- skattsskylds varnings." t skýrslu Seðlabankans kemur og fram: 0 — að tiltölulega litil aukning tekna af tekju- og eignaskatti bendi til aukinna erfiðleika í inn- heimtu þessara skatta. 0 — að 46% aukning rekstrar- hagnaðar ÁTVR, á sama tima sem verðlag viðkomandi vara hækkaði um rösk 50%, bendi til minnk- andi sölumagns þeirra. 0 — að sú litla aukning, sem átti sér stað í tekjum af aðflutnings- gjöldum, þrátt fyrir stórfelldar lækkanir á gengi krónunnar, eigi rætur að rekja til mikillar magn- minnkunar almenns innflutnings, einkum á hátollavöru. Lækkun á Framhald á bls. 18 aðiljum um að freista samkomu- lags á þeim grundvelli að semja um kaup hitaveitunnar á landi og landsgæðum, en gerðardómur eða matsmenn ráði þeim atriðum til lykta sem samkomulag næst ekki um og er þar aðallega um verðmat gæðanna að ræða. Eftir þeim upp- lýsingum sem Morgunblaðið hef- ur aflað sér hefur mikið verið unnið á þessu sviði undanfarið og stefnt að því að gengið hafi verið frá samningi þessum fyrir 10. júlí næstkomandi ellegar að sam- komulagið sé úr sögunni hafi aðil- ar ekki komið sér að mestu leyti saman um samninginn fyrir þann tíma. Hér fer á eftir fréttatilkynning, sem lögfræðingar aðilja, þeir Jónas A. Aðalsteinsson, fyrir hönd Félags landeigenda Járngerðarstaða og Hóps, og Benedikt Blöndal, fyrir hönd Hitaveitu Suðurnesja, undirrita: Að undanförnu hafa hvað eftir annað birzt í fjölmiðlum fréttir af samningaviðræðum milli eigenda Svartsengis við Grindavík og Hitaveitu Suðurnesja, sem oftast hafa verið bæði rangar og vill- andi. Af því tilefni sjá báðir aðil- ar sig nú tilneydda að koma eftir- farandi staðreyndum um samn- ingaumleitanir þessar á framfæri við fjölmiðla. Eftir gildistöku laga nr. 100 frá 31. desember 1974 um Hitaveitu Suðurnesja gerði hitaveitan land- eigendum kauptilboð f land og landsgæði við Svartsengi I bréfi dags. 9.4. 1975. Tilboðið náði yfir öll hitaréttindi, kaup á u.þ.b. 100 ha lands og gjald fyrir kvaðir á allt að 300 ha lands og nam fjár- hæð tilboðsins samtals kr. 50.625.000,00 sem skyldu greiðast á 10 árum. Félag landeigenda sendi hita- veitunni fyrirspurnir um ein- staka þætti tilboðsíns 1 bréfi dags. Framhald á bls. 18 Japanir kynna sér nýtingu jarðvarmans UM 30 manna hópur Japana dvelst nú hér á landi til að kynna sér nýtingu tslendinga á jarðhitanum. Hér er aðallega um jarðfræðinga og verk- fræðinga að ræða, svo og fulltrúa fyrirtækja sem fást við virkjun jarðhita og í förinni mun vera einn þingmaður, sem vinnur að samningu laga um nýtingu jaröhitans. 1 gær skoðuðu Japanirnir Hitaveitu Reykjavíkur undir leiðsögn Gunnars Kristinssonar verkfræðings. Kynnti hann fyrst starfsemi og rekstur hita- veitunnar fyrir hinum japönsku gestum á fundi en sýndi þeim því næst dælu- stöðvar í borginni, stjórn- stöðina í Grensásstöð og Iagningu hitaveitustokka í Breiðholti en ferðinni lauk við borholurnar að Reykjum i Mos- fellssveit. Sýndu Japanirnir hitaveitunni mikinn áhuga því að þótt þeir kunni þegar tölu- vert fyrir sér um virkjun heita vatnsins heima fyrir til raf- orkuvinnslu eiga þeir ýmislegt ólært þar sem húshitun er, en úr því hafa þeir fullan hug á að bæta enda hart leiknir af oliu- kreppunni.Einnig munu Japanir hafa í hyggju að nýta heita vatnið til húsakælingar, hvernig sem það kemur nú heim og saman. I dag fara japönsku fulltrúarnir norður í land undir leiðsögn sér fræðings Orkustofnunarinnar og líta þar á aðstæður við Kröflu. Myndin var tekin er Japanarnir voru að skoða mannvirki hitaveitunnar að Reykjum. Verkfall hjáíSAL? TRÚNAÐARMANNARAÐI raf- virkja hjá Islenzka álfélaginu í Straumsvík hefur verið falið að boða verkfall rafvirkja við verk- smiöjuna. Mun trúnaðarmanna- ráðið koma saman til fundar um málið í dag og ganga þá formlega frá verkfallsboðuninni. Sæmilegur afli stóru togaranna STÓRU togararnir cru nú farnir að koma 1 land úr fyrstu veiði- ferðinni eftir verkfall og hefur afli þeirra verið sæmilegur, en ekkert meira en það. I gær var Vigri að landa í Reykjavík 130 lestum, en skipið fór til veiða 30. júnf. Þá er Ingólfur Arnarson væntanlegur m^ð hátt á annað hundrað tonn. Ingi Magnússon, framkvæmda- stjóri Togaraafgreiðslunnar, sagði þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær, að þótt aflinn væri ekki sem verstur hvað tonnafjöld- ann snerti, þá segði það ekki alla söguna, því mikið af honum væri karfi, en fyrir þann fisk fæst ekki mjög hátt verð um þessar mundir. ERU ÞEIR AÐ FÁ’Au Laxá í Kjós Lfyrrakvöld voru komnir 570 laxar upp úr Laxá i Kjós og er það um 50 löxum meira en á sama tíma i fyrra, sagði Jón Erlendsson veiðivörður þegar við ræddum við hann í gær. Hann kvað stærsta laxinn vera 18.5 pund og hann hefði Steinar J. Lúðvíksson féngið. Þá sagði hann að veiðin væri mjög jöfn þessa dagana, — þetta 18—37 laxar á dag og flestir laxarnir fengjust á maðk. Laxinn væri þó byrjaður að gefa sig á flugu. Víðidalsá Gunnvör ráðskona i Víðigerði við Viðidalsá kvað veiðina í ánni mikið vera að glæðast. 165 laxar væru nú komnir á land, en áin hefði verið opnuð 15. júní. Fyrstu dagana hefði veiðin verið lítil, en eftir að hlýna fór i veðri hefði laxinn orðið gráðugri. Stærsta laxinn til þessa veiddi Þröstur Lýðs- son þann 1. júli en það var 21 punds fiskur, sem fékkst á maðk. 8 stengur eru nú leyfðar í ánni. Breiðdalsá Laxveiðin hjá okkur byrjar ekki fyrr en þann 11. júlí sagði Birgir Einarsson á Staðarborg í Breiðdal. Hann sagði þó, að menn gætu fengið að veiða sil- ung í ánni fram að þeim tíma gegn vægu verði en 5 stangir yrðu leyfðar í ánni í sumar og þegar væri farið að panta nokkuð. Elliðaár Friðrik Stefánsson á skrif- stofu Stangaveiðifélags Reykja>- víkur sagði þættinum að yfir 450 laxar væru nú komnir úr Elliðaánum og væri það 50% aukning frá því 1 fyrra ef miðað væri við sama tíma. Elliðaárnar virtust aldrei bregðast. Gljúfurá 113 iaxar eru nú komnir úr Gljúfurá í Borgarfirði, en að sögn Friðriks Stefánssonar hófst veiði þar ekki fyrr en 21. júní. Þykir þetta mjög gott, en í fyrra fengust aðeins 150 laxar úr ánni á öllu sumrinu. Norðurá Á tímabilinu frá 1. júlí til 6. ágúst eru eingöngu útlendingar Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.