Morgunblaðið - 09.07.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.07.1975, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLl 1975 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80 Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið Ríkisstjórnin hefur sigrazt á byrjunarerfiðleikum Velferð íslenzkrar þjóðar í nútíð og framtíð er samanslungin úr mörgum hagsmuna- og hugsjönaþáttum, sem flokkast undir samheitin þjóðmál eða stjórnmál. Flestir stjórnmálaflokkar eru í raun sammála um þau meginmarkmið, sem að er stefnt í þessu efni; full- veldi þjóðarinnar út á við, frelsi þegnanna inn á við, félagslegt réttlæti, skyn- samlcga nýtingu auðlinda þjöðarinnar, áfallalausa verðmætasköpun í þjóðar- búinu og afkomu- og atvinnuöryggi almennings í landinu IJm leiðir að þessuin markmiðum eru hinsvegar skiptar skoð- anir, sem eðlilegt er í lýð- frjálsu landi, og skoðana- skipti á heilbrigðum og málefnalcgum grund- velli tryggja nauðsynlega athugun á málavöxtum og undirbúning að ákvarðana- tökum á stjórnmálavett- vangi. Um það eru flestir sammála, utan öfgahópar, yzt til vinstri og hægri, sem virða einskis mannréttindi hins almenna borgara. Núverandi ríkisstjórn, samstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, sem setið hefur að völdum rúma 10 mánuði, biðst ekki undan málefnalegum um- ræðum um störf sín og stefnu. Hún tók við erfiðu búi, bæði inn á við og út á við og hefur mætt marg- háttuðum erfiðleikum, einkum varðandi viðskipta- kjör þjóðarinnar, þ.e. verð- lækkun á útflutningsfram- leiðslu okkar samhliða stór felldum verðhækkunum innfluttra nauðsynja, sem einfaldlega þýddu skertan hag heildar og einstak- linga. Verðbólguflóð hafði skollið á undirstöðum af- komu okkar. Rekstrarstaða atvinnuvega og afkomu- öryggi heimilanna var komið á yztu nöf og stór- felld átök á vinnumarkaði í augsýn. Meó hliðsjón af ríkjandi aðstæðum verður varla á móti því mælt, að rikis- stjórnin hefur farsællega staðið af sér byrjunarerfið- leika. Vinnufriður er tryggður næsta misserið— Atvinnuöryggi fólks hvar- vetna um landið er traust. Stefnt er að útfærslu fisk- veiðilögsögunnar í 200 mílur á þessu ári og skyn- samlegri nýtingu fiski- stofna á Islandsmiðum, sem fléstir eru full- eða of- nýttir í dag að dómi fiski- fræðinga. Nýting innlendra orku- gjafa, bæði raforku og jarðvarma, hefur forgang um framkvæmdir á vegum ríkis og sveitarfélaga, og unnið er aó veigamiklum verkáföngum á þeim vett- vangi. Alþingi hefur mótað athyglisverða stefnu í land- og gróðurvernd. Félagslegt réttlæti, valddreifingar- sjónarmið, byggðaþróun og aukið launajafnrétti, m.a. í formi skattívilnunar, hafa mótað löggjöf síðasta þings. Og síðast en ekki sízt hefur öryggi þjóðarinnar verið tryggt með traustara samstarfi við og innan Atlantshafsbandalagsins, í samræmi við óumdeilan- legan meirihlutavilja þjóð- arinnar, sem var rækilega undirstrikaður bæöi í undirskriftasöfnun Varins lands og úrslitum síöustu þingkosninga. Þrátt fyrir þennan árangur eru mörg vanda- mál óleyst. Viðskiptakjör þjóðarinnar út á við eru enn mjög óhag- stæð, þótt verulega hafi dregið úr inn- flutningi. í júlí-skýrslu Seðlabankans segir: ,,Sú litla aukning, sem átt hefur sér stað í tekjum af að- flutningsgjöldum, þrátt fyrir stórfelldar lækkanir á gengi krónunnar, á rætur að rekja til mikillar magn- minnkunar almenns inn- flutnings, einkum hátt toll- aðra vara.“ — Nýgerðir kjarasamningar, hækkanir á niðurgreiðslum neyzlu- vara, hækkun á elli- og ör- orkubótum og skatteftir- gjafar, sem metnar eru á 2000 milljóna tekjutap ríkissjóðs, gera stöðu hans mjög erfióa og knýja á um nýtingu heimildarlaga um niðurskurð ríkisútgjalda um 3.500 milljónir, sem raunar var talinn nauðsyn- legur, áöur en hinn nýi útgjaldaauki kom til. Ríkisstjórnin hefur tví- mælalaust staðið af sér byrjunarerfiðleika. Hún hefur, þrátt fyrir erfiðar aðstæður, skilað umtals- verðum árangri. Fram- haldið veltur á einaröri stjórnarforystu og því, að þegnarnir slái skjaldborg um stefnu stjórnarinnar og tryggi þann veg framtíðar- velferð sína sem þjóðar og einstaklinga. Slyrkir draga úr sjálfstæði Á sl. ári kom út þriðja bindi ritverks Hakon Stangerups, „Saga dagblaðanna". Áður hefur Lesbók Morgunblaðsins birt kafla úr fyrri bindum þessa merka verks, og fjölluðu þeir um blaðakóngana Thomson og Springer. I norska vikuritinu ,,Farmand“ 16. nóv. 1974 ræðir ritstjórinn um lokabindið, sem hefur við- bótartitilinn: Frá þriðja ára- tugnum til sjónvarpstímabils- ins, og fer grein hans hér á eftir nokkuð stytt: — Höfundur þriggja binda ritverksins „Saga dagblaðanna" Hakon Stangerup, er bæði doktor í heimspeki og háskóla- kennari og gegnir auk þess hin- um æðstu stöðum á menningar- legum vettvangi. Það hljómar hátiðlega, en engu að síður er hann sérlega skemmtilegur höf undur og ritfær svo af ber. Að ýmsu Ieyti eru þeir líkir Stangerup og Alistair Cooke, sem hann dáir. Báðir eru fágaðir og glæsilegir á ritvelli, og þeir hafa aflað sér feikilegr- ar þekkingar á þeim efnum, sem þeir fjalla um. Þriðja bindi ritverksins byrjar nokkuð óvænt á heilsiðu mynd af útvarpstæki og tveim- ur síðurn um „Heimsstyrjöldina og Hitler", en síðan gagntekur bókin mann brátt. Tilviljun hefur ráðið því, heppni eða óheppni, að um leið og bók Stangerups var að koma út, birtist greinaflokkur í New Statesman undir heitinu: „Blaðaeigendur". Þær eru heldur illviljaðar. New States- man er sósíalistiskt. Roy Thomson — Hagsýni í rekstri En samanburður er athyglis- verður. Stangerup er mildari. Það sýnir kaflinn um Thomson, lávarð af Fleet. Stangerup segir: „Faðirinn var rakari og móðirin var húsbóndinn á heimilinu." En í New States- man stendur: „Faðir hans var drykkfelldur rakari, en móðir hans hótelþerna,“ en á þessu er allnokkur blæbrigðamunur. Báðir höfundarnir segja frá gömlu fötunum hans Thomsons og löngun hans til að kaupa blöð. Það er gömul reynsla í blaðaheiminum, að það borgi sig ekki að sameina blöð. En sé það rétt, hvað olli þvi þá, að hin stöðugu blaðakaup Thomsons gerðu hann að ríkasta og voldugasta blaðaeiganda i heimi? Stangerup bendir á atriði, sem bæði varpa ljósi á árangur Thomsons — og dauða annarra blaða. 1 fyrsta lagi varð Thomson ekki ríkur einungis af blöðum sinum, heldur aðallega af þvi að kaupa útvarpsstöðvar. 1957 komst hann svo að orði, að „sjónvarpsstöð á viðskipta- grundvelli væri eins og að geta prentað sína eigin peninga- seðla.“ Önnur skýring er þó veiga- meiri. Thomson var ekki aðeins aðsjáll, hvað klæðnaði viðkom, heldur hvað varðaði öll út- gjöld. „Hin ótrúlega kryppluðu föt hans voru úttroðin af pappírsrenningum, sem voru þaktir tölum,“ segir Stangerup. Kosturinn við það að eiga mörg blöð, er sá, að með því fékkst grundvöllur til samanburðar, — útreikningsgrundvöllur Alltaf var hann skipta sér af því, ef eitthvert blaða hans not- aði meira af bréfaklemmum eða ritvélarborðum en annað. Þetta má kalla smámuni, en margt smátt gerir eitt stórt, og þeir sem hafa mikið umleikis, vita, hvaða upphæðir smámun- ir geta skapað. Roy Thomson hefur sýnt mikla hagsýni við endurbætur á rekstri fyrirtækja sinna, en einnig hann finnur nágust blaðadauðans. í ársskýrslu sinni fyrir 1971 sagði hann: „Við verðum að varðveita trú okkar á framtið hins prentaða orðs, en við erum nógu raun- sæir til að vita, að á tímum efnahagsörðugleika verður að tryggja framtíð þess með hjálp arðs af öðrum fyrirtækjum." Og 1 ár tilkynnti hann starfs- fólki tækni- og stjórnardeilda The Times, að það yrði að flytja úr hinu fræga Printing House Square og starfsliðinu yrði að fækka verulega. ,.NÚ á ég blað — Nú hef ég áhrif" I þessu bindi er sagt frá til- raunum margra iðnaðarjöfra til að verða blaðakóngar. Einn þeirra var ilmvatnskóngurinn Francois Coty, sem varði 300 milljónum nýfranka (um 9000 millj. fsl. kr.) til þess að sigra Hachette. En það mistókst. 1 sama kafla segir Stangerup frá Hugo Stinnes, sem varð einn af rikustu mönnum Þýzka- lands í óðaverðbólgunni eftir heimsstyrjöldina fyrri. Frá 1918 til dauðadags 1924 keypti hann bókstaflega alla skapaða hluti: Stórhótel, stórjarðir, stór- verzlanir og verksmiðjur. Hann hafði 600.000 manns i vinnu og Roy Thomson, síðar lávarður, útgefandi The Times og Sunday Times. var talinn milljarðamæringur i gullmörkum. Hann var kallaður spákaupmaður, og að lokum fór illa, en af hverju er ekki nægilega ljóst. I verð- bólgu, þegar allt verðlag fer hækkandi, ætti að vera tryggast að eiga fasteignir, svo að ég hef I rauninni aldrei skilið, af hverju svo illa fór fyrir Stinnes. Var það af því að svo æðisgengin verðbólga sem í Þýzkalandi hlyti að enda i hreinu öngþveiti? Eða er ástæðan dauði hans fyrir aldur fram? Hann varð aðeins 54 ára gamall. Ástæðan getur einnig verið sú, að hann fórinn ábraut „lóðréttrar fjárfestingar". Hann átti mikla skóga og varð þvi að selja timbur. Hverjir kaupa timbur? Sellúlósaverk- smiðjurnar. Þess vegna keypti hann sellúlósaverksmiðjur. Helztu viðskiptavinir þeirra eru dagblöðin. Þess vegna keypti hann blöð og varð blaða- kóngur. Þetta minnir á stór- mennskubrjálæðið hjá Simon Harford í „Höll á höll ofan“. Það er ánægjulegt, að Stangerup skuli i þessu síðasta bindi fara svolitið út fyrir hug- takið ,,dagblað“ og fjalla einnig um The New Yorker, hið merka og áhrifamikla timarit. Athyglisvert er einnig það, sem hann segir um N.Y. Times og útgefanda þess, Arthur Hays Sulzberger, Það var hann, sem svaraði svo ógleymanlega, þeg- ar hann var spurður, hvort hann skrifaði mikið í blaðið sjálfur: „Ef ég á að koma ein- hverju inn í Times, verð ég að skrifa i dálkinn Bréf til ritstjór- ans.“ Stangerup vitnar i önnur skemmtileg ummæli hans: „Ef þið viljið vita, hvernig maður verður útgefandi stórblaðs, þá er min aðferð þessi: Að rísa árla úr rekkju, vinna baki brotnu og giftast svo dóttur for- stjórans." Það var það, sem Sulzberger hafði gert. Hann kvæntist dótt- ur stofnanda Times, Adolph Ochs. Tengdasonur Sulzberg- ers, Orvie Dryfoss, tók við af honum. Kona hans, Iphigenia, er mjög gáfuð og heillandi kona. Hún vitnaði oft í sögu af vegfaianda, sem mætti þremur Arthur Hays Sulzberger, um langt skeið útgefandi The New York Times.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.