Morgunblaðið - 09.07.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.07.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLI 1975 5 andi raforfcuverð til hitunar sé því of lágt. — Steinar Berg Björnsson fjármálafulltrúi flutti skýrslu um endurmat raforku- virkja, sem mjög kom til umræðu á fundinum. — Einnig var rætt um fræðslumál rafveitna og fram- tiðarstarf SÍR —. Að fundi loknum var farið i skoðunarferð að Sigöldu og Þóris- vatni. Aðalfundur SIR Samræmdar framkvæmdir og stjórnun orkumálum stjórnvalda. Hins vegar þyrfti að horfa fram en ekki aftur i þessu efni og sameinast um hagkvæm- ustu úrlausnir. Taldi Knútur það vekja furðu margra að aðskildum byggingarnefndum á vegum ríkis- valdsins skyldi falið að undirbúa Byggðalínu og Kröfluvirkjun, sem stefndi að lausn sama vanda. Þá ræddi hann og um Norðurlands- virkjun, sem nú væri stefnt að, og annast mundi öflun og flutning raforku á Norðurlandi. Fulltrúar rafveitna á Vestfjörðunj og Aust- fjörðum greindu frá þvi að starf- andi væru nefndir á vegum sveitarfélaga i viðkomandi lands- hlutum er ynnu að hliðstæðum verkefnum. Það sjónarmið kom fram hjá Vestfirðingum, að taka ætti upp rafhitun í rikum mæli í þeim landshluta. Ef nauðsynlegar raf- orkuframkvæmdir i fjórðungnum drægjust á langinn þyrfti i því sambandi að leggja áherzlu á tengingu við fyrirhugaða Byggða- linu. I fundarlok var gerð samþykkt þess efnis, að iðnaðarráðuneytið léti hraða rannsókn á samræm- ingar og samstarfsaðgerðum, með hliðsjón af samtengingu orku- svæða, með hagkvæmnissjónar- mið í huga, en þau breyttu við- horf, sem þessu fylgja, bar og á góma i erindum Jóhannesar Nordal seðlabankastjóra og Jakobs Björnssonar orkumála- stjóra á fundi SlR í vetur. Á fundinum lýsti orkumála- stjóri fyrirkomulagi í Noregi og AÐALFUNDUR Sambands íslenzkra rafveitna, sem haldinn var að Laugarvatni 3.—4. júlf si., fagnaði sívaxandi áhuga stjórn- valda á nýtingu innlendrar orku sem veigamikilli vörn fámennrar þjóðar gegn utanaðkomandi efna- hagssveiflum sem og hafkvæmri nýtingu tiltækra auðlinda, bæði í vatnsorku og jarðvarma. Morgunblaðið leitaði fregna áf ráðstefnunni hjá Aðalsteini Guðjohnsen rafmagnsstjóra, for- manni sambandsins. Sagði hann nokkurn ágreining hafa verið á aðalfundinum um einstakar ný- legar framkvæmdir á þessu sviði, einkum á Norðurlandi, svo og um niðurgreiðslu á olíu, sem rýrði samkeppnisaðstöðu innlendra orkugjafa. Skiptar skoðanir hefðu og komið fram um réttmæti stór- iðju á Islandi. • Tvö meginerindi voru flutt um orkuöflun og orkuflutning. Erindi borgarstjórans í Reykja- vík, Birgis Isleifs Gunnarssonar, sem sæti á i stjórn Landsvirkj- unar, um frumkvæði Reykvíkinga í raforku- og hitaveitumálum og verkefni Landsvirkjunar, sem sjá þarf 70% þjóðarinnar fyrir nægjanlegri og öruggri raforku, var birt hér i blaðinu sl. sunnu- dag. Erindi Knúts Otterstedt, sem fjallaði um orkumál Norðurlands, verður birt hér í blaðinu á morg- un. Knútur Otterstedt, sem er fram- kvæmdastjóri Laxárvirkjunar, taldi hlut Norðlendinga hafa verið fyrir borð borinn á undan- förnum árum vegna óbilgirni sér- hagsmunahópa og linkindar Svíþjóð varðandi samtengingu og samstarf orkusvæða, og flutti inn- gangsorð að umræðum um fram- tíðarstefnu í húshitun á Islandi. I umræðum þessum k'om m.a. fram, að viðast hvar verður almenn raf- hitun ,,toppmyndandi“, þ.e. hækkar álagstoppinn, og núver- Eigum fyrirliggjandi hinn glæsilega og vinsæla 5 manna Fiat 125P station. Hafið samband við okkur sem fyrst og tryggið ykkur góðan bíl á sérlega hagstæðu verði Til öryrkja Verð kr. 898.000 Útborgun kr. 648.000 Tollafsl kr Útb. kr lánað í 12 mánuði. lánað í 12 mánuði. 250.000 Tveir nýir útibússtjórar TVEIR nýir útibússtjórar hafa verið ráðnir hjá Búnaðarbankan- um, að þvf er segir I fréttatilkynn- ingu frá bankanum, sem hér fer á eftir: Nýlega lét Ölafur Guðmunds- son útibússtjóri Búnaðarbankans í Stykkishólmi af störfum sam- kvæmt eigin ósk, og hefur Guð- mundur Eiðsson útibússtjóri í Hólmavík verið ráðinn í hans stað til bankans í Stykkishólmi. Guð- mundur er Eyfirðingur að ætt, fæddur I. des. 1917, og starfaði um árabil sem bókari og skrif- stofustjóri við Búnaðarbankann á Akureyri. Hann er kvæntur Berg- hildi Bernharðsdóttur Stefáns- sonar, f.v. alþm. Jafnframt hefur Jón Kristins- son fulltrúi aðalféhirðis við aðal- bankann í Reykjavík verið ráðinn útibússtjóri á Hólmavik. Jón réðst til Búnaðarbankans árið 1960 og hefur gegnt þar ýmsum störfum, aðallega gjaldkerastörfum. Hann er fæddur 17. júni 1942, kvæntur Aróru Cody. Jón er einn af kunn- ustu skákmönnum landsins og hefur tvisvar unnið Islands- meistaratitil í skák. Fæst á blaðsölustööum um land allt Eitt æðis- gengnasta sveitaball síðari ára Samúel var þar Fyrstu myndimar af svifmanninum frá ísafirði aðeinsíSamúel Guðmundur Eiðsson ALLT UM SPYRNU- KEPPNIR TRYLLI- TÆKJANNA Jón Kristinsson 125P STATION Fiat einkaumboð DAVIÐ SIGURÐSSONHF Síðumúla 35 simar 38845 og 38888 ÞEGAR EG SMYGLAÐI SPÍRANUM EINNIG Ný drepfyndin gamansaga eftir Birgi Bragason Við bíðum ennþá eftir almennilegu diskóteki — Gísli Sveinn Lofts- son skrifar Hvað kostar að fara út að borða? SAMtal við grínistann Jörund Kynlífsvandamál ungs fólks Franska kvikmyndin Emmanuelle Nýjasta súpermótorhjól Japana

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.