Morgunblaðið - 09.07.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.07.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLI 1975 Mcnn tala almennt um lélega vertíð, það er tímabilið fram að miðjum maí. Það er rétt, að aflinn brást mjög illa hjá báta- flotanum norðanlands, eða nær því urn helming frá í fyrra. Um mánaðamótin apríl — maí var vertíðarafli norðlenzku bát- anna 5.993 lestir á móti 10.271 á sama tíma í fyrra. Á svæðinu Hornafjörður / Stykkishólmur hélzt heildaraflinn sá sami fram að mánaðamötunum apr./maí tæpar 98 þús. lestir' bæði árin, en svo brást enda- spretturinn alveg á þessu veiði- svæði og varð 4.300 lestum minni 1.—15. maí en hann var i fyrra eða 8.758 lestir á móti 12. 953 lestum í fyrra á þessum hálfa mánuði. Austfirðingar héldu sínu. Afli Austfirðinganna varð held- ur rneiri fram að mánaðamót- unum apr./maí eða 5.042 lestir á mótí 4.604 í fyrra. Ekki hafa Austfirðingar héldu sfnu á nýliðinni vertfð. — Myndin er úr frystihúsi á Eskifirði. eftir ÁSGEIR JAKOBSSON hressilega, að hana þarf ekki að sanna með tölum, að afli ein- stakra báta hefur aldrei verið eins misjafn og nú í vetur. I verstöðvum, þar sem topp- bátarnir hafa náð 8—1100 lest- um eru sumir bátar með svo til engan afla og næsti bátur við toppbátinn sumstaðar með helmingi minni afla en hann. Veiðisvæði bátanna eru sífellt að þrengjast. Fisksælu- bleyðunum fækkar ár frá ári og sífellt færri bátar koma netum sinum á þær. og fiskvinnslu, sem vitaskuld bætir samkeppnisaðstöðu Norð- manna á bandaríska markaðnum. EBE-löndin hafa einnig tekið til við að styrkja fiskútflutning sinn. Við erum náttúrlega ákveðnir i að við- halda löndunarbanninu á fersk- fiski í Þýzkalandi. Þjóðverjar eru auðvitað alveg að gefast upp, þetta bitnar svo hroðalega á þeim. Og það, sem við höfum sagt, það höfum við sagt. Engir „verksmiðjutogarar“ með okkar leyfi inn i landhelgina. Misjöfn vertíð hjá bátaflotanum Það standa á okkur öll járn verið birtar aflatölur Austfirð- inga 1.—15. maí og það er ekki víst að þær verði lakari en í fyrra vegna smábátaflotans, sem þar er nú kominn í gang. Afli vestfirzku bátanna minnkaði að heildarmagni. Var í fyrra rúmar 16. þús. lestir en nú tæpar 13 þús. I skýrslunni í Mbl. 31. mai eru skuttogararnír taldir með bátaflotanum og þeir öfluðu miklu meira en í fyrra. Það er enn um nokkurt ósamræmi að ræða i sambandi við aflaskýrslur, vegna þess að margir vilja telja smærri skut- togarana til báta, þar scm á þeim eru bátakjör og þeir landa mjög ört og stunda veiðarnar líkt og bátar, en hinsvegar er dálítið hæpið að nota orðið „bát“ um þessi stóru skip. Það er rangnefni. Merkingin í orð- inu „bátur“ hefur að vísu færzt stöðugt upp eftir stærðarbreyt- ingum í flotanum, en þessi skip eru of stór enn til að geta kall- azt bátar í íslenzka fiskiflotan- um. Það getur vel verið að sú verði þróunin, að þeír verði kallaðar trillur einhvern tíma, en það er ekki orðið enn og þess vegna finnst mér rétl að telja þá til togara, hvað sem liður skiptakjörunum, enda gerir Fiskifélagið svo í sínum skýrsl- um. Það er sem sé ljóst að vertíðin hefur endað svo, að bátaaflinn hefur minnkað um 10—15% frá í fyrra á tímabilinu jan./maí, þó að endanlegar töl- ur liggi ekki fyrir. Þá vaknar spurningin um sóknina. Var hún meiri eða minni en í fyrra og hverju munar? Það er jafnan erfitt að gera sér grein fyrir netasókninni, þar er hvorki hægt að átta sig á róðrafjölda né úthaldsdögum, því að netin liggja í sjó þó að ekki sé róið, og úthaldsdagar segja heldur ekki alla söguna vegna þess að nýling flotans var mjög slæm. Þó að svo ætli að heita um marga báta að þeir væru við róðra, þá var það varla nema nafnið. Það fóru um 50 bátum færra á loðnu en i fyrra og þeir bátar voru í þorskfisksókninni og auk þess kom loðnuflotinn almennt miklu fyrr allur eða mest af honum, inní þorskfisksóknina en árið 1974. Það mætti því ætla að það hafi verið all-miklu fleiri bátar í sókninni nú en i fyrra a.m.k. 50—60 bátum fleira mest af vertiðinni. En hin mikla vannýting flotans, sem aldrei hefur verið meiri en í vetur, gerir strik í sóknar- dæmið. Svo mikið strik, að það er erfitt að fullyrða að sókn bátaflotans hafi verið öllu meiri nú en í fyrra, en líklegt er þó að svo hafi verið. Sóknar- dæmið er sem sé óuppgert og það verður hver að ímynda sér hvað rétt er. Sú staðreynd blasir við og svo Fiskurinn hrekst undan netum. á því er enginn vafi. Þaö bjargar enn málinu, að hann hefur ekki skilyrði til að hrygna nema á netaslóðum, en það er greinilegt að hann færir sig til eftir því, sem hann getur undan netunum. Þetta stað- festagamlir menn, sem stundað hafa netaveiðar alla sína ævi, og yngri skipstjórarnir eru flestir sömu skoðunar orðnir. í vertíðarlokin nú var helzt að vera með netin niðri á 100 eða 120 föðmum. Það hefði ein- hvern tímann þótt saga til næsta bæjar. Enn er engin hreyfing uppá við á verði fiskblokkar á banda- ríska markaðnum, og nú hefur það bætzt ofan á aðrar hörm- ungar, að þriðja helzta sam- keppnisland okkar á þeim markaöi, Noregur, hefur ákveð- ið mikla styrki til sjávarútvegs Hins vegar kemur okkur ekki við hvað þeir veiða í óleyfi. Það færist áreiðanlega á langan svartalista Þjóðverja hjá himnaföðurnum að kúga þannig litla smáþjóð. A sama stað munum við hljóta umbun fyrir staðfestu okkar. Tollar eru miklir á freðfiski í EBE- löndunum vegna stríðs okkar við Þjóðverja, einnig eru miklir tollar á rækju í þeim löndum. Skreiðarmarkaðir eru væn- legir, en lítið hefur verið hengt upp i skreið, og svo urðum við fyrir alvarlegum álitshnekki á bezta skreiðarmarkaðnum vegna skemmda í skreiðinni. Spánverjar hafa hamlað inn- flutningi á saltfiski með ýmsu móti, innflutningsgjöldum og tollum og siðast hreinu banni. Ekkert útlit er fyrir að mjöl- eða lýsisafurðir hækki á næst- unni, og þar urðum við nú fyrir því áfalli að helzti Iýsis- kaupandinn varð gjaldþrota, með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum fyrir okkur. Það er sem sé allt á eina bókina lært fyrir okkur nú um þessar mundir...,„ Nýjung í starfi Skálholtskirkju: Sumartónleikar fjórar næstu helgar Leikin tónverk frá 17. og 18. öld Varað við notkun sykursýkislyfja UM næslu helgi verður upp tekið það nýmæli I starfsemi Skálholts- kirkju að halda þar hljómleika um helgar, þar sem flutt verður tónlist frá 17. og 18. öld. Verða flytjendur hennar þrír, sembal- leikararnir Helga Ingólfsdóttir og Elfn Guðmundsdóttir og Manucla WieSler flautuleikari. Hljómleikarnir verða laugar- daga og sunnudaga næstu fjórar helgar og mismunandi efnisskrá um hverja helgi. Dagana 12. og 13. júlí verða flutt frönsk sembal- verk frá 18. öld, eftir Fr. Couperin og J. Ph. Rameau — og verða hljómleikarnir kl. 16 báða dagana. Dagana 19. og 20. júlí verða flutt verk fyrir tvo sembala eftir G. Farnaby, N. Carlton, T. Tomkins, Fr. Couperin og J.L. Krebs. Verða laugardagstón- leikarnir kl. 17 en sunnudagstón- leikarnir kl. 11. Flytjendur þessar tvær helgar verða þær Helga Ingólfsdóttir og Elín Guðmunds- dóttir. Dagana 26. júlí kl 17 og 27. júlí kl. 16 leikur Helga Ingólfsdóttir siðan einleik á sembal, verk eftir G. Freseobaldi Fr. Couperin og D. Scarlatti, en síðustu helgina — Verzlunarmannahelgina — verða þrennir hljómleikar, laugardag- inn 2. ágúst kl. 17, sunnudaginn 3. ágúst kl. 16 og mánudaginn 4. ágúst kl. 17 leika þær Ilelga Ing- ólfsdóttir semballeikari og Manuela Wiesler, flautuleikari þá verk eftir Bath og Mozart. Helga Ingólfsdóttir, sembal- leikari, Manuela Wiesler, flautu- leikari og Elín Guðmundsdóttir, semballeikari. Þess má geta, að aðgangur að þessum hljómleikum öllum er ókeypis og að nú getur fólk fengið bæði gistingu og fæði í húsnæði Lýðháskólans i Skálholti. Washington 4. júlí — AP BANDARlSKA matvæla- og heil- brigðisráðuneytið mun á mánu- dag leggja til að sykursýkistöflur þær, sem nefnast hypoglycemics, verði merktar með sérstakri við- vörun, þar sem segir, að þær kunni að auka hættu á dauða af völdum hjartasjúkdóma, að lækn- ar séu ekki vissir um að þær geti komið I veg fyrir langtíma veik- indi af völdum sykursýki, og að kynna bcri sjúklingum áhættu þá sem fylgir þeim og að þeir taki þátt I ákvörðun um notkun þeirra. Einnig leggur ráðuneytið til að á viðvörunni segi, að töfl- urnar skuli aðeins nota fólk, sm ekki getur temprað blóðsykurs- magn sitt með matarkúrum og ekki getur notað sykursýkislyfið insúlín. Meðal þessara taflna, sem notaðar eru til að minnka blóðsykurinn, eru lyfin tolbuta- mide og phenformin. Þess skal getið, að þegar skýrt var frá þeim rannsóknum sem leitt hafa til þessarar ákvörðunar bandaríska heilbrigðisráðuneytis- ins, kom fram í Morgunblaðinu að notkun áðurnefndra lyfja á Is- landi er á mun takmarkaðra sviði en í Bandaríkjunum og er undir strangara eftirliti en þar. Sérstæðum hjálmi stolið I MBL. sl. sunnudag var greint frá þjófnaði á skellinöðru og for- láta ökumannshjálmi af vélhjóla- verkstæði á Vagnhöfða aðfara- nótt sl. föstudags. Lýsingin á hjálminum, sem er sá eini sem þannig lítur út, var ónákvæm. Hjálmurinn er silfursanseraður með gulum eldtungum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.