Morgunblaðið - 09.07.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.07.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLl 1975 aðstoðarmaður hans leita að leifum í skurðinum og moldarbingnum. Áhugasamir strákar fylgjast með og gefa göð ráð. — Drengirnir, sem fundu beinagrindina, heita: Karl Jóhann Ingðlfsson, Gunnar Þór Adolfsson, Jóhann Albert Friðriksson, Einar Karl Jónsson og Sigurjón Gunnarsson. Þeir eru á aldrinum II—15 ára. Ljósm. Mbl. Ól. K. Mag. — Beinagrind Framhald af bls. 32 frekari rannsóknir á staðnum, þar sem beinagrindin fannst, og höfðu um hádegið fundið nokkur bein til viðbötar. Eftir hádegið komu rannsóknarlögreglumenn aftur á vettvang og fínkembdu nú moldina sem strákarnir höfðu mokað upp, og grófu auk þess meira á staðnum. Sú rannsókn leiddi í ljós nokkrar beinaleifar til viðbótar og sokk og alls hafa -nú fundist þrjár byssukúlur, sem alla'r virðast vera eins, skamm- byssukúlur af stærðinni 45 cali- ber. A þessum stað, þar sem beina- grindin fannst, voru talsverð mannvirki á stríðsárunum, m.a. braggar og skotæfingasvæði. Reyndist beinagrindin liggja í steinsteyptum stokki, sem her- mennirnir munu hafa staðið i, er þeir voru að skotæfingum, Kunna byssukúlurnar að vera frá þeim tíma, enda eru skammbyssur með hlaupvídd 45 caliber mjög óal- gengar hér á landi, en hafa hins vegar verið mikið notaðar af her- mönnum viða um heim, t.d. hafa brezkir hermenn mikið notað þær. Rústir braggahverfisins og æfingasvæðisins voru vinsælt leiksvæði barna úr nágrenninu í mörg ár eftir stríðslok, en íbúar hverfisins telja að þær hafi verið jafnaðar við jörðu og rutt mold yfir þær um 1955. Benda því líkur til þess, að líkið, sem beina- greindin er úr, hafi verið grafið þarna eftir 1955, þ.e. einhvern timann á síustu 20 árum. Hins vegar eru beinin talsvert fúin og brotin og litlar leifar aðrar, nema þrjár tölur og sokkar, hafa fundizt og bendir það til þess, að talsvert langt sé síðan líkið var grafi. Það kann þó að hafa verið fáklætt mjög og því finnist litlar sem engar fataleifar nú. Sá möguleiki er fyrir hendi, að þarna hafi ekki verið grafið lík, heldur hafi einhver lent þarna niður í skurð og orðið úti. Þetta mál hefur vakið mikla undrun íbúanna í næstu húsum, enda eru aðeins um30 metrar frá beinagrindargröfinni að næsta húsi við Faxaskjól. Þykir ýmsum það furðulegt, ef einhver hefur talið þennan stað öðrum heppi- legri til að grafa lík. Þá er einnig sá möguleiki fyrir hendi, að beinagrindin hafi legið þarna í jörðu frá því á stríðs- árunum og sé eitthvað við- komandi þeim hermönnum, sem þarna höfðu aðsetur. Rannsóknarlögreglan hefur alla þessa möguleika í huga við rannsókn málsins. Þó er við því að búast, að fyrst verði reynt að ganga úr skugga um hvort beina- grindin sé úr íslenzkri manneskju og hafa í þvi sambandi verið teknar fram skýrslur um allt það fólk sem týnzt hefur á undanförn- um árum og áratugum án þess að spurzt hafi til þess síðan. Þegar fyrir liggja upplýsingar um kyn, líklega hæð og jafnvel aldur þeirrar manneskju, sem beina- grindin er úr, ætti að vera unnt að beita útilokunaraðferðinni til að þrengja mjög þann hóp, sem til greina kemur. En þá á samt ennþá eftir að finna þann eða þá, sem stóðu fyrir þvi, að lík væri grafið á þessum stað og aðdraganda þeirrar greftrunar, ef um slíkt hefur verið að ræða. — Neyðarlending Framhald af bls. 32 Hann sagði, að þegar svona bæri að höndum héldi slökkvilið- ið sig nokkuð fjarri vélunum ef sprengja skyldi springa. Flug- vallaryfirvöld sæju hinsvegar um móttöku farþeganna. Pétur Guðmundsson, flyg- vallarstjóri, sagði, að fyrstu við- brögðin hefðu verið að vinna eftir sérstakri áætlun, meðal annars að koma farþegabílum út á völl til að taka farþegana, og eina óhappið hefði verið þegar kona hefði meiðzt á fæti. Farið hefði verið með fólkið inn í flugstöðvarbygg- inguna, þar sem hlynnt var að því, en sumt var mjög miður sín og Loftleiðir hefðu tekið að sér að koma því fyrir á hótelum í Reykjavík. Að sögn Sveins Eiríkssonar var strax byrjað á því að leita í hand- töskum, sem farþegar voru með, en reyndar hafði flugstjórinn verið beðinn um að sjá til þess að allur farangur yrði skilinn eftir inni í vélinni. Eftir það hefði verið ákveðið að láta vélina standa yfir- gefna til kl. 8 í morgun, en þá áttu 6 sprengjusérfræðingar frá hern- úm að hefja leit um borð. Einnig átti þá að flytja allan farangur farþega í afvikna byggingu á vellinum. Siðan átti að láta hvern og einn ná I sinn farangur, sem svo verður leitað í. Ridchard flugstjóri vélarinnar, vildi ekkert um málið segja í gær- kvöldi.________ ________ — Isabel Framhald af bls. 1 benzínverð um 180%, auk ann- arra almennra hækkana á neyzlu- vörum. Þessar ráðstafanir, auk launaþaksins, leiddu til alls- herjarverkfallsins. Alvarlegustu afleiðingar alls- herjarverkfallsins urðu í hafnar- borginni La Plata. Þar sagði lög- reglan að fimm manns hefðu ver- ið myrtir og einn særður I árásum hermdarverkamanna, sem hugsanlega væru af pólitískum toga. Ákvörðunin um að aflýsa verk- fallinu var tekin eftir tveggja klukkustunda fund leiðtoga CGT með frú Peron. I yfirlýsingu sam- bandsins eru verkamenn kvaddir aftur til starfa og lýst er stuðningi þess við forsetann persónulega. Þá skuldbindur CGT sig til að verkamenn vinni einn dag auk- reitis í hverjum mánuði til að „leggja sitt af mörkum til að styrkja efnahág landsins". Þessir kaupsamningar renna út 30. maí 1976. Síðar i kvöld varð Isabel Peron fyrir annarri pólitískri auð- mýkingu, er argentínska öldunga- deildin kaus sér nýjan forseta, sem samkvæmt reglum mun taka við forsetaembættinu af henni ef hún verður ófær um að gegna því, segir af sér, veikist eða deyr. Forseti deildarinnar er gamalreyndur þingmaður úr flokki Perónista, Italo Luder, 59 ára gamall sonur ítalsks inn- flytjanda. — Svartsengi Framhald af bls. 2 21. 4. 1975 og er svar hitaveit- unnar við því dags. 6. 5. 1975. Félag landeigenda hafnaði til- boði hitaveitunnar og setti jafn- framt fram samkomulagsgrund- völl með bréfi dags. 23. maí 1975. Tilboðið var í fyrsta lagi um verð- mat landeigenda á afli þvf, sem þarf til virkjunar fyrir sveitar- félögin á Suðurnesjum og nam það kr. 2 millj. mw, 41.3 mw, eða alls 83 millj. króna. Af þessari fjárhæð bauðst félagið til að leggja fram til sveitarfélaganna allt að 30 millj. króna þannig að kaupverð þessa hluta aflsins hefði numið 53 millj. króna I formi útborgunargreiðslu I eitt skipti fyrir öll. 1 öðru lagi bauðst félagið til aó selja viðbótarafl, t.d. vegna virkj- unar fyrir Keflavíkurflugvöll, stóriðju, stækkun vegna sveitar- félaganna eða annað og mat félagið það afl á kr. 4 millj./mw í formi útborgunargreiðslu I eitt skipti fyrir öll. Aflþörf Kefla- vfkurflugvallar er nú áætluð 40—45 mw. 1 þriðja lagi bauðst félagið til að leigja hitaveitunni allt það land, sem hún kynni að þarfnast og auk þess að selja henni land undir varanleg mannvirki, ef hún óskaði þess og veita réttindi til vinnslu á köldu vatni. Verðmats var ekki getið í þessum þætti til- boðsins. Aðilar áttu nú allmarga fundi um málefnið, en með bréfi dags. 24. júnf s.l. hafnaði hitaveitan til- boði landeigenda. Á fundi höldnum hinn 25. júní s.l. náðist samkomulag með aðilj- um um það að freista samkomu- lags á þeim grundvelli að samið yrði um kaup hitaveitunnar á landi og landsgæðum, en gerðar- dómur (matsmenn) réði þeim atriðum til lykta, sem samkomu- lag næðist ekki um og er þar aðallega um verðmat gæðanna að ræða. Er þegar unnið að drögum samnings á þessum grundvelli og var við það miðað, að þeirri vinnu yrði lokið innan tveggja vikna. — 50% aflans Framhald af bls. 3 mest var hér um tveggja ára fisk. Þá var líka annar togari með minni möskva en lög gera ráó fyrir, en líklega má kenna neta- verkstæði því er togarinn skiptir við um það. — Samdráttur Framhald af bls. 2 innflutningsgjöldum af bifreiðum leiðir og I ljós mikinn samdrátt í bílainnflutningi. Skuld ríkissjóðs við Seðla- bankann er sögð hafa aukizt um 2300 m.kr. á fyrstu fjórum mán- uðum ársins, en hinsvegar hafi staðan gagnvart ba’nkanum batn- að um 900 m.kr. í maímánuði. Aukning gjalda rfkissjóðs og skattalækkanir bendi til óhagstæðrar þróunar ríkis- fjármála á næstu mánuðum, en tekjumissir ríkissjóðs vegna skattalækkana sé áætlaður um 2000 m.kr. I lok skýrslu Seðlabankans seg- ir: „Þótt heimiid til niðurskurðar ríkisútgjalda sem nemur 3.500 m.kr. verði nýtt að fullu, og áfengi og tóbak hafi hækkað nýlega um 30%, sem gefur 600—700 m.kr. i viðbótartekjur, eru horfur á þó nokkrum greiðsluhalla hjá ríkissjóði I ár, verði ekki gripið til frekari ráð- stafana“. Ábendingar fjármálaráöuneytis 1 tilefni umræddra uþplýsinga í riti Seðlabankans sneri blaðið sér til fjármálaráðuneytisins og leit- aði fregna af stöðu þessara mála að dómi þess. Þær upplýsingar, sem blaðið fékk í ráðuneytinu, fara orðrétt hér á eftir. „Við samanburð á tölum um ríkisfjármál á fjórum fyrstu mán- uðum áranna 1974 og 1975, ber að hafa í huga, að jafnan er um að ræða árstíðabundnar sveiflur i ríkisfjármálunum, og er nauðsyn- legt að taka tillit til þeirra í slíkum samanburði. Þetta er i rauninni ekki gert í umræddri grein, og koma þar því fram nokkuð ýktar tölur fyrir árið í ár. Alkunnugt er, að fjárlög ársins 1975 hækkuðu um rösklega 60% frá árinu 1974, og er því ekki að undra, þótt heildartölur um gjöld og tekjur séu hærri á fjórum fyrstu mánuð- um ársins en á sama tímabili 1974. Utkoma ríkissjóðs það sem af er árinu er ekki langt frá þeim mánaðarlegu áætlunum, sem gerðar voru fyrr á árinu í fjár- laga- og hagsýslustofnun, og i júnilok er greiðsluafkoman jafn- vel betri en þar var gert ráð fyrir, þrátt fyrir halla, sem jafnan er mestur framan af árinu, en þá var skuld ríkissjóðs við Seðlabankann 5.574 m.kr. Varðandi athugasemdir í um- ræddri grein um slæma inn- heimtu tekju- og eignaskatts, virð- ist sú fullyrðing byggð á misskiln- ingi, þar sem tekjur ríkissjóðs af þessum sköttum eru meiri við lok april en reiknað hafði verið með, eins og raunar kemur fram fram- ar í þessari sömu grein.“ — Að fá’ann Framhald af bls. 2 við veiði á aðalveiðísvæðinu í Norðurá í Borgarfirði. Þann 1. júlí voru komnir 608 laxar á land úr ánni, en ekki nema 427 laxar á sama tíma í fyrra. Frið- rik Stefánsson hjá Stangaveiði- félaginu sagði, að vel gengi að selja í allar ár, sem félagið væri með á leigu, en einhver veiði- leyfi væru eftir í Norðurá og Grímsá í ágúst. — Frakkar Framhald af bls. 3 víkka sjóndeildarhring þeirra. Ég hef stuðning íþrótta- og unglinga- málaráðuneytisins, sem hefur gefið mér meðmæli og ráðuneytið hafði einnig samband fyrir mig við íslenzka sendiherrann í Paris, sem var mjög jákvæður gagnvart ferð okkar hingað. Þess vegna er ég leiður yfir skrifum sem hafa orðið um okkur I Þjóðviljanum, ekki sízt þar sem við vinnum sízt meiri spjöll uppi á jöklum en venjulegur snjóbíll." Eins og áður sagði er náttúru- verndarráð lítt hrifið af ferð Frakkanna og hafði Árni Reynis- son samband við Mbl. I gær og sagði ráðið vilja ítreka það að samkvæmt íslenzkum lögum er óheimilt að aka utan vegar á Is- landi að nauðsynjalausu og að það lítur ferðina mjög alvarlegum augum. — Argentína Framhald af bls. 15 þykir það vafasöm staðhæfing. Eftir nám i enskum gagn- fræðaskóla gekk Lopez í lög- regluna og hann hitti Peron ekki fyrr en einhverntíma ársins 1954, er hann var tekinn í lífvörð hans. Rega fylgdi Peron ekki í útlegðina og var enn liðþjálfi í lögreglunni, er hann sagði af sér starfinu þar árið 1962. Tólf árum síðar útnefndi hin nýja peronista- stjórn hann hershöfðingja, — hækkaði hann um 16 þrep i tignarstiga hersins. Samkvæmt opinberri ævi- sögu Lopez er hann maður kvæntur og dóttir hans Norma að nafni er gift Raul Lastriri forseta fulltrúadeildar þings- ins, kunnum peronista. En nafns konu hans er hvergi getið og ekkert um hana vitað. Á árunum 1962—65 átti Lopez Rega eignaraðild að litlu útgáfufyrirtæki, sem gaf út bækur um stjörnuspeki, — margar eftir hann sjálfan. 1 einni þeirra „Alfa og Omega“, segir hann frá því er Gabriel, erkiengill, vitjaði hans í svefni. Þegar Isabella Peron kom í heimsókn til Argentínu árið 1965 var Rega settur lífvörður hennar. Var það upphafið að sambandi þeirra, sem haldizt hefur æ siðan, — þvi að hann fór með henni til Madrid, þegar hún hvarf þangað aftur og gerð- ist þar einkaritari Perons. Við valdatöku Perons í Argentínu á ný var honum launuð átta ára dyggileg þjónusta sem einkaritara hers- höfðingjans með því að skipa hann í embætti félagsmálaráð- herra. Það er býsna áhrifa- mikið því að undir það heyra gildir sjóðir, svo sem eftir- launasjóðir, happdrætti og veð- málasjóðir ríkisins. Þegar Peron féll frá skipaði Isabella Rega persónulegan ráðgjafa sinn og einkaritara og fékk hon um það verkefni að samræma störf ráðuneytisins, — sem jafngilti í raun embætti for- sætisráðherra. Eftir því sem ljósar hefur komið fram hver völd Rega innan stjórnarinnar hafa verið, hefur andstaðan gegn honum magnazt og nýlega lét morgunblaðið „La Opinion" sem telzt óháð stjórnmálasam- tökum, að því liggja að hann væri viðriðinn starfsemi hægri sinnaðra morðsveita, sem kalla sig „bandalag argentínskra andkommúnista" og gefið er að sök að hafa átt hlutdeild i meira en 500 pólitískum morðum í Argentínu á síðasta ári. (Reuter). — Fiskeldi Framhald af bls. 2 inum og væru þeir að láta rann- saka hverskonar seiði það væru. — I haust ætlum við okkur svo að setja nokkuð af smáufsa í eldi hjá okkur, og það verður gaman að sjá hvernig hann dafnar, en engin reynsla er af ufsaeldi hér, og því er ekki að vita hvernig það heppnazt en vi.ð höfum hug á að rækta fleiri tegundir sagði Bergur. — Valsmenn Framhald af bls. 31 um, sem við fengum, sagði Haf- steinn. — Við erum orðnir ýmsu vanir hér á Akranesi og þó svo að við vonuð- umst eftir að fi Bayern Mtinchen eða lið af svipuðum gæðaflokki I 1. umferðinni þá verðum við bara að taka þessu, sagði Kristján Sveinsson I Knattspyrnuráði Akraness, er við ræddum við hann I gær. — Við erum ekkert farnir að ræða hvað við ger- um, hvort við leikum heima og heiman, eða báða leikina á öðrum hvorum staðnum, en andstæðingar okkar frá Kýpur eru ekki sterkir svo við ættum að hafa mikla möguleika á að komast I aðra umferð keppn- innar sagði Kristján. — Bókmenntir Framhald af bls. 12 lega er það að segja að hann verð- ur aldrei meiri né betri en undir- staðan. Það er því miður of sjaldan að fræðimenn hrista af sér slenið, gá til lofts og hyggja að hvar þeir standa. Sagnfræðin er í raun og veru íslenskust allra fræðigreina, gömul og rótgróin með þjóðinni og gæti þar af leiðandi verið hætt- ara við stöðnun en öðrum og yngri greinum, eða er ekki svo? Varnar- orð Björns Þorsteinssonar eru hins vegar tímabær með hliðsjón af öllum okkar menntamálum. Og að öllu samanlögðu er hressandi blær yfir þessari Sögu, þökk sé ritstjórunum, þeim Birni Sigfús- syni, nafna hans Teitssyni og Ein- ari Laxness. Erlendur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.