Morgunblaðið - 09.07.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.07.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JULl 1975 19 Alexander L Solzenitsyn: Hinir miklu ósigrar þriðju heimsstyrjaldarinnar París. — Þar sem önnur heimsstyrjöldin fylgdi í kjöl- far hinnar fyrri, hefur sú spurning sótt á sérhvern mann, hvort þriðja heims- styrjöldin mundi síðan brjót- ast út. Hversu margar tilslak- anir hafa verið gerðar og fórnir færðar til að fresta henni í þeirri von að þrátt fyrir allt yrði kannski hægt að komast hjá henni? En mjög fáir hafa gert sér grein fyrir því — eða haft hugrekki til að viðurkenna það — að þriðja heimsstyrj- öldin hefur þegar átt sér stað og heyrir nú sögunni til. Henni lauk á þessu ári — með algerum ósigri hins frjálsa heims. Þriðja heimsstyrjöldin hófst þegar við lok annarrar heimsstyrjaldarinnar: fræ- kornunum var sáð, um leið og þv! striði lauk, og hún sá fyrst dagsins Ijós á Yalta 1945, þegar heigulspennar Roosevelts og Churchills, sem voru áfjáðir í að halda sigurinn hátíðlegan með bænahaldi og víxlsöng um eftirgjafir, strikuðu yfir Eist- land, Lettland, Lithauen, Moldavíu, Mongólíu, dæmdu til dauða eða fanga- búðavistar milljónir Sovét- borgara, sköpuðu máttlaust Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og gáfu loks upp á bátinn Júgóslavíu, Albaníu, Pólland, Búlgaríu, Rúmeníu, Tékkóslóvakíu, Ungverjaland og Austur-Þýzkaland. Þriðja heimsstyrjöldin brauzt út á annan hátt en hinar fyrri, ekki með því að stjórnmálasambandi væri slitið eða með heiftarlegum loftárásum. Hún byrjaði leynilega með þv> að smeygja sér smátt og smátt inn á heiminn undir blæju dulnefna: „lýðræðislegar" breytingar, samþykktar af 100% íbúanna, kalda stríð- ið, friðsamleg sambúð, eðli- leg samskipti, ‘ raunhæf stefna, minnkandi spenna, — eða með viðskiptasamn- ingum, sem þjónuðu mark- miðum ofbeldisaðilans. Og til að forðast þriðju heimsstyrj- öldina, hvað sem það kost- aði, leyfðu vestrænu ríkin, að 20 lönd yrðu rænd og hneppt I þrældóm — og að ásýnd jarðar yrði breytt. Við nána athugun verður Ijóst, að síðustu þrjátíu árin hafa verið langt og samfellt, en að vísu hlykkjótt undan- hald vestrænu ríkjanna — ekkert annað en hröð aftur- för, veiklun og hnignun. Hin voldugu, vestrænu ríki, sem voru sigurvegararnir í hinum tveimur fyrri heimsstyrjöld- um, hafa á þessum þrjátíu friðarárum með blíðkunum sínum og eftirlátsemi verið að týna raunverulegum og hugsanlegum bandamönn- um, eyðileggja traust sitt og selja óbilgjörnum óvini í hendur landsvæði og íbúa- fjölda: hinu vlðáttumikla og fjölmenna Kína, mikilvæg- asta bandamanni sínum í annarri heimsstyrjöldinni, Norður-Kóreu, Kúbu, Norð- ur-Vietnam og nú síðast Suð- ur-Vietnam og Kambodíu; Laos er glatað; Thailandi, Suður-Kóreu og ísrael er ógnað. Portúgal stefnir í sama foraðið. Finnland og Austurríki bíða örlaga sinna með kaldri ró, ófær um að koma vörnum við og greini- lega án þess að hafa ástæðu til að geta vænzt hjálpar er- lendis frá. Það er ógerlegt að telja upp öll þau smáríki í Afríku og þau Arabaríki, sem hafa orðið leikbrúður kommúnista eins og svo mörg önnur lönd, jafnvel í Evrópusem verOa að sýna undirgefni til að fá að lifa. Sameinuðu þjóðirnar, hin algjöru mistök, versta lýðræði veraldar, leiksoppur ábyrgðarleysis, hafa orðið vettvangur til athlægis hin- um vestræna heimi — end- urspeglun hins skelfilega falls þeirra. Ef sigurvegurunum hefur þannig verið breytt í hina sigruðu með þvi að þeir hafa gefið upp fleiri lönd og þjóðir en nokkurn tíma hafa verið látin af hendi með hernaðar- legri uppgjöf frá því er sögur hófust, er það meira en orða- leikur að segja, að þriðja heimsstyrjöldin hafi þegar verið háð og hafi lokið með ósigri hinna vestrænu ríkja. En nú, þegar lengstu og átakanlegustu orustu þessar- ar styrjaldar er lokið, í Viet- nam, á hörmulegan hátt með morðum þúsunda og fang- elsun milljóna, reynum við árangurslaust að rifja upp, hvenær þaðhafi veriðá þess um þrjátíu árum, sem vest- rænu ríkin hafi staðið í stöðu sinni. Við gætum vissulega sagt, að það hafi gerzt þrisvar: i Grikklandi 1947, Vestur- Berlín 1 948 og Suður-Kóreu 1950. Þessir atburðir vöktu með mönnum von og traust á Vesturlöndum. En hvernig horfa málin við núna? Hver þessara þriggja aðila er nógu sterkur til að verjast undirok- un? Hver vill verja þá, ef þeim er ógnað? Hvaða öld- ungadeild mun fallast á vopnasendingar og aðstoð? Hver mun ekki taka frið og kyrrð fram yfir frelsi þeirra? Er Atlantshafsbandalagið, sem þegar hefur misst fjögur aðildarlönd, ennþá til? Með- an hið hugrakka írael varðist af óbilandi samheldni, gafst Evrópa upp, hvert landið á fætur öðru, gagnvart þeirri hótun að þurfa að fækka ferðum sínum um helgar á fjölskyldubílnum. Ef friðsamleg sambúð af þessu tagi heldur áfram í tvo til þrjá áratugi enn, verður lítið eftir af hinum vestræna heimi í nútíma skilningi. Það, sem flýtti sérstaklega fyrir gangi þriðju heimsstyrj- aldarinnar, var hinn mikli veikleiki hins vestræna heims, hin mannlega freistni að viðhalda velmeguninni, þó að það kostaði einhverjar tilslakanir. Og það skýrir ánægjuna yfir sérhverju nýju samkomulagi (eins og Sovét- ríkin mundu virða nokkurt þeirra, nema þegar það þjón- ar markmiði þeirra). Brátt munu vestrænu ríkin í Evr- ópu á hinni 35 ríkja öryggis- málaráðstefnu, staðfesta ánauð nágrannaríkjanna í Austur-Evrópu undir því yfir- skini eða i þeirri trú, að þau séu að efla friðinn. Ég hef lýst ástandi mál- anna eins og það litur aug- Ijóslega út frá sjónarmiði hins almenna borgara í austri, frá Poznan til Kanton. En for- ustumenn Vesturlanda þurfa að sýna verulega staðfestu, og vestræn augu þurfa að vera sérstaklega glögg- skyggn til að greina og horf- ast í auguviðógninaaf kerfis bundinni, stöðugri og árang- ursríkri eggjun og frýjun til ofbeldisverka og blóðsúthell- inga um heim allan sem hald ið hefur verð uppi af sömu aðilum í nærfellt sextiu ár. Þeir þurfa aðeins að líta á heimskortið til að sjá, hvaða lönd hafi verið mörkuð til næstu tortímingar. Að sjálfsögðu hefur enginn rétt til að krefjast þess að vestrænu rikin taki að sér vörn Malasíu, Indónesiu, Formósu eða Filippseyja. Enginn getur leyft sér að ásaka þau fyrir að vilja það ekki. En þeir ungu menn sem neituðu að þola þjáningar og angist hins fjarlæga striðs i Vietnam, munu ekki verða komnir af herskyldualdri, áð- ur en þeir — en ekki synir þeirra — verða að falla við vörn Ameríku. En þá verð- ur það of seint. Það er tilgangslaust að tala um það, hvernig eigi að koma í veg fyrir þriðju heims- styrjöldina. Við verðurh að hafa hugrekki og vit til -að stöðva þá fjórðu. Við verðum að stöðva hana. Ekki falla á kné, þegarhún nálgast. — svá —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.