Morgunblaðið - 09.07.1975, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.07.1975, Blaðsíða 32
METSÖLUBÆKUR Á ENSKU í VASABROTI HLAÐNAR ORKU MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1975 RANNSÓKN strndur nú yfir á Þannig röðuðu dreng- irnir beinunum á steinvegginn, áður en þeir hringdu í lögregl- una á mánudagskvöldið. Beinin höfðu þeir fundið í holunni við vegginn. Ör bendir á hauskúpuna iengst til tilvist beinagrindar á giimlu skot- æfingasvæði frá stríðsárunum á fjörukambinum við Faxaskjól f Reykjavík. Enn eru upplýsingar af harla skornum skammti, en þó eru eftirtalin atriði þau veigamestu sem rannsóknin hefur leitt í Ijós: 0 1 gröfinni fundust, auk heillegrar beinagrindar, þrjár skammbyssukúlur, sokkar og þrjár tölur. • Beinagrindin var á þeim stað, þar sem hermenn stóðu og skutu á skotmörk úti á Skerja- firði eða f fjörunni. 0 Vfir rústir frá stríðsárunum á þessu svæði var mokað fyrir um 20 árum. 0 Skammbyssur, scm nota kúlur af þeirri stærð, sem fannst í gröfinni eru mjög óalgcngar hér á landi, en mikið notaðar af her- mönnum annarra þjóða t.d. í Bretlandi. Beinagrindin fannst af ein- skærri tilviljun. Fimm drengir voru að grafa á þessum stað með það fyrir augum að byggja sér þar kofa. Höfðu þeir hafið verkið nálægt síðustu páskum og þá fundið tvö bein. „En okkur var sagt, að þarna hefði einu sinni verið fjós, svo að við héldum að beinin væru úr belju,“ sögðu þeir í samtali við Morgunblaðið í gær. Byggingarframkvæmdir þeirra lágu síðan niðri um skeið, en á mánudagskvöldið hófu þeir aft- ur að grafa og um kl. 18:30—19 fundu þeir fleiri bein í skurðin- um. 1 fyrstu héldu þeir að enn væri um að ræða bein úr kú, en 'þegar þeir fundu sokk með beinum í, skildu þeir, að um mannabein var að ræða. „Okkur brá svolítið, “ sögðu þeir, „en svo héldum við bara áfram að leita“ Og innan tíðar höfðu þeir einnig fundið haus- kúpuna í fjórum pörtum, tvær tölur, sokk og byssukúlu. Var kúlan innan um beinin, er þeir fundu hana, Og nú fannst þeim vera ástæða til að hringja á lögregluna. Rannsóknarlögreglunni var strax tilkynnt um beinagrindar- fundinn og hóf hún þegar rann- sókn málsins. Hefur sú rannsókn aðallega verið í höndum Magnúsar Eggertssonar yfirlög- regluþjóns og Hauks Bjarnasonar lögreglumanns. Beinin voru flutt í líkgeymslu um kvöldið, en í gærmorgun voru þau flutt í Rannsóknastofu Háskólans og hefst rannsókn á þeim i dag. Samkvæmt upplýsingum rannsóknarlög- reglunnar munu þeir prófessorar Ólafur Bjarnason og Jón Steffen- sen annast þá rannsókn og er lík- legt, að strax i dag liggi fyrir upplýsingar um kyn þeirrar manneskju, sem beinin eru úr, og líklega um hæð hennar. Þá ætti að vera unnt að segja til um lík- legan aldur hennar með því að skoða tennurnar í hauskúpunni, en rannsóknir með öðrum að- ferðum á því, hversu lengi beinin hafi sennilega legið í jörðu og úr hve gamalli manneskju þau séu, taka mun lengri tíma. í gærmorgun hófu strákarnir Framhald á bls. 18 Neyðarlending þotu með 164 innanborðs í Keflavík: Flugvélin lagði af stað frá London kl. 2.57 að íslenzkum tima i gær. Þegar vélin hafði flogið í tæpa tvo tíma hafði blaðamaður frá Midland News samband við British Airways og sagðist hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því, að um borð í flugvélinni væri maður nátengdur hinum ólöglega írska her, IRA, og að tima- sprengju hefðí verið komið fyrir í handtösku, sem hann væri með. Flugstjórinn kallaði þegar upp alla írska farþega um borð í flug- vélinni og bað þá að leita í hand- töskum, en enginn fann neitt. Var þá ákveðið að halda til næsta flug- vallar, sem var Keflavík, og lenda þar. A leiðinni til Keflavikur los- aði vélin sig við tugi þús. lítra af bensíni, sem varð að gera til þess að hún gæti lent. Sveinn Eiríksson, slökkviliðs- stjóri á Keflavíkurflugvelli, sagði þegar Morgunblaðið ræddi við hann i gærkvöldi, að tilkynnt hefði verið um komu vélarinnar kl. 17.57 og að vélin ætti að lenda kl. 18.15. Allt slökkvilið vallarins hefði verið komið á sinn stað kl. 18.10 og vélin lent á braut 12 á réttum tíma, en þá hefðu aðeins verið 15 minútur til þess tíma, sem gefið hafði verið upp að sprengjan ætti að springa. Vél- inni hefði síðan verið ekið niður braut 25, sem væri lítið notuð. Flugstjóri vélarinnar hefði ákveðið stuttu áður en Ient var að nota neyðarútgangana en það yrði að segjast að ekki hefði verið nógu gott skipulag á björgunar- aðgerðunum hjá áhöfn vélar- innar. Farþegarnir hefðu komið út úr henni í gusum, stundum 2 og 3 í einu út um sama útganginn, en engir annars staðar. Framhald á bls. 18 BREIÐÞOTA af gerðinni DC-10 lenli á Keflavíkurflugvelli á sjö- unda tímanum í gærkvöldi eftir að tilkynnt hafði verið um sprengju um borð í vélinni, sem springa átti kl. 18.30. Vélin var á leið frá London til Los Angeles með 152 farþega og 12 manna áhöfn. Um leið og vélin hafði stöðvazt á flugvellinum opnuðust allir neyðarútgangar hennar og farþcgarnir ruddust út. Þar sem neyðarrennurnar náðu ekki niður á flugbrautina og nógu háir stigar voru ekki til taks, skullu margir í brautina og flytja þurfti eina konu í sjúkrahúsið á Keflavfkur- flugvelli, þar sem talið var að hún væri fótbrotin. Nokkrir aðrir farþegar skrámuðust og mörðust litillega, en gert var að sárum þeirra á flugvellinum. Strax var farangur farþeganna athugaður, en ékkert fannst. Flugvélin var hinsvegar dregin út á brautar- enda og átti að standa þar í nótt, en sprengjuleit átti að hefjast í vélinni sjálfri kl. 8 í morgun. Farþegarnir gistu á 4 hótelum í Reykjavík í nótt. A EFSTU myndinni sést að farþegarnir eru komnir út úr vélinni og neyðarrennurnar liggja niður með sfðu hennar. A neðri myndinni til vinstri sést hvar nokkur hluti farþeganna er kominn f bfl, sem fór með þá til Reykjavfkur og á myndinni til hægri sést hvar starfsmenn flugvallarins eru byrjaðir að leita í handtöskum farþeganna. Ljósm. Mbl: Heimir Stígsson og Brynjólfur Helgason. Beinaqrindarfundur • "1 P* C\ bennilega 15 - 20 ár síðan líkið var grafið Þrjár skamm- byssukúlur fund- ust í gröfinni Tilkynnt um sprengju sem átti að springa 15 mín. eftir lendingu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.