Morgunblaðið - 09.07.1975, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.07.1975, Blaðsíða 4
4 Bl'LALEIGAN MIÐBORG hf. sími 19492 Nýir Datsun bilar Feröabílar Bílaleiga, sími 81260 Fólksbílar — stationbilar — sendibílar — hópferðabilar. Bíleigendur ath: Höfum á boðstólum mikið úrval af bilútvörpum, segulböndum, sambyggðum tækjum, loftnets- stöngum og hátölurum. Isetningar og öll þjónusta á staðnum. JÍÐNI H.F. Einholti 2 s: 23220 ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU Námskeið í táknmáli heyrnleysingja FRLAG heyrnarlausra og For- elc|ra- og styrktarfélag heyrnardaufra hafa að undan- förnu starfað samciginlega að þvf að efla norrænt samstarf meðal heyrnelysingja. Er f þvf skvni m.a. ráðgert að halda hér á landi norrænt á landi norrænt æskulýðsmót á sumri komanda, en undirbúningur fyrir það stendur nú yfir. Þá er og unnið að samantekt á táknmáli, sem fslenzkir heyrn- leysingjar nota. Hér á landi er stödd Agnete Munkesö, heyrnleysingjaráð- gjafi frá Danmörku, en hún mun á vegum Félags heyrnar- lausra og Foreldra- og styrktarfélags heyrnardaufra halda undirstöðunámskeið í táknmáli. Er námskeiðið opið almenningi, en einkum ætlað heyrnleysingjum eldri en 15 ára og aðstandendum heyrn- leysingja. Notkun táknmáls ryður sér æ meira til rúms á Norðurlöndum sem og annars- staðar í heiminum, og eru slík námskeið í táknmáli orðin mjög algeng annarstaðar á Norðurlöndum. Eru íslenzkir heyrnleysingjar og aðstand- endur þeirra eindregið hvattir til að koma á námskeiðið og notfæra sér leiðsögn og þekk- ingar fröken Munkesö. Islend- ingar munu verða henni til að- stoðar, svo að um tungumála- örðugleika ætti ekki að vera að ræða. Námskeiðið verður haldið í Norræna húsinu við Hring- braut dagana 11.— 15. júlí. Það hefst kl. 20.30 fösutclags- kvöldið 11. júlf, og verður dag- skrá námskeiðisins afhent þátttakendum við&tsgpnginn, (FréttatHkyjining.) MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JULI 1975 Utvarp Reykjavík /V1IQNIKUDKGUR 9. júlf MORGUNINN 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Geir Christensen les söguna „Höddu“ eftir Rachel Field (15). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Kirkjutónlist kl. 10.25: Ekkehard Richter leikur á orgel Hafnarfjarðarkirkju verk eftir Max Reger, Rolf Albes og Hugo Distler. Morguntónleikar kl. 11.00: Janos Sebestyen og Ungverska kammersveitin leika Konsert fyrir sembal og kammersveit í A-dúr eftir Karl von Dittersdorf / Victor Schiöler, Charlcs Senderovitz og Erling Blöndal Bengtsson leikaTrfó fyrir píanó, fiðlu og selló nr. 1 í G-dúr eftir Haydn / Joseph Szigeti og Claudio Arrau leika Sónötu nr. 3 fyr- ir fiðlu og pfanll op. 12 nr. 3 f Es-dúr eftir Beethoven. 12.00 Dagsdráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. SÍÐDEGIÐ 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Máttur lífs og moldar" eftir Guð- mund L. Friðfinnsson. Höfundur les (10). ' 15.00 Miðdegistónleikar. Claudc Helffer leikur Sónötu fyrir píanó eftir Béla Bartók. Pyllis Mailing og tréblásara- kvinlettinn í Toronto flytja „Minnelieder" fyrir mezzo- sópran og blásarakvintett eft- ir Murray Schafer. Louis Cahuzac og hljómsveitin Philharmonia leika Konsert fyrir klarínettu og hljóm- sveit eftir Hindemith; höfundurinn stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn. 17.00 Lagið mitt. Berglind Bjarnadóttir sér um óska- lagaþátt fyrir börn yngri en 12 ára. 17.30 Smásaga: „Dýr fasteign eða draumur f þjóðdjúpinu" eftir Ingólf Pálmason. Helgi Skúlason leikari les. 18.00 Tónleikar. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. KVÖLDIÐ 19.35 Á kvöldmálum. Gfsli Helgason og Hjalti Jón Sveinsson sjá um þáttinn. 20.00 Gestir í útvarpssal. Simon Vaughan syngur lög eftir Hugo Wolf, Henri Duparc og brezk þjóðlög í útsetningu Brittens; Jónas Ingimundarsun leikur með á pfanó. 20.20 Sumarvaka a. „Bara það bezta og sterkasta" Páll Heiðar Jónsson ræðir við Eyjólf Stefánsson söngstjóra Höfn f Hornafirði. b. Hvers- dagsleiki. Smásaga eftir Pétur Hraunfjörð Pétursson. Höfundur les. c. Veiðivötn á Landmannaafrétti. Gunnar Guðmundsson skólastjóri flytur fyrsta erindi sitt: Leið- in til Veiðivatna. d. Kórsöng- ur. Kammerkórinn syngur fslenzk lög; Rut Magnússon stjórnar. 21,30: Utvarpssagan: „Móðir- in“ eftir Maxim Gorkf. Halldór Stefánsson þýddi. Sigurður Skúlason leikari les (20). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöld- sagan: „Knut Hamsun lýsir sjálfum sér“ — úr bréfum hans og minnisgreinum. Martin Beheim-Schwarzbach tók saman. Jökull Jakobsson les þýðingu sfna (2). 22.45 Djassþáttur. Jón Múli Arnason kynnir. 23.30 Fréttir f stuttu máli. Dagskrárlok. FIM41TUDAGUR 10. júlf. MORGUNINN 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Geir Christensen les söguna „Höddu" eftir Rachel Field (16). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Við sjóinn kl. 10.25: Rætt um sfldveiðar f Norðursjó og fleira Morguntónleikar kl. 11.00: Burghard Schaeffer og Norðurþýzka kammersveitin leika Konsert fyrir flautu og strengjasveit f G-dúr eftir Pergolesi / Annie Challan og hljómsveitin Antiqua Musica leika Konsert fyrir hörpu og hljómsveit nr. 4 f Es-dúr eftir Petrini / Konunglega fflharmonfusveitin f Lund- únum leikur „Guði f ölmusu- för“, svítu eftir Hándel. 12.00 Dagskráin. Tónleikar.Tlkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Á frfvaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna SÍÐDEGIÐ 14.30 Miðdegissagan: „Máttur lffs og moldar" eftir Guðmund L. Friðfinnsson Höfundur les (11). 15.00 Miðdegistónleikar Eberhard Wáchter, Margit Schramm, Lisa Della Casa, Rudolf Schock, Ingeborg Hallstein og Sinfónfuhljóm- sveit Berlfnar flytja atriði úr óperettunni „Parfsarlffi“ eft- ir Offenbach; Franz Allers stjórnar. Hljómsveitin Philharmonfa leikur þætti úr ballettinum „Þyrnirós" eftir Tsjaikovsky; George Weldon stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Litli barnatfminn Eva Sigurbjörnsdóttir og Finnborg Scheving fóstrur sjá um þáttinn. 17.00 Tónleikar 17.30 „Sýslað f baslinu“, minningar Guðmundar J.óns- sonar frá Selbekk, Jón frá Pálmholti skráði og les (2). 18.00 Tónleikar og Tilkynningar. 18.00 Tónleikar og tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá Tilkynningar. KVÖLDIÐ 19.35 Þættir úr jarðfræði Is- lands Páll Imsland jarðfræðingur talar um móberg og móbergs- rannsóknir. 20.00 Einleikur f útvarpssal. Sfmon H. Ivarsson leikur á gftar verk eftir Bach, Tarrega, Villa Lobos og Albeniz. 20.25 „Hvolpur“, smásaga eft- ir Ólaf Jóhann Sigurðsson Höfundur les 21.20 Hljómsveitarþættir úr óperum eftir Wagner NBC-sinfónfuhljómsveitin leikur; Arturo Toscanini stjórnar. 21.45 Norsk Ijóð Hannes Sigfússon skáld les úr þýðingum sínum. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsagan: „Knut Hamsun lýsir sjálfum sér“ Martin Beheim-Schwarzbach tók saman. Jökull Jakobsson les þýðingu sfna (3). 22.45 Ungir píanósnillingar Tfundi þáttur: France Clfdat. Halldór Haraldsson kynnir. 23.35 Fréttir f stuttu máli. Dagskrárlok. Pts^XBEH Á kvöldmálum. Þeir Gísli Helgason og Hjalti Jón Sveinsson eru með þáttinn Á kvöldmálum í út- varpinu í kvöld kl. 19.35. Þeir félagar koma vlða við í þáttum sínum og bregða upp svipmyndum úr hversdags- Gísli Helgason. leikanum. ,,Að þessu sinni fjöllum við um lífið og tilver- una", sagði Gísli. „Maður hefur heyrt mikið um það að undanförnu, að menn séu argir yfir sumarveðrinu og jaínvef alvárlega leiðir. Við fórum á stjá og tókum fólk tali. Meí5al ^nnajs litum við irm' á Veðurstofunnr og HB HEVHH rP reyndum að kenna veður- fræðingunum um það hvern- ig sumarveðrið hefur verið, en þeir vörðust knálega og reyndu að telja okkur trú um, að það, hefði orðið ennþá verVa ef þeirra ahrifa hefði ekki gætt. — Á förnum vegi hittum við fólk. Hjá sumum fengum við spark í rassinn, en flestir tóku okkur Ijúflega, og það sýnir náttúrulega að það eru flestir sem taka sig ekki of hátíðlega . Við röbbuðum við þetta fólk um heima og geima. Þetta mun allt koma fram í þættinum, sem við skiptum að sjálfsögðu niður með léttum lögum á milli liða. HOWHIGHTHEMOON SINGIN’IN THERAIN 00NT GET AROUND MUCHANYMORE I CAN'T BELIEVE THAT YOU’RE IN 10VE WITH LADYOFTHE LAVENDER MIST WÖMEN<The/ll G( GOLOEN CRESS IT'S MAD. MAD. MA0! YOU GOTTA CRAWL BEFORE YOU WALK H'YASUE KITTY Duke Ellington við ýmis tækifæri á hljómleikum, en Jón Múli mun helga honum og minningu hans djassþáttinn seint í kvöld. Djassþáttur. Kl. 22,45 í kvöld verður Jón Múli enn á ferðinni með sinn Ijúfa djassþátt, og að þessu sinni ætlar hann að taka til kynningar nýja hljóm- plötu, sem Miles Davis hefur leikið inn á, en albúmið heitir For Duke og er til minningar um snillinginn Duke Elling- ton, sem lézt á s.l. ári. „Það má með sanni segja að hér sé um að ræða minn- ingaralbúm um Duke Elling- ton," sagði Jón Múli í stuttu spjalli, „en þarsem harmljóð- ið er bæði langt og ítarlegt verður hinn framliðni látinn lifga upp á prógrammið í bak og fyrir." Það verður því ekki aðeins For Duke sem verður leikin, heldur mun kempan sjálf leika í þessum þætti og geta djassunnendur og aðrir því átt von á og reyndar vissu fyrir, líflegum þætti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.