Morgunblaðið - 09.07.1975, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.07.1975, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9, JÚLl 1975 11 Gullbrúðkaup GULLBRUÐKAUP eiga í dag 9. júli hjónin Guðlaug Olafsdóttir og Sigurður Guðmundsson, Hjarðar- holtiS, Akranesi (lengst af Bakka- túni 18). Þetta er stór dagur því þau eiga einnig afmæli og eru bæði 78 ára. Fáeinar línur í tilefni þessara merku tímamóta. I 50 ár hafið þið nú búið og komið til manns 8 börnum og hefur þó kannski ekki alltaf verið létt að láta endana ná saman, en mér er minnisstæð þessi setning þegar óvænt bar fleiri að garði en von var á: ,,Það dugar, það er bara að teygja það“, og það merki- lega var að alltaf var hægt að gera mikið úr litlu efni. Ötaldar eru flíkurnar, amma mín sem við barnabörnin þín erum búin að fá frá þér um ævina, og var þá sama hvort saumað var úr gömlu eða nýju, þar sást enginn munur á, slikt er handbragð þitt. Leiðrétting SAMA meinlega prentvillan varð á nokkrum stöðum I grein Valdi- mars Björnssonar hér í blaðinu sl. sunnudag um hundrað ára afmæli íslenzks landnáms I Minnesota. I greininni hafði alloft misritazt ,,Minnesota“ fyrir „Minneota", þó að rétt væri að sjálfsögðu farið með þessi heiti f handritinu. — Höfundur og lesendur eru beðnir velvirðingar. Þá er ekki lakara þitt, afi minn, ófáa hlutina ert þú búinn að smíða um dagana bæði stóra og smáa. Er mér sérstaklega minnis- stæður hnallurinn hennar mömmu, sem við systkinin vild- um ölj sitja á við matborðið heima. Ég á svo margar hlýjar minningar frá því ég var barn og fékk að fara til ömmu og afa á Akranesi að of Iangt yrði upp að telja, en samt vil ég sérstaklega þakka öll gömlu góðu gamlárs- kvöldin, þau voru og verða alltaf sérstök. Ótrúlegustu hlutir gátu kornið upp á þegar við Erla vorum komnar saman og nægir þá að nefna „ljósakrónuna" ég get ekki annað en brosað í hvert sinn sem ég sé hana, en allt var fyrirgefið sama hver prakkarastrikin voru. Þetta á að vera afmæliskveðja til ykkar og ég ætla því ekki að rekja æviferil ykkar hér, en ég þakka fyrir allt og ég veit að ég tala fyrir munn hinna barnabarn- anna. Hjartanlegar hamingjuóskir. frá barnabarni. au(;i.Vsin(;asíminn er: ^22480 J JW*r0itnbIabib Gífuileg Y^\ oo eftir úrvalsferöum tjl Mallorca hefur orðið til þess, að við höfum nú gert sérsamninga við Flugleiðir um tvær aukaferóir 15. ágúst 15 dagar 22. ágúst 15 dagar 29. ágúst 15 dagar 5. september 15 dagar fullbókaö aukaferö fullbókaö aukaferö Aðeins 4 tíma beint flug frá Keflavík til Palma. ÚRVAL býöur góöa ferö og stendur viö þaö moAuóNusk fararstjórn FERÐASKR/FSTOFAN URVAL Eimskipafélagshúsinu simi 26900 ALUR A AKRANES 15. landsmót UMFÍ verður haldið á Akranesi 11.-13. júlí Fjölmennasta og fjölbreyttasta íþróttahátíð sem haldin hefur verið á íslandi knattspyrna, handknattleikur, körfuknattleikur, frjálsar íþróttir, sund, skák, fimleikar, þjóðdansar, blak, borðtennis, lyftingar, júdó, glíma, siglingar og starfsíþróttir. Dansleikir og kvöldvökur öll kvöldin — skemmtum okkur án áfengis. Mót allra landsmanna — Ókeypis aðgangur fyrir 12 ára og yngri Frábærir sænskir, danskir og norskir sýningarflokkar sýna fimleika og þjóðdansa. Tjaldstæði fyrir öll tjöld á íslandi. — Ferðir með Akraborg 4-5 sinnum á dag. Hefjið undirbúning ferðarinnar strax.— Það verður alltaf eitthvað að gerast frá föstudagsmorgni til sunnudagskvölds ALLIR Á AKRANES UNGMENNAFÉLAG ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.