Morgunblaðið - 09.07.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.07.1975, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9, JÚLl 1975 Minning—Baldur IngolfKristiansen Baldur Ingolf Kristiansen pípu- lagningameistari, Njálsgötu 29, Reykjavík, var fæddur á Seyðis- firði 10. júní 1919, dáinn í Reykja- vík 30. júní 1975. Foreldrar: Jentoft Kornelíus Kristiansen frá Narvik í Norður- Noregi og Mattía Þóra Þórðar- dóttir frá Gíslholti í Holtum. Kristiansen kom frá Noregi árið 1906 sem verkstjóri vegagerða- manna, sem áttu að leggja veg um Fagradal. Ætlaði hann aðeins að dvelja á Islandi í nokkra mánuði, en það fór á annan veg, því að á Seyðisfirði hitti hann tilvonandi konuefni sitt, Mattíu, sem var komin að sunnan til atvinnu þar. Þau stofnuðu svo heimili á Seyðis- firði og bjuggu þar allan sinn búskap. Þeim hjónum varð fimm barna auðið og var Baldur þeirra næst yngstui’. Systkini hans eru: Klara, hár- greiðslukona, Gústaf, pípulagn- ingamaður, Selma, íþróttakenn- ari, og Trúmann, skólastjóri barnaskólans í Hveragerði. Baldur dvaldi í foreldrahúsum fram yfir tvítugt. Eins og þá var altítt byrjaði hann snemma að vinna fyrir sér. Innan við fermingu var hann sendill á Sím- stöðinni á Seyðisfirði, síðan stundaði hann sjóróðra, einkum frá Suðurnesjum. Þótti honum þá gott eftir vertíð að geta farið heim til foreldra og systkina á Seyðis- firði. Sem ungur maður hafði Baldur mikið yndi af Iþróttum og var hann sjálfur mjög góður fimleika- maður. Arið 1942 flyzt Baldur ásamt Gústaf bróður sínum til Reykja- víkur. Stuttu eftir komuna suður hófu þeir nám í pípulögnum hjá Runólfi Jónss.vni pfpulagninga- meistari, sem er giftur Þórdísi frænku þeirra bræðra. Ari sfðar andaðist faðir þeirra á Seyðis- firði. Móðirin, ásamt Selmu og Trúmann, flyzt þá til Reykjavíkur og þar samcinast fjölskyldan aft- ur. Klara, sem þá var útlærð hár- greiðslukona, var áfram fyrir austan og bjó lengst af á Norð- firði. Árið 1948 gekk Baldur að eiga Sigríði Arnadóttur, en þau slitu samvistum eftir stutta sambúð. Þau eignuðust tvö börn, Bryndísi Björk, sem nú er kennari, og Braga, sem er rafvirki. Árið 1954 gekk Baldur að eiga eftirlifandi konu sfna Steinunni Guðmundsdóttur frá Umsvölum í Húnaþingi. Þeim varð fimm barna auðið og eru þau: Þorsteinn Kornelíus, útvarpsvirki, Halldór Helgi, verzlunarmaður, Þorgerð- ur Mattía, Selma Osk og Helga Árdís. Börnin eru öll í heimahús- um. Baldur var ástríkur eigin- maður og faðir og heimilið var honum mjög kært. Eftir að Steinunn og Baldur stofnuðu sitt eigið heimili var ætíð náið samband mílli fóstur- móður hennar, Ilalldóru Jóhannesdóttur, og þeirra. Er Halldóra fékk blóðtappa fyrir sjö árum, reyndist Baldur henni drengur góður í veikindum henn- ar og vill hún sérstaklega þakka það. Undirritaður kynntist Baldri fyrir rúmum fimmtán árum. Vann hann þá að pípulögnum í Hjálpræðishershúsinu og urðu kynni okkar að einlægri vináttu. Mér er ljúft að minnast þessa vinar míns og vil hérmeð þakka honum alla blessun, sem hann hefur fært mér og fjölskyldu minni. Þrátt fyrir gott heimili, yndis- lega konu og góð börn var Baldur um tíma mjög leiður á lífinu og í mikilli örvæntingu. Þá fékk hann að reyna mátt bænarinnar og hann bað bæn tollheimtumanns- ins: ,,Guð vertu mér syndugum líknsamur." Hann öðlaðist fyrir- gefning syndanna og komst í sam- félag við Jesúm Krist, sem gaf honum sigur yfir freistingunum, sem hann áður féll fyrir. Hann eignaðist lifandi trú á Frelsarann og varð fagnandi og glaður. Nokkur undanfarin ár hafði Baldur verið heilsuveill, en eftir því sem líkamlegu kraftarnir minnkuðu óx hans andlegi styrk- ur. Hann var orðinn mikill bænar- innar maður og Biblían var hon- um fjársjóður. Hann s^igði við eitt tækifæri: „Biblían er orðin mér fjþrjótandi uppsprettulind." Það síðasta sem hann Ias í Bibliunni var frá Efesusbréfinu, fyrsta kapítula. Rúmri viku áður en hann dó var hann á samkomu í Hjálpræðishernum. Stóð hann þá upp og gaf vitnisburð og þakkaði Guði fyrir alla blessun, sem hann hafði veitt honum og heimili hans. Heimili Steinunnar og Baldurs stóð á bjarginu, Kristi, þar af Ieið- andi öruggt þegar stormar blésu. Börn þeirra hjóna hafa einnig valið þetta dýrmæta hlutskipti að fylgja Kristi og þjóna honum. + Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og jarðarför hjartkærs sonar okkar og bróður vinarhug við andlát og SIGURJÓNS JÓNSSONAR, Fagrahvammi, Keflavfk. Jón Kristjánsson, Jónfna Baldvinsdóttir, Kristján Jónsson, Aðalheiður Jónsdóttir. t Innilega þökkum við auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og jarðarför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, PÁLS METÚSALEMSSONAR, Refssta8, Vopnafirði, Sigrlður Þórðardóttir, börn, tegndabörn, og barnabörn. t Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar. fósturmóður, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu. GUNNARÍNU GESTSDÓTTUR, Holti, Álftaveri, Sérstaklega þökkum við starfsfólki Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund og læknum og hjúkrunarfólki á gjörgæzludeild Landakotsspftala fyrir góða hjúkrun og umönnun Guð blessi ykkur öll, Þurfður Jónsdóttir, Ingimagn Eirfksson, Gyðrfður G. Jónsdóttir, Óskar Júnfusson, Ásgeir P. Jónsson Fjóla Þorbergsdóttir, Hálfdán Á. Jónsson, barnabörn og barnabarpabörn. Hjörleifur Ólafsson slýrimaður - Minning Ég bið Guð að blessa og hugga þig Steinunn, börnin og aðra ætt- ingja og vini. Óskar Jónsson. Það þyrmdi yfir mig daginn eftir að hann Baldur vinur minn Kristiansen frá Seýðisfirði lézt og móðir mín sagði við mig: ,,Hann Baldur Kristiansen frá Seyðis- firði er látinn." Aðeins fyrir örfáum dögum var hann gestur á heimili okkar eina kvöldstund eftir heimsókn mína til hans, þar sem við ræddum saman stutta stund. Hann gekk með mér heim til móður minnar, sem orðin er áttræð, en þekkti Baldur líka mjög vel frá gamalli tíð. Baldur dvaldi heilt sumar á Hánefs- stöðum hjá Sigurði Vilhjálmssyni og kynntist þá flestum Eyrabúum talsvert. Við vorum einmitt að rifja upp þessa veru hans með okkur þarna og Baldur talaði brosandi og létt um ýmsa hluti sem honum voru minnisstæðir frá dvöl sinni þar. Það var sem sé þannig með Baldur, að þótt sjúk- dómur hans angraði hann hið innra, þá sást það ekki hið ytra og gamansemi hans og hnyttin svör gerðu samræður við hann ákaf- Iega skemmtilegar. Enda held ég, að erfitt sé að lýsa Baldri á annan hátt. En nú er hann horfinn heim til æðri máttarvalda og ættingja og vina. Konu hans og börnum ásamt öðrum ættingjum og venzla- mönnum, sem enn lifa hér, votta ég mína innstu hluttekningu og móður minnar við fráfall og jarðarför hans. Ég kveð vaskan vin. Gunnar B. Jónsson og Sesselja S. Guðjónsdóttir frá Sjávarborg F. 24. 5. 1892. D. 2. 7. 1975. I gær var til moldar borinn frá Laugarneskirkju Hjörleifur Ólafsson, Hrísateig 7, er lengi var stýrimaður á varðskipum Land- helgisgæslunnar. Hann andaðist f Landakotsspítala 2. júlí eftir stutta legu og var þá á 84. aldurs- ári sínu. Með Hjörleifi Ólafssyni er genginn mikill starfsmaður, traustur og áræðinn fullhugi og einn þeirra sterku stofna alda- mótakynslóðarinnar, er ríkan þátt áttu í að byggja frá grunni það ísland er við þekkjum í dag. Hjörleifur Ólafsson fæddist í Keflavík í Rauðasandshreppi 24. maí 1892. Var hann sonur hjón- anna Guðrúnar Haflínu Jónsdótt- ur og Ólafs Tómasar Guðbjarts- sonar, er bjuggu um skeið í Kefla- vík og síðar lengi í Hænuvík í sömu sveit. Þeim hjónunum varð tíu barna auðið. Dóu tvö i bernsku, en átta komust til full- orðinsaldurs. Þau voru í aldurs- röð sem hér segir: Hafliði, Guð- bjartur, Bjarney, Guðbjörg Andrea, Hjörleifur, Ólöf Guðrún, Jón Eiríkur og Ástráður. Öll voru þau systkin mesta atgervisfólk og svo sem að líkum lætur, vöndust þau snemma á að taka til hendi og vinna vel, því að lífsbaráttan var hörð og ósleitileg. Hjörleifur Ólafsson tók snemma að sækja sjó ásamt bræðrum sínnm. Síðar lá leiðin til Reykjavíkur og tókst honum með dugnaði sínum að komast í Stýri- mannaskólann, þar sem hann lauk námi árið 1920. Var hann á ýmsum skipum á þessum árum og meðal annars var hann einn af áhöfn happaskipsins Esterar, sem vann mikið björgunarafrek árið 1916 undir forystu skipstjórans, Guðbjarts Ólafssonar, bróður Hjörleifs. Arið 1926 gekk Hjör- leifur að eiga Halldóru Narfadótt- ur, ættaða úr Borgarfirði, hina ágætustu konu. Settust þau fyrst að á Patreksfirði, nálægt æsku- slóðum Hjörleifs, þar sem hann var skipverji á togara um skeið. Þar vestra varð hann fyrir slysi við vinnu sína og missti þá sjón á öðru auga. Háði þetta honum all- mjög í starfi, því að hann missti við það skipstjórnarréttindi sín Asgeir Guðmundsson prentari — Kveðja Ásgeir Guðmundsson var fædd- ur á Eyrarbakka 6. desember 1893 og hóf prentnám í Prentsmiðju Suðurlands þar á staðnum 1. júní 1910 og lauk þar námi 1. júnf 1914. Hélt hann þá til Reykjavík- ur og starfaði þar síðan í ýmsum prentsmiðjum. Hann var lengi vélsetjari við Morgunblaðið, en síðasta hálfan þriðja áratugínn var hann vélsetjari í Prentsmiðj- unni Eddu. Ásgeir var afburða góður vél- setjari. Hann hafði fullt vald á hinu flókna tæki, setningarvél- inni. Virtist hann ekki fara sér að neinu óðslega í starfi, en leiknin og afköstin voru mikil og vand- virknin frábær. Ásgeir var í stjórn Byggingar- félags prentara um nokkurt skeið. Þegar prentarafélagið festi kaup á jörðinni Miðdal í Laugardal, var hann einn af fyrstu landnemun- um í sumarbústaðahverfinu þar. Hann var og um langa hríð trúnaðarmaður prentara í Prent- smiðjunni Eddu. Um miðjan aldur varð Ásgeir að dvelja á heilsuhælinu að Vífil- stöðum á þriðja ár vegna veik- indá. Þótt hann hlyti þar bata, mun hann þó ekki ætíð hafa geng- ið heitt til skógar eftir það. Trú- lega hefur það að einhvefiju leyti átt þátt i því, hversu hann var fróbitinn því að láta á sér bera eða sækjast eftir „mannvirðing- um árabil f samræmi við þá- gildandi lagafyrirmæli. Fluttust þau hjón þá aftur suður og settust að í Skerjafirðinum 1928. Siðar var hús þeirra flutt og endur- byggt á Hrísateig 7 áríð 1942, þegar flugvallargerðin á stríðs- árunum tók að þrengja að byggð- inni í Skerjafirðinum. Eftir að suður kom vann Hjörleifur við smíðar og ýmis önnur störf í landi um nokkur ár. En brátt fór hann á sjóinn aftur og öðlaðist um síðir skipstjórnarréttindi sín á ný. um“ svokölluðum, sem hopum hefði þó verið í lófa lagið að verða sér úti um vegna góðrar greindar og þekkingar á ýmsum sviðum. En hann var hlédrægur og fá- skiptinn og mjög dulur að eðlis- fari. Ásgeir var prúðmenni hið mesta jafnt hversdagslega sem á gleðistundum. Minnist ég þess að á einni slfkri stund settist hann við lítið harmóníum og lék hvert þjóðlagið af öðru með sama létt- leika og lipurð og þegar hann sat við setningarvélina. Leyndi-~sér Framhald á bls. 25. Réðst hann þá í þjónustu Skipaút- gerðar ríkisins og var lengi stýri- maður á varðskipinu Ægi og fleiri skipum Landhelgisgæslunnar. Einnig leysti hann af sem skip- stjóri á sömu skipum öðru hverju og hélt þessum störfum áfram þar til um 65 ára aldur, er hann hætti sjómennsku að mestu. Gerðist hann þá vaktmaður á skipum Landhelgisgæslunnar. Gegndi hann þeim störfum um árabil og svipuðum störfum á Reykjavíkur- flugvelli. Eftir að hann varð svo aldurs vegna að hætta sem vakt- maður, tók hann sér fyrir hendur að setja upp net eða hnýta á öngla, því að honum var mjög fjarri skapi að hafa ekki eitthvað fyrir stafni. Má raunar segja að leitun væri á svo ötulum og starf- sömum manni sem Hjörleifi. Hann var og jafnan glaðvær og þægilegur í viðmóti, hjálpsamur, æðrulaus og karlmenni í allri framgöngu. Nokkuð var hann dul- ur í skapi og sagði ekki oft hug sinn allan, en hugsaði þeim mun fleira. Trúmaður var hann ein- lægur, þótt hann flíkaði því lítt. Þau Haltdóra og Hjörleifur eignuðust fimm mannvænleg börn sem nú eru uppkomin fyrir nokkru. Eru þau f aldursröð sem hér segir: Guðrún Olöf, gift Jöni R. Hjálmarssyni skólastjóra, Skógum, Jón Ástráður, rafvirkja- meistari, kvæntur Lilju Jónsdótt- ur, Þuríður gift Jóni Sveinssyni, forstjóra Stálvíkur, Leifur húsa- smiður og Narfi, tæknifræðingur, kvæntur Gyðu Theodórsdóttur. Hjörleifur Ólafsson var mikill hamingjumaður. Hann naut lengst af góðrar heilsu og mikils starfsþreks. Barnabörnin unnu honum og nutu þess að heim- sækja afa sinn. En sérhver dagur líður að kvöldi. Hann veiktist fyrir hjarta fyrir fáum árum, en hélt þó allgóðri heilsu, þar til fyrir fáum vikum. Var hann þá lagður á sjúkrahús og dvaldist þar til hinstu stundar. Ævikvöld Hjörleifs var friðsælt og fagurt og vissulega má segja að hvíldin sé kær eftir vegferð langa. En kveðjustund fylgir söknuður og því skal hann kvadd- ur með söknuði og einlægri þökk. Megi góður Guð blessa hann á nýrri vegferð um æðri tilverusvið og styrkja eftirlifandi eiginkonu hans og afkomendur á stund sorgarinnar. Blessuð sé minning hans. J.R.H.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.