Morgunblaðið - 09.07.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.07.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLl 1975 17 blaða steinhöggvurum og spurði þá, hvað þeir gerðu, Hinn fyrsti svaraði: „Ég hegg steina." Annar svaraði: „Ég bý til horn- steina.“ En hinn þriðji sagði: „Ég er að byggja dómkirkju.“ Hugsjónastefna hefur stuðlað að þvi að gera New York Times að einu traustasta og virtasta blaði í heimi. Tengdasonur hennar, Dryfoss, á ekki einn heiðurinn af þvi, heldur einnig sonur hennar. Annað merkt, ameriskt blað, sem unnið hefur verið upp af næstum því engu, er Washington Post. Sá, sem tókst það, var verðbréfasali og fé- sýslumaður, Eugene Meyer. Ég hitti hann i miðdegisboði í Bandaríkjunum, þvi að Odd Nansen var góður vinur bróður hans. Þegar ég spurði hann, hvað í ósköpunum hefði komið verðbréfasala til að verða rit- stjóri, sagði hann, að sig hefði alltaf langað til að hafa völd og hefði haldið, að auðæfum fylgdu völd. Hann sneri sér því að því að græða peninga, og hann græddi mikla peninga, en brátt varð honum ljóst, að stjórnmálamenn hefðu meiri völd en rikt fólk. „Þess vegna varð ég stjórnmálamaður, en mér skildist fljótt, að stjórn- málamenn neyðast til þess að gera það, sem kjósendurnir vilja." (Þetta er í Bandaríkj- unum, en ekki i Noregi eða sósíalistisku rikjunum.) „Og hverjir eru það, sem hafa áhrif á kjósendurna?" hélt Meyer áfram? „Það eru blöðin. Nú á ég blað, og nú hef ég áhrif,“ sagði hann að lokum. ástralska blaðaútgefanda Keith Rupert Murdoch. Báðir eru sammála um dugnað hans. Hann gerði hið dauðadæmda „Sun“ að stórblaði með feiki- legri útbreiðslu, en með að- ferðum, sem margir vilja ekki láta sér lynda: nákvæmum lýs- ingum á glæpum, afhjúpun einkalifs þekkts fólks og meiri kynlífs- og klámsögum en nokkurt enskt blað hafði þorað fram að þessu. En snúum okkur svo að and- stæðunni, „The Guardian". Sá, sem setti svip sinn á þetta blað, var hinn velmetni J.L. Garvin, sem var ritstjóri þess til 1942. Hann skrifaði um „Sál dag- blaðs“. Hann greindi á milli blaða, sem hefðu sál og skap- festu, og hinna, sem hefðu slikt ekki. I New Statesman 25. okt. sl. er rætt um David Astor, núver- andi ritstjóra The Guardian, undir fyrirsögninni „Silfur- skeiðin", til að skirskota til Einnig kemur hér tengdason- ur inn i myndina, Philip L. Graham. Meyer fékk honum stjórn blaðsins i hendur 1946, og hann jók enn álit blaðsins. Hann batt sjálfur enda á líf sitt 1963, en þá tók kona hans, Katharine Graham, við stjórn- inni, og undir leiðsögn hennar hefur vegur blaðsins enn haldið áfram að vaxa. Síðasti fyrirmaður- inn í Fleet Street Bæði Stangerup og New Statesman taka kuldalega af- stöðu gagnvart hinum ensk- þess, að hann sé fæddur til auðs, en greinin er full aðdáunar á David Astor. „I rauninni siðasti fyrirmaðurinn (grand seigneur), sem eftir er í Fleet Street.“ Astorarnir standa þrepi hærra en hinir blaðakóngarnir, segir New Statesman. David Astor er það, sem afkomendur hinna blaða- kónganna eru ekki, nefnilega góðum vitsmunum gæddur. Bezti vinur og hetja David Astors var George Orwell („1984“). Astor er ekki með öllu ókunnugt um stærð sína. Hann fæddist i hinu fræga Cliveden vestanhafs. Móðir hans, Nancy, var óforbetranleg- ur bindindisprédikari, en faðir hans var þingmaður fyrir Ihaldsflokkinn. Afi hans, William Waldorf Astor, sagði: „Það er allt í lagi með Ameriku, ef maður þarf að vinna sér inn peninga, en af hverju þeir, sem eru fjárhagslega sjálfstæðir, eru hérna meira en viku, er mér erfitt áð skilja.“ Þegar David Astor var 19 ára, fór hann með foreldrum sinum og George Bernhard Shaw I hina alræmdu ferð þeirra til Sovétrikjanna til að heimsækja Stalin. New Statesman harmar það mjög, að David Astor, sem að eðlisfari sé ,,frjálslyndur“ (liberal, en I Englandi og Bandaríkjunum þýðir það vinstrisinnaðui), sé nú farinn að hallast til hægri. „Of margt starfsfólk og léleg rekstrar- afkoma" Eitt hið athyglisverðasta í bók Stangerups er kaflinn „Of margt starfsfólk og léleg rekstrarafkoma", en það er mál, sem í hæsta máta ætti að vekja norræna blaðaút- gefendur til umhugsunar. Hann skýrir frá uppljóstrun um ástand í hinum enska blaða- heimi, sem hafi verið gerð fyrir brot á þagnarskyldu. Það kom i ljós, að blaðaeigendur og verka- lýðssamtökin höfðu sameigin- lega óskað eftir könnun óháðr- ar stofnunar, „Economist Intelligence Unit“, á rekstri blaða og útgáfu þeirra almennt, en skýrslan átti aðeins að vera til einkanota og skyldi haldið leyndri, hver sem niðurstaðan yrði. En „Observer“ ljóstraði upp efni hennar að nokkru leyti, svo að viðkomandi aðiiar neyddust til að birta skýrsluna í heild. I stuttu máli var niður- staðan sú, að Fleet Street væri sjúkt. Stofnunin, EIU, lagði hinn einfalda mælikvarða til grund- vallar rannsókn sinni, hvort fyrirtækið bæri sig eða ekki, út frá þvi sjónarmiði, að fyrirtæki, sem ekki væri rekið á heil- brigðan hátt og skilaði arði, gæti ekki lengi þrifist. I flest- um tilfellum væri gallinn sá, að æðstu stjórnendurnir væru ekki valdir með hliðsjón af þvi, hvort þeir hefðu fjármálavit, og ritstjórnirnar fengju frjálsar hendur um blaðstjórnina án eftirlits eða aðhalds vegna fjár- hagsáætlunar. Þær létu öll önnur sjónarmið ganga fyrir aðalatriðinu: rekstrarafkom- unni. Skýrslan vekur jafnt furðu sem hrelling við lesturinn. Hún sýnir, hvernig iðnfélögin hafa misnotað aðstöðu sina með því að hóta vel reknum blöðum verkföllum til að koma i veg fyrir tæknilegar umbætur og þannig valdið offjölgun starfs- manna og öngþveiti á vinnu- stöðunum. Ensk verkalýðsfélög eru frumskógur, þar sem atvinnu- rekendurnir eru ekki veiði- dýrin, sem elt eru, heldur þar sem slík samkeppni ríkir meðal verkalýðsfélaganna sín á milli, að eins og um lif eða dauða sé að tefla. EIU komst að þeirri niðurstöðu, að innan margra stórra blaðaútgáfufyrirtækja væru starfsmenn i hinum ýmsu greinum 30—50% óþarflega margir og í einu tilviki allt að 60%. Á hverjum degi væru greidd 20.000 pund til vinnu- þega fyrir störf, sem ekki væru til. Svo að enginn haldi, að þetta séu einhliða fullyrðingar at- vinnuveitenda, skal þess getið, að i ársbyrjun 1967 sagði Wilson, forsætisráðherra Breta, m.a. eftirfarandi: „Þær aðgerðir, sem sér- greinafélögin innan blaða- iðnaðarins beita til hafta og hamlana, hafa nú náð þvi marki, að þær mega kallast þjóðarhneyksli." Wilson lýsti framkomu sérgreinafélaganna Rupert Murdoch — nýtt stórveldi í brezkum blaðaheimi. sem fjárkúgun og bætti því við, að fáir enskir blaðastjórnendur hefðu þorað að aðhafast neitt í málinu. Flestir væru alltof hræddir við að koma fram af einurð og hreinskilni gagnvart sérgreinafélögunum. Wilson skirskotaði einnig til skýrslu „Economist Intellegence Unit“ um hinar óbilgjörnu kröfur prentaranna og offjölgunar starfsmanna i tæknideildum. Frelsi blað- anna háð auglýsingum Þegar litið er á ástandið í þessum efnum í öðrum löndum, t.d. hér i Noregi, þá er engin furða, þótt blaðadauðinn sé geigvænlegur. Og þegar það svo bætist við, að yfirvöldin ræna blöðin miklum tekjulindum, þar sem eru auglýsingar fyrir tóbak, vin og áfengi, Þýzki blaðakóngurinn Springer leggur áherzlu á það, að frelsi blaðanna sé háð auglýsingum. Franski hagfræðingurinn Bertrand de Kouvenel orðar þetta á enn hvassari hátt: ....blað getur komizt af án blaðamanna. Það getur meira að segja sleppt þvi að koma út, en það getur ekki komizt af án auglýsinga.“ Það er þeim mun mikil- vægara að beina athygli manna að þessu atriði, þar sem um heim allan er hafin opinber barátta gegn auglýsingum, auglýsendum og auglýsinga- skrifstofum. Þeim er lýst sem meira og minna dulbúnum her, sem með klókindum og sál- fræðilega könnuðum aðferðum reyna að hafa áhrif á vesalings neytendurna, sem ekki skilja nokkurn skapaðan hlut og láta reka sig eins og sauðahjörð. Reynsla okkar er sú, að neyt- endur séu furðanlega verð- glöggir jafnvel á tímum mikillar verðbólgu, sem yfir- leitt geri fólk kærulaust. Það er alla vega ekki sett á svið, heldur veldur því heilbrigð skynsemi, að stórverzlanir og sjálfsafgreiðslubúðir efna til útsölu með stórlækkuðu verði á vissum vörutegundum. Eftir þvi, sem við höfum frétt, eru þessar verðlækkanir mjög áhrifamiklar, og þvi hlýtur almenningur að notfæra sér þessar verðlækkanir í ríkum mæli. Það er ógjörningur að vita með vissu, hvað liggur að baki áróðrinum gegn auglýsingum. Margt bendir þó til þess, að þeir sem frumkvæðið eiga að her- ferðinni, vilji grafa undan verzlunarstéttinni og einka- framtaki í atvinnurekstri. Það tekst þeim ef til vill, ef vörnin er og verður ekki sterkari, en þeir koinast ekki hjá auglýsing- um. Jafnvel riki sósialismans, og meðal annars Sovétrikin, hafa nú byrjað að skilja mikil- vægi markaða og þar með tekið að beita auglýsingum. Styrkir draga úr sjálfstæði blaða Gildi auglýsinga fyrir arð- bæra blaðaútgáfu er svo mikið, að nauðsynlegt er að benda á það að nýju, að norsk stjórn- völd hafa tekið stefnu i þessum málum, sem er sjálfri sér alger- lega ósamkvæm. Hið yfirlýsta markmið er að skapa grundvöll fyrir frjáls og óháð blöð. Og i þessu skyni veita þau alls kyns styrki, sem i rauninni draga úr sjálfstæði blaðanna. Það sem er þyngst á metun- um I þessu efni og alvarlegast, er að stuðningurinn er hlut- drægur. Styrkirnir eru beinn stuóningur við stjórnmála- flokka. Þeir eru aðeins veittir þeim blöðum, sem rekin eru af stjórnmálaflokkum, sem að sjálfsögðu felur i sér, að þau eru ekki sjálfstæð. En það sem verra er, er að sósialistisku blöðunum er hyglað, — þau hafa forréttindi. Styrkirnir eru yfirleitt aðeins veittir dagblöð- unum, en undantekning er gerð, hvað snertir timarit, sem skrifuð eru á nýnorsku eða tala máli sósialismans. Ef þetta eru ekki mútur, þá er hér alla vega um klikuskap og aðra misnotk- un valds að ræða, sem ekki er heiðarleg. Sú röksemd, sem öllu máli skiptir, gegn banni við auglýs- ingum á tóbaki og áfengi, er sú einfalda staðreynd, að bannið hlýtur að verða gagnslaust. Það er gjörningur að banna norsk- um eða erlendum auglýsendum að auglýsa i útlendum tima- ritum. Né heldur í sjönvarpi eða útvarpi um gervihnetti. Sem sagt: Það verður haldið áfram að auglýsa þessar vörur, en aðeins til hagsbóta fyrir út- lenda fjölmiðla, en til tjóns og jafnvel dauða fyrir norsk blöð og timarit, sem stjórnvöldin segjast vilja gera eins sterk og sjálfstæð og nokkur kostur er. Sveinn Ásgeirsson þýddi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.