Morgunblaðið - 09.07.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.07.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JULl 1975 7 r Skæruhernaður I leiðara Tímans t gær, sem ber yfirskriftina „Skæruhernaður," er fjallað um nauðsyn á breyttri vinnulöggjöf, m.a. með hliðsjón af að- gerðum fámennra starfshópa, er stöðvað geta og hafa fyrirvaralít- ið þýðingarmiklar at- vinnugreinar t verð- mætasköpun þjóðarbús- ins. Þar segir m.a „Upp á slðkastið hef- ur það færzt t vöxt, að tiltölulega fámennir stéttarhópar hafa knúið fram launakröfur slnar með hæpnum, eða jafn- vel ólöglegum, verkfalls- aðgerðum t skjóli að- stöou sinnar til að lama starfsemi viðkomandi fyrirtækja og baka þeim stórkostlegt fjárhags- tjón. Af þeim sökum hafa vinnuveitendur fremur valið þann kost- inn að samþykkja nauð- ungarsamninga en að láta fyrirtækin stöðvast. Vinnubrögð af þessu tagi eru afar óheppileg. svo ekki sé sterkara að orði kveðið. i þeim felst virðingarleysi gagnvart lögum og réttvísi, svo ekki sé talað um virð- ingarleysið gagnvart at- vinnufyrirtækjunum, sem viðkomandi aðilar starfa hjá. Jafnframt felst ( þeim hættulegt fordæmi gagnvart öðr- um launþegastéttum, sem samið hafa um kaup og kjör á hóflegum grundvelli með tilliti til erfiðrar stöðu atvinnu- fyrirtækjanna. Er ekki ó- eðlilegt, að þeir aðilar hugsi með sér, að til Ktils sé að sýna sann- girni, ef aðrir hópar komi á eftir og knýi fram miklu meiri kauphækk- anir." Atvinnuöryggi í hættu Þá segir Tíminn: „Það er svo sérkapi- tuli, að miklir erfiðleikar geta stafað af þvi, að innan eins og sama fyrir- tækis er starfsfólkið i mismunandi stéttarfé- lögum, og semja verður við hvern hóp út af fyrir sig. Þannig felst til að mynda engin trygging i þvi fyrir stórfyrirtæki eins og Flugleiðir, þótt samningar takist við flugmenn, ef ekki næst samkomulag við flug- freyjur. En jafnvel þótt samningar næðust við báða þessa aðila, er um fjóra aðra stéttarhópa að ræða, sem hver um sig gætu stöðvað rekst- urinn, ef samningar næðust ekki við þá. Hér er um að ræða flug- virkja. afgreiðslufólk á flugvöllum og verka- menn við bensinaf- greiðslu, auk flugum- ferðastjóra, sem reyndar hafa ekki verkfallsrétt. en hafa möguleika til að tefja flugið með óeðli- legum veikindaforföll- um. Hjá ýmsum öðrum at- vinnufyrirtækjum er svipaða sögu að segja, þótt dæmið um Flugleið- ir sé mest einkennandi ( þessum málum. Blaða- útgefendur verða t.d. að semja við fleiri aðila en blaðamenn, ef blöðin eiga að koma út. Náist ekki samningar við prentara stöðvast blaða útgáfan. Sömuleiðis stöðvast útgáfan, þótt samningar næðust bæði við blaðamenn og prent- ara, ef ekki næst sam- komulag við fólkið, sem sér um pökkun blað- anna. Allir skynsamir menn hljóta að viðurkenna, að þetta fyrirkomulag er ó- æskilegt og getur valdið fyrirtækjunum slikum skakkaföllum, að rekstri þeirra sé ógnað alvar- lega. Þegar við það bæt- ist, að ákveðnir hópar eru farnir að beita skæruhernaði til að beygja atvinnufyrirtæk- in, er vissulega komið í óefni. Ástæða er til að taka undir þær raddir, sem bent hafa á nauðsyn á endurskoðun vinnulög- gjafarinnar. Slík endur- skoðun er ekki aðeins nauðsynleg fyrirtækj- anna vegna. Ekki siður er hún nauðsynleg vegna launþega sjálfra. Atvinnuöryggið er ( hættu, ef rekstri fyrir- I 1 tækjanna er ógnað með ’ skæruhernaði og þung- lamalegu samninga- kerfi. Umfram allt þarf | þó að verða hugarfars- I I breyting og skilningur á * þvi, að sameiginlegir hagsmunir eru i húfi . bæði fyrir atvinnurek- | endur og launþega." Hin æskilega aðferð Breyting vínnulöggjaf- ar er umræðuefni, sem . lengi hefur verið á dag- I skrá, en enginn virðist I hafa þorað að taka föst- um tökum. Hið æskileg- | asta og raunhæfasta i . þessu efni er, að aðilar I vinnumarkaðarins setj- ■ ist að samningaborði með sérfræðingum sln- um, og semji um nýja starfshætti i þessu efni, sem siðar mætti lög- . festa, ef þurfa þætti. I Ástæða er til að ætla, að ■ skilningur sé fyrir hendi á báða bóga um þetta mál, ekki slzt i hópi hinna lægst launuðu, | sem aldrei geta haldið i sfnum hlut óskertum gagnvart „forréttinda- stéttum" innan laun- þegasamtaka, að ó- breyttri vinnulöggjöf ■ eða samningsaðferðum. ' í þvi efni er dýrkeypt reynsla lærdómsrik. Ef * slik samningsleið reyn- ist ófær, sem óreynt er, ■ verður Alþingi að gripa I inn i með löggjöf, að I höfðu samráði við aðila vinnumarkaðarins, með hagsmuni heildarinnar i huga. Hills er einrœnn œvin týramaður Bretinn Denis Hills sem Idi Amin forseti Uganda neitar stöðugt að sleppa úr haldi er yfirleitt kallaður kennari eða fyrirlesari í fréttum en er raun- ar rithöfundur — og mikill ævintýramaður. Hann var skólabróðir Enoch Powells, hins umdeilda fhalds- manns sem enginn frýr vits, í Birmingham á kreppuárunum og þótti. skara fram úr honum og öðrum jafnöldrum sínum þvi hæfileikar hans voru margvfs- legir og frábærir. Gamall skóla- félagi þeirra segir að hafi ein- hver nemandi skólans (hann hét King Edward’s) verið tal- inn líklegur til að verða for- sætisráðherra með tíð og tíma þá hafi það ekki verið Enoch Powell — heldur Denis Hillj. Hills er fæddur f nóvember 1913 og var fimmta elzta barn bankastjóra þar í borg. Hann var fyrirliði bæði í krikket- og rugby-liði skólans, stóð sig ágætlega á málfundum og var fyrsta flokks nemandi sem sást á því að hann fékk styrk til náms við Lincoln College í Ox- ford. Hann var orðlagður fyrir hugrekki og skólafélagar hans minnast þess enn að þegar þeir voru í fótbolta og boltinn fór upp á glerþak á brautarstöðvar- byggingu, þá var alltaf kallað í Denis því enginn annar þorði að klifra upp á þakið sem var hættuspil. 1 Oxford greip hann eirðar- leysi, hann var áminntur fyrir brot á skólareglum og vanrækti námið svo hann fékk bara þriðju einkunn. Skömmu eftir brottfararprófið hjólaði hann norður alla Skandinavíu og fékk far heim með brezkum togara. Hann ákvað að gerast blaðamaður en fékk sér ekki vinnu við blað f Bretlandi held- ur í hafnarborginni Gdynia í Póllandi þar sem hann kvæntist pólskri stúlku sem ól Dcnis Hills: lætur sér hvergi bregða. honum eina dóttur, Gillian, sem nú er leikkona í London. Hann hafði sýnt litla tungumálahæfi- leika í Oxford en varð smátt og smátt góður málamaður og tal- ar nú sex tungumál. Þegar heimsstyrjöldin brauzt út flýði Hills ásamt konu sinni frá Póllandi og af eðlilegum ástæðum fékk hann það starf að vera tengiliður pólskra liðs- sveita og brezkra. Hann var að miklu leyti í Miðausturlöndum á stríðsárunum og barðist á ítalíu, meðal annars í orrust- unni um Monte Casino. Síðan tók hann þátt í því starfi brezka hersins að útvega flóttamönn- um samastað og gerðist því næst kennari, fýrst í Vestur- Þýzkalandi og síðan í Tyrk- landi. Þar kvæntist hann síðari konu sinni, Ingrid, sem er þýzk og á með honum tvö börn. Fram að þessum tíma hafði Hills skrifað fjölda greina í blöð, en í Tyrklandi og síðar f Uganda hóf hann að skrifa bækur, sem hafa fengið lof fyrir að vera mjög læsilegar og afar heiðarlegar og hrein- skilnislegar ferðalýsingar. I ferðasögum hans frá Tyrkiandi og Afríku er ekkert dregið undan og þótt tiltölulega frum- stæðar þjóðir heilli hann gerir hann sér grein fyrir því aó sjúk- dómar, ólæsi og eymd eru oft fylgifiskar þeirra. Hills er venjulega einn á ferð og sefur alltaf í tjaldi, jafnvel í Englandi þar sem það er talin sérvizka, nema þegar hann ferðast á kostnað hins opin- bera. Þegar hann er á ferð í óbyggðum Afrfku virðist hann láta sér hvergi bregða þótt hættur leynist við hvert fótmál. Af skrifum hans að dæma er hann einfari og treystir á sjálfan sig. Það sem kom Amin forseta til að handtaka Hills og hóta hon- um lífláti var að hann komst með einhverju móti yfir hand- rit næstu bókar Hills „The White Pumpkin" þar sem Hills fer um hann miður vinsamleg- um orðum eins og við mátti búast af jafnhreinskilnum manni. Það voru einkum tvær setningar sem Amin felldi sig ekki við: „Vegna Amins hefur öllum fordómum um svarta manninn aftur skotið upp á yfirborðið. Hann hefur gert þjóð sinni óleik.. . og málstað Afríku í heild þar sem hann drottnar eins og harðstjóri í blökku- mannaþorpi og hefur aftur þröngvað upp á Ugandamenn öllum venjum undirgefni og þrælsótta sem menn vonuðu að frelsið grafi undan." „Amin þykir gaman að kalla okkur Breta njósnara. Það er mikið til í því þar sem við, erlendu íbúarnir, erum hvort sem okkur líkar það betur eða Framhald ð bls. 25. LÆRIÐ VELRITUN Ný námskeið eru að hefjast. Kennsla eirigöngu á rafmagnsritvélar. Engin heimavinna Innritun og upplýsingar í sima 41311. •X ;,/ Vélritunarskólinn, Suðurlandsbraut 20, Þórunn H Felixdóttir ODYR Úrvals heimilistæki frá stærsta heimilistækjaframleiðanda Noregs. KPS STAR 60 ýý Eldavél með 4 hellum Tvöföld glerhurð fyrir ofninum. •fr Ljós I ofni. ■íý Fylgihlutir: 2 ofnskúffur, bökunarplötur, grind. ■jír Mál: Breidd 59,5, dýpt 60, 85 cm ■fr Verð í hvitu kr. 65.520.00 ■fo Verð í karry gulu, grænu 70.560.00 ■j!r 5 cm. sökkull kr. 1.665.00 ■fo Bak með klukku kr 6 1 85 00 ■& Grill, bretti og töng kr. 5 335.00 hæð kr KPS STAR 50 ■fr Eldavél með 3 hellum ■fe Tvöföld glerhurð fyrir ofni. ■& Ljós í ofni •fc Sér undir- og yfirhiti á ofni ■fe Mál: breidd 49,5, dýpt 60, hæð 85 cm. ■& Verð i hvitu 50.400.00 ■& Verð I grænu, brúnu, karry gulu kr 56 950.00 ■& 5 cm. sökkull kr. 1 665.00 Bak með áminningarklukku KPS VIFTAN ■{ý Fitusla úr stálneti ☆ Fæst einnig með kolaslu og þarf því ekki að blása út. ☆ Verð I hvitu, grænu og karry gulu kr. 32 81 5.00 KPS KRYSTALL K 12 Uppþvottavél •fr Ryðfrltt stál að innan •fo 3 ryð-fríir þvottaarmar. •fo Fjölbreytt þvottakerfi •fo Tekur inn á sig heitt eða kalt vatn. •fo Sérstakt sparnaðarkerfi ☆ Mál: Hæð 81,2 — 90,5 (stillan- leg) breidd 59,5, dýpt 59,5. KPS 270 lítra kæli- og frystiskápur 60 lítra frystir, 210 lítra kælir. Mál Hæð 136, breidd 60, dýpt 65,5. Verð í hvítu 107.775 00 verð í grænu, karry gulu 1 1 5.080.00 KPS 250 litra kæliskápur I grænu og karry gulum lit. kr 94.01 5.00. Vegna hagstæðra innkaupa, getum við boðið þetta lága verð um takmarkaðan tíma. Góðir greiðsluskilmálar — Sendum út á landi. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. Bergstaðastræti 10 A Sími 16995.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.