Morgunblaðið - 09.07.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.07.1975, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLl 1975 Aðdragandinn að fjárkröggum Fyrir tveimur árum ákvað John B, Warden að láta öryggið ganga fyrir öllu. Hann hafnaði freistandi boði stórfyrirtækis og réðst þess í stað sem gæða- eftirlitsmaður með gatnagerð í New York, en það taldi hann vera bæði rólegt og öruggt starf, óháð samdrætti og krepp- um í atvinnulífinu. En nú iðr- ast hann sárlega þessarar ákvörðunar. Herra Warden er meðal þeirra tveggja þúsunda starfsmanna borgarinnar, sem hefur verið sagt upp, af því að New York getur ekki borgað þeim laun þeirra. Uppsagnarbröfið kom eins og þr'uma úr heiðskíru lofti fyrir John Warden. Að vísu er hann eins og allir hinir meðal hinna lausráðnu, sem ekki hafa náð því að verða fastir borgarstarfs- menn, og hefur því enga viður- kennda vernd gegn uppsögn. En hann segir: „En hverjum gat dottið í hug, að borgin myndi hegða sór eins og hver annar auðhringur?" Fjöldaupp- sagnir borgarstarfsmanna hafa ekki átt sór stað í Bandaríkjun- um frá því í kreppunni miklu á fjórða áratugnum. Að vísu ákvað Bandaríkja- þing á síðastliðnu ári, að opin- berir starfsmenn skyldu einnig njóta atvinnuleysistrygginga. En þeir 95 dollarar, sem John Warden fær nú á viku, hrökkva skammt og eru aðeins ætlaðir til hálfs árs. Þau hjónin eiga fjögur börn, og þrjú þeirra eru enn í skóla. Þar við bætist að frú Warden hefur verið undir læknis hendi, og ógreiddir reikningar hlaðast upp. Með stöðumissinum féllu sjúkratryggingar nefnilega -(únnig úr gildi fyrir alla fjiil- skylduna. Þeir 50 dollarar, sem einka-sjúkratrygging kostar á mánuði, verða ekki teknir af þessum 95 og það þeim mun síður sem afborganir af lánum, sem hvíla á litla einbýlishúsinu þeirra, nema 100 dollurum. Það er ekki auðvelt fyrir John Warden, sem er 48 ára gamall, að finna sér nýtt starf um þess- ar mundir. Hvað hann ætli að gera, þegar hann hættir að fá atvinnuleysisstyrkinn eftir hálft ár? „Við seljum húsið — og svo kemur að hinni opinberu framfærslu", segir hann bitur- lega. Warden og hinum 2000 borg- arstarfsmönnum, sem sagt hef- ur verið upp, gengur erfiðlega að skilja það, að ásama tímaog New York borg sendir út tvö þúsund uppsagnarbréf, ræður hún líl sín 20.000 nýja menn í vinnu. Þetta virðist fráleitt, en það er kerfi í þessari vitleysu. Reikningurinn fyrir Iaun þess- ara nýju starfsmanna fer nefni- lega til Washington. I árslok 1974 samþykkti Bandaríkja- þing að leggja fram einn millj- arð dollara til að skapa 200.000 manns störf á vegum hins opin- bera. Og til þess að koma í veg fyrir það, að sveitarfélögin breyttu þessu atvinnubótafé í styrk til eigin reksturs með þvf að senda einfaldlega reikning fyrir laun starfsmanna sinna tíl Washington, setti þingið það skilyrði, að þeir sem nýráðnir yrðu, þyrftu að minnsta kosti að hafa verið atvinnulausir í mánuð. Þeir umsækjendur, sem hefðu verið lengur án vinnu, skyldu hafa forgang. Það er því langt þangað til kæmi að John Warden í röð- inni. Af sömu ástæðu var það held- ur ekki leyft, að fólk, sem ráðið yrðí á kostnað Washington, yrði sett í störf, sem fyrir hendi væru. Afleiðingin er sú, að New York borg, sem er að kafna í sorpi og svínaríi, mun af fjár- hagsástæðum draga úr sorp- hreinsun og götusópun. A sama tima brjóta borgaryfirvöld heil- ann um það, hvað þau eigi yfir- leitt að láta þessi 20.000 manns gera. New York-borgar Fyrir hvert starf á kostnað Washington áttu í rauninni hin- ir opinberu vinnuveitendur að bæta öðru við á eigin reikning. Þetta mjög svo óraunhæfa markmið sótti Bandaríkjaþing mjög fast í upphafi, en milljarð- urinn var veittur. En flestar stórborgir í Bandaríkjunum eru þegar farnar að hafa öfug- an hátt á. I staðinn fyrir ný- ráðningar kemur í fjölmörgum borgum til uppsagna, sem mið- að við fólksfjölda eru ennþá alvarlegri en í New York. 1 De- troit til dæmis, þar sem þegar eru um 16 prósent vinnufærra manna atvinnulausir vegna samdráttar í bílaiðnaðinum, ætlar borgin að segja upp fjórða hverjum starfsmanni. Fyrri borgarstjórar i New York, þeir Wagner og Lindsey, sáu aldrei nema eina leið út úr fjárkröggununi: Skuldir og aft- ur skuldir. Núverandi borgar- stjóra, lærðum bókhaldara, var frá upphafi ljóst, áður en hann tók við embætti, að sú leið væri með öllu ófær eða lokuð. Með 13.7 milljörðum dollara er skuldafjall New York-borgar hærra en metfjárlög hennar, sem nema 12.5 milljörðum. Greiðslur vegna skulda nema nú 16 prósentum af útgjöldum borgarinnar. I stað þess að fjár- magna aðeins fjárfestingarfyr- irtæki borgarinnar með lánsfé, verður nú jafnvel að taka lán til að greiða laun fastra starfs- mannaýmissa borgarstofnana. Hvort yfirleitt fáist nokkrir kaupendur að nýjum skulda- bréfum, er allsendis óvíst. Frá- sagnirnar af öngþveiti New, York-borgar hafa stórlega lækkað gengi skuldabréfa borg- 'arinnar, sem eru á föstum vöxt- um. Bankarnir í New York, sem aðeins í skuldabréfum eiga þrjá milljarða dollara hjá borginni, eru mjög tregir til að veita nein skammtímalán. En þar sem út- svörin greiðast ekki samfellt,. þarf borgin á stórfelldum yfir- dráttarlánum að halda. Á næstu þremur mánuðum verð- ur að útvega 3.6 milljarða að- eins til laúnagreiðslna, og borg- aryfirvöldin vita ekki, hvernig það má gerast. í apríl s.l., þegar 400 milljónir dollara vantaði, var það ekki fyrr en á síðustu stund, að bjargvættur birtist: Ríkisstjórinn í New York-ríki tók upphæðina að láni á fjár- festingarmarkaði og lánaði áfram hinni nauðstöddu borg. og annarra stórborga í Bandaríkjunum Fjárhagsöngþveiti New York- borgar á sér langan aðdrag- anda. Á fimmta áratugnum tók miðstéttarfólk að flytjast til út- hverfanna út fyrir borgarmörk- in. Útsvarstekjur minnkuðu af þeim sökum ár frá ári. Til þess að ná jöfnuði voru útsvarstaxt- ar hækkaðir, — og það flýtti síðan enn fyrjr flutningi mann út úr borginni. Æ fleiri iðnað- ar- og verzlunarfyrirtæki fluttu bækistöðvar sínar „Upp í sveit". Að vísu hefur þó „hvít- flibba“-störfum fjölgað á und- anförnum árum. Hið seiðmagn- aða andrúmsloft Manhattans, sambland viðskipta- og menn- ingarlífs, veitingahúsin, skemmtiiðnaðurinn og hið auð- velda samband við önnur fyrir- tæki og yfirvöldin fyrir rekstur stórfyrirtækja hafa haft segul- afl sitt óskert. En aftur á móti hefur störfum í framleiðslu- greinum á síðustu tíu árum fækkað um 250.000. Og með hinum siðustu ráðstöfunum missa í einu vetfangi 50.000 manns atvinnu sína. Þetta hlýt- ur að sjálfsögðu að hafa áhrif á útsvarstekjurnar. Utgjöld vegna félagslegrar aðstoðar eru á sama tíma meiri en nokkru sinni. Með atvinnu- leysi, sem nemur 10.6 prósent, er New York talsvert fyrir ofan meðaltalið í Bandaríkjunum, sem er 8.7 prósent. Fyrir fram- an hin hrörlegu hús í Harlem, í gyðingahverfunum í Bedford- Stuveysant í Brooklyn og i suð- urhluta Bronx má sjá atvinnu- leysingjana ráfa um og bíða eft- ir því, að dagurinn liði. 1 þess- um borgarhverfum er atvinnu- leysið yfir 25 prósent. Meðal unglinga er það þó enn meira. Flestir þeirra eru upp á þá tvo dollara komnir, sem þeir fá sér til framfærslu af hinu opin- bera. Tveir milljarðar dollara fara á þessu fjárhagsári til fá- tækrahjálpar í New York. Þrír fjórðu hlutar þeirrar upphæðar falla á stjórnvöldin í Washing- ton, en einn fjórða verður borg- arsjóður að greiða. Hinar fjárhagslegu byrðar, sem borgin hefur lengi rogazt með, hafa nú skyndilega þyngzt um helming. Á móts við aðrar sambærilegar stórborgir í Bandaríkjunum innir New York af hendi feikimikla þjón- ustu við borgarbúa. Til dæmis er aðeins eitt borgarsjúkrahús í Chicago — en í New York nítj- án. New York hefur sinn eigin risastóra háskóla, eigið dóm- stólakerfi og víðgreint kerfi bókasafna. Þó að íbúafjöldinn hafi minnkað, hefur fjöldi starfsmanna á vegum borgar- innar aukizt um 38 prósent á síðustu tíu árum. Svipuð þróun hefur átt sér stað í flestum amerískum stórborgum með lít- illi aukningu atvinnulífsins, þó að íbúafjöldinn standi í stað. En í borgum, sem hafa vaxið og blómgazt, hefur hlutur hins op- inbera haldizt nær óbreyttur. Skýringin á þessari mótsögn er að verulegu leyti fólgin í því, að fjölgun starfsmanna á veg- um borganna hefur verið dul- búin atvinnuleysishjálp í raun og veru. En hin skammvinna bót á atvinnuleysinu leiðir til lengdar til opinbers gjaldþrots og eykur útgjöld borgarinnar fram úr öllu hófi: Kostnaður borgarinnar af þvi að láta fjar- lægja tonn af sorpi er áætlaður fjórum sinnum meiri en einka- fyrirtæki taka fyrir þá þjón- ustu. Vikulaun starfsmanna á veg- um borgarinnar hafa á síðustu fimm árum hækkað meira en tekjur i hinu almenna atvinnu- lífi. Fyrir þvi er einnig ástæða. 1 sjónvarpsþætti var þannig komizt að orði nýlega með nöpru háði: „A tímum Lindsey (borgarstjóra) hafði New York þrjá borgarstjóra: Albert Shanker frá kennarasamtökun- um, Ken McFeely frá samtök- um lögreglustarfsmanna og Vict or Gotbaum frá starfsmannafé- lagi borgarinnar." En stað- reyndin er sú, að hin 180 starfs- greinasamtök, sem borgin verð- ur að semja við, hafa náð óvenjulega hagstæðum samn- ingum fyrir félagsmenn sina. Götusóparar fá í grunnlaun eft- ir þriggja ára starf 14.800 doll- ara — eða jafngildi um 230.0Ö0 ísl. kr. á mánuði. Lögreglu- þjónn getur þegar eftir tuttugu ára starf farið á eftirlaun, sem nema hálfum fastalaunum. Beame, borgarstjóri, hefur aftur á móti látið menn skilja það greinilega, að nú sé aðeins einn borgarstjóri í New York — hinn kjörni. Án þess að taka upp neinar viðræður boðaði hann í lok siðasta árs, að koma myndi til fjöldauppsagna og lét starfsmannafélögin um það að benda á önnur ráð til að spara útgjöld vegna 12.700 starfs- manna borgarinnar fyrir júnílok. Þegar forkóflar stétta- félaganna fóru eitthvað að tauta um „allsherjarverkfall", svaraði Beame aðeins því, að það væri bezta aðferðin til að draga úr hallanum. Hvert stétt- arfélagið á fætur öðru bauð síð- an tilhliðranir til að koma i veg fyrir uppsagnir. Lögregluþjónar, sem Lindsey hafði veitt 15 greidda frídaga i viðbót við orlofið, afsöluðu sér 5 dögum og björguðu þannig atvinnu fyrir 500 samstarfs- menn. Götusópararnir hlífa borginni við hluta af tillagi hennar til félagssjóða þeirra og slökkviliðsmennirnir neita sér um ofanálag á yfirvinnu. Sá sparnaður, sem þannig hefur náðst, jafngildir átta þúsund uppsögnum og kemur því í veg fyrir þær. En þar sem það er eigi að síður undir settu marki, varð Beame, þótt honum væri þungt um hjartarætur, að gera alvöru úr hótun sinni og segja upp 2000 starfsmönnum. Aðöðr um kosti hefði hann staðið eftir sem pappírstígrisdýr. Með þvi að endurráða ekki í þær stöður, sem losna — en venjulega segja um 10 prósent borgarstarfs- manna upp störfum á ári —- ætlaði Beame að spara þau 2.700 störf, sem á vantaði í áætl- uninni. En vegna öryggisleysis- ins á vinnumarkaðinum er of- angreind talg nánast núll. Stétt- arfélögin standa því enn and- spænis þeim valkostum að stuðla að sparnaði i útgjöldum borgarinnar með þvi að afsala sér þeim hlunnindum, sem fengizt hafa með ójöfnuði — eða verða að þola uppsagnir. En jafnvel hin djarfasta sparnaðaráætlun hefði ekki getað komið fjárhag borgarinn- ar á réttan kjöl. Það er þegar ákveðið að hækka fasteigna- skattana enn frekar, sem þó eru hærri en í nokkurri annarri am- erískri borg'sem og ýmsa aðra skatta og gjöld. Carey, ríkis- stjóri, ráðgerir einnig skatta- hækkanir. Þær skattalækkanir, sem Bandarikjaþing hefur sam- þykkt til að örva atvinnulífið, tekur hið opinbera þannig aft- ur á lægri sviðum. „Af hverju sendir ekki fjármálaráðuneytið ávísanirnar fyrir skattalækkun- unum beint til Beame, borgar- stjóra, og Carey, rikisstjóra?" spyr atvinnurekandi í New York. En skattahækkanirnar munu heldur ekki jafna hallann á fjárlögum New York-borgar. Þótt Beame, borgarstjóra, sé það þvert um geð, verður hann að leita nýrra lána. Innan borg- arstjórnarinnar hugleiða menn nú, hvernig hægt sé að fara i kringum hina andsnúnu banka og miklu vaxtakröfur þeirra og selja skuldabréfin almenningi beint. Meðal annars hefur það verið rætt í þessu sambandi að pota miðasölustaði vegna hesta- veðhlaupa borgarinnar til sölu á þessum bréfum. t samanburði við veðmálaseðlana ættu þó skuldabréf borgarinnar alla vega að vera samkeppnisfær. 1 hestaveðmálunum eru líkurnar á því, að maður fái peningana til baka, eitthvað um einn á móti þúsund. — svá — þýddi úr „Die Zeit“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.