Morgunblaðið - 09.07.1975, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.07.1975, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JULI 1975 29 X/ELX/AKAIMDI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl. 2—3, frá mánudegi til föstu- dags. % Næturflug Sunnu Guðni Þórðarson, forstjóri ferðaskrifstofunnar Sunnu, hefur óskað eftir birtingu á þessari at- hugasemd: „Vegna ummæla Köru Briem, Ægissíðu 60, um dagflug og næt- urflug, þar sem hún réttilega bendir á kosti þess að geta flogið að degi til, en kvartar jafnframt yfir því að hafa þurft að leggja af stað heiman að frá sér kl. hálf fimm að morgni. Það atvik, sem hún vitnar hér til er eina skiptið, sem þurft hef- ur að flýta brottför vegna yfirvof- andi stöðvunar flugs I sambandi við yfirvinnubann flugumferðar- stjóra. Var talið rétt að flýta þess- ari brottför frekar en farþegar ættu það á hættu að komast ekki fyrr en seint og síðar meir i sólar- landaferð sína. Annars skal það tekið fram af gefnu þessu tilefni, að brottfarartimi flugvélar í allar ferðir Sunnu til Spánar, ítalíu og Kaupmannahafnar eru kl. 10 að morgni frá Keflavíkurflugvelli, nema til Costa del Sol, þá er brott- för kl. 5 síðdegis á laugardögum. Er því dagflug i öllum Sunnuferð- um, nema verkföll, veður eða aðr- ar óviðráðanlegar orsakir kunni að valda þar breytingu. Það skal jafnframt tekið fram, að síðan Sunna fór að nota Boe- ing-þotur til ferða sinna fyrir meira en ári hafa þessar þotur flogið um 300 ferðir yfir Atlants- hafið, en ekki komið til nema tveggja lítilsháttar seinkana af tæknilegum ástæðum. Guðni Þórðarson." 0 Hví eru gæzlu- vellir opnir á laugardögum? Þórður Jónsson, Grettisgötu 46, hafði samband við Velvakanda og fórust honum orð á þessa leið: „Mér finnst alltof lítið talað um þá þjónustu, sem Reykjavíkur- borg veitir barnafólki með starf- rækslu gæzluvallanna. Ég held, að það sé einsdæmi á Norðurlönd- um, að þessi þjónusta sé án end- urgjalds. Mér er kunnugt um það, að kon- urnar, sem starfa við gæzlu á þessum völlum hafa lengi reynt að fá því framgengt, að gæzluvell- irnir verði lokaðir á laugardags- morgnum, en það hefur ekki tek- izt af einhverri ástæðu. Sjálfum finnst mér ósanngjarnt að ætlast til þess að konurnar séu bundnar í þessu starfi þegar flest- ar starfsstéttir eiga frí, og nú með naumindum að hann gat staðið uppréttur. Giugginn var opinn. Loftið var- svalt, og geislar sólarinnar féllu á hann eins og ástaratlot. Húsmóðir I grenndinni hafði notað góða veðrið tii að hengja þvott til þerr- is hinum megin við gótuna. Frá skólaporti í grenndinni heyrðust hlátrasköll. Leroy, sem sat yzt á járn- rúminu, sagði: — Ég skil enn ekki þær aðferð- ir, sem þér beitið, herra lögregiu- foringi, — en mér finnst eins og mig sé farið að gruna eitthvað... Maigret leit glaðlega á hann og blés þykkum reykjarmekki inn f sótargeislann. — Þá eruð þér svei mér heppnir, góði vinur! Sérstaklega hvað snertir þetta mál, þar sem aðferð mín hefur einfaldlega ver- ið sú að vinna ekki eftir neinni aðferð... Ef þér viljið hlýða á gott ráð og hafið áhuga á að kom- ast áfram skuluð þér alls ekki taka mig til fyrirmyndar eða reyna að draga ályktanir af því scm þér sjáið mig gcra... — Já en,.. ég sé að þér hafið f höndunum áþreifanlegar vfs- bendingar... eftir að. — Einmitt. Eftir á. Eftir allt langar mig til að biðja borgaryfir- völd að svara því hvers vegna gæzluvellirnir eru opnir á laugar- dögum, þegar langflestar borgar- stofnanir eru lokaðar." 0 Hvar eru hug- sjónamennirnir? Þannig spyr Svb. Sig., sem skrifar á þessa leið: „Fyrir nokkrum dögum var þess minnzt, að fyrsta góðtempl- arastúkan var stofnuð í Reykjavík árið 1885. Minningartafla var með viðhöfn greypt á húsið, þar sem þessi atburður gerðist. Það er gott, að þess sé minnzt, er til heilla horfði í bæjarlífinu. Sú var tíðin, að Reglan átti við Tjörnina lftið samkomuhús, reist af vanefnum, en áhuga hugsjóna- manna er bæta vildu félagslif I bænum. Framan við húsið var hlýlegur, vel hirtur skrúðgarður — bæjarprýði i skrautleysi Reykjavíkur fyrri ára. Margur æskumaðurinn naut þarna gleði- stunda og hollra samvista við jafnaldra og eldri félaga. Þetta gamla, lítt ásjálega hps hlaut að hverfa fyrir nýju skipu- lagi og er eigi að harma það. Garð- urinn græni varð malbikað bíla- stæði fyrir alþingismenn af illri nauðsyn. Templarar fengu nýja lóð á ágætum stað, sjálfu Skólavörðu- holti. Þar reistu þeir veglega höll úr gleri og steinsteypu eftir smekk og kröfum tímans. Þessi höll mun að mestu hafa verið fullgerð fyrir 8—9 árum, en næsta umhverfi hennar hefur enn enginn sómi verið sýndur. Þarna stendur glerhöllin, ein- mar ' ' óhrjálegri urð, eins og talandi tákn hirðuleysis og trassa- skapar. Enginn venjulegur húsbyggj- andi hér í borg er svo aumur, að hann hafi ekki snyrt lóð sína á mun skemmri tima. Hvar eru nú hugsjóna- og áhugamenn þess ágæta félags- skapar, er hér hóf starf fyrir 90 árum? Getur félagsskapur, sem hafði — og hefur enn .á stefnuskrá að bæta og fegra mannlífið og þá ekki sizt að laða æskufólk til sam- starfs, unað gróðurlausri urð um- hverfis höll sína öllu lengur? Svb. Sig.“ 0 Fljúgandi diskar Ellen Bjarnadóttir skrifar: „Komdu sæll og blessaður, Vel- vakandi. Þann 29. júní s.l. talaði Þor- steinn Guðjónsson í útvarpið. Um- ræðuefnið var: Hvað eru fljúg- andi diskar, frásgnir og skýring- ar. Þegar Heimaey var að spúa eldi i maí 1973 var sjálfvirk myndavél I gangi og sagði Þor- steinn, að þegar filman hefði ver- ið framkölluð, hefði komið í ljós málmkenndur hlutur, sem Ieið um loftið góðan spöl. Einnig sagði hann, að islenzka rikið ætti film- una. Gætir þú frætt mig á þvi, hvort hugsanlegt væri að fá að sjá þessa umræddu kvikmynd? Ellen Bjarnadóttir." Þvi miður hefur Velvakandi ekki umbeðnar upplýsingar, en geti einhver lesenda frætt Ellen á þessu, mun Velvakandi birta svarið. HÖGNI HREKKVÍSI 1975 4 - 2/ MrNauKht Syndieate. Inc. k FALMER GALLABUXUR EFNl: FLAUEL&DENIM EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.